Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 26
26 2. desember 2011 FÖSTUDAGUR Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opin- bera berst í bökkum og atvinnu- leysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkur- hreppi (svo ég tileinki mér tungu- tak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta? Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræð- ingum að sunnan) eða þeim allra erfið ustu: „vel meinandi“ stjórn- málamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 millj- arða innspýting í hag kerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfis- mati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemis- mat á Vaðlaheiðar göngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefnd- ir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóð- ina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum! Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíð- indi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ? Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það til- gang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræð- ur eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru … Út fyrir endimörk alheimsins Nú liggur fyrir Alþingi Íslend-inga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál. Staðreyndin er hinsveg- ar sú að utanvegaakstur er alls ekki stórt vandamál þó almenningi sé reynt að telja trú um það. Meira að segja Umhverfisráðuneytið sjálft hefur sagt að dregið hafi úr utan- vegaakstri (http://www.umhverf- israduneyti.is/frettir/nr/1700) og það án kortagrunns. Í ljósi þessa og þess að unnið er að heildarend- urskoðun náttúruverndarlaganna (Hvítbók), hversvegna liggur þá svona á að leggja þetta frumvarp fram?. Það hefur verið viðurkennt að það geti tekið um áratug að kort- leggja leiðir á landinu. Hvað liggur þá á? Getur verið að umhverfisráð- herran sé vísvitandi að leggja þetta frumvarp fram gegn þeim frjálsu ferðamönnum sem hafa gagnrýnt hana í þessum málum? Hverjar verða afleiðingar þess að hafa kortagrunn um aksturs- leiðir á landinu? Ég sé fyrir mér nokkrar: ● Ekki er endilega víst að fleiri verði teknir við akstur utan vega, því ekki er nóg að búa til korta- grunn til að fleiri verði „gómaðir“. ● Ekki er líklegt að dragi úr utan- vegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til hús- mæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er. ● Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. ● Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppá- haldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utan- vegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utan- vegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breyt- ir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaakst- urs – viljum við hafa það svoleiðis ? ● Leiðir sem hafa lítið verið farn- ar og þannig verndaðar, verða allt í einu öllum þekktar á korti og hætta á að umferð aukist með tilheyrandi raski og óþarfa tjóni á náttúrunni. Hvað er þá til ráða í því að útrýma skemmdum sem verða á náttúru vegna umferðar utan vega? Jú það eru nokkur atriði sem liggja beint við, hægt að fara í strax og nýta í það hluta þeirra fjármuna sem eiga að að fara í gerð kortagrunns: ● Fræðsla, fræðsla og fræðsla ● Aukin fræðsla til erlendra ferða- manna sem eru að koma til lands- ins ● Aukin fræðsla til Íslendinga sjálfra í gegnum skólakerfið, öku- kennslu, Landsbjörgu, fjölmiðla o.s.frv. ● Stuðningur við félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn slíkum skemmdum. Viljum við búa í samfélagi þar sem allt er bannað, nema það sem sérstaklega er leyft? Eða viljum við búa í samfélagi þar sem frelsi ríkir, virðing er fyrir náttúrunni og náunganum og fólk er upplýst um hvernig best er að haga sínum ferðum til að afkomendur okkar fái einnig notið þess á sambærilegan hátt um ókomnar aldir? Ég skora á alþingismenn að hafa vit fyrir umhverfisráðherranum og fella þetta frumvarp. Ný náttúruverndarólög Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferða- mönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur fram- kvæmdanna útvegi sjálfir gest- ina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmann- virkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf. Eftir vel heppnaða markaðs- setningu í heimalandi fram- kvæmdaraðila verða tugir þúsunda gesta sendir í ferða- mannabúðirnar. Hér á Íslandi vekur það mikla gleði hversu hratt hefur tekist að koma þessu í framkvæmd og hversu gríðar legum ágóða það skilar. Ferðalangarnir brosa einnig glaðir eftir dvölina í fínu búð- unum þegar þeir yfirgefa landið mórauðir af leirfoki úr Hálslóni. Á aðeins örfáum árum hefur svo framkvæmdaraðilum tekist að senda þangað áhugasama landsmenn sína í hundraða þús- unda tali á ári. 300 ferkílómetra landsvæði fer létt með að anna því. Og íslenska þjóðin verður glaðari og glaðari. En. Það er glórulaust að aka fimm hundruð þúsund til milljón ferðamönnum á ári í rútum frá Keflavíkurflugvelli að Gríms- stöðum á Fjöllum. Þess vegna fá framkvæmdaraðilar að sjálf- sögðu að leggja þar flugbrautir. Ekki er ólíklegt að á þeirra móð- urmáli heiti golfvöllur flugvöllur. Hvort tveggja krefst álíka land- svæðis. Völlurinn er nú þegar á teikniborðinu. Í hótelbyggingunum verða ýmis tæki og tól. Lítil ratsjárstöð sem þurfti um þúsund fermetra fyrir tuttugu árum rúmast ágæt- lega í því sem nemur einni upp- þvottavél í dag. Á 300 ferkíló- metra svæði má koma mörgum slíkum fyrir, bæði ofanjarðar og neðan. Einnig komast mörg hundruð ferðalangar fyrir í einni breiðþotu sem í raun getur verið umbúðir fljúgandi njósnavirkis. Stundum er talað um að verja landið fyrir utanaðkomandi ógn. Meðalagjöf innan frá virðist ósköp saklaus á byrjunarstigi. Og hver ætlar að stugga við fram- kvæmdaraðilum á þeirra eigin landsvæði? Það getur verið snúið þar sem þeir eru með íslenska lofthelgi í hendi sér. Alla uppbyggingu er rökrétt- ast að vinna út frá miðju. Það er því einfaldara að vinna sig út frá hálendinu og niður á strönd en frá ströndinni og upp. Eins og dropi sem fellur í spegil slétt vatn. Spegilslétta vatnið verður í rólegheitum að vinna sig kerfisbundið út frá snertingu dropans. Um búðir og umbúðir Erlendar fjárfestingar Benedikt Þorri Sigurjónsson háskólanemi Umhverfismál Ólafur Magnússon ferðamaður Erlendar fjárfestingar Pétur Tryggvi Hjálmarsson silfursmiður Verndun mannrétt- inda í boði borgarráðs Fimmtud. 17. nóvember sl. skrifaði Björn Erlingsson haflífeðlisfræðingur grein í Fbl. sem hann kallaði „Rétttrún- aður í boði borgarráðs“. Björn barmar sér yfir því sem honum finnst ógna þeim forréttindum sem ýmsir kristnir söfnuðir hafa komið sér upp á árunum kringum aldamótin, nefnilega fermingarfræðslu á skóla- tíma. Þar ber hæst 1-2 daga fermingar ferðir sem lama allt skólastarf viðkomandi skóla. Borgarráð samþykkti í haust reglur þar sem sagt er að ferm- ingarfræðslan eigi að fara fram fyrir utan skólatíma og boðun trúar eða lífsskoðana eigi ekki að fara fram í skólum. Það þjón- ar bæði þeim tilgangi að vernda skólastarfið frá utanaðkomandi truflunum og gæta þess að opinberir skólar geri ekki upp á milli barna eftir því hvaða trú- félagi eða veraldlegu lífsskoð- unarfélagi foreldrar þeirra til- heyra. Það vantar ekki dramað í skrif Björns en greinin er rök- fræðilegt franskbrauð, smurt með fagurgala. Björn skrifaði: „Það vekur furðu að fermingar- fræðsla … hafi orðið bitbein borgaryfirvalda, þar henni er ýtt út af vettvangi grunnskólans – sem er vettvangur barnanna sjálfra, ekki borgarráðs. Meint- ar reglur borgarráðs um sam- skipti trúfélaga við leikskóla, grunnskóla og frístundaheim- ili hafa verið settar til að mæta sérhagsmunum eins tiltekins trúskoðunarhóps.“ Fermingarfræðslan er ekki „bitbein“ borgaryfirvalda. Hún er ekki á þeirra vegum, en fyrst að hún var komin inn á skóla- tíma ýmissa grunnskóla borgar- innar var það óhjákvæmilegt að ábyrg borgarstjórn tæki þar í taumana og verndaði skóla- tímann. Það er afkáralegt að bera saman vettvang barna og borgarráðs í skólamálum. Börn- in eru þiggjendur þjónustunnar, en borgarráð og önnur skóla- yfirvöld bera ábyrgð á henni. Mannréttindi ganga út á það að meðhöndla alla jafnt og það er tilgangurinn með reglunum, sem eru ekki „meintar“ heldur samþykktar raunverulegar reglur. Með „trúskoðunarhóp“ er Björn líklega að tala um lífs- skoðunarfélagið Siðmennt, en það nýtur aðeins sameiginlegra hagsmuna með öðrum af regl- unum, ólíkt Þjóðkirkjunni og Gídeonfélaginu sem vilja við- halda sérréttindum sínum og trúboði. Reglunar þjóna öllum, því að jöfn meðferð og verndun skólastarfs styrkir hinn dýr- mæta sameiginlega grunn sem þjóðin á í skólakerfinu og opin- berum stofnunum sínum. Áfram hélt Björn með: „Að reyna að eyða út mismun er að ala á þröngsýni og fordómum og gerir fjölbreytileikann að lokum óbærilegan. Að leysa það mál með því að allir taki upp sömu lífsskoðun í verki er ekki í boði að hætti borgarráðs og í sjálfu sér kúgun á trúarskoðunum – hér barna.“ Þetta eru staðhæfu- laus rangindi. Hvergi er borgar- ráð að „eyða út mismun“ hinna fjölbreyttu lífsskoðana né farið fram á að „allir taki upp sömu lífsskoðun í verki“. Það er einfaldlega verið að halda í það að skólar séu skól- ar, en ekki bænahús eða vett- vangur iðkunar trúarlegra eða veraldlegra lífsskoðana. Hver staður á sitt hlutverk í þjóð- félaginu og að tala um „kúgun á trúarskoðunum barna“ í þessu samhengi er út úr kú. Reglurn- ar vernda þátttöku minnihluta- hópa í hinu sameiginlega sem einmitt eykur víðsýni og trygg- ir að fólk læri frá barnsaldri að umgangast hvert annað, óháð uppruna. Mun fleira er gagnrýnivert í grein Björns en því svara ég í lengri útgáfu þessa svars á visir.is Trúmál Svanur Sigurbjörnsson læknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.