Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 67
FÖSTUDAGUR 2. desember 2011 51 Mugison stal senunni á Degi íslenskrar tónlistar í gær þegar hann bauð öllum Íslendingum á tón- leika sína í Eldborgarsal Hörpu 22. desember næstkomandi. Hátíðlegt andrúmsloft var á blaða- mannafundi í Hljómskálanum þegar tónlistarmaðurinn sagðist vera svo mikil þökk í hjarta fyrir hlýjar við- tökur landsmanna við nýjustu plötu hans, Hagléli, að hann langaði að þakka fyrir sig í verki, með því að gera það sem hann gerir best – spila tónlist. Hann leigði því að eigin sögn glæsilegasta tónleikasal landsins, Eldborg, til að sem flestir kæmust að. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Haglél fengið fádæma góðar viðtökur og selst í meira en 12.000 eintökum. Öll eintökin eru heimaföndruð af Mugison sjálfum, fjölskyldu og vinum og á aðventunni ætla þau að eiga notalegar stundir saman við að föndra 7.000 eintök í viðbót. Mugison ætlar að vera með fjöl- mennt lið listafólks með sér á tón- leikunum, og lofar að minnsta kosti 20-30 leynigestum á sviðið. Þeir sem næla sér í miða á tónleikana eiga því von á góðu, en hægt verður að nálg- ast miða á vef Hörpu frá hádegi 7. desember. - bb Býður Íslendingum á tónleika GLATT Á HJALLA Mugison og hljómsveit hans hafa undanfarið ferðast um landið og komið fram í 18 bæjarfélögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikkonan Eva Longoria er byrj- uð með litla bróður vinkonu sinnar Penelope Cruz, Eduardo Cruz. Lon- goria staðfestir þetta í viðtali við spænska Vanity Fair þar sem hún talar einnig opinskátt um skilnað sinn við körfuboltakappann Tony Parker í fyrra. Hún leggur áherslu á að hún sé ekki reið Parker þó að framhjáhald hans hafi verið ein af orsökunum skilnaðarins. „Það var ástæða fyrir því að ég varð ástfangin og gifti mig, ég hafði trú á sambandinu. Það er engin ástæða fyrir því að vera bitur og missa trúna á sambandi.“ Longoria bætir svo við að hún sé heppin að hafa fundið Edu, eins og hún kallar nýja kærastann, en hann er tíu árum yngri en leik- konan. Byrjuð með bróður Cruz KOMIN MEÐ NÝJAN Eva Longoria stað- festir samband sitt við Eduardo Cruz, litla bróður leikkonunnar Penelope Cruz. NORDICPHOTOS/GETTY Hjónin Katy Perry og Russell Brand hafa verið í skotlínu fjöl- miðla vestanhafs, sem telja að þau séu að skilja. Perry og Russell hafa ávallt blásið á sögusagnirnar og gerðu tilraun til að sannfæra fjölmiðla á dögunum þegar þau fengu sér húðflúr saman. Þau heimsóttu húðflúrstofu í Los Angeles eftir tónleika þar í borg, en fengu sér reyndar ekki nafn hvort annars í varanlegu bleki, heldur fékk Perry sér broskall á ökklann og Brand fékk sér merki fótbolta- liðsins West Ham United á upp- handlegginn. Þá fékk Perry að prófa að munda nálina og gaf tattúmeist- aranum Bang Bang sams konar broskall og hún fékk sér. Fengu sér húðflúr HAMINGJUSÖM? Fjölmiðlar telja að þau séu að skilja en þau blása á sögusagn- irnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.