Fréttablaðið - 02.12.2011, Side 67

Fréttablaðið - 02.12.2011, Side 67
FÖSTUDAGUR 2. desember 2011 51 Mugison stal senunni á Degi íslenskrar tónlistar í gær þegar hann bauð öllum Íslendingum á tón- leika sína í Eldborgarsal Hörpu 22. desember næstkomandi. Hátíðlegt andrúmsloft var á blaða- mannafundi í Hljómskálanum þegar tónlistarmaðurinn sagðist vera svo mikil þökk í hjarta fyrir hlýjar við- tökur landsmanna við nýjustu plötu hans, Hagléli, að hann langaði að þakka fyrir sig í verki, með því að gera það sem hann gerir best – spila tónlist. Hann leigði því að eigin sögn glæsilegasta tónleikasal landsins, Eldborg, til að sem flestir kæmust að. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Haglél fengið fádæma góðar viðtökur og selst í meira en 12.000 eintökum. Öll eintökin eru heimaföndruð af Mugison sjálfum, fjölskyldu og vinum og á aðventunni ætla þau að eiga notalegar stundir saman við að föndra 7.000 eintök í viðbót. Mugison ætlar að vera með fjöl- mennt lið listafólks með sér á tón- leikunum, og lofar að minnsta kosti 20-30 leynigestum á sviðið. Þeir sem næla sér í miða á tónleikana eiga því von á góðu, en hægt verður að nálg- ast miða á vef Hörpu frá hádegi 7. desember. - bb Býður Íslendingum á tónleika GLATT Á HJALLA Mugison og hljómsveit hans hafa undanfarið ferðast um landið og komið fram í 18 bæjarfélögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikkonan Eva Longoria er byrj- uð með litla bróður vinkonu sinnar Penelope Cruz, Eduardo Cruz. Lon- goria staðfestir þetta í viðtali við spænska Vanity Fair þar sem hún talar einnig opinskátt um skilnað sinn við körfuboltakappann Tony Parker í fyrra. Hún leggur áherslu á að hún sé ekki reið Parker þó að framhjáhald hans hafi verið ein af orsökunum skilnaðarins. „Það var ástæða fyrir því að ég varð ástfangin og gifti mig, ég hafði trú á sambandinu. Það er engin ástæða fyrir því að vera bitur og missa trúna á sambandi.“ Longoria bætir svo við að hún sé heppin að hafa fundið Edu, eins og hún kallar nýja kærastann, en hann er tíu árum yngri en leik- konan. Byrjuð með bróður Cruz KOMIN MEÐ NÝJAN Eva Longoria stað- festir samband sitt við Eduardo Cruz, litla bróður leikkonunnar Penelope Cruz. NORDICPHOTOS/GETTY Hjónin Katy Perry og Russell Brand hafa verið í skotlínu fjöl- miðla vestanhafs, sem telja að þau séu að skilja. Perry og Russell hafa ávallt blásið á sögusagnirnar og gerðu tilraun til að sannfæra fjölmiðla á dögunum þegar þau fengu sér húðflúr saman. Þau heimsóttu húðflúrstofu í Los Angeles eftir tónleika þar í borg, en fengu sér reyndar ekki nafn hvort annars í varanlegu bleki, heldur fékk Perry sér broskall á ökklann og Brand fékk sér merki fótbolta- liðsins West Ham United á upp- handlegginn. Þá fékk Perry að prófa að munda nálina og gaf tattúmeist- aranum Bang Bang sams konar broskall og hún fékk sér. Fengu sér húðflúr HAMINGJUSÖM? Fjölmiðlar telja að þau séu að skilja en þau blása á sögusagn- irnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.