Morgunblaðið - 29.07.2010, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 9. J Ú L Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 175. tölublað 98. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
fylgir
með
Morgu
nblaði
nu í da
g
gerir grillmat að hreinu lostæti!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
38
33
8
FRUMSAMIÐ
VERK FLUTT Í
HALLGRÍMSKIRKJU
VÍSITALAN
LÆKKAR
VEIÐIPRÓF OG
DEILDARSÝNING
Á AFMÆLISÁRI
BOTNINUM NÁÐ 14 RETRIEVERHUNDAR 10RÓMANTÍK 31
Fréttaskýring eftir
Guðna Einarsson
Stefán Már
Stefánsson,
lagaprófessor við
Háskóla Íslands,
segir það jákvætt
að fá loksins við-
urkenningu á því
að það sé ekki
séríslenskt sjón-
armið að engin
ríkisábyrgð sé á
innistæðutrygg-
ingakerfinu.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins segir að engin ríkisábyrgð
sé á bankainnistæðum á Evrópska
efnahagssvæðinu. Stefán Már tekur
fram, vegna þeirrar skoðunar fram-
kvæmdastjórnarinnar að Íslend-
ingum beri eigi að síður að greiða
Icesave-trygginguna, að ekki sé vit-
að til þess að neinar athugasemdir
hafi komi frá Eftirlitsstofnun EFTA
eða öðrum vegna innleiðingar til-
skipunar um innistæðutrygg-
ingakerfið hér á landi. »16
Ekki voru gerðar at-
hugasemdir við inn-
leiðingu kerfisins
Stefán Már
Stefánsson
Sú stund er
runnin upp hjá
RÚV að ekki
verður frekar
skorið niður í
rekstri stofn-
unarinnar án
þess að fækka
dagskrárliðum.
Þetta segir
Páll Magnússon
útvarpsstjóri en
hann tekur fram að óvíst sé hvort
niðurskurðarkrafan verði 9-10%
eins og stjórnvöld hafa boðað.
Núverandi og fyrrverandi frétta-
maður hjá RÚV segja stofnunina
ekki lengur hafa bolmagn til að
sinna rannsóknarblaðamennsku og
telur sá síðarnefndi hana ekki sinna
lögbundnu hlutverki sínu. »2
RÚV kemst ekki hjá
því að forgangsraða
Páll
Magnússon
„Þetta er auðvitað mikilvægt eftir
gengishrunið og þá miklu verðbólgu
sem fylgdi í kjölfarið. Það er ástæð-
an fyrir því að við höfum lagt
svo mikla áherslu á að ná
tökum á okkar gjaldmiðli
og ná fram styrkingu krón-
unnar svo að verðlag geti
gengið til baka til þess
að bæði höfuðstóll og
greiðslubyrðin geti
það líka,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti
Alþýðusambands Ís-
lands, spurður um þau tíð-
indi að lækkun á vísitölu
neysluverðs í júní og júlí um
nær eitt prósentustig hafi
áhrif til lækkunar höfuðstóls verð-
tryggðra lána.
„Þess vegna er þetta ákaflega
mikilvægt þótt þetta hafi að því
leytinu til ekki verið stórt skref. Ef
svo heldur fram sem horfir, eins
og við hjá ASÍ teljum forsendur
til, að gengisstyrkingin skili sér
þá mun sú mikla hækkun sem
varð á vísitölunni að ein-
hverju leyti ganga til baka
og skila sér í auknum kaup-
mætti og lækkun lána,“
segir Gylfi sem telur
brýnt að örva hagvöxt,
enda byggist gjaldmið-
illinn á efnahagslegum
væntingum. »14
Forseti ASÍ telur forsendur til frekari
lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána
Fara verður allt aftur til Kötlugossins 1918 eða
Heklugossins 1947 til að finna eldgos sem losuðu
gjósku í sambærilegu magni og það sem kom upp í
eldgosinu í Eyjafjallajökli í vor. Gjóska sem féll hér á
landi úr Eyjafjallajökli er áætluð um 140 milljónir
rúmmetra eða 0,14 rúmkílómetrar. Þá er ótalin öll
gjóskan sem féll í hafið og í öðrum löndum. Eldgosin í
Heklu 1947 og Kötlu 1918 voru þó stærri en gosið í
Eyjafjallajökli og eins eldgosin í Gjálp í Vatnajökli
1996 og í Surtsey 1963-67. Heildarmagn gosefna,
hrauna og gjósku í þeim eldgosum var meira en í
Eyjafjallajökli.
140 milljón rúmmetrar
Gjóskan úr Eyja-
fjallajökli barst víða.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Í lok júnímánaðar sl. átti Íbúðalána-
sjóður 739 íbúðir sem hann hafði
leyst til sín vegna vanskila lántak-
enda. Slíkum íbúðum í bókum sjóðs-
ins hefur fjölgað hratt frá áramótum,
aukningin nemur meira en 53%. Yf-
irtaka íbúða hefur aukist talsvert
það sem af er ári. Á öllu árinu 2009
leysti sjóðurinn til sín 254 íbúðir, en
á fyrstu sex mánuðum ársins í ár
hafa 428 íbúðir staflast upp í bókum
sjóðsins. Langmestur var fjöldinn í
mars, en þá leysti Íbúðalánasjóður
til sín heilar 190 íbúðir. Mest munaði
þar um 120 íbúðir á Austurlandi, en
sjóðurinn leysti til sín fjórar blokkir
á Reyðarfirði og þrjár á Egilsstöðum
í kjölfar gjaldþrots leigufélags þar í
héraði. Samkvæmt upplýsingum frá
Íbúðalánasjóði er tæpur helmingur
íbúða í bókum félagsins tilkominn
þar vegna gjaldþrots leigufélaga.
Um það bil fjórðungur íbúða í bók-
um sjóðsins er nú í útleigu. Hingað
til hefur viðskiptavinum leigufélaga
sem fara í þrot boðist að leigja íbúðir
áfram af sjóðnum. Jafnframt geta
þeir einstaklingar sem fara í þrot
fengið að leigja áfram, samkvæmt
verði sem sýslumaður ákvarðar. Eft-
ir því sem næst verður komist hefur
einn einstaklingur nýtt sér það úr-
ræði. »Viðskipti
Íbúðum fjölg-
aði um helming
frá áramótum
Um það bil fjórðungur íbúða í eigu
Íbúðalánasjóðs er nú leigður út
Þeir hlusta íbyggnir, liðsmenn hljómsveitarinnar Retro Stefson, þar sem
Ragnar Bjarnason stórsöngvari leggur línurnar á æfingu.
Listamennirnir koma saman á Innipúkanum í Reykjavík um helgina en
þar hyggjast þeir meðal annars taka gamla rokkslagara.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Börn tónlistargyðjunnar
stilla saman strengi sína
739
íbúðir voru í bókum Íbúðalánasjóðs
undir lok júnímánaðar
Helmingur
íbúðanna lenti þar vegna gjaldþrots
leigufélaga víða um land
‹ BIRGÐASTAÐA ÍLS ›
»