Morgunblaðið - 29.07.2010, Side 14

Morgunblaðið - 29.07.2010, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vísitala neysluverðs í júlí mældist 361,7 stig og lækkaði um 0,66% frá því í júní sl. Þetta er mesta lækkun neysluverðsvísitölunnar milli mán- aða frá því í mars 1986, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Í júní sl. lækkaði vísitala neysluverðs einnig á milli mánaða eða um 0,33% frá því í maí sl. Samanlagt hefur vísi- tala neysluverðs því lækkað um 0,99% á tveimur mánuðum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis mældist 343,6 stig í júlí og lækkaði um 0,78% frá því í júní. Á síðustu tólf mánuðum hefur neysluverðsvísital- an hækkað um 4,8% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 6,1%. Á undanförnum þremur mánuðum hef- ur vísitala neysluverðs lækkað um 0,6% en það jafngildir 2,3% verð- hjöðnun á ári og 3,8% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis. Útsölurnar skila sér Lækkun neysluverðsvísitölunnar nú í júlí má að mestu rekja til verð- lækkunar á fötum og skóm um 10,3% á milli mánaða, þökk sé sumarútsöl- um. Vísitöluáhrif lækkunar á fötum og skóm eru -0,68% þannig að ein- hverjir aðrir liðir hafa hækkað. Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, deildarstjóri vísitöludeildar Hagstof- unnar, sagði ljóst að þrýstingurinn á neysluverðsvísitöluna sé niður á við. Hún benti á til dæmis að auk lækk- unar á fötum og skóm hafi reiknuð leiga af eigin húsnæði lækkað um 0,7% á milli mánaða. Þá lækkuðu t.d. ýmsir liðir sem heyra undir ferðir og flutninga, svo sem flugferðir, kaup á nýjum bílum og rekstrarkostnaður bíla. Rekstur ökutækja lækkaði t.d. um 0,7% á milli mánaða. Matur og drykkur lækkaði í síðasta mánuði en liðurinn var óbreyttur nú. Hins veg- ar hækkuðu hiti og rafmagn frá júní til júlí og hefur áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar um 0,05%. Útsöluáhrifin á vísitöluna eru meiri nú en þau voru á sama tíma bæði í fyrra og hitteðfyrra. Þau eru heldur minni nú en þau voru sumarið 2007. Talið er að veiking gengis krónunnar hafi dregið úr útsöluáhrifunum bæði í fyrra og hitteðfyrra. Verðupplýsingum var safnað tvo fyrstu daga hvers mánaðar þangað til í janúar 2008. Þá var lögum breytt og síðan hefur verðlag verið mælt í miðjum mánuði. Síðan breytingin var gerð hafa áhrifin af útsölum á vísitöluna að mestu komið fram í jan- úar og júlí. Höfuðstóll lána lækkar Styrking krónunnar er talin eiga þátt í niðurstöðu vísitölumælingar- innar nú, að sögn Guðrúnar. Hún segir að gengisáhrif megi m.a. greina í lækkun á lyfjum, varahlutum bíla og fleiri vara sem bendi til þess að styrking krónunnar sé að hafa áhrif til lækkunar vísitölunnar. Lækkun vísitölunnar kemur þeim til góða sem skulda verðtryggð lán. Lækkun vísitölunnar í júní gildir til verðtryggingar í ágúst þannig að höfuðstóll verðtryggðra lána lækkar þá um 0,3%. Lækkunin nú um 0,66% mun hafa áhrif til lækkunar höfuð- stólsins í september. Á tveimur mán- uðum mun höfuðstóll verðtryggðu lánanna því lækka um nær 1%. Vísitala neysluverðs lækkar  Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,66% í júlí og 0,33% í júní  Lækkunin nú er þökkuð sumarútsölum á fötum og skóm  Lækkun vísitölunnar hefur áhrif til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána Mánaðarleg breyting neysluverðsvísitölu Síðustu 12 mánuði 1,20% 1,00% 0,80% 0,60% 0,40% 0,20% 0,00% -0,20% -0,40% -0,60% -0,80% Jú lí Ág ús t Se pte mb er Ok tób er Nó ve mb er De se mb er Ja nú ar Fe brú ar Ma rs Ap ríl Ma í Jú ní Jú lí Lækkunin » Vísitala neysluverðs í júlí var 0,66% lægri en í júní. Þetta er mesta lækkun vísi- tölu milli mánaða frá í mars 1986. » Neysluverðsvísitalan lækk- ar nú annan mánuðinn í röð. Í júní lækkaði hún um 0,33%. » Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 4,8% sl. 12 mán- uði. » Lækkunin í júlí er að mestu rakin til sumarútsala. » Styrking krónunnar er einnig talin hafa haft áhrif til lækkunar vöruverðs. Morgunblaðið/Ómar Lækkun Útsölur í júlí eiga stóran þátt í lækkun neysluverðsvísitölu. Lækkun vísitölu neysluverðs er ánægjuleg tíðindi en „allt of sjaldgæf“, að mati Gísla Tryggvasonar, tals- manns neytenda. Hann sagði það vera tíðindi í sjálfu sér að þetta væri mesta lækkun vísitölunnar frá í mars 1986. „Ég tel að það sé orðið löngu tímabært að fara að framfylgja þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingarinnar,“ sagði Gísli. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ríkisstjórn hefur það skýrt á stefnuskrá sinni að draga úr vægi verðtryggingar en ekki einungis að athuga hvort það eigi að gera. Mér finnst orðið tímabært að stigin verði markviss skref til að framfylgja þessu loforði ríkisstjórnarinnar.“ Gísli minnti á að lækkun vísitölunnar í júlí yrði að mestu rakin til út- salna. Hann kvaðst vona að gengi íslensku krónunnar færi að styrkjast því það ætti að skila sér í lægra verðlagi. „Ég vona að það tækifæri verði nýtt til að draga úr vægi verðtryggingar. Æ fleiri eru komnir á sömu skoðun og ég hef talað fyrir í mörg ár að verðtrygging sé ekki aðeins afleiðing verð- bólgu heldur að hluta til orsök,“ sagði Gísli Mikilvægt að draga úr vægi verðtryggingar Gísli Tryggvason „Maður vonar að þetta sé komið til að vera en ekki bara bóla vegna útsala,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formað- ur BSRB, um lækkun vísitölu neysluverðs. Hún sagði sannarlega kominn tíma til að verðbólgan lækki. Hún sé nú komin undir 5% og það þyki okkur Íslendingum lágt, þótt sumum öðrum þjóðum þætti eflaust nóg um. Elín kvaðst binda vonir við að verðbólgan muni lækka til frambúðar og verða svipuð og hjá þeim þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. Vonandi muni mat- vælaverð lækka og verð á öðrum nauðsynjum sem hafi hækkað vegna gengisþróunar og verðbólgu. Elín sagði að BSRB hafi lengi haft það á stefnuskrá sinni að endurskoða verðtryggingu lána. Verðtryggingin verður skoðuð sérstaklega með sérfræðingum á komandi hausti. „Það er gegndarlaust hvernig verðtryggðu lánin hafa farið undanfarna mánuði og ár þegar verðbólgan var í tveggja stafa tölu,“ sagði Elín. „Það getur ekki nokkurt heimili búið við þetta. Það er full ástæða til að fara vel í gegnum þessi mál.“ Endurskoða þarf verðtryggingu lána Elín Björg Jónsdóttir „Við erum ánægð með þessar fréttir, lækkun á lánum og allt sem styrkir kaupmáttinn hjá almenningi,“ sagði Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka versl- unar og þjónustu (SVÞ). Hún sagði þróun vísitölunnar geta verið vísbendingu um að botni kreppunnar sé náð og ferðin upp á við hafin. Hún sagði að SVÞ hefðu alltaf bent á að verðlag væri nátengt gengi krónunnar. „Það getur tekið svolítinn tíma áður en vörur lækka því þær eru oft fluttar inn með nokkurra vikna eða mán- aða millibili. Gengisstyrking getur því verið nokkurn tíma að koma fram í lægra verðlagi,“ sagði Margrét. Hún sagði að fyrirtæki í verslun og þjónustu og önnur atvinnufyrirtæki þyrftu að kljást við ýmislegt fleira en gengið. „Það eru ýmsar skattahækkanir og þessi gríðarlega hækkun sem varð á tryggingagjaldinu. Í sumarbyrjun komu kauphækkanir sem gera fyrir- tækjum erfiðara um vik að fylgja styrkingu krónunnar nákvæmlega. Það er ekki hægt að horfa bara til eins þáttar þegar fyrirtækin verðleggja sína vöru og þjónustu,“ sagði Margrét. Vísbending um að botninum sé náð Margrét Kristmannsdóttir Upplýsingagjöf aðstoðarmanns menntamálaráðherra til fjölmiðla um niðurstöðu ríkisstjórnarinnar í Magma-málinu svonefnda ber vott um undarlega stjórnsýslu, að mati stjórnsýslufræðings, enda málið ekki á forræði umrædds ráðherra né ráðuneytis hans. Stjórnarráðslögin segja fátt um stöðu pólitískra aðstoð- armanna ráðherra og í skýrslu nefndar um endurskoðun stjórn- arráðslaga er lagt til að hlutverk þeirra verði skilgreint. „Hlutverk hvers ráðuneytis er mjög skýrt og það er mjög vandað ákvæði um samstarf og samþættingu verkefna [í lögum um Stjórnarráð Ís- lands]. Þannig að í rauninni, eins og skipulag stjórnarráðsins er, þá er mjög óeðlilegt að menn blandi sér í málefnasvið hvers annars,“ segir Haukur Arnþórsson, stjórnsýslu- fræðingur. Elías Jón Guðjónsson, aðstoð- armaður Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, starfaði áður í fjármálaráðuneytinu og þá sem upp- lýsingafulltrúi. Spurður hvort lesa megi úr tölvubréfi Elíasar, að hann hafi tekið verkefni úr fjármálaráðu- neytinu með sér yfir í mennta- málaráðuneytið og hvort skilin séu nægilega skýr segir Haukur: „Eitt- hvað hefur alla vega samstarfið auk- ist milli ráðuneyta frá því sem verið hefur, svo mikið er víst. Og verka- skiptingin er orðin eitthvað óskýrari en maður hefði mátt búast við.“ Staða aðstoðarmanna óljós Nefnd um endurskoðun stjórn- arráðslaganna segir í skýrslu sinni til fjármálaráðherra, frá því í maí sl., að ýmislegt þurfi að skýra varðandi að- stoðarmenn ráðherra. „Ekki er ljóst hver staða hans innan ráðuneytis er, hvaða umboð hann hefur, hvernig tengslum og samvinnu hans við ráðu- neytisstjóra skal vera háttað, hver ábyrgðartengsl hans eru við aðra starfsmenn ráðuneytis eða hvort að- stoðarmaður hafi boðvald. Þetta þarf að skýra,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist símleiðis í Katrínu Jakobsdóttur vegna málsins í gær né svaraði hún fyrirspurnum í tölvu- pósti. Tölvubréf ber vott um „undarlega stjórnsýslu“ Tölvubréfið » Aðstoðarmaður mennta- málaráðherra ritaði tölvubréf og varpaði fram þeirri spurn- ingu hvernig „prjóna“ ætti nið- urstöðu ríkisstjórnarinnar. » Jafnframt var í póstinum til- laga að texta um niðurstöðuna sem ætlaður var nafngreindum blaðamanni til að „skúbba.“ Ýmsar kynjaverur rokksögunnar hafa sést á kreiki umhverfis menn- ingarhúsið Hof á Akureyri að undanförnu og sumar meira en lítið gefnar fyrir framandi augu. Maður að nafni dr. Frank N. Fur- ter hefur verið þar fremstur í flokki og skrautlegt fylgdarlið hans. Eins og rokkunnendur vita er Furter miðdepill rokkóperunnar The Rocky Horror Picture Show en það er einmitt Leikfélag Akureyrar (LA) sem hyggst frumsýna þetta klassíska verk í Hofi hinn 10. sept- ember nk og var leikmyndin sem Egill Sigurþórsson framkvæmda- stjóri LA stendur við, flutt þangað í gær. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson og tónlistarstjóri Andr- ea Gylfadóttir. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Rokkaður hryllingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.