Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 19
Ríkisstjórnin og Magma – sjónar- spilið mikla Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar vegna kaupa Magma Energy á HS orku heldur áfram og alltaf verður málið hjákát- legra af hálfu rík- isstjórnarinnar. Um margra mánaða skeið hefur legið fyrir að Magma væri að kaupa HS orku. Allan þenn- an tíma hafa stjórn- arflokkarnir haft tækifæri til að bregðast við ef vilji var til þess. Fjármálaráðherra tók málið til sín um tíma og virtist ætla að „bregð- ast við“ en gerði það ekki. Um- hverfisráðherra boðaði a.m.k. tví- vegis lagabreytingar en ekkert kom frá henni. Viðskiptaráðherra var oftar en einu sinni bent á nauðsyn þess að endurskoða lög um erlenda fjárfestingu en gerði það ekki. Vinstri græn og Samfylkingin gerðu ekkert og því fór sem fór. Athyglivert er að það að Magma sé kanadískt fyrirtæki virðist skipa mestu en ekki sú staðreynd að ef fyrirtækið væri sænskt að uppruna, þýskt, franskt eða annars staðar innan EES-svæðisins þá væri ekki um „skúffufyrirtæki“ að ræða og því ekki hægt að tala um ólögmæti þess vegna. En hvers vegna hefur ekkert verið gert? Nokkrar ástæður geta legið að baki. Ég tel líklegustu skýringuna þá að höft á slíka fjár- festingu eru ekki í anda frjálsræðis Evrópusambandsins og yrðu til þess að þvælast fyrir í aðlög- unarferlinu sem ríkisstjórnin leiðir. Fyrirtæki innan ESB eiga hvert í öðru þvers og kruss og líklegast er að þannig verði það einnig á Íslandi eftir að aðlögun er lokið. Norska leiðin hefur verið nefnd enda mjög áhugaverð. Ríkis- stjórnin hefur hins vegar ekki beitt sér fyrir því að sú leið verði skoðuð því slíkt mun þvælast fyrir að- lögun auðlindanna að ESB. Það hefur komið fram að nátt- úruauðlindir Íslands séu meðal þess sem ESB sér jákvætt við að landið verði inn- limað í sambandið. Ríkisstjórnin ætlar sér ekki að þvælast þar fyrir og því hefur ekkert verið gert og ekkert verður gert því það er um seinan. Vinstri græn munu hins vegar enn og aftur koma fram í fjölmiðlum og „mótmæla“ þegar það er um seinan. Við sáum það þegar ESB-aðlögunin var sam- þykkt, við sáum það þegar Icesave- samningurinn var samþykktur af Alþingi og við sjáum það nú í Magma-málinu. Allt eru þetta mál sem Samfylkingin hefur leitt og keyrt áfram í þjónkun sinnig við hið svokallaða alþjóðasamfélag og Vinstri græn elta til að „bjarga“ ríkisstjórninni. Sjónarspilið heldur áfram. Hvenær á að setja hagsmuni Ís- lands ofar lífi ríkisstjórnarinnar? Eftir Gunnar Braga Sveinsson »Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki beitt sér fyrir því að sú leið verði skoðuð því slíkt mun þvælast fyrir að- lögun auðlindanna að ESB. Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er þingmaður. 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Gullfoss Leonardo DiCaprio og Kate Winslet eru mörgum ógleymanleg í stórmyndinni Titanic og sumir upplifa tilhugsunina um þau við Gullfoss, þar sem betra er að fara að öllu með gát. Rax Mikill matarskortur á Sahel- svæðinu í Vestur-Afríku ógnar nú lífi um 10 milljóna manna, þar á meðal hundraða þúsunda barna. Hjálp- arstofnanir þurfa á alþjóðlegum stuðningi að halda til að geta brugðist við áður en það verður of seint. Í Níger, einu af fátækustu löndum í heimi, er talið að 7,1 milljón manna þjáist vegna matarskortsins. Í ná- grannaríkinu Tsjad þurfa 2 milljónir manna mataraðstoð og þúsundir ann- arra í Malí, Búrkína Faso og norður- hluta Nígeríu berjast fyrir lífi sínu. Dautt búfé er orðin algeng sjón. Van- næring barna í Níger eykst þar sem yfir 114 þúsund börn hafa fengið með- ferð við vannæringu í næring- armiðstöðvum á fyrsta hluta ársins. Þeir fátækustu fá ekkert að borða dögum saman. Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóð- anna: Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin (FAO), samræmngar- skrifstofa aðgerða SÞ í mannúðar- málum (OCHA), Barnahjálp SÞ (UNICEF) og matvælaáætlun SÞ (WFP), sem og Alþjóða Rauði kross- inn og Hálfmáninn (IFRC) hafa öll varað við þessum skelfilegu að- stæðum. Styrktaraðilar hafa lagt til milljónir dollara, sem gerir hjálp- arsamtökum kleift að bregðast við vannæringu barna, veita matvælaað- stoð, sem og dýrafóður og fræ til ræktunar, mat-fyrir-vinnu (e. food- for-work) og beina peningaaðstoð, sem allt hefur það að markmiði að bjarga mannslífum og viðurværi fólks. Þörf er á meira fé til að standa að áhrifaríkara hjálparstarfi. Í Níger þarf enn a. m. k. 229 millj- ónir bandaríkjadala til að fjármagna neyðaraðgerðir og hinar fimm hjálp- arstofnanir þurfa nálægt 50 milljónir dala fyrir Tsjad. Þörf yrði á meira fé ef ástandið í Malí, Búrkína Faso og norðurhluta Nígeríu fer versnandi. Fénu verður varið til aðgerða sem munu bjarga mannslífum, þ. á m. til flutnings matvæla til afskekktra svæða í Níger og Tsjad, dreifingu matvæla og annarra hjálpargagna til nær 860 þúsund barna undir fimm ára sem þjást af vannæringu. Fénu er einnig ætlað að styðja við yfir 9 millj- ónir manna sem lifa á landbúnaði og búfénaði og misst hafa allan aðgang að góðu jarðnæði og því sem til þarf í búfjárrekstur. Á þessum mikilvægu tímum biðlar mannúðarsamfélagið til ríkisstjórna, einkageirans og almenn- ings um að styðja hjálparstarfið. Hver króna skiptir máli. Ef stuðningur berst í tæka tíð gerir það hjálp- arstarfsfólki kleift að gera það sem það gerir best: Að bjarga lífum og vernda búfénað. Núverandi neyðarástand hefur vakið upp umræður um langvarandi lausnir á endurteknum matarskorti á svæðinu. Eins og á árunum 2005, 1984 og á 8. áratugnum snýst neyðin ekki bara um matarskort, held- ur einnig um landlæga fátækt og hún á skilið að komast upp á pall- borð hjá þeim stofn- unum sem mestu ráða. Á meðan athyglin beinist að Haítí og öðr- um neyðarsvæðum ætti heimurinn einnig að líta til Sahel, þar sem skortur á mat og öðrum nauðsynjum er dagleg áskorun. Sam- bland af fátækt og mannlegum vanmætti leiðir til hnignunar á friði og öryggi á svæði sem er þegar mjög ótraust og tefur enn frekar þró- un á svæðinu. Bátar fullir af ungum körlum og konum, sem hætta lífi sínu til að flytjast til Evrópu eða ganga í al- þjóðleg glæpagengi eða taka þátt í eit- urlyfjasmygli, eiga rætur sínar að rekja til þess að fólk vill fullnægja grundvallarþörfum sínum um mat, vatn, menntun og heilsu. Í mörg ár hefur verið hægt að koma í veg fyrir meiriháttar matarskort vegna bættra aðferða í landbúnaði og tækni- framfara, sérstaks næringarbætts matar, stuðnings við fátækustu heim- ilin og aukinnar afkastagetu land- anna. Að koma í veg fyrir harmleik, eins og þann sem vofir nú yfir Sahel- svæðinu, veltur á því að auka aðgengi að mannúðaraðstoð og efla fjárstuðn- ing. Mesti skorturinn er á hinu síðast- nefnda. Eftir dr. Gianfranco Rotigliano, Mariu Helenu Semedo, Thomas Yanga, Herve Ludovic deLys og Momodou Lamin Fye »Mikill matarskortur í V-Afríku ógnar nú lífi um 10 milljóna manna, þar á meðal hundraða þúsunda barna. Hjálparstofnanir þurfa alþjóðlegan stuðn- ing. Dr. Gianfranco Rotigliano er yfirmað- ur svæðisskrifstofu Barnahjálpar SÞ í Vestur- og Mið-Afríku, Maria Helena Semedo yfirmaður svæðisskrifstofu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, Thomas Yanga yfirmaður svæð- isskrifstofu Matvælaáætlunar SÞ í Vestur-Afríku, Herve Ludovic deLys yfirmaður samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum í Vest- ur- og Mið-Afríku og Momodou Lam- in Fye yfirmaður svæðisskrifstofu Al- þjóða Rauða krossins og Hálfmánans á Sahel-svæðinu. Hungursneyð Aliya gefur barni sínu fyrir utan heimili sitt í Níger. Mikill hungursneyð vofir yfir stórt svæði í vesturhluta Afríku. Verðum við að bíða eftir fleiri dauðsföllum? UNICEF//Pirozzi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.