Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 20
20 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Í framhaldi af dómi Hæstaréttar um ólög- lega gengistryggingu lána hefur fallið nýr héraðsdómur um mál- ið. Lýsing lánaði fólki peninga til bílakaupa. Um var að ræða frjálsan samning um sölu á vörum og þjón- ustu Lýsingar til fólks sem tók lánið og var gengið frá þessum viðskiptum með stöðluðum samningi sem Lýsing hafði látið út- búa. Hæstiréttur dæmdi gengistrygg- ingu lána í íslenskum krónum ólög- lega. Kom í ljós að Lýsing hafði brotið á fólkinu þar sem einn skil- málinn í staðlaða samningnum milli aðila var dæmdur ólöglegur. Lýsing stefndi fólkinu sem þeir höfðu brotið á samkvæmt dómi Hæstaréttar og föstudaginn 23. júlí 2010 kvað héraðsdómur upp dóm þar sem Lýsing vinnur mál gegn þeim sem brotið var á. Féllst hér- aðsdómur á fjórðu varakröfu Lýs- ingar. Samningur aðila samkvæmt dómi Hæstaréttar var að öðru leyti lög- legur en því að óheimilt var að binda lánagerninga í íslenskri mynt við erlenda gjaldmiðla. Í viðskiptum er það þannig að ef einhver selur gallaða vöru þá má hann koma með nýja jafngóða eða betri vöru fyrir gölluðu vöruna til að bæta upp tjónið. Í þessu máli hefur brotaþoli ekki enn fengið bætur. Ef maður kaupir t.d. bíl og greið- ir og fær gallaðan bíl, þá á seljand- inn að bæta tjónið þannig að sá sem keypti verði ekki fyrir skaða. Maður hefur ekki heyrt það áður að ef sá sem brýtur sannanlega á öðrum og er óánægður fer í mál þá vinni hann málið. Venjulega er það sá sem brotið er á sem fer í mál. Héraðsdómur er ekki til í að nota þetta viðurkennda viðmið að sá sem seldi gallaða vöru, og gerði í þessu tilfelli lánasamning með ógildu gengisviðmiði, beri ábyrgðina, held- ur fer héraðsdómurinn út í að sam- þykkja kröfur Lýs- ingar og nánast að skálda upp nýjan samning eða skilmála milli aðila og það þótt vaxtalög kveði á um að óheimilt sé að breyta samningsákvæðum skuldara, skuldara í óhag. Ef ákvæðum lánasamninga er breytt þá skal það vera skuldara í hag samkvæmt lögunum. Í niðurlagi héraðs- dómsins segir: „Að þessu virtu og með hliðsjón af efni umrædds samnings er ljóst að aðilar hafa við gerð hans tekið mið af því að lánið yrði verðtryggt með ákveðnum hætti og að jafn- framt yrðu greiddir vextir sem tækju mið af umsaminni geng- istryggingu sem dæmd hefur verið óheimil. Vegna þessara forsenda sem taldar verða verulegar og ákvörðunarástæða fyrir lánveiting- unni og báðum aðilum máttu vera ljósar, en reyndust vera rangar, verður að fallast á það með stefn- anda að samningur aðila bindi hann ekki að því er vaxtaákvörðunina varðar. Á stefnandi því rétt á að stefndi greiði honum þá fjárhæð sem ætla má að aðilar hefðu ellegar sammælst um án tillits til villu þeirra beggja. Þykja hvorki neyt- endasjónarmið né staða aðila við samningagerðina breyta þeirri nið- urstöðu“. Þetta er auðvitað „setning dauð- ans“ fyrir héraðsdóm þar sem dóm- arinn leiðist inn á margar villigötur, svo sem: 1) Héraðsdómurinn gengur út frá því að hluti af endurgjaldi fyrir lán- ið sé í gengistryggingunni og því séu vextirnir svona lágir en að end- urgjaldið sé ekki allt í samnings- vöxtunum og því séu vextirnir lægri á gengisbundnu láni en öðru- vísi verðtryggðum lánum. Eru það ekki svik ef margskonar endurgjald fyrir peningalán er innifalið og jafnvel falið í sama lánasamning- unum, í þessu tilfelli í verð- og gengisbindingu lánsins sem var reyndar dæmd ólögleg af Hæsta- rétti? Ef hluti af endurgjaldi fyrir lánið var innifalið í gengistrygging- unni þá hefur sá þáttur verið dæmdur ólöglegur með dómi Hæstaréttar þar sem gengisviðmið- unin var öll dæmd ólögleg og því engin rök fyrir að dæma Lýsingu einhverjar bætur fyrir það sem Hæstiréttur dæmdi ólöglegt. Vaxtaviðmið sem tekur mið af gengistryggingu eins og héraðs- dómurinn orðar það er því rökleysa og dómarinn skýtur sig því í fótinn í þessu atriði. Gengis- eða verð- trygging er ekki endurgjald fyrir lán. 2) Ekkert er í samningum milli aðila sem gefur í skyn hvaða láns- kjör megi „ætla“ að aðilar hefðu notað ef lán með gengisviðmið hefði ekki verið í boði. Ekkert er vitað um hvort lántakandinn hefði tekið nokkurt lán ef honum hefði ekki staðið þetta lán til boða. Hérna eru því á ferðinni hreinar getgátur hér- aðsdóms. Að nota orð eins og „ætla má“ eða „máttu vita“ í dóms- úrskurði er rökleysa og hreinar ágiskanir. Eru dómar ekki byggðir á staðreyndum eða er þetta dómur byggður á tilfinningum dómarans? Ýmislegt annað sérkennilegt er í texta dómsins sem virðist ekki vera í réttu samræmi við raunveruleik- ann eða staðreyndir. Til dæmis er talað um verðtryggða vexti í dómn- um. Hvaða vextir eru það? Eru það raunvextir, nafnvextir eða ein- hverjir aðrir vextir? Hvaða merk- ingu á að leggja í orðið „verð- tryggðir vextir“? Þarf ef til vill sérstakan dóm um það? Í svona mikilvægu máli er á- ríðandi að dómstólar tali skýrt og rugli ekki með staðreyndir málsins eða hugtök og annað sem málið varðar, hvað þá að dæma þann sem brotið var á sekan. Það verður áhugavert að sjá hvað Hæstiréttur segir um þennan dóm. Héraðsdómur um gengistryggt lán Eftir Sigurð Sigurðsson » Ýmislegt er sér- kennilegt í texta dómsins sem virðist ekki vera í samræmi við eðli málsins Sigurður Sigurðsson Höfundur er cand. phil., bygg- ingaverkfræðingur. Þegar umræða hefst um fiskveiðimál snýst umræðan því miður nær eingöngu um kvót- ann. Umræðan um kvótann tekur á sig hinar ýmsu myndir, s.s. um úthlutun kvót- ans, veðsetningu kvót- ans, framsal kvótans, leigu kvótans, sölu kvótans og innköllun kvótans. Ekki er ráðist að rót vandans, þ.e. hvernig skynsamlegt sé að stjórna fiskveiðum til hagsældar fyrir þjóð- ina. Ef aflatölur fyrir daga kvótans eru bornar saman við aflatölur eftir að kvótakerfið var sett á, þá sýna þær að kerfið skilar æ minni afla og verðmætum á land. Í ofanálag hefur kvótakerfið getið af sér gríðarlega umfangsmikið og dýrt eftirlit. Varið er fleiri krónum í að fylgjast með duglegum sjómönnum en löggæslu með innflutningi á ólöglegum fíkni- efnum. Kvótakerfið hefur sömuleiðis leitt af sér byggðaröskun og mann- réttindabrot. Færeyingar sem lán- uðu Íslendingum stórfé af höfðings- skap sínum prófuðu að stjórna fiskveiðum með kvótakerfi, en sáu fljótlega að það væri alvond aðferð. Kerfinu fylgdi m.a. brottkast, lönd- un fram hjá vigt og nið- urskurður á afla. Nú berast þær frétt- ir að stjórnarflokkarnir segjast ætla að vera með nýja nálgun og leiðir við breytingar á stjórn fiskveiða. Um- ræddar breytingar sem Samfylking og VG boða virðast ekki fela í sér annað en að festa í sessi óréttláta og vonda aðferð við stjórna fisk- veiðum. Það blasir við að almannahag er best borgið með því að gefa hand- færaveiðar frjálsa og fara síðan leið Færeyinga og stjórna sókn í fiski- stofna. Í Færeyjum ganga fiskveiðar sinn vanagang, stundum veiðist minna og stundum meira í takt við náttúruöflin. Eftir Sigurjón Þórðarson » Það blasir við að al- mannahag er best borgið með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og fara síðan leið Fær- eyinga og stjórna sókn í fiskistofna. Sigurjón Þórðarson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Kvótinn Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesend- um. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrir- tækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefn- ur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina Mín elskulega mág- kona, Erla, hefur yfir- gefið jarðneska tilvist en minning hennar verður alltaf með okkur hinum sem eftir lifum. Hún var ljós sem skein eins og skærasta stjarna á himninum. Erla elskaði Guð og gerði allt sem hún gat til að þóknast honum í huga sem starfi. Ást hennar kom frá hjartanu og alltaf var hún boðin og búin ef leit- að var til hennar. Eigingirni var ekki til í hennar huga og alltaf sá Erla það jákvæða og fallega í öllum. Ung að árum kynntist Erla Ágústi bróður mínum og stóð við hlið hans sem klettur alla tíð. Um það leyti sem þau kynntust starfaði hún í Búnaðar- bankanum, en Ágúst var þá í námi. Fljótlega fór hann í frekara nám til Þýskalands. Erla fór fljótlega þangað og var þar hluta af námstímanum, þá með dóttur þeirra. Í þá daga sem nú var varhugavert að treysta íslenskum gjaldmiðli og fór svo að Erla dvaldi því heilmikið hérlendis til að afla fjár svo að náms- og heimilisáætlanir næðust. Fljótlega eftir að Ágúst lauk námi hófst lífsbaráttan eins og gengur. Byggðu þau sér einbýlishús í Garða- bæ með dugnaði og eljusemi. Lögðust þau bæði á eitt svo að allt gæti farið á sem bestan veg, bæði úti sem inni. Erla var snyrtimenni í alla staði. Allt átti að vera pressað og pússað og allt átti sinn afmarkaða stað á heimilinu sem var til mikillar prýði. Allra seinustu árin gat hún ekki lengur sinnt heimilisstörfum á þann sem að hún sjálf hefði kosið því að ill- vígur sjúkdómur gerði vart við sig. Í tvö ár barðist hún við þennan vágest og gekkst undir stórar skurðaðgerðir og erfiðar lyfjameðferðir. Þar kom að því að hún gerði sér grein fyrir að þrátt fyrir hetjulega baráttu var við ofurefli að etja. Börn þeirra hjóna urðu alls þrjú talsins og barnabörnin eru þrjú. Erla gaf þeim mikla ást og umhyggju. Undir það síðasta er þrek- ið fór að minnka fannst henni óþægi- legt að geta ekki tekið litlu augastein- ana og faðmað að sér eins og hún gerði jafnan áður. Þau Erla og Ágúst voru mjög sam- rýnd hjón og þeirra ást lifði frá fyrstu kynnum og allt til síðustu stundar. Ég veit, elsku Erla mín, að Guð og engl- arnir taka á móti þér brosandi og bjóða þig velkomna til heimkynna sinna. Við hittumst þar síðar. Takk fyrir allt, elsku Erla mín. Þín mágkona, Valgerður Karlsdóttir. Á sólríkum degi hinn 19. júlí sl. kvaddi elsku Erla systir okkar þenn- an heim. Hún barðist hetjulega gegn sínum sjúkdómi, sem hafði að lokum yfirhöndina. Það sem kom henni og okkur í gegnum þennan erfiða tíma var fyrst og fremst hennar ótakmark- aða kímnigáfa og jákvæðni. Hún sá hið spaugilega í ótrúlegustu hlutum, var skjót til svars og einstaklega orð- heppin. Það er svo ótal margt sem má minnast á, en okkur langar að nefna helst þá miklu samheldni sem ein- kenndi okkar samband. Það var okk- ur ómetanlegt. Þó svo að ein okkar sé búsett erlendis, skipti fjarlægðin engu máli, heldur virtist tengja okkur sterkari böndum. Saman áttum við margar ógleym- anlegar stundir. Flestar af þeim skemmtilegustu og eftirminnilegustu áttum við í Englakoti, sumarhúsi Önnu Siggu. Við fórum á þennan töfrastað og áttum okkar „heilögu“ systrastundir. Þar fengum við að njóta okkar til fulls. Við hlógum okkur gjörsamlega máttlausar, spiluðum fram á morgun, sáum sólina setjast og koma upp aftur, sátum í heita pott- Erla Garðarsdóttir ✝ Erla KristbjörgGarðarsdóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1939. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júlí sl. Jarðarför Erlu fór fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 27. júlí 2010. inum, töldum stjörnur og horfðum á norður- ljósin dansa fyrir ofan okkur. Einhvern tímann fórum við að kalla okk- ur Íni, Míni, Mæni, Mó. Nefndar eftir aldri. Þessu höfum við haldið og þykir vænt um. Fjölskyldur okkar hafa einnig haft gaman af. Einn minningarfjár- sjóð eigum við saman, en það er myndabók af okkur systrum. Minn- ingarbók sem aðeins er til í fjórum eintökum, unnin af syni og tengda- dóttur Erlu. Í dag gefur þessi bók okkur ómetanlegar og hlýjar minn- ingar. Íni – okkar elsku, elsku systir, það mun enginn geta fyllt það stóra skarð sem komið er í okkar litla hóp. Við vit- um þó að þú verður búin að gefa í „Queens“ þegar við verðum allar saman komnar á nýjan leik. Þakka þér „ drottningin“ okkar, elsku Erla fyrir allar þínar uppákomur, lífsgleði og fyrir þína ríkulegu kímnigáfu. Þakka þér fyrir allt og allt. Við mun- um sakna þín sárt. Megi Guð varð- veita þig á nýjum dvalarstað. Sjáumst aftur. Elsku Ágúst, Kristín, Ásta Karen, Ágúst Karl og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja. Silvía, Sigrún og Anna Sigríður. Elsku Erla, móðursystir mín, þakka þér fyrir samveruna. Ég mun ekki gleyma þér með þína frá- bæru kímnigáfu. Það var alltaf gaman að koma til þín á Sunnuflötina því að þú varst svo fyndin og skemmtileg, hver heimsókn fyllti mig gleðineista. Þakka þér fyrir alla þessa fjölmörgu neista sem ég mun varðveita með kærleik. Elsku Ágúst og fjölskylda, Leó, Sunna og ég vottum ykkur öll- um samúð okkar á þessum erfiðu stundum. Sif. Nú þegar vinkona mín, Erla Garð- arsdóttir, er látin finnst mér heimur- inn vera fátækari. Í tvö ár er hún búin að berjast við erfiðan sjúkdóm með einstökum dugnaði og æðruleysi. Hún var einstök kona og ótrúlegt að fylgjast með baráttu hennar og hvernig hún skipulagði hlutina fram í tímann, já Erla var mjög sterk kona. Vinátta okkar og Sylvíu tvíburasystur hennar er búin að standa í tæp sextíu ár. Á svona stundum reikar hugurinn aftur og þá á Karfavoginn þar sem við áttum heima. Foreldrar þeirra sem voru mér einstaklega góðir, Kristín móðir hennar sem alltaf var gott að leita til hvort sem var að hjálpa við ensku fyrir próf eða fara með mér upp á sjúkrahús þegar átti að leggja mig óvænt inn. Þegar ég fletti gömlum myndaal- búmum er margs að minnast, þar sé ég myndir af hjólaferð að Hafravatni með nesti sem við borðuðum í gömlu réttinni, ferð með strætó upp að Lækjarbotnum þar sem við tjölduð- um við ána og ekki síst ferð sem Guðni í Sunnu skipulagði fyrir banka- menn árið 1957. Þá vorum við aðeins 17. ára og skemmtum okkur stórkost- lega. Í öll þessi ár erum við búnar að halda sambandi. Erla átti mjög fallegt heimili, góðan mann, elskuleg börn og barnabörn. Nú eru erfiðir tímar en þegar frá líður verður gott að eiga all- ar frábæru minningarnar og hennar fallega bros sem lýsti upp andlitið. Ég kveð með söknuði kæra vin- konu og þakka samfylgdina. Elsku Ágúst, Kristín, Ásta Karen, Ágúst yngri, Sylvia og fjölskylda, missir ykkar er mikill og votta ég ykkur samúð mína. Alda Dagmar Jónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Erlu Garðarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.