Morgunblaðið - 29.07.2010, Side 21

Morgunblaðið - 29.07.2010, Side 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 ✝ Hreinn Eyjólfs-son, vélstjóri, fæddist hinn 7. október 1932 í Reykjavík. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Guðmund- ína Margrét Sigurð- ardóttir, f. 18. júní 1900, d. 17. júlí 1963, og Eyjólfur J. Finnbogason, f. 8. júlí 1902, d. 4. nóv- ember 1979. Hreinn átti sjö al- systkini, 5 hálfbræður sam- mæðra og 8 hálfsystkini samfeðra. Systkinin eru: Hrafn- hildur Stella, Hilmar, Hjördís Elsa, Hreiðar, Hreiðar, Hulda Sigurlaug, Hlöðver. Sammæðra: Hörður Þorsteinsson, Haukur Þorsteinsson, Haraldur Þor- steinsson, Hákon Þorsteinsson, Hafsteinn Þorsteinsson. Þann 26. júní 1957 kvæntist Hreinn Guðrúnu Jónu Sturludóttur, f. 23.3. 1932 að Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi, d. 28.12. 2006. Foreldrar Guðrúnar voru Sturla Jónsson, bóndi á Fljóts- hólum, f. 26.6. 1888, d. 14.2. 1953, og k.h. Sigríður Ein- arsdóttir, f. 9.1. 1892, d. 7.5. Una Guðmundsdóttir, f. 4.9. 1987, hennar dætur eru Aurora Vilný og Athena Véný Vign- isdætur. d) Steinþór Ólafur Guð- rúnarson, f. 3.1. 2000. 4) Gestur, f. 27.12. 1964, maki Svanhildur Ó. Þórsteinsdóttir. Þeirra börn: a) Guðrún Jóna, f. 27.11. 1997, b) Hlynur, f. 23.8. 2003. Stjúp- sonur Gests er Þórsteinn Sig- urðsson. 5) Hlynur, f. 19.7. 1968, maki Erika M. Carnero, dóttir þeirra Luna Marín f. 13.4. 2007. Hreinn ólst upp á Bergþóru- götunni í Reykjavík ásamt systk- inum sínum og hálfbræðrum. Hann lauk Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi í vél- virkjun í Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar 1954, vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1956 og rafmagnsdeild 1957. Hann var kyndari/vélstjóri hjá Vita- og hafnamálastjórn á dýpk- unarskipinu Gretti milli bekkja 1955-57 en var síðan vélstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1957 þar sem hann starfaði sem vélstjóri á ýmsum skipum félags- ins og sem yfirvélstjóri frá 1974. Hann var síðast á ms. Laxfossi til ársins 1996 er hann lét af störfum vegna veikinda konu sinnar. Hreinn gekk til liðs við Oddfellowregluna hinn 20.11.1975 og starfaði í stúku nr. 11, Þorgeiri. Útför Hreins Eyjólfssonar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 29. júlí kl. 13. 1966. Börn Hreins og Guðrúnar eru: 1) Jóhanna, f. 16.9.1956, maki Be- nóní Torfi Eggerts- son. Þeirra börn: a) Alfa Rós, f. 13.3. 1978. b) Stefanía, f. 11.1.1985, maki Andri Stefan. Þeirra sonur Be- nóní Stefan. c) Hreinn, f. 28.11. 1986. d) Ragnheið- ur, f. 28.1. 1994. 2) Steinþór, f. 10.1. 1961, maki Elín Skarphéð- insdóttir. Þeirra börn: a) Dagný Dögg, f. 7.1. 1982, maki Börkur Hrafnkelsson, synir þeirra Steinþór Freyr og Hrafnkell Örn. b) Axel Hreinn, f. 1.11. 1983, maki Áslaug Kristvins- dóttir, sonur þeirra Ari Þór. Stjúpsonur Axels: Ísar Logi. Stjúpbörn Steinþórs eru Lára Björg og Kári Sigurbjörnsbörn. Sonur Láru er Hlynur Daði Birgisson og dóttir Kára er Júl- ía Sól. 3) Guðrún, f. 27.12. 1964, hennar börn: a) María Guðrún, f. 10.1. 1981, dóttir hennar Ísa- bella Róbjörg. b)Véný Guð- mundsdóttir, f. 1.11. 1984, maki Sigurpáll Hermannsson, þeirra börn Ísak Elí og Íris Emma. c) Elskulegur tengdapabbi minn er fallinn frá. Árið 1995 lágu leiðir okkar Gests saman og var okkur Þórsteini, syni mínum, vel tekið bæði af Gunnu og Hreini og reyndust þau okkur alla tíð mjög vel. Alltaf var hægt að leita til Hreins, hann gaf góð ráð og var alltaf fyrstur á staðinn þeg- ar á þurfti að halda. Hann var hjálpsamur og handlaginn og gat gert við ótrúlegustu hluti, sann- kallaður „lagari“ eins og krakk- arnir kölluðu hann. Hreinn var einstaklega barngóð- ur, hann var húmoristi, staðfastur, duglegur, blíður og góður maður. Hann náði góðu sambandi við barnabörnin sín og hafði einstakt lag á að koma þeim til að hlæja. Ég á eftir að sakna hans og ég minnist hans með hlýju og þakk- læti. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hjartans kveðja og þakklæti frá mér og börnunum mínum. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir. Þegar við setjumst niður og hugsum um afa Hrein kemur fyrst upp í hugann hvað okkur þótti hann skemmtilegur, mikill húmor- isti og stríðinn, þegar við vorum yngri var hann alltaf til í bæði sprell og leiki. Í sumarhúsinu á Fljótshólum eigum við ótal góðar minningar og ein sem stendur upp úr var þegar afi keypti lítinn kofa sem við barnabörnin gátum leikið okkur í. Við vígslu kofans kom hann með súkkulaði og gos og svo var haldin veisla í kofanum, þetta var dæmi- gert fyrir afa að gleðja okkur krakkana. Við komum ekki svo til afa og ömmu á Sogavegi að hann laumaði ekki að okkur einhverju góðgæti, þegar hann var enn á sjónum átti afi alltaf fullt af útlensku nammi, kexi og Tuborg-appelsíni sem okk- ur systrum þótti mjög spennandi að fá, amma var nú ekkert of hrifin af að hann væri að gefa okkur sæt- indi enda vildi hún helst halda að okkur gulrótum og mysu. Yngri barnabörnin muna helst eftir fílakaramellunum sem hann kom alltaf með handa strákunum sínum þeim Steinþóri Óla og langafastráknum Ísak Elí en fyrst urðu þeir að klára matinn sinn annars var engin fíló. Við systur vorum svo heppnar að fá að fara í siglingu með afa á Laxfossi meðan hann var enn á sjó sem við gleym- um aldrei, afi dekraði við okkur eins og honum einum var lagið og þótti okkur sérstaklega spennandi að fara niður í vél þar sem hann vann. Afi Hreinn var „lagari“, ef eitt- hvað bilaði eða brotnaði þá var gott að fá afa til að gera við því hann gat allt og gerði það af mikilli vandvirkni. Það var sama hvað var, afi var alltaf til staðar fyrir okkur barna- börnin og vildi hjálpa okkur með hvað sem er og fylgjast bæði með okkur og börnunum okkar. Við viljum þakka Hreini afa samfylgdina og við vitum að núna líður honum vel hjá Gunnu ömmu. Véný, Una og Steinþór Óli. Elsku besti afi, nú þegar þú hef- ur kvatt þennan heim, þá viljum við þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og þær minningar sem þær hafa skilið eftir. Sterk er minning okkar þegar þú varst að vinna við einhverja hluti, hvort sem það var heima á Sogavegi, í bústaðnum (ömmukoti) eða í vélarrúminu í skipinu, þá fylgdumst við með af aðdáun. Því að í okkar huga kunnir þú allt. Sólstafir glitra um sumardag. sælt er á grund og tindi. Algróið tún og unnið flag ilmar í sunnanvindi. Kveður sig sjálft í ljóð og lag landsins og starfans yndi. Annir og fegurð augað sér. yfir er sólarbjarmi. Léttklætt til vinnu fólkið fer, fölbrúnt á hálsi og armi. Sumarsins gleði í svipnum er, sólstafir innst í barmi. (Guðmundur I. Kristjánsson) Takk fyrir allt. Þín barnabörn, Dagný Dögg og Axel Hreinn. Við barnabörn Hreins Eyjólfs- sonar vorum ekki há í loftinu þeg- ar við gerðum okkur grein fyrir að afi okkar væri ótrúlega merkilegur maður. Hann var vélstjóri sem sigldi til fjarlægra landa, átti botn- lausa fílakaramellufötu og var sá allra snyrtilegasti maður sem nokkurt okkar hafði séð. Engan hefði dreymt um að fara í brúnku- keppni við afa sem var fagurlega sólbrúnn allan ársins hring og aldrei tókst neinum að vinna hann í leiknum: „Sá sem hreinsar diskinn sinn best fær tvær fílakaramellur.“ Afi átti líka flottustu konuna, flest systkinin og framúrstefnulegustu græjurnar. Hann þoldi ekki kók af einhverri ástæðu og bauð því ein- göngu upp á appelsín í jóla- og páskaboðum. Sum okkar voru svo heppin að fá að fljóta með afa á margra daga skipstúr og var sú upplifun algjörlega ógleymanleg. Eftir því sem við urðum eldri óx aðdáun okkar á afa meir og meir. Hann var ekki bara frábær afi heldur einnig góður félagi og var ekki seinn að mæta á svæðið ef einhver þurfti á hjálp að halda. Þau okkar sem fluttu úr foreldra- húsum komust fljótt að því að Hreinn afi gat gert við allt á nokkrum mínútum með vasahníf einan að vopni. Fyrst og fremst var hann þó ömmu alveg ótrúlegur eiginmaður og hefði glaður gefið allt sem hann átti til að láta henni líða betur. Við erum einstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að vera barna- börn Hreins Eyjólfssonar. Í honum eigum við frábæra fyrirmynd en leitun er á óeigingjarnari og hjálp- samari mönnum en honum. Alfa Rós Pétursdóttir, Hreinn Benónísson, Ragn- heiður Benónísdóttir og Stefanía Benónísdóttir. Elsku afi Hreinn. Afi okkar var alltaf svo góður og skemmtilegur. Afi sem lagðist í gólfið og lék sér við okkur þegar við vorum pínulítil. Afi okkar í ömmukofa sem við heimsóttum oft á sumrin. Afi sem við borðuðum grjónagraut með á mánudagskvöldum. Afi okkar sem potaði í magann til að athuga hvort við værum í raun södd eftir matinn og gaf okkur karamellu í verðlaun. Afi sem kitlaði okkur og grínaðist svo við veltumst um af hlátri. Afi sem var svo blíður og góður og knúsaði okkur og kyssti alltaf bless. Afi okkar sem var besti afi í heimi. Við minnumst þín með hlýju og vitum að nú ertu kominn til ömmu Guðrúnar Jónu og líður miklu bet- ur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku afi, við elskum þig heitt og geymum fallegar minningar í hjarta okkar alla tíð. Guðrún Jóna Gestsdóttir og Hlynur Gestsson. Hreinn Eyjólfsson Elsku frænka, nú er komið að leiðarlokum og það er með miklum söknuði sem við kveðj- um þig í dag en margar og skemmtilegar minningar um þig munu ylja okkur um ókomna tíð. Það var bara til ein Vippa frænka og það mun enginn geta fyllt það skarð sem þú skilur eftir en við lofum því að halda áfram að hlæja og hafa gaman af lífinu þér til heiðurs. Það var alltaf stutt í grínið hjá þér og ófáar minn- ingar sem við systur eigum um þig brosandi og hlæjandi, segjandi fyndnar sögur og brandara. Það verð- ur mikill missir fyrir alla fjölskylduna okkar að hafa þig ekki hjá okkur, þú varst svo stór partur af okkur, engin Vippa í afmælisveislum, á jólum, á Flórída, á Heylæk, í London eða bara til að skreppa í heimsókn til þegar okkur leiðist og langar að brosa. Eng- in röndótt jólakaka í jólaboðinu, sím- hringingar á „thanksgiving“ eða skál- að í rauðvíni við þig. Manstu þegar ég (Heiða) kom til þín til Flórída í fyrsta skiptið, mér fannst ég vera komin til Beverly Hills, ég hafði aldrei upplifað annað eins. Það var stjanað við mig á alla lund og aldrei gleymi ég humrinum sem þið Siggi buðuð mér upp á á fína veitingastaðnum. Og svo þegar ég var ein í Orlando, þú máttir ekki heyra á það minnst að ég væri þar alein og þið Siggið brunuðuð upp eftir og náðuð í mig og ég var hjá ykkur í góðu yf- irlæti í heilan mánuð, við spókuðum okkur í sólinni, fórum á stóra flóa- markaðinn, létum Sigga elda morg- unmat handa okkur á hverjum degi og horfðum á Americás Most Wanted í sjónvarpinu. Eða þegar þú fórst með mér (Fríðu), mömmu og Dóru til London að heimsækja Sússý. Þar fannstu þessa líka flottu „demanta“-skó, enda að fara að hitta Betu drottningu. Þú varst ekkert smá glöð með þá, settist upp á lágt borð og dinglaðir fótunum, þar sem þú náðir ekki niður, og dáðist að þeim. Verst þótti mér að passa ekki í þá, þeir voru of litlir enda ekki nema númer 35. Það var aðalmottóið hjá mér þegar ég var lítil að komast í skóna hennar Vippu frænku því þeir voru alltaf svo flottir Elsku Vippa, takk fyrir að vera alltaf svona góð við okkur og hugsa svona vel um okkur í gegnum tíðina. Við söknum þín. Heiða Lára og Fríða Ruth. Yndisleg frænka hefur kvatt þenn- an heim og haldið af stað í langt ferða- lag. Vippa var ekki óvön því að ferðast enda fóru hún og Siggi út um allan heim og ferðasögurnar endalausar og áhugaverðar. Eins dapurlegt og það er að kveðja Vippu frænku þá er ekki annað hægt en að hlæja þegar hugsað er um allt sem við höfum brallað saman í gegn- um tíðina. Samverustundirnar eru margar enda þekki ég ekki neina fjöl- skyldu sem er eins samrýnd og okk- ar. Vippa var einstaklega hláturmild og var alltaf hrókur alls fagnaðar. Hún hafði líka einstakt lag á að koma fólki í kringum sig í gott skap og var alltaf með að minnsta kosti einn góð- an brandara í farteskinu. Mínar skemmtilegustu minningar með Vippu eru án efa um heimsóknir hennar til mín til London og ógleym- anlega ferð mína til Flórída þar sem tekið var á móti mér og mínum eins og höfðingjar væru á ferð. Með þakklæti í huga kveð ég elsku- lega frænku. Ég heyri enn hlátur hennar í huganum og hann mun ylja mér um ókomin ár. Rauðvínshornið hefur misst mikil- vægan meðlim en við sem eftir erum munum halda uppi heiðri elsku Vippu Vilborg Pétursdóttir ✝ Vilborg Péturs-dóttir fæddist í Reykjavík 24. júlí 1943. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júlí 2010. Útför Vilborgar var gerð frá Kópavogs- kirkju 27. júlí 2010. um ókomin ár. Elsku Siggi, Pétur, Halli og fjölskyldur. Ég bið fyrir styrk til ykkar og vona að þið haldið áfram að lifa líf- inu með bros á vör. Súsanna Heiðarsdóttir. Í dag kveðjum við ástkæra frænku okkar sem kveður alltof snemma. Engan óraði fyrir því að hún yrði ekki með okkur áfram. Var það því mikið reiðarslag hversu alvarleg veik- indi hennar voru og hversu hratt henni hrakaði. Þá er gott að eiga allar björtu minningarnar sem ylja hjartað og þær eru svo sannarlega margar. Frá því við vorum smástelpur var Vippa frænka stór hluti af okkar lífi. Ef foreldrar okkar gáfu okkur kost á að velja hvert farið var í sunnudags- bíltúrnum var svarið yfirleitt: til Vippu frænku og Sigga – sem í okkar huga eru eitt. Á Skjólbrautinni var okkur alltaf tekið með opnum örmum. Garð- urinn var nýttur til skemmtilegra leikja og buslulaugin er eftirminnileg. Þegar inn var komið biðu iðulega kræsingar á borðum. Regnbogakök- urnar hennar Vippu eru minnisstæð- ar, ekki síst fyrir bleika litinn, og auð- vitað bauðst alltaf kók í glerflösku sem fátítt var að fá á þessum árum. Umhyggja Vippu og samviskusemi lýsti sér vel þegar Birgitta féll niður tröppur í einni heimsókn sinni. Sam- kvæmt læknisráði þurfti að vekja hana á klukkutímafresti. Þar sem foreldrar okkar voru erlendis tók Vippa að sér að sinna því, vakti yfir henni alla nótt- ina en skilaði samt sínum vinnudegi daginn eftir. Vippa og Siggi voru iðin við að koma með ýmsan skemmtilegan varning frá Ameríku sem alltaf vakti athygli. Í gegnum þau kynnumst við amerísku jólaskreytingunum og þau höfðu mikla ánægju af því að deila með okkur gleðinni sem þeim fylgdi, englatopp- arnir, jólasveinar sem sungu og döns- uðu, stóri snjókarlinn við útidyrnar – allt kallaði þetta fram bros á vör og réttu jólastemninguna. Vippa var óhrædd við að kynna fyrir stórfjöl- skyldunni ameríska hátíðarsiði í mat- argerð, reyktur kalkúnn, sætar kart- öflur með sykurpúðum og fleira í þeim dúr. Oddný dvaldi í New York um tíma og mun ekki gleyma gleðinni þegar Vippa og Siggi birtust algjörlega óvænt á tröppunum. Það var dæmi- gert fyrir þau að telja ekki eftir sér að taka á sig langan krók til að heilsa upp á ættingja. Þessi heimsókn varð til þess að hún fór síðar til þeirra á Flór- ída og fékk þar konunglegar mót- tökur. Gestrisni þeirra var engri lík, gilti þar einu hvort um var að ræða heimili þeirra í Kópavoginum, á Heylæk eða á Flórída, alltaf vorum við jafn velkom- in. Á Heylæk áttu Vippa og Siggi sinn helgistað og þar hafa þau unnið ein- stakt þrekvirki í skógræktinni. Jörðin ber glöggt merki um natni þeirra og kímnigáfu. Þangað er gott og gaman að koma því alltaf er eitthvað nýtt að sjá og einstaklega vel tekið á móti gestum. Í okkar vinahópum er umtal- að hversu gaman var að koma á Hey- læk. Vippa átti stóran þátt í að fjölskyld- an hittist og heldur saman. Lífsgleði hennar og kátína smitaði út frá sér. Hún hafði gaman af samkvæmisleikj- um, var mjög minnug á brandara og dugleg að leyfa öðrum að njóta með sér. Sextugsafmæli hennar lýsir Vippu vel, tónlist, veitingar og um- gjörðin öll voru til fyrirmyndar, allt var skipulagt í þaula og séð til þess að öllum leið vel og smitandi gleðin í fyr- irrúmi. Minningar um góða frænku lifa í hjörtum okkar og við kveðjum með þakklæti í huga. Hulda, Oddný og Birgitta Guðmundsdætur.  Fleiri minningargreinar um Vil- borgu Pétursdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.