Morgunblaðið - 29.07.2010, Side 40

Morgunblaðið - 29.07.2010, Side 40
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Nýtt fólk á skattalistanum 2. Bera ekki ábyrgð á innistæðum 3. Óskar engum viðlíka lífsreynslu 4. Guðbjörg skattadrottning »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sífellt fleiri heimildarmyndir ber- ast nú í kvikmyndahús hér heima og hefur sú þróun mælst vel fyrir. Þegar vel tekst til eru heimildarmyndirnar jafnvel betri en stórmyndir Holly- wood. Óskarsmyndir síðustu ára eru þeirra á meðal. »33 Tíu óskarsverðlauna- heimildarmyndir  Jónas Elí Bjarnason er með- limur í hljómsveit- inni Chasing Ora. Von er á breið- skífu frá sveitinni, sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og spilar á tón- leikum í O2-höllinni og Scala í Lond- on. Platan er gefin út til minningar um söngkonu bandsins sem lést í bíl- slysi. »32 Halda útgáfutónleika í O2 í London  Tónlistarmaðurinn og Íslandsvin- urinn Nick Cave vinnur nú að handriti endurgerðar á költ-myndinni The Crow frá 1994. Stephen Norrington mun leikstýra og skrifaði hann fyrstu drög að handritinu, sem Cave situr nú við að snyrta til. The Crow var gerð eftir sam- nefndri teiknimynda- sögu en varð hvað frægust fyrir það að aðalleikarinn Brandon Lee lést við gerð hennar. Cave vinnur að nýju kvikmyndahandriti Á föstudag Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning með köflum S-lands, en annars hægara og stöku skúrir. Hiti víða 13 til 18 stig, en svalara SA-til. Á laugardag og sunnudag Breytileg eða vestlæg átt og víða skúrir, en áfram hlýtt veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-10 og rigning S- og V-lands, en birtir til fyrir norðan og austan. Hiti 13 til 20 stig, hlýjast á NA-landi, en svalara á annesjum N- og A-til. VEÐUR Bikarævintýri Víkings frá Ólafsvík í VISA-bikarkeppni karla í fótbolta lauk í gær. Íslandsmeistaralið FH var of stór biti fyrir gestina sem leika í 2. deild en FH er tveimur deildum fyrir ofan. Leiknum lauk með 3:1 sigri en um 2.000 áhorfendur mættu á Kaplakrikavöll og var stemningin frábær. FH mætir KR eða Fram í úrslita- leik keppninnar þann 14. ágúst. »4 Ævintýri Ólafs- víkinga á enda Björgvin Víkingsson úr FH náði sér alls ekki á strik á Evrópumeist- aramótinu í frjálsíþróttum í gær. Björgvin var allt annað en ánægður með 400 metra grindahlaupið sem var að hans sögn eitt það versta sem hann hefur hlaupið. »1 Björgvin Víkingsson ósáttur við árangurinn Heil umferð fór fram í næstefstu deild karla í fótbolta í gær. Þór frá Akureyri og Reykjavíkurfélögin Leiknir og Víkingur eru öll með 28 stig í þremur efstu sætum deild- arinnar. Steinn Gunnarsson var hetja KA á Akureyri en útlitið er dökkt hjá Fjarðabyggð. Skaga- menn hafa ekki tapað í sjö leikjum í röð. » 2-3 Þórsarar frá Akureyri halda sínu striki ÍÞRÓTTIR Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Erfiðasta og lengsta ganga sem í boði er fyrir ferðamenn, á vegum Íslenskra fjallaleiðsögu- manna, var farin í þriðja sinn í ár en leiðangurinn tekur 30 daga og er farið þvert yfir landið. Róbert Þór Haraldsson fararstjóri leiddi sex manna hóp erlendra ferðamanna, frá Bandaríkjunum, Kan- ada og Frakklandi, sem héldu af stað í tæplega 500 kílómetra göngu fyrir um mánuði. Aðeins fimm komust á leiðarenda en tveir gáfust upp á leiðinni. Leiðin er þannig að lagt er upp frá Ásbyrgi, komið að Mývatni, þaðan yfir í Öskju og gengið um Gæsavatnaleið í Vonarskarð. Þá er vaðið yfir Sveðju og Tungnaá, farið niður með Langasjó og meðfram austurjaðri Mýrdalsjökuls og endað í Víkurfjöru þar sem myndir voru teknar af ferða- hetjunum. „Það gekk vel að vaða þessi vatnsföll, eins og Sveðju sem rennur í Hágöngulón og Tungnaá. Hins vegar bættist Leirá óvænt við, hún var mjög erfið, en við höfum ekki vaðið hana áður. Við þurftum að vaða hana til að klára leiðang- urinn. Það sem gerðist var að við komumst ekki af jökli við Sandfell og var það vegna breytinga á jöklinum, hann hefur hopað svo mikið,“ segir Ró- bert. „Miklar breytingar eru á jöklum á milli ára. Leiðir af jöklum eru breyttar og orðnar erfiðari. Jöklarnir hafa hopað mikið milli ára.“ 15 tíma barningur Róbert segir næstsíðasta daginn hafa verið erf- iðastan en þá gekk hópurinn yfir Kötlujökul. „Dagurinn endaði með 15 tíma barningi í mikilli úrkomu við afar erfiðar aðstæður og hópurinn orðinn frekar kaldur. En við létum ekki deigan síga og kláruðum leiðina,“ segir Róbert hress. Hópurinn lenti í alls konar ævintýrum á leið sinni yfir landið, en m.a. hrepptu þau ansi hressi- legt sandrok í Vonarskarði þar sem eitt tjald fauk. Einnig voru miklir þurrkar norðan Vatnajökuls og vatnsskortur hrjáði hópinn. Þrátt fyrir rysjótt veðurfar mestalla leiðina náði hópurinn á leiðarenda og allir mjög ánægðir með afrekið. Sjö lögðu upp en fimm kláruðu  Gangan sem er í boði fyrir ferðamenn þvert yfir landið er erfið og löng  Komust á leiðarenda Morgunblaðið/RAX Alsælir Ferðamennirnir ásamt leiðsögumanni voru glaðir yfir að vera komnir á leiðarenda, enda langt og strangt ferðalag að baki og allir eflaust þreyttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.