Fréttablaðið - 30.11.2011, Side 12

Fréttablaðið - 30.11.2011, Side 12
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi. Kia cee’d Verð frá 1.990.000 kr. Mitsubishi Pajero 4x4 árg. 2007, ekinn 147 þús. km. 2900cc, dísil, sjálfsk. Verð 5.190.000 kr. Mercedes-Benz GLK árg. 2011, ekinn 2 þús. km. 2143cc, dísil, sjálfsk. Verð 8.900.000 kr. Ford F150 4x4 árg. 2005, ekinn 69 þús. km. 5400cc, bensín, sjálfsk. Verð 2.990.000 kr. Toyota Yaris árg. 2008, ekinn 69 þús. km. 1000cc, bensín, beinsk. Verð 1.590.000 kr. Volkswagen Passat árg. 2007, ekinn 38 þús. km. 2000cc, dísil, sjálfsk. Verð 3.490.000 kr. Kia Sorento 4x4 Eigum úrval notaðra Kia Sorento sportjeppa, dísil eða bensín. Nánar á askja.is Eigum úrval notaðra Kia cee’d fólksbíla, dísil eða bensín. Nánar á askja.is Verð frá 2.880.000 kr. Nissan Patrol 4x4 Elegance útf./Leður árg. 2007, ekinn 80 þús. km. 3000cc, dísil, sjálfsk. Verð 4.590.000 kr. Alþingi samþykkti í gær með 38 samhljóða atkvæð- um að fela ríkisstjórninni að viðurkenna sjálfstæða og fullvalda Palestínu. Sjálf- stæðismenn sátu hjá. Ísland verður þar með fyrsta vest- ræna lýðræðisríkið til að viðurkenna Palestínu. Alþingi samþykkti samhljóða í gær að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Ísland verður með því fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna fullveldi Palestínu. Alls greiddu 38 þingmenn úr Samfylkingunni, Vinstri græn- um, Hreyfingunni og Framsóknar- flokknum atkvæði með tillögunni. Þrettán þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá. Aðrir voru fjar- verandi. „Það er söguleg stund nú þegar við göngum til atkvæða um viður- kenningu Íslands á fullveldi og sjálfstæði Palestínu á alþjóð- legum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með frelsisbaráttu Pal- estínu,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, fyrir atkvæðagreiðsluna í gær. Hann sagði Íslendinga oft hafa skipað sér í forystusveit ríkja í sjálfstæðis- og mannréttindabar- áttu á alþjóðavettvangi. „Nú hafa Palestínumenn óskað eftir stuðn- ingi við að verða fullgildur aðili að Sameinuðu þjóðunum og þann- ig kallað eftir stuðningi ríkja við sjálfstæðisbaráttu sína. Því kalli eigum við Íslendingar að svara með stolti og gleði.“ Sjálfstæðismenn greiddu ekki atkvæði um tillöguna. Ragn- heiður Elín Árnadóttir þingflokks- formaður var eini þingmaður flokksins sem tók til máls. „Mál af þessum toga eigum við Íslending- ar að vinna í sameiningu, leggja okkur fram um að mynda sam- stöðu um utanríkisstefnu í öllu tilliti. Það hefur því miður ekki verið gert hér. Við sjálfstæðimenn munum sitja hjá í þessari atkvæða- greiðslu,“ sagði hún. Sjálfstæðis- menn vilja fylgja þeim ríkjum sem telja að fyrst eigi að koma á friði og svo fái Palestína sjálfstæði í kjölfarið. Hún sagðist vona að til- lagan yrði palestínsku þjóðinni til FRÉTTASKÝRING: Alþingi samþykkti fullveldi Palestínu ATKVÆÐAGREIÐSLAN Amal Tamimi ásamt fleiri þing- mönnum við atkvæðagreiðsluna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég gæti ekki verið meira stolt af því að fá að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu,“ sagði Amal Tamimi, varaþingmaður Samfylkingarinnar, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í gær. Amal er frá Palestínu. Hún sagði daginn sögulegan fyrir bæði Íslendinga og Palestínumenn. „Ég þarf ekki að vera íslensk eða palestínsk, ég er bæði og,“ segir Amal. „Með viðurkenningu er Ísland að segja við börn í Palestínu að það sé von, að börn í Palestínu eigi sömu réttindi og önnur börn og ættu að geta farið í skóla og leikið sér án ótta við að vera drepin. Við á Íslandi vonum að viðurkenning þýði frið, frelsi og mann- réttindi. Við viljum frið fyrir okkar börn og líka börn í Palestínu.“ Söguleg stund fyrir Ísland og Palestínu Gæti ekki verið stoltari góðs og myndi ekki draga úr líkum á friði í Miðausturlöndum. Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, þingmenn Hreyfingarinnar, tóku bæði til máls. Birgitta sagðist stolt af því að vera þingmaður á Alþingi við þetta tilefni. Hún kvaðst ánægð með að þingmenn Sjálfstæðisflokksins skyldu ekki greiða atkvæði gegn tillögunni þótt eðlilegt hefði verið að henn- ar mati að allir kysu með henni. „Ég er ánægð að við Íslendingar þorum að standa með kúguðum þjóðum.“ Þór sagði að málið hefði aldrei farið í gegnum þingið með annan þingmeirihluta. Steingrímur J. Sigfússon fjármála ráðherra óskaði þingmönn- um og öðrum til hamingju með daginn og þá samþykkt sem gerð var. „Við Íslendingar erum hér að leggja okkar litla lóð á rétta vogar- skál. Óháð því hvort við teljum þetta hafa meiri áhrif eða minni þá eigum við að gera þetta samt, af því að það er svona sem við viljum hafa þetta. Þetta er rétt afstaða.“ Stein- grímur þakkaði utanríkismála- nefnd og utanríkisráðherra fyrir þátt þeirra. Fleiri þingmenn tóku í sama streng og þökkuðu þeim þing- mönnum sem hafa barist fyrir mál- inu. Þá óskuðu margir Palestínu- mönnum til hamingju. Þeirra á meðal var Gunn- ar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins. Hann sagði eðlilegt að skoðan- ir væru skiptar um málið en að Framsókn þætti tillagan eðlilegt skref. Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is GLEÐI Á PÖLLUNUM Þingmenn, þar á meðal Amal Tamimi, fóru upp á þingpalla að lokinni atkvæðagreiðslu og heilsuðu upp á Palestínumenn og aðra stuðningsmenn tillögunnar sem höfðu mætt á pallana. Klappað var lengi á pöllunum eftir að tillagan hafði verið samþykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.