Fréttablaðið - 30.11.2011, Page 35

Fréttablaðið - 30.11.2011, Page 35
HREINGERNING MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 Kynningarblað Þvottaefni, rekstrarvörur, ryksugur , gluggaþvottur. Við erum ekki bara að selja bensín hjá Olís heldur sinn-um við miklu fleiru,“ segir Hjalti Þór Halldórsson, sölumaður hjá Olís. „Það vita það kannski fáir en við bjóðum meðal annars heild- arlausnir til handa fyrirtækjum og stofnunum varðandi hreingerning- ar. Við útvegum öll hreinsiefni, sal- ernis- og eldhúsrúllur, plastpoka og allt sem þarf í daglegan rekstur. Þá þjónustum við opinberar stofnanir, svo sem skóla, um vörur til hrein- gerninga,“ segir Hjalti. Einnig er Olís birgir fyrir ræst- ingafyrirtæki og f lytur beint inn hreingerningarvörur, meðal ann- ars frá Kimberly Clark og Abena. „Við höfum alltaf flutt inn allar okkar vörur og áttum því auðveld- ara en mörg önnur fyrirtæki með að standa undir innflutningi þegar kreppan hófst en eftir hana jókst innflutningur hjá okkur frekar en hitt. Við fórum að leggja áherslu á hreingerningar- og rekstrar vörur fyrir um það bil 10 árum og nú er þetta stór þáttur í okkar rekstri og fer vaxandi. Olís hefur einnig þjónustað bæjarfélög út um allt land í fjölda ára og gegnum umboð okkar er auðvelt að senda vörurnar út á land og fyrirtækin geta nálg- ast þau á þjónustustöðvum Olís. Við byggjum á áratuga reynslu og trausti viðskiptavina um allt land enda fyrirtækið með langa sögu,“ segir Hjalti, en Olís var stofnað árið 1927. Auk þess að selja vörur til hrein- gerninga veitir Olís fyrirtækjum ráðgjöf við gerð þrifáætlana. „Við þjónustum veitingastaði og eld- hús. Olís er til að mynda mjög öfl- ugt í sjávarútveginum en við bjóð- um mjög persónulega þjónustu fyrir frystihúsin. Þá mætum við á staðinn og gerum úttekt á svæðinu sem á að þrífa og tökum af því myndir. Svo er unnin þrifáætlun um það hvernig á að þrifa viðkom- andi svæði og með hvaða efnum og svo framvegis. Þar sem matvæla- framleiðsla fer fram þurfa þrif að vera í samræmi við heilbrigðis- staðla og allar merkingar þurfa að vera í lagi. Staðlarnir eru háir og okkur hefur gengið mjög vel að sinna þessu enda starfsfólkið fyrsta flokks,“ segir Hjalti og bætir við að Olís þjónusti allar stærðir fyrir- tækja og stofnana. „Það eru allir eins í okkar augum.“ Allir eins í okkar augum Olís ehf. hefur selt landsmönnum bensín og olíu í áratugi, en fyrirtækið var stofnað 1927. Eldsneyti er ekki það eina sem fyrirtækið býður neytendum, en Olís flytur inn og selur efni til hreingerninga og aðstoðar fyrirtæki við þrifaáætlanir. ÚRVAL REKSTRARVARA Marga rekur í rogastans þegar þeir frétta að Olís bjóði heildarúrval rekstrarvara fyrir bæði fyrirtæki og stofnanir. Trygg- ustu viðskiptavinir Olís hafa sumir hverjir staðið í þeirri trú í áraraðir að Olís seldi einungis eldsneyti, smurolíur og aðrar bílatengdar vörur auk annars sem býðst á bensínstöðvum nú til dags. Flestir fagna þó þessu tækifæri og nýta sér þá þjónustu sem felst í að geta fengið allt á einum stað. HREINLÆTISPAPPÍR Meðal hreinlætis- og rekstrar- vara sem Olís býður upp á er hreinlætispappír frá Kimberly Clark sem þykir standa framar öðrum framleiðendum á heims- mælikvarða. Þá er úrval plastpoka hjá Olís fjölbreytt, allt frá stórum sorppokum til lítilla frystipoka undir matvæli. Hjalti Þór Halldórsson, sölufulltrúi hjá Olís, segir hreingerninga- og rekstrarvörur vaxandi lið í þjónustu Olís. MYND/ANTON ÞÚ FÆRÐ AFSLÁTTINN STRAX PIPA R \T B W A - S ÍA Vinur við veginn -3KR. í form i Vilda rpun kta Icela ndair 5% af öl lum vöru m* -3KR. af eld sney ti *Ekki er veittur afsláttur af blöðum, tímaritum, tóbaki, símakortum eða happdrættismiðum. Sæktu um Staðgreiðslu kortið í snjall símanum þínum með QR-merkinu, á olis.is eða á næstu Olís-stöð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.