Fréttablaðið - 30.11.2011, Síða 70

Fréttablaðið - 30.11.2011, Síða 70
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR42 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Það er ómögulegt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur á feril minn. En eitt veit ég þó að það er algengt að leikarar, erlendis, eru fengnir til að vera andlit fyrir ilmi og úr,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Krist- jánsson. Þorvaldur Davíð er and- lit herrailmsins VJK Vatna- jökull frá tískumerkinu Gyðja Collection, en ilmurinn er vænt- anlegur í verslanir um helgina. Þorvaldur býr í Los Angeles um þessar mundir, en þangað flutti hann skömmu eftir að hann útskrifaðist úr Juilliard- listaháskólanum í New York í maí. Þetta er annað ilmvatnið frá Gyðju, en það fyrsta var dömuilmur unn- inn úr vatni Eyja- fjallajökuls. Sigrún Lilja Guð- jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Gyðju, segir Þor- vald vera góða fyrir mynd og að það sé ein af ástæð- unum fyrir því að hún falaðist eftir kröftum hans. „Þor- valdur er með flott íslenskt útlit ásamt því að vera afar hæfileikaríkur. Ég hef trú á honum og störfum hans,“ segir hún. „Þegar við hófum framleiðslu á herrailminum fóru í gang miklar pælingar með hvaða karlmaður yrði andlit ilmsins. En það var að sjálfsögðu mikilvægt að það væri íslenskur víking- ur sem við teljum að geti borið nafn ilmsins, merk- isins og jökulsins hátt á lofti hérlendis og erlendis.“ Þorvaldur Davíð er staddur á landinu um þessar mundir og sinnir ýmsum verkefnum. Fáir, ef einhverjir, íslenskir leikarar hafa tekið að sér að vera andlit ilms og spurður hvað felst í því segist hann taka virkan þátt í kynn- ingunni hér lendis og erlendis. „Það er til dæmis verið að skipuleggja stóra kynningu á ilmin- um í Los Angeles í lok febrúar, vik- una fyrir Óskars- verðlaunahátíð- ina,“ segir hann. „Ég verð að sjálf- sögðu viðstadd- ur og tek fullan þátt í því.“ atlifannar@ frettabladid.is SIGRÚN LILJA GUÐJÓNSDÓTTIR: MIKILVÆGT AÐ FÁ VÍKING Í STARFIÐ ÞORVALDUR DAVÍÐ ANDLIT NÝJA ILMSINS FRÁ GYÐJU ANDLIT VATNAJÖKULS Þorvaldur Davíð er andlit nýja ilmsins frá Gyðju Collection sem heitir eftir Vatnajökli. „Ég er mjög hrifin af nýju lögun- um hennar Þórunnar Antoníu. Svo er ég núna byrjuð að hlusta á jólalög þar sem öll lög með Helgu Möller eru vinsælust.“ Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri. „Þessir þættir eru einfaldlega of vinsælir hérna til að hætta sýn- ingum á þeim,“ segir Pálmi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs Stöðvar 2, um sápuóperuna Bold and the Beauti- ful. Norðmenn hafa ákveðið að taka sápuóperuna Glæstar vonir, eða Bold and the Beautiful, af dag- skrá sjónvarpsins eftir 18 ár á skjánum. Aðalástæðan segja for- svarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar TVNorge vera dalandi áhorfstölur og segja að sú þróun sé svipuð ann- ars staðar í heiminum. Pálmi segir það ekki vera raunin hjá íslensk- um áhorfendum en vikulega horfir um 31,1% áskrifenda Stöðvar 2 á sápuóperuna frægu. „Bold and the Beautiful og Nágrannar eru vinsælustu dag- skrárliðirnir okkar á dagtíma og áhorfið hefur ekkert dalað á þeim undanfarið.“ Mikil mótmæli áttu sér stað meðal aðdáenda þáttanna í Nor- egi og fylltust pósthólf forsvars- manna sjónvarpsstöðvarinnar af bréfum þar sem norskir aðdáend- ur grátbáðu þá um að endurskoða afstöðu sína. Sápuóperunni hefur því verið gefinn þriggja mánaða prufutími á netinu, þar sem hver þáttur verður seldur gegn vægu gjaldi fyrir hörðustu aðdáendurna. Ef það fyrirkomulag stendur ekki undir væntingum verða þættirnir slegnir af í Noregi. Glæstar vonir hafa verið á dag- skrá Stöðvar 2 frá árinu 1995 og eiga sér dyggan hóp aðdáenda að sögn Pálma. „Það hefur aldrei verið umræða um að slá þættina af hér enda mundum við örugglega líka fá að heyra það frá áhorfend- um þáttanna.“ - áp Íslendingar fá ekki nóg af Glæstum vonum BOLD AND THE BEAUTIFUL Norðmenn hafa ákveðið að slá þættina Bold and the Beautiful af dagskrá vegna minnk- andi áhorfs. Á Íslandi eru þættirnir mjög vinsælir og vikulega horfir um 31,1% áskrifenda Stöðvar 2 á sápuóperuna. Þrír synir bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar spila með honum á útgáfutónleikum hans á Rósenberg í kvöld í tilefni plötunn- ar Annar í bassajólum. „Ég hef ekkert ýtt þeim út í þetta. Þeir hafa gert þetta algjörlega sjálfviljugir,“ segir Jakob Smári um bassaáhuga sona sinna. Aðspurður segist hann reyna að kenna þeim eins mikið og hann getur og telur þá efnilega hljóðfæraleikara. „Þeir eru fljótir að ná þessu.“ Elsti strákurinn, Jökull Smári, er sextán ára, sá næstelsti er hinn fjórtán ára Lárus og sá yngsti heit- ir Ari og er sjö ára. Sá síðastnefndi ætlar að spila Bjart er yfir Betle- hem fyrir tónleikagesti í kvöld. Jakob Smári gaf fyrir átta árum út plötuna Bassajól þar sem hann spilaði þekkt jólalög á bassann sinn. Hún seldist upp á skammri stundu og núna er önnur plata tilbúin með einu frumsömdu lagi, Dimmrauð jól. „Þetta er gert til að koma fólki í hátíðlegt skap,“ segir Jakob Smári, sem hefur verið að spila á fullu að undanförnu með Reiðmönnum vind- anna, Láru Rúnarsdóttur og Grafík. Guðni Finnsson og Arnar Þór Gíslason verða einnig með Jakobi á sviðinu í kvöld og hefjast tón- leikarnir klukkan 21. - fb Bassafeðgar saman á tónleikum FEÐGAR OG BASSALEIKARAR Jakob Smári Magnússon ásamt sonum sínum sem ætla að spila með honum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI áskrifenda Stöð 2 horfa á Bold and the Beautiful í hverri viku. 31,1% Grínistinn Sólmundur Hólm á von á öðru barni sínu. Eiginkona hans, Elín Anna Steinarsdóttir hagfræðinemi, er gengin 25 vikur og ríkir mikil eftirvænting á heimili þeirra í Vesturbænum. Fyrir eiga þau fjögurra ára son og bætist annar strákur við á heimilið á nýju ári. Um 130 Íslendingar vinna nú við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones við Svínafellsjökul og Höfðabrekkuheiði. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að tón- listarmaðurinn Pétur Jesús væri einn þeirra sem fengu statistahlut- verk í þáttunum en auk leikara hefur stór hópur tökufólks og búningahönnuða ráðið sig í vinnu við þá. Af þeim má nefna Ella Cassata og Helgu Rós Hannam. Þá sér förðunarfræð- ingurinn Elín Reynisdóttir alfarið um statistana í tökunum. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Þorvaldur er með flott íslenskt útlit ásamt því að vera afar hæfi- leikaríkur. SIGRÚN LILJA GUÐJÓNSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI GYÐJU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.