Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. S E P T E M B E R 2 0 1 0 IKEBANA STÓR ÞÁTTUR Í MENNINGUNNI KAÐLAPRJÓN OG HVÍT- SAUMUR FJALLAÐ UM ÆTTLEIÐINGU OG ÁHRIFIN HANNYRÐIR 8 SÍÐUR BLACK TIE Í BORGARLEIKHÚSINU 40ALDAGÖMUL LIST 10  Stofnað 1913  205. tölublað  98. árgangur   Nokkrir íslenskir tannlæknar hafa flutt til Norðurlandanna und- anfarin misseri, aðrir fara þangað reglulega sem verktakar og enn fleiri hugsa sér til hreyfings. Fyrst og fremst er um tannlækna í yngri kantinum að ræða og bera þeir því við að dýrt sé að koma sér upp að- stöðu hérlendis auk þess sem kjör séu mun betri ytra og vinnudag- urinn ekki eins langur. »24 Betri kjör í boði Egill Ólafsson egol@mbl.is „Breytingarnar fela fyrst og fremst í sér sterk skilaboð um að þessi ríkisstjórn er ekk- ert á förum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þegar hann ræddi um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan segir breytingarnar á rík- isstjórninni sjónarspil. Hún treysti sér ekki til að koma óbreytt til þingstarfa. „Ríkisstjórnin er að endurskipuleggja sig og taka mið af þeim verkefnum sem fram- undan eru, þar á meðal og ekki síst að ráðast í djarfar og metnaðarfullar breytingar á stjórnarráðinu. Nú er verið að sameina ráðu- neyti og fækka ráðherrum sem lið í því að hagræða niður eftir öllu kerfinu,“ sagði Stein- grímur. Breytingarnar sjónarspil Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði að ríkisstjórnin einkenndist af stefnuleysi og ákvörðunarfælni. Innan hennar séu deilur um flest mál. „Breytingar á ríkis- stjórninni eru ekkert nema sjónarspil sem ekkert gildi hefur. Þjóðin er ekki að kalla eftir nýjum andlitum. Hún er að kalla eftir nýrri stefnu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að svo virtist sem ríkisstjórnin hefði ekki treyst sér til að koma óbreytt skipuð til þingstarfa. Guðbjartur Hannesson tók í gær við emb- ætti heilbrigðis- og félagsmálaráðherra, en honum er ætlað að sameina þessi tvö ráðu- neyti í velferðarráðuneyti. Þessi breyting tek- ur formlega gildi um næstu áramót. Ögmund- ur Jónasson tók í gær við starfi samgöngu- og dómsmálaráðherra, en það ráðuneyti verður að innanríkisráðuneyti um áramót. Sex karlar og fjórar konur eru í ríkisstjórn- inni eftir breytingarnar. Þetta er í þriðja skipti sem breytingar eru gerðar á ríkis- stjórninni síðan Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra í ársbyrjun 2009. Endurskipulögð ríkisstjórn  Fjármálaráðherra segir að breytingar á ríkisstjórninni feli í sér yfirlýsingu um að hún sé ekki á förum  Stjórnarandstaðan segir að breytingarnar séu sjónarspil og stjórnin sé stefnulaus og ákvarðanafælin MTveir nýir »4 og 12 Álfheiður Ingadóttir afhenti Guðbjarti Hann- essyni lykla að heilbrigðisráðuneytinu. Ragna Árnadóttir afhenti Ögmundi Jónassyni lykla ráðuneytis dóms- og mannréttindamála. Árni Páll Árnason tók við lyklum í við- skiptaráðuneytinu af Gylfa Magnússyni. Morgunblaðið/Ómar Ögmundur Jónasson tók við lyklum í sam- gönguráðuneytinu af Kristjáni Möller. Um 50 nemendum úr 10. bekk í Lindaskóla í Kópa- vogi var bjargað úr rútu á vegum Teits Jónassonar sem festist í eðju í Krossá síðdegis í gær. Eins og sjá má munaði minnstu að rútan færi á hliðina. Ungling- arnir voru á leið í nokkurra daga Þórsmerkurferð með kennurum sínum. Svo fór að brjóta varð aftur- rúðu rútunnar og ferja börnin með handafli yfir á þurrt land. Reynir Jónsson var á ferð í jeppa sínum með ferðamenn og kom að staðnum rétt eftir óhapp- ið. Hann segir suma nemendurna eðlilega hafa verið smeyka en aðra nokkuð hressa. Flestir hafi haft mestar áhyggjur af farangrinum, þ. á m. ipodum og öðru sem varð eftir rútunni. „Þau voru komin út en rútan var þegar hálffull af vatni,“ segir Reynir. „Hún hefur sest á afturendann og þá hefur vatnið grafið hratt undan henni.“ Þótt allt hafi farið vel sé enginn vafi á að mikil hætta hafi verið á ferðum. Rútan er aðeins með drifi að aftan en Reynir segir að oft sé farið á þannig farartækjum yf- ir ána þótt hún sé varasöm. kjon@mbl.is Ljósmynd/Reynir Jónsson Ferðalok Rútan gikkföst í eðjunni á botni Krossár í gær. Nemendurnir úr Lindaskóla fylgjast með og taka myndir. Nemendur í hættu í Krossá  Straumhart vatnið gróf hratt undan rútunni sem hafði fest í eðju  Brjóta varð afturrúðu til að farþegarnir kæmust út og á þurrt land  „Það eru nokk- ur sveitarfélög sem þurfa á rót- tækum aðgerð- um að halda. Þau þurfa að spara í rekstri. Það eru 38 sveitarfélög sem skiluðu rekstrartapi í fyrra, en lögin gera ráð fyrir að fjármálastjórnin sé með þeim hætti að þau skili af- gangi,“ segir Ólafur Nilsson, for- maður eftirlitsnefndar með fjár- málum sveitarfélaga. Nefndin miðar við að heildar- skuldir séu ekki yfir 150% af heild- artekjum. Dæmi eru um að þetta hlutfall sé 400%. Ólafur segir að sveitarfélög með svo miklar skuldir séu í alvarlegri stöðu. „Það er mjög alvarleg staða ef ekki standa á móti þessu einhverjar eignir sem hægt er að selja eða nota til greiðslu skulda,“ segir Ólafur. »14 Staðan kallar á róttækar aðgerðir Ólafur Nilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.