Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Auðvelt er að láta glepjast afrangtúlkunum Evrópusamtak- anna Sterkara Íslands á sam- anburði eigin skoðanakönnunar við fyrri kannanir vegna afstöðu Ís- lendinga til ESB. Spurningar eru orðaðar með afskaplega ólíkum hætti og niðurstöður hafa í gegnum tíðina litast af því.     Með því að bera saman könnunsem gerð var fyrir samtökin nú í ágúst og könnun sem gerð var í júní sl. finna samtökin út að stuðningur við aðildarviðræður við ESB hafi aukist hér á landi.     Í júní var alls ekkert spurt umþetta, þannig að samanburðurinn á engan veginn við. Þá var spurt um afstöðu til þess að draga umsókn um aðild til baka, sem er annað mál.     Þar við bætist að samtökin Sterk-ara Ísland spurðu hvort menn væru fylgjandi eða andvígir „samn- ingaviðræðum“ Íslands við ESB, en þar með var spurningin vitaskuld gölluð. Í henni er látið að því liggja að verið sé að semja um eitthvað, þegar í raun er aðeins verið að ræða hvernig aðlögun Íslands að ESB eigi að fara fram.     En jafnvel þó að horft sé framhjáþessari lævísu framsetningu spurningarinnar og hún borin sam- an við svipaða spurningu frá því í nóvember í fyrra, sést að stuðn- ingur hefur minnkað hratt.     Þá voru um 50% aðspurðra fylgj-andi aðildarviðræðum en nú eru aðeins 39% fylgjandi „samn- ingaviðræðum“ og fleiri eru nú andvígir en fylgjandi. Evrópusam- tökin Sterkara Ísland geta því alls ekki túlkað þessa niðurstöðu sér í hag. Rangtúlkað í þágu málstaðarins Veður víða um heim 2.9., kl. 18.00 Reykjavík 15 rigning Bolungarvík 19 léttskýjað Akureyri 19 léttskýjað Egilsstaðir 17 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 12 rigning Nuuk 17 skýjað Þórshöfn 13 skýjað Ósló 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 heiðskírt Stokkhólmur 12 léttskýjað Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 18 heiðskírt Glasgow 20 heiðskírt London 17 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 17 skúrir Hamborg 18 léttskýjað Berlín 15 léttskýjað Vín 17 skýjað Moskva 18 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 26 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 26 skýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 15 alskýjað Montreal 27 alskýjað New York 32 heiðskírt Chicago 21 alskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:17 20:39 ÍSAFJÖRÐUR 6:15 20:50 SIGLUFJÖRÐUR 5:58 20:33 DJÚPIVOGUR 5:44 20:10 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn og þriðjudaginn 6. og 7. september, kl. 18 báða dagana í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg G uðm undurThorsteinsson/M uggur Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: í dag föstud. 10–18, laugard. 11–17, sunnud. 12–17, mánud. 10–17 (öll verk) þriðjud. kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er algerlega ófyrirgefanlegt,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, um bráð, sem veiðimenn skildu eftir í plast- poka við Hálslón um helgina eftir að hafa hirt bringukjötið. Sigmar segir að í byrjun veiðitíma, þegar menn skjóti ungan fugl sem erfitt sé að reyta, hætti sumum til þess að hirða bara bringuna. Það sé gríðarleg sóun á mat, því þá sé skil- inn eftir mikill og góður matur eins og lifur og fleira. Eins eigi menn ekki að ganga illa frá úrgangi því þá sé hætta á að dýr komist í hann og beri víða. „Þetta er mjög slæmt mál og ekki til sóma fyrir veiðimenn.“ Vandamálið er þekkt hér sem í ná- grannalöndunum. Sigmar segir að kenna þurfi veiðimönnum að nýta bráðina betur en margir geri. Bret- ar, Skotar, Svíar og Norðmenn hafi gert átak í þessum málum á undan- förnum árum og Skotsambandið sé með í vinnslu fræðslumynd um nýt- ingu villibráðar. Hins vegar vanti peninga til þess að ljúka verkinu, rúma milljón króna, en Umhverfis- stofnun hafi haldið að sér höndum í þessu efni. Hlutverk Umhverfisstofnunar Sigmar áréttar að veiðimenn vilji nýta bráðina en þeir kunni það ekki allir, þótt stór hluti geri það vel. Sum veitingahús vilji aðeins kaupa bringu og þá sé það veiðimannanna að nýta afganginn. Síðan séu verslanir sem nýti alla bráðina og það sé til eft- irbreytni. Reyndar sé ekki algengt að menn skilji eftir bráð eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, en því miður séu alltaf til svonefndir veiðisóðar. „Það vantar fræðslu og það er hlut- verk Umhverfisstofnunar en því hef- ur ekki verið sinnt sem skyldi,“ segir Sigmar. Ófyrirgefanlegt og ekki til sóma fyrir veiðimenn Úrgangur Umgengni veiðimanna með bráð við Hálslón um helgina.  Formaður Skotveiðifélagsins segir aukna fræðslu nauðsynlega Vestmannaeyjabær og Eimskip hafa náð samkomulagi um vetr- aráætlun Herjólfs. Tryggir það fjórar ferðir á dag alla virka daga í vetraráætlun sem og á sunnudög- um. Áður hafði verið gert ráð fyrir einungis þremur ferðum á dag. „Eins og ítrekað hefur komið fram hafa heimamenn talið að slík áætlun myndi skerða vaxtar- tækifæri og ekki vera í neinum takti við þá þörf sem til staðar er enda farþegar á fyrstu 5 vikunum orðnir rúmlega 73.000,“ segir í fréttatilkynningu frá bæjarstjóra Vestmannaeyja, Elliða Vignissyni, í gær. Vestmannaeyjabær hafi því leitað til Eimskips og samgöngu- ráðuneytisins eftir kostnaðarþátt- töku við fjölgun ferða. Eimskip hafi samþykkt að greiða 33,3% en sam- gönguráðuneytið viljað að frekari reynsla kæmi á siglingar áður en ferðum yrði fjölgað og því hafnað kostnaðarþátttöku. Vestmanna- eyjabær hafi þá ákveðið að greiða 66,% af kostnaði við fjölgun ferða á móti 33,3% Eimskips. Samkomulag náðist um áætlunarferðir Herjólfs í vetur Vinnumálastofnun bárust tvær til- kynningar um hópuppsagnir í ný- liðnum ágúst þar sem alls var sagt upp 45 manns. Um er að ræða tilkynningu frá fyrirtæki í byggingariðnaði og fyr- irtæki í fjármálaþjónustu, þ.e. Av- ant. Þeir starfsmenn, sem sagt hef- ur verið upp, koma til með að missa vinnuna í október og fram í janúar 2011. Ástæður uppsagnanna eru sagðir rekstrarerfiðleikar. Á árinu 2010 hefur Vinnu- málastofnun alls borist 21 tilkynn- ing um hópuppsagnir þar sem sagt hefur verið upp samtals 494 manns. 1. september greiddi Vinnu- málastofnun rúmlega 1,5 milljarða króna í atvinnuleysisbæturfyrir tímabilið 20. júlí til 19. ágúst. Greitt var til rúmlega 12.700 einstaklinga. Heildarupphæð atvinnuleysistrygg- inga fyrir júlí 2010 nam 1.650.253.168 kr. og var þá greitt til 13.788 einstaklinga. sisi@mbl.is Tvær hópuppsagnir tilkynntar í ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.