Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrsta fjárrétt haustsins var á sunnudaginn var, þegar réttað var í Baldursheimsrétt í Mývatnssveit. Þar mátti sjá greinilega tilhneig- ingu sem gætt hefur í auknum mæli við fjár- og stóðréttir undanfarin haust. Það er að fólk er orðið fleira í réttunum en ferfætlingar. „Baldursheimsrétt má muna sinn fífil fegurri. Hún var byggð 1934, steinsteypt mannvirki, 8 hyrningur, vel byggð og skipulöð,“ skrifaði Birkir Fanndal fréttaritari með meðfylgjandi mynd. „Hún var þá og lengi síðan skilarétt fyrir fé af Suð- urafrétti Mývetninga. Þegar flest var hér sauðfé var rétt svo að dilk- ar réðu við fjárfjöldann. Nú er öldin önnur. Aðeins eru nýttir örfáir dilk- ar og meira ber á fólki en fé á rétt- inni.“ Göngur og réttir hafa löngum verið sveipaðar ævintýraljóma og enn vekja þær mikla athygli. Út- lendir ferðamenn sækja víða orðið í að fara í göngur og fjölmenna í réttirnar, ekki síst hrossaréttir. Bændasamtökin vilja brýna fyrir vegfarendum að fara varlega í um- ferðinni á næstunni og sýna tillits- semi, enda má búast við því að á vegum verði víða rekstrar bæði fjár og hrossa næstu vikur. Lengstu fjárleitir á landinu Ýmislegt þarf að hafa í huga til að allir, bæði menn og dýr, komi heilir heim úr göngum og réttum. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir hjá Matvælastofnun, tók saman leið- beiningar sem birtar eru á vef Bændasamtakanna (www.bondi.is). Þar segir m.a.: „Lengstu fjárleitir sem mér er kunnugt um eru 6-7 daga smala- mennskur á afréttum Árnesinga. Þeir Flóamenn sem fara í lengstar fjallferðir eru 11 daga í ferðinni á hestbaki. Kind úr Flóanum sem finnst inni í Tjarnarveri getur átt fyrir höndum 100 km göngu á sex dögum þangað til hún kemur í Reykjaréttir. Sem betur fer eru ekki margar kindur sem koma fram í smalamennskum svona langt frá byggð, en það er mikil ábyrgð sem hvílir á þeim sem ætla að koma þessum kindum til byggða. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort ekki sé farsælast að ná þeim í aðhald og gera ferð til þess að flytja þær heim á vagni. Fyrir 50 árum var fé rekið á fjall en í fjóra áratugi hefur þótt sjálfsagt að aka því.“ Þá bendir Þorsteinn dýralæknir á að mikilvægt sé að féð sé ekki lát- ið hlaupa þar til það gefst upp. Hann vill einkum vara við því í ljósi notkunar vélknúinna hjóla við smalamennsku, en þau þreytast aldrei og geta farið mun hraðar yf- ir en bæði hestar og kindur. Þá þurfi að vera hægt að taka þreyttar kindur og haltar á vagn. Fyrsta hrossarétt á morgun Bændasamtökin hafa tekið sam- an lista yfir helstu fjár- og stóð- réttir í haust. Fyrsta stóðrétt haustsins er Miðfjarðarrétt í Mið- firði í Vestur-Húnavatnssýslu og verður hún á morgun, laugardag- inn 4. september. Fyrsta fjárréttin í landnámi Ingólfs er Þórkötlu- staðarétt í Grindavík og verður hún laugardaginn 18. september klukk- an 14. Heimild: bondi.is •Auðkúlurétt við Svínavatn,A.-Hún. laugardag 4. sept. •Árhólarétt í Unadal, Skag. laugardag 4. sept. •Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. laugardag 11. sept. •Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnudag 29. ágúst •Brekkurétt í Norðurárdal,Mýr. sunnudag 19. sept. •Brekkurétt í Saurbæ,Dal. sunnudag 19. sept. •Deildardalsrétt í Skagafirði sunnudag 4. sept. •Fellsendarétt í Miðdölum sunnudag 19. sept. •Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 18. sept. •Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudag 19. sept. •Fljótstungurétt í Hvítársíðu,Mýr. laugardag 11. sept. •Flókadalsrétt í Fljótum,Skag. laugardag 11. sept. •Fossrétt á Síðu,V.-Skaft. föstudag 10. sept. •Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) sunnudag 19. sept. •Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 19. sept. •Glerárrétt viðAkureyri laugardag 18. sept. •Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. laugardag 11. sept. •Grafarrétt í Skaftártungu,V.-Skaft. laugardag 11. sept. •Grímsstaðarétt á Mýrum,Mýr. þriðjudag 21. sept. •Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 19. sept. •Hallgilsstaðarétt á Langanesi mánudag 20. sept. •Hamarsrétt áVatnsnesi,V.-Hún. laugardag 11. sept. •Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 18. sept. •Hítardalsrétt í Hítardal,Mýr. mánudag 20. sept. •Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð,A.-Hún. sunnudag 12. sept. •Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sunnudag 5. sept. •Hofsrétt í Skagafirði laugardag 18. sept. •Holtsrétt í Fljótum,Skag. laugardag 11. sept. •Hólmarétt í Hörðudal sunnudag 3. okt. •Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudag 19. sept. •Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 4. sept. •Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnudag 12. sept. •Hreppsrétt í Skorradal, Borg. sunnudag 12. sept. •Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudag 10. sept. •Hrútatungurétt í Hrútafirði,V.-Hún. laugardag 4. sept. •Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardag 18. sept. •Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugardag 18. sept. •Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. sunnudag 5. sept. •Innri - Múlarétt á Barðaströnd,V.-Barð. laugardag 25. sept. •Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnapp. sunnudag 5. sept. •Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunndag 19. sept. •Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardag 11. sept. •Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 18. sept. •Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. sunnudag 19. sept. •Krísuvíkurrétt, Gullbringusýslu laugardag 2. okt. •Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudag 23. sept. •Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudag 12. sept. •Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. laugardag 4. sept. •Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. sunnudag 12. sept. •Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 11. sept. •Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. laugardag 18. sept. •Miðfjarðarrétt í Miðfirði,V.-Hún. laugardag 4. sept. •Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudag 21. sept. •Mælifellsrétt í Skagafirði sunnudag 19. sept. •Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 4. sept. •Núparétt á Melasveit, Borg. sunnudag 12. sept. •Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudag 15. sept. •Ósrétt á Langanesi þriðjudag 21. sept. •Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 19. sept. •Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyf. laugardag 11. sept. •Rugludalsrétt í Blöndudal,A-Hún. laugardag 4. sept. •Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 18. sept. •Reykjarétt í Ólafsfirði laugardag 18. sept. •Reykjaréttir á Skeiðum,Árn. laugardag 11. sept. •Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardag 11. sept. •Sauðárkróksrétt, Skagafirði laugardag 11. sept. •Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 20. sept. •Selárrétt á Skaga, Skag. laugardag 11. sept. •Selvogsrétt í Selvogi sunnudag 19. sept. •Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudag 13. sept. •Skaftárrétt í Skaftárhr.,V.-Skaft. laugardag 11. sept. •Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 10. sept. •Skarðarétt í Gönguskörðum,Skag. laugardag 11. sept. •Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 18. sept. •Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardag 18. sept. •Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. laugardag 19. sept. •Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudag 19. sept. •Skrapatungurétt í Vindhælishr.,A.-Hún. sunnudag 12. sept. •Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. föstudag 10. sept. •Staðarrétt í Skagafirði sunnudag 12. sept. •Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudag 12. sept. •Stafnsrétt í Svartárdal,A.-Hún. laugardag 11. sept. •Stíflurétt í Fljótum,Skag. föstudag 10. sept. •Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnudag 12. sept. •Svignaskarðsrétt, Svignaskarði,Mýr. mánudag 20. sept. •Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing. sunnudag 19. sept. •Tungnaréttir í Biskupstungum laugardag 11. sept. •Tungurétt í Svarfaðardal sunnudag 5. sept. •Tunguselsrétt á Langanesi mánudag 13. sept •Undirfellsrétt í Vatnsdal,A.-Hún. föstud. 10. sept. og laugardag 11. sept. •Valdarásrétt í Fitjárdal,V.-Hún. föstudag 10. sept. •Víðidalstungurétt í Víðidal,V.-Hún. laugardag 11. sept. •Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal, Eyf. laugardag 11. sept. •Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardag 18. sept. •Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. laugardaginn 11. sept. •Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf. sunnudag 5. sept. •Þverárrétt í Vesturhópi,V.-Hún. laugardag 11. sept. •Þverárrétt í Þverárhlíð,Mýr. mánudag 20. sept. •Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. mánudag 13. sept. •Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudag 20. sept. Fjárréttir haustið 2010 Meira ber nú á fólki en ferfætlingum í réttum Morgunblaðið/Birkir Fanndal Baldursheimsrétt Það var fleira fólk mætt en ferfætlingar þegar réttað var í Mývatnssveit á sunnudaginn var í skýjuðu hæglætisveðri.  Fyrsta hrossaréttin verður á morgun í Miðfirði FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vinna í starfshópi um endurskoðun fiskveiðistjórnunar er langt komin. Þegar skilið var við málið á síðasta fundi nefndarinnar var útlit fyrir að allir fulltrúar í hópnum, að einum undanskildum, myndu skrifa undir meginniðurstöðu þar sem svokölluð samningaleið er lögð til grundvallar. Til stóð að lokafundur hópsins yrði haldinn í gærmorgun og 2-300 blað- síðna skýrslu, með fylgiskjölum, yrði skilað til Jóns Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra í dag. Vegna ráðherra- skipta í ríkisstjórn var fundinum frestað síðdegis á miðvikudag en Guðbjartur Hannesson, formaður starfshópsins, tók í gær við embætti heilbrigðis-, félags- og trygginga- málaráðherra. Reiknað er með að flestir fulltrúar í hópnum skili sérstökum bókunum. Í skýrslunni verður einnig að finna álit frá Rannsóknastofnun HA, Hag- fræðistofnun HÍ, efni úr skýrslu Deloitte og athugasemdir sem hafa borist. Samningaleið byggist á samning- um um aflamarkskerfi til ákveðins tíma og í álitsgerð tveggja lögfræð- inga var miðað við 15-30 ár. Jafn- framt yrði ákveðið hlutfall sett í potta eins og vegna byggðasjónar- miða og línuívilnunar. Samningar yrðu endurskoðaðir á miðju tíma- bilinu. Ákvæði um sameign þjóðar- innar yrði sett í stjórnarskrá. Samkvæmt tilkynningu ráðherra fyrir ári er verkefni starfshópsins að skilgreina helstu álitaefni, sem fyrir hendi eru í löggjöfinni og lýsa þeim. Hann láti vinna nauðsynlegar grein- ingar og setji að því loknu fram val- kosti um leiðir til úrbóta, þannig að greininni verði sköpuð góð rekstrar- skilyrði til langs tíma, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt náist. Fulltrúar stjórnmálaflokka í hópnum eru Guðbjartur Hannesson og Svanfríður Jónasdóttir, Samfylk- ingu, Björn Valur Gíslason og Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG, Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðis- flokki, og Finnbogi Vikar, Borgara- hreyfingunni/Hreyfingunni. Talið er að Finnbogi muni ekki skrifa undir meginniðurstöðuna. Einnig á um tugur fulltrúa hagsmunasamtaka og sveitarfélaga sæti í hópnum. Lokafundi var frestað vegna ráðherraskipta  Samningaleiðin lögð til grundvallar í fiskveiðistjórnun Óvissa Starfshópur um fiskveiðistjórnun hefur fundað í rúmt ár, en nú virð- ist sjá fyrir endann á störfum hans. Myndin sýnir togarann Engey RE-1. Þjóðaratkvæði » Formenn stjórnarflokkanna kynntu í gær 20 forgangsmál. Þar segir m.a.: Lög um stjórn fiskveiða endurskoðuð á grunni niðurstöðu sáttanefndar og breytingar á stjórnarskrá (sam- eign á auðlindum) tryggðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið undirbúin ef ekki næst viðunandi sátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.