Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 ✝ María Magn-úsdóttir Amm- endrup, húsmóðir og fv. kaupmaður, var fædd í Vest- mannaeyjum 14. júní 1927. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi hinn 28. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Magnús Helga- son gjaldkeri, f. 8. september 1896, d. 10. október 1976, og Magnína Jóna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 24. nóv- ember 1897, d. 17. október 1982. Bræður hennar voru Sveinn loft- skeytamaður, f. 1919, d. 1989, Hermann, póst- og símstöðv- arstjóri á Hvolsvelli, f. 1921, d. 1996, Magnús Helgi, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og ráðherra, f. 1922, d. 2006 og Páll flugmaður, f. 1924, d. 1951. Hinn 5. apríl 1947 giftist María Tage Ammendrup, dagskrárgerð- armanni hjá Sjónvarpinu og hljómplötuútgefanda, f. 1. febr- Marsý, fæddist í Vestmannaeyjum en fluttist barnung í Skerjafjörð- inn í Reykjavík. Fjölskyldan bjó nokkur ár í Ölfusinu, fyrst á ný- býlinu Bræðrabóli og síðan á Þórustöðum. Þau fluttu síðan aft- ur í Skerjafjörðinn þar sem for- eldrar hennar bjuggu alla tíð síð- an. María hafði góða tónlistarhæfileika og var þrjá vetur í Tónlistarskólanum í Reykjavík auk þess sem hún lærði á gítar hjá Sigurði Briem í nokkur ár. Hún spilaði með Man- dólínhljómsveit Reykjavíkur og MAJ-tríóinu á árunum 1946-1950. María og Tage héldu heimili með foreldrum Tage og ráku þau saman hljóðfæra-, plötu- og leð- urvöruverslunina Drangey á Laugavegi 58. Tage starfrækti plötuútgáfuna Íslenska tóna frá 1947-1964 og tók María virkan þátt í því frumkvöðlastarfi. Þegar Tage hóf störf hjá Sjónvarpinu við upphaf þess 1965 tók hún við rekstri Drangeyjar 1965 með tengdamóður sinni og rak versl- unina alfarið eftir lát hennar, allt til ársins 1995 þegar verslunin var seld. María hefur sl. 13 ár búið með dóttur sinni, tengdasyni og barnabörnum í Garðabæ. Útför Maríu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, föstudaginn 3. september 2010, kl. 15. úar 1927, d. 9. maí 1995. Börn þeirra eru 1) Páll, f. 30. september 1947, svæfingarlæknir. Börn hans eru a) Sigrún, f. 3. sept- ember 1975 og á hún synina Ágúst Þóri, f. 1998, og Ax- el Snæ, f. 2003 b) Fríða, f. 5. nóv- ember 1976, gift Jó- hanni Braga Krist- jánssyni. Börn þeirra eru Þórdís, f. 2005 og Kristján, f. 2008 c) Dag- ur, f. 9. desember 1980 og d) Katrín, f. 18. desember 1992. Sambýliskona Páls er Anna Krist- mundsdóttir, kerfisfræðingur. 2) Axel Tage f. 1. október 1952, d. 6. september 1999, blaðamaður og fjölmiðlafræðingur. 3) María Jane, f. 13. desember 1962, fé- lagsfræðingur, gift Ólafi Her- mannssyni tæknifræðingi og eiga þau synina a) Pál, f. 9. apríl 1987 og b) Ólaf, f. 8. nóvember 1996. María, sem flestir kölluðu Djúp sorg er vitnisburður um sterka ást og mamma vann sann- arlega fyrir ástinni sem við bárum til hennar. Blíða hennar, næmi, þol- inmæði og elskusemi var einstök. Og hún var glöð að eðlisfari, brosti af þakklæti og hlýju, snerti flesta sem hún hitti með sinni góðu nær- veru og ljúfa viðmóti. Mamma fæddist inn í ástríka fjölskyldu, hún átti góða foreldra og fjóra eldri bræður sem voru hver öðrum ljúfari. Magnús afi var lengst af starfandi hjá Aðventista- söfnuðinum og Magnína amma vann mikið að líknarmálum. Þau bjuggu lengst af á Bauganesi 3 í Skerjafirði. Mamma var þakklát fyrir að hafa upplifað sveitalífið í Ölfusinu þar sem foreldrar hennar stunduðu bú- skap um skeið. Handtökin voru mörg og henni var minnisstætt þegar fjölskyldan svaf heilt sumar í tjaldi meðan verið var að byggja Bræðraból. Hún gekk í barnaskólann í Hveragerði og var drátthög og með áberandi fallega rithönd. Stílar hennar og verkefni frá þessum tíma segja sögu um samviskusama og listræna stúlku. Á nokkrum árum breyttist hún úr stelpuskotti í gullfallega unga konu með sitt mikla dökka hár og fallegu mildu augu. Hún var tónelsk og lærði á gítar í nokkur ár. Árið 1946 urðu kaflaskil hjá mömmu þegar þau pabbi hitt- ust á æfingu með Mandólínhljóm- sveit Reykjavíkur. Þau stofnuðu tríó ásamt vini sínum Jóni Korn- elíusi Jónssyni og tróðu upp við ýmis tilefni. Minningarnar um þennan tíma í tónlistinni voru henni ómetanlegar. Mamma og pabbi giftu sig 1947 og þar stigu sálufélagarnir gæfu- spor. Samhentari hjón eru vand- fundin og ástfangin voru þau alla tíð. Þau bjuggu með afa Povl og ömmu Maríu á Laugavegi 58 fram- an af þar sem afi var með klæð- skerastofu og pabbi og amma voru með verslunina Drangey. Pabbi rak einnig hljómplötuútgáfuna Íslenska tóna ásamt því að gefa út tímarit og nótur, halda skemmtanir og flytja inn skemmtikrafta. Mamma kynnt- ist á þessum árum stórkostlegu listafólki sem margt er nú horfið en skilur eftir sig arfleifð í tónlist og textum. Hún eignaðist líka vini fyr- ir lífstíð. Fjölskyldan keypti Dalakofann í Mosfellsdal 1947 sem þá var hálf- gerð mýri. Þar dvöldu þau lang- dvölum við uppgræðslu og upp- skáru sannkallaðan lystigarð. Mamma var þar sem annars staðar óþreytandi við að dekra við fólkið sitt og gesti með góðum viður- gjörningi, hugulsemi og hlýju. Þegar pabbi hóf störf hjá Sjón- varpinu tók mamma við rekstri Drangeyjar með ömmu. Í Drangey var einstakur andi og yndislegar starfsstúlkur sem haldið hafa hóp- inn og skipa sérstakan sess hjá fjöl- skyldunni. Síðustu árin höfum við mamma, Óli og strákarnir búið saman. Alltaf var hún jafn skapgóð og yndisleg þótt hún hafi átt við vanheilsu að stríða. Hún hvatti okkur áfram og sýndi einlægan áhuga á því sem við höfðum fyrir stafni. Ekkert kyn- slóðabil var sjáanlegt, við horfðum á sömu sjónvarpsþættina og hlust- uðum á sömu tónlist. Hún var mið- punktur fjölskyldunnar og hjartan- lega elskuð. Við söknum hennar svo sárt. Ég kveð einstaka móður og mína bestu vinkonu með virðingu og þakklæti. María J. Ammendrup. Ég fann fljótt að ekki væri hægt að hugsa sér betri tengdamóður þegar ég kynntist Marsý fyrir 26 árum. Hef ég oft sagt við kunningja í gríni þegar þeir kvarta undan tengdamæðrum að menn fái þá tengdamóður sem þeir verðskulda. Marsý og Tage voru einstök hjón og tóku mér opnum örmum. Þau voru létt og lífsglöð og höfðu ánægju af því að ferðast og hitta góða vini. Þau voru þó fyrst og fremst fjölskyldufólk og afkomend- ur þeirra fengu ómælda ást og at- hygli. Hjónin voru höfðingjar heim að sækja og borðin svignuðu undan kræsingum sem Marsý reiddi fram. Tage vann langan vinnudag í Sjón- varpinu og Marsý vann í Drangey og sá um heimilishaldið. Þó voru þau aldrei of upptekin ef við þurft- um að biðja um pössun, leita ráða eða taka stöðuna á þjóðmálunum. Við Maja hjálpuðum til við rekst- ur Drangeyjar um nokkurra ára skeið og hittumst við nær daglega til skrafs og ráðagerða. Þegar Tage lést 1995 var það stórt áfall fyrir Marsý og okkur öll. Ákveðið var að selja verslunina, íbúðina okkar og húsið þeirra og finna hentugt hús- næði þar sem við gætum búið sam- an ásamt Axeli mági mínum sem þá var orðinn mjög veikur. Húsið fannst eftir nokkra leit í Garða- bænum en Axel lést tveimur árum eftir að við fluttum inn. Var það annað reiðarslag fyrir Marsý og fjölskylduna á stuttum tíma. Það var ómetanlegt fyrir syni okkar Maju að hún skyldi búa með okkur síðustu æviárin og vera til staðar fyrir þá þegar þeir komu heim á daginn. Hún var áhugasöm um allt sem á daga þeirra hafði drifið og vildi sjá til þess að þeir fengju eitthvað í svanginn. Síðustu þrjú árin hafa tveir heimilishund- arnir okkar létt henni tilveruna og voru þeir mjög hændir að henni. Hún var tónlistarunnandi og naut þess að hlusta á strákana spila á gítarana. Skipti þá engu hvort Palli spilaði ljúfa tóna eða Óli hart þungarokk. Hún var orðin hálf- gerður sérfræðingur í þungarokki María Magnúsdóttir Ammendrup ✝ Matti Ósvald Ás-björnsson fædd- ist í Ólafsvík 11. ágúst 1912. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Hlévangi 27. ágúst 2010. For- eldrar hans voru Ás- björn Eggertsson, formaður og fisk- matsmaður í Ólafs- vík, og Ragnheiður Eyjólfsdóttir hús- móðir, þau bjuggu í Ásbjörnshúsi í Ólafs- vík. Matti átti sex systkini, þau eru öll látin. Eiginkona Matta var Torfhildur Guðbrandsdóttir húsmóðir, f. 28.12. 1907, d. 16.3. 1995. For- eldrar hennar voru Guðbrandur Sigurðsson, hreppstjóri í Ólafs- vík, og Jóhanna Valentínusdóttir húsmóðir sem bjuggu í Bifröst í Ólafsvík, hún átti fimm systkini sem öll eru látin. Börn Matta og Torfhildar eru 1) Gunnar, giftur Indíönu Jónsdóttur, eiga þau 5 börn; a) Matthildur, gift Mark Schoenfeld, hún á 3 börn og tvö barnabörn, b) Auður, gift Þor- steini Sigvaldasyni, þau eiga 4 börn og tvö barnabörn, c) Hörður eldamennskuna. Þeir voru þar við veður- og loftskeytaathuganir á danskri og svissneskri Pol- arstation TF3B. Þau fluttu frá Ólafsvík til Keflavíkur 1936. Þar vann hann verkamannastörf í tengslum við sjóinn og svo starf- aði hann í fimmtán ár við skó- smíðar ásamt bróður sínum Sig- urbergi og einnig við skóvið- gerðir hjá hernum, og hjá Hamilton, amerísku verktakafyr- irtæki, og síðan í þrjátíu ár hjá Íslenskum aðalverktökum. Matti var einn af stofnfélögum ung- mennafélagsins Víkings í Ólafsvík 1928, og var þar formaður í um 2 ár, hann var árið 2008 heiðraður á 80 ára afmæli Víkings bæði gullmerki KSÍ og einnig silfur- merki Víkings, hann var þá eini eftirlifandi stofnandi félagsins. Einnig stofnfélagi Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum og for- maður þess fyrstu tíu árin og sat í stjórn þess í 17 ár. Hann bjó á hjúkrunarheimili aldraðra Hlévangi í Keflavík í 18 ár. Hann var með afburða minni og var hægt að fletta upp í hon- um um atburði liðins tíma upp á dag og klukkustund. Honum féll aldrei verk úr hendi, hann batt inn bækur eftir að hann hætti að vinna og á Hlévangi ýmist málaði hann eða saumaði margt sem hann gaf ættingjum og vinum. Útför Matta fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 3. september 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Adólf, giftur Mar- gréti Guðleifsdóttur, þau eiga 5 börn og þrjú barnabörn, d) Ragnheiður Ásbirna, í sambúð með Frið- geiri Guðjónssyni, þau eiga 5 börn, e) Gunnar, ógiftur og barnlaus. 2) Oddný J.B., gift Stefáni Ö. Kristjánssyni, þau eiga 3 börn; a) Guð- brandur Jóhann, giftur Lindu Jós- epsdóttur, þau eiga 3 börn, b) Matti Ósvald, giftur Evu Birgittu Eyþórsdóttur, þau eiga 3 börn, c) Friðrika Kristín, gift Sigurði J. Eggertssyni, þau eiga 2 börn. Matti ólst upp í Ólafsvík. Eftir barnaskólanám og daginn eftir fermingu vann hann fjögur sumur á skakskútum frá Dýrafirði, Flat- ey á Breiðafirði og Patreksfirði. Hann dvaldi á Landakoti vegna berkla af og til á árunum 1922-31 og aftur á Vífilsstöðum 1938-39. Matti dvaldi og starfaði með dönskum og svissneskum vís- indamönnum á Snæfellsjökli 1932-33, hann sá um vistir og Nú verður tómlegt að heyra ekki: „sæl eska!“ þegar maður kemur í heimsókn. Við í fjölskyldunni heim- sóttum hann svo til á hverjum degi kl. 11, það var tíminn hans pabba, þá sat hann við að sauma eða smyrna og sagðist vera búinn að smyrna 2.455 þræði, alltaf með allar tölur á hreinu. Honum féll aldrei verk úr hendi. Það eru forréttindi að hafa getað sagt „pabbi“ svona lengi. Hann pabbi var hafsjór af fróðleik og var gaman þeg- ar hann kom og ég spurði um eitt- hvað til að tala um og hann fór á flug. Hann byrjaði yfirleitt: já! það var ár- ið og svo nefndi hann stað og stund og fjölskyldan fletti upp í honum eins og fræðibók. Við fórum með pabba á Vestfirði ’99, þá sagði hann okkur frá skútutímanum sínum og sagðist hafa verið á Fönix frá Dýrafirði, svo í safn- inu á Ísafirði sáum við skipsfjölina af Fönix og líkan af svoleiðis skútu, hann brosti breitt að sjá þarna fjöl- ina. Hann spilaði á tvöföldu nikkuna á böllum þegar hann var ungur og tók oft í hana gegnum árin. Þegar Ung- mennafélagið Víkingur í Ólafsvík hélt upp á 80 ára afmælið var honum boð- ið, þar sem hann var eini eftirlifandi stofnandi félagsins og fékk hann gull- merki KSÍ og silfurmerki Víkings. Hann kenndi mér að lesa landakort á ferðalögum, þá lærði ég að þekkja landið okkar. Mikill fróðleikur fer með svona fólki, ég skrifaði oft niður og setti í tölvuna. Hann ólst upp við kveðskap og sagði að þegar landlegurnar voru í Ólafsvík þá söfnuðust karlarnir í Ás- björnshús og var kveðið og þeir bræðurnir hvíldu afa og tóku við kveðskapnum. Hann kvað alla ævina við ýmis tækifæri. Og mikið var hann ánægður þegar við fórum til Rúna Júll og hann tók upp kveðskapinn hans. Hann hafði yndi af að ferðast og dvelja með okkur í sumarbústaðn- um okkar og var síðasta heimsóknin hans til okkar í byrjun júlí og þegar hann kom inn þá sagði hann: „æ, nú gleymdi ég vindlinum“ svo hann fékk vindil og grand og svo sat hann úti á palli og naut sín. Alltaf þegar hann gisti bað hann bænirnar sínar og bað og þakkaði Guði fyrir að við vildum hafa hann með. Þrátt fyrir að vera með staurfót vegna berkla á yngri árum voru mamma og pabbi alltaf fyrst út á gólf- ið að dansa fram eftir öllum aldri og heima þegar við systkinin vorum lítil dönsuðu þau við okkur eftir útvarp- inu gömlu dansana, úr eldhúsinu eftir ganginum og inn í stofu og til baka í smá íbúð, og svo fórum við Stebbi nýtrúlofuð með þeim á böllin og var mikið dansað. Hann sótti alla heima- leiki í fótbolta og körfubolta og voru oft fjórir ættliðir hans með. Sjónin sveik hann í viðbót við heyrnarleysið, þá gat hann ekki lesið eða horft til gagns á sjónvarpið. Hann reyndi að fylgjast með heimsmeistarakeppn- inni með Guðbrandi, syni okkar, sem sagði honum gang leiksins. Svo ákvað hann að nú væri nóg komið en vildi ná 98 ára afmælinu sem hann gerði. Við þökkum þér, elsku pabbi og tengdapabbi, fyrir samfylgdina. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Oddný J.B. Mattadóttir og Stefán Kristjánsson. Elsku afi Matti hefur fengið hvíld- ina sem hann var farinn að bíða eftir. Hann lifði aldeilis tímana tvenna, enda fæddur sama ár og Titanic sökk. Alltaf var gott að koma í heimsókn til afa Matta og ömmu Tollu. Ég er elsta barnabarnabarnið og var svo lánsöm að eyða allra fyrstu æviárum mínum á neðri hæðinni á Hring- brautinni hjá þeim ásamt foreldrum mínum. Ótal minningar á ég af efri hæðinni. Sódakaka með gati í miðj- unni og mjólk á boðstólum. Ég með slæðu á höfðinu að glamra á píanóið og stundum orgelið líka en bara var- lega. Jólaboðin með flottu skreyting- unum í stofuloftinu og heita súkku- laðinu. Allar fallegu stytturnar í glerskápnum og fína snyrtiborðið hennar ömmu. Sögurnar sem þau sögðu sem urðu ansi margar. Eftir því sem ég eltist kunni ég betur og betur að meta sögurnar. Mér þótti sérstaklega gaman að heyra afa segja frá því hvernig samfélagið var þegar hann ólst upp og öllum þeim ævintýrum og raunum sem hentu hann. Hann var hörkutól. Mér þykir líka afskaplega vænt um ferðina sem ég fór í með honum, afa Gunna og Oddu frænku upp á Snæfellsjökul og á æskuslóðir hans á Ólafsvík. Þar fékk ég sögurnar beint í æð um þegar afi Matti bjó og starfaði á jöklinum. Þvílík upplifun. Ég er ánægð með að synir mínir, langalangafabörnin, hafi fengið að kynnast afa þótt sá eldri, Fannar Freyr, komi frekar til með að muna eftir honum en sá yngri, Brynj- ar Björn, sem hafði ferlega gaman af því að hlaupa um gangana á Hlévangi og heilsa upp á gamla fólkið. Fótbol- tastrákurinn minn fékk að heyra sög- ur hjá afa Matta, t.d. hvernig langa- langafi spilaði fótbolta þegar hann var patti. Afi átti ekki fótbolta heldur voru notaðir hrútspungar fylltir með heyi og var sparkað í fjörunni þangað til ekkert var eftir af „boltanum“. Þetta fannst mínum manni magnað. Afi hafði mikinn áhuga á íþróttum og sótti kappleiki hjá Keflavík langt fram eftir aldri og horfði á íþróttarás- irnar í sjónvarpinu. Alltaf var hægt að spjalla við hann um boltann og þar náðu hann og Einar minn vel saman. Afi var hrókur alls fagnaðar og verður skrítið að vera án hans á fjöl- skyldusamkomum og um hátíðarnar. Hlátur hans var svo einlægur og smitandi. Minningin um góðan mann sem Matti Ósvald Ásbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.