Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 og átti nokkur uppáhaldslög með Metallica sem Óli var búinn að kenna henna að meta. Þótt heilsuleysið kallaði á sjúkra- húsvist með reglulegu millibili var alltaf hennar takmark að komast aftur heim. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að svo gæti orð- ið. Þótt líkaminn væri orðinn veikur var hún andlega mjög sterk og ung í anda. Við reyndum að gera okkur dagamun með sumarbústaðaferð- um af og til þó að erfitt hafi verið orðið um vik síðustu árin. Ég vil þakka tengdamóður minni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjölskylduna. Ég trúi því að hún sé nú laus úr viðjum líkamans og endurnærð á nýju tilverustigi. Okkur er ofarlega í huga þakk- læti fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk síðustu árin frá heima- hjúkrun heilsugæslunnar í Garða- bæ. Þar starfa ótrúlegar konur sem í gegnum tíðina tengdust Marsý sterkum böndum. Frábæru starfs- fólki hjartadeilda, Heimahlynning- ar og líknardeildar Landspítalans eru færðar þakkir. Blindrabóka- safnið fær þakkir fyrir góða þjón- ustu en Marsý naut þess að hlusta á hljóðbækur. Sérstakar þakkir færum við Kolbrúnu Jónsdóttur hjá Heimaþjónustu Garðabæjar fyrir hjálp, vináttu og tryggð. Ólafur Hermannsson. Elsku amma okkar. Það er svo óraunverulegt að þú sért farin frá okkur. Þú varst svo stór hluti af lífi okkar og besti vinur sem hægt er að hugsa sér. Minningarnar sem koma fram eru allar um þig brosandi eða hlæj- andi með okkur. Þú varst með svo skemmtilegan húmor og sama hvað bjátaði á var alltaf stutt í brosið þitt sem lýsti upp tilveruna. Það var svo gaman að fara með þér í Hraunhól og við nutum þess líka að vita að þér leið vel þar með okkur. Það var líka svo gott að vera bara með þér heima og hafa þig hjá okkur. Við höfum átt yndislegar stundir saman sem við munum búa að allt okkar líf og ótal minningar sem við munum varðveita um ókomin ár. Þú hefur verið stoð okkar og stytta í gegnum árin. Þú hefur allt- af hvatt okkur áfram og haft óbil- andi trú á okkur í öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur. Það hefur verið yndislegt að hafa þig heima hjá okkur og vita af þér ýmist prjónandi eða sitjandi með seppana okkar. Notalegra heimili hefur vart verið til. Við bræðurnir erum svo þakk- látir fyrir að hafa verið í þínu lífi og fengið að hafa þig í okkar. Hlýjan þín mun ylja okkur alla ævi. Takk fyrir allt. Þínir Páll og Ólafur (Palli og Óli). Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna, Sigrún María Ammendrup. Blíð og hlý eru orðin sem fyrst koma upp í hugann þegar ég kveð hana Marsý, sem fyllti afar fá- mennan hóp mikilla sæmdarkvenna sem ég kallaði uppáhaldsfrænkur mínar. Mér hefur alltaf þótt ég vera einstaklega heppinn með syst- ur foreldra minna, – þær voru sannkallaðar perlur í mannhafinu. Marsý er nú síðust þeirra til að kveðja og mér finnst miklu tóm- legra um að litast eftir en áður. Frá blautu barnsbeini var ég alltaf umvafinn blíðri væntumþykju þegar ég hitti Marsý – og þegar við bættist glaðværðin og hnyttnin í manninum hennar, honum Tage heitnum, varð úr heillandi blanda sem gerði það svo eftirsóknarvert og skemmtilegt að heimsækja þetta sómafólk. Fyrir allar þessar stundir með Marsý þakka ég nú af heilum hug. Við í fjölskyldunni kveðjum hana með miklum söknuði og virðingu og sendum hennar nánustu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Páll Magnússon. Í dag kveð ég mína bestu vin- konu, hana Marsý, eftir 60 ára vin- áttu. Alltaf var hún jafn ljúf, góð og brosmild og kvartaði aldrei þótt oft liði henni illa. Ég kynntist Marsý og Tage þeg- ar þau og maðurinn minn Kornelíus voru í Mandólínhljómsveitinni, en síðar stofnuðu þau MAJ-tríóið. Það er margs að minnast; dans- æfinga, ferðalaga innanlands og ut- an, ótal heimsókna í sumarbústað- inn þeirra og ævintýralandið Dalakofann þar sem alltaf voru hlýjar móttökur. Tennisvöllurinn þar laðaði líka að þar sem við fjög- ur spiluðum saman. Marsý fór ekki varhluta af sorg- inni þegar hún missti hann Tage, stóru ástina í lífi sínu, og nokkrum árum síðar ástkæran son þeirra, Axel. Var þetta henni mikið áfall þótt hún sýndi mikið æðruleysi. Við áttum mörg trúnaðarsamtöl og tal- aði hún oft um það við mig hvað við ættum góð börn og gætum verið þakklátar fyrir það. Elsku vinkona, þakka þér fyrir öll árin. Kæru Palli, Mæja og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Sigríður Pétursdóttir. var öllum fyrirmynd lifir áfram. Guð blessi minningu elsku afa Matta. Elísabet Lovísa og fjölskylda. Elsku afi Matti. Þú varst svo góð fyrirmynd fyrir mig og alla sem voru í kringum þig, alltaf hress og jákvæð- ur. Þú varst alltaf til í að prufa eitt- hvað sem var hollt fyrir líkamann, þaðan er sprottinn áhugi minn á að leita í það sem náttúran hefur að geyma og virkar svo vel fyrir heils- una. Ég man að þú og amma Tolla sýnduð mér fyrst Heilsupóstinn, það var og er enn eitt aðalheilsurit sem til er á íslensku. Þið amma höfðuð svo mikinn áhuga á að varðveita góða heilsu, gera reglulegar æfingar og borða hollan mat, mikið af grænmeti. Ekki var nú mikið um grænmeti þegar þú ólst upp svo það var ánægjulegt að þið vilduð vera svona heilsusamleg. Allar sögurnar sem þið sögðuð mér frá því í gamla daga sem voru mjög framandi fyrir okkur sem höfðum allt til alls.Tæknin fannst þér alveg ótrú- leg, ég var að tala við þig í gegnum tölvuna og þú varst nú ekki viss um að ég væri þarna, þetta væri senni- lega bara upptaka eða vidió eins og þú kallaðir það. Nei, nei, þetta er að gerast núna og þú varst svo hlessa á þessu öllu saman. Ég man eftir mörgum sögum af þér og á eftir að rifja þær upp um ókomna tíð, sérstaklega þegar ég hugsa til þín og ömmu Tollu. Nú eruð þið saman loksins eftir langan að- skilnað og bæði hress og kát í Paradís með Guði og englunum. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og mínum. Blessi þig elsku afi minn og góða ferð. Guð veri með ykkur öllum elskurn- ar mínar. Saknaðarkveðja, Matthildur. Ertu eitthvað skyldur honum Matta skó? Þetta heyrði ég gjarnan er fólk í Keflavík heyrði nafnið mitt. Já, það er afi minn, svaraði ég stoltur og komu þá iðulega skemmtilegar sögur af kynnum þess af honum því allir virtust þekkja hann. Ég fann að það bar mikla virðingu fyrir honum og þótti hann hörkukarl, og það var ekki ofsögum sagt. Í dag kveðjum við elsku afa Matta. Ættarhöfðinginn er fallinn frá en hann varð 98 ára hinn 11. ágúst síðastliðinn. Tilfinningin er einkennileg. Hann hefur alltaf verið hérna. Það var líkt honum að klára afmælið sitt og kveðja svo því hann gerði alltaf það sem hann ætlaði sér. Fyrstu minningar mínar af afa voru af honum að skera ístertuna á aðfangadagskvöld. Þetta var ómiss- andi þáttur og gaf okkur krökkunum fastan punkt í tilverunni að hlakka til. Við erum líka sammála krakkarnir um að önnur sterk æskuminning tengd afa var vindlalyktin í Skodan- um, alltaf á fleygiferð, og ekki fyrir bílhrædda að fá far með honum. Það er erfitt að minnast hans í fáum orð- um. Ég lærði margt af þér, afi, og verð ævinlega þakklátur fyrir samtölin sem við höfum átt í gegnum tíðina. Þú kenndir mér að flækja ekki hluti að óþörfu og að góð heilsa og geta til athafna væri okkar stærsti fjársjóð- ur. Þér fannst mikilvægt að leggja sig fram þegar kom að fjölskyldunni. Þú varst af þeirri kynslóð sem gerði það sem þurfti að gera og var oft ekkert í líkingu við það sem nútíminn býður upp á. Ég er betri maður eftir að hafa átt þig sem afa. Þú varst ósáttur við að horfa upp á eldra fólk hætta að lifa og byrja að bíða. Bíður eftir kaffinu sagðirðu, bíður eftir hádegismatnum, ég ætla ekki að bíða eftir neinu, ég ætla að vera á hlaupum þangað til ég stingst ofan í jörðina. Þetta stóðstu við og tókst þér aðeins stutta hvíld áður en þú lagðir í þína hinstu ferð. Eftirfarandi saga lýsir afa vel. Ég var á leið frá Keflavík til Reykjavíkur með vini fyrir um 7 árum. Ég segi við vin minn: Ég ætla að stökkva inn og heilsa upp á afa augnablik. Ha, segir hann er hann á lífi ennþá? Hvað er hann gamall? Hann er 91 árs segi ég. Þegar við komum inn er afi að æpa á handboltaleik í sjónvarpinu, milli þess sem hann spyr á sama styrk á hvaða ferðlagi við séum. Er við löbb- um út ganginn frá honum segi ég, það er ekki eins og við höfum verið að hitta gamlan mann, við erum orku- meiri en þegar við komum inn. Já, svarar vinurinn, þetta var eins og að labba á rafmagnsgirðingu. Að hafa þig á brúðkaupsdaginn okkar Evu, sama dag og þú varðst 95 ára, þar sem þú kvaðst vísur var ólýs- anlega mikilvægt. Við geymum þá minningu alla okkar daga. Elsku afi, við hefðum viljað hafa þig áfram en þar sem amma var kom- in í bláu kápuna til að ná í þig yljar það okkur um hjartarætur að þið séuð sameinuð á ný. Engin orð fá lýst þakklætinu fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og fyrir að eiga þig sem afa. Ég kveð þig hinstu kveðju með þessum fátæklegu orðum vitandi að lífskraftur þinn lifir áfram með okkur um ókomin ár. Matti Ósvald Stefánsson.                          ✝ Ástkær móðir okkar, SIGURLAUG ÍSABELLA ÁRNADÓTTIR, Bleiksárhlíð 17, Eskifirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. ágúst. Minningarathöfn fer fram í Eskifjarðarkirkju laugardaginn 4. september kl. 14.00. Vilhjálmur Árni Ragnarsson, Kristrún Lilja Ragnarsdóttir. ✝ Systir mín og frænka okkar, ERLA ELÍSABET GÍSLADÓTTIR, Stillholti 19, Akranesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut, föstudaginn 27. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 7. september kl. 14.00. Aðstandendur. ✝ Móðir okkar, amma og langamma, ANNA ÓLÖF ELÍASSON, lést fimmtudaginn 2. september. Nína Björk, Edda, Örn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Frænka okkar, MARGRÉT HANNA EYJÓLFSDÓTTIR, Fossheiði 48, Selfossi, lést þriðjudaginn 31. ágúst. Guðrún Ásbjörnsdóttir, Þorgeir Sigurðsson, Sigurður Ingi Sigurðsson. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og mágur, NORMAN JOHN EATOUGH, lést í Boca Raton, Flórída, þriðjudaginn 31. ágúst. Svava Þórisdóttir Eatough, Kathleen Eatough, Chris Hora, Kristen Hora, Örn Þórisson, Sigmundur Þórisson. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN INGVARSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, miðvikudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. september kl. 13.00. Ingvar Viktorsson, Birna Blomsterberg, Guðmunda Inga Viktorsdóttir, Ingunn Elísabet Viktorsdóttir, Sigurður Ólafsson, Matthías Viktorsson, Inga H. Andreassen, Þorvaldur Jón Viktorsson, Magnhildur Gísladóttir, Gunnar Viktorsson, Harpa Hrönn Sigurðardóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.