Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 4
Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Formenn stjórnarflokkanna sendu frá sér yfirlýsingu í tilefni af breyt- ingunum á ríkisstjórn í gær. Í yfirlýsingunni segir að á þeim nítján mánuðum sem flokkarnir hafa starfað saman hafi tekist að koma á umskiptum í efnahagslífi landsins. Þá segir að áætlun sú er rík- isstjórnin hefur unnið eftir hafi að mestu gengið eftir. Næstu skref ríkisstjórnarinnar eru að fram fari uppstokkun í stjórn- kerfi Íslands með fækkun ráðuneyta og einföldun stofnanakerfis. Þessi uppstokkun kallar á breytingar á rík- isstjórn enda fækkar nú ráðherrum um tvo og stefnt er að frekari fækkun um áramótin að því er fram kemur í yfirlýsingu formanna stjórnarflokk- anna tveggja. Í yfirlýsingunni eru tíunduð þau stefnumál sem formenn stjórn- arflokkanna eru sammála um að leggja áherslu á. Stefnt er að því að hrinda stefnumálunum tuttugu í framkvæmd á næstu mánuðum. Endurskoða gjaldeyrislán Meðal þeirra mála sem áhersla er lögð á er að lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð á grunni sátta- nefndar og breytingar á stjórnarskrá. Þannig verði sameign á auðlindum tryggð. Ríkisstjórnin hyggst þá boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um kvóta- kerfið ef ekki næst viðunandi sátt um málið. Stefnt er að því að nýskipun í orku- og auðlindarmálum verði inn- leidd og heildstæð orkustefna sam- þykkt. Ríkisstjórnin ætlar þá að taka næsta skref í afnámi gjaldeyrishafta en ekki er tekið fram hvernig eða með hvaða hætti. Þá er ætlunin að klára þriðju og fjórðu endurskoðun áætl- unar með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en áhersla verður lögð á að áætl- uninni ljúki ekki seinna en síðsumars 2011. Í yfirlýsingunni er tekið fram að endurskoða þurfi þörf fyrir töku gjaldeyrislána. Stefnt er að því að eyða óvissu um lánamál fyrirtækja og ein- staklinga, efla upplýsingaöflun, kynna úrræði og stórefla hið nýtil- komna embætti umboðsmanns skuld- ara. Ætla má að liður í því verði að eyða óvissu um réttarstöðu skuldara í tengslum við gengistryggð íslensk lán sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæt nú í sumar. Austurríska leiðin farin Í yfirlýsingunni kemur jafn- framt fram að ný aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi verði sam- þykkt og austurríska leiðin lögfest. Í austurrísku leiðinni felst að ofbeld- ismaður verði fjarlægður af heimili sínu en ekki brotaþolar og fjölskylda hans. Þá verður ráðist í frekari verk- efni á grundvelli aðgerðaráætlunar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Mikið hefur verið rætt um op- inberar ráðningar eftir hrun efna- hagskerfisins og umdeildar ráðningar nú í sumar. Ríkisstjórnin hyggst því breyta lögum til að innleiða nýskipan ráðningarmála og breytta stjórn- arhætti í Stjórnarráði Íslands m.a. í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar. Ríkisstjórnin hyggst þá styðja við undirbúning og starf stjórnlaga- þings og þjóðfundar um málefni stjórnarskrár. Þannig verði unnið markvisst að mótun nýrrar stjórn- arskrár. Ríkisstjórnin virðist því ætla að hafa mörg járn í eldinum á næstu misserum ef marka má yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna. Með tuttugu mál að markmiði  Boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn fiskveiða ef viðunandi sátt næst ekki  Austurríska leiðin lögfest  Ný lög um vatn  Vilja nýja stjórnarskrá FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur voru formlega skipaðir í gær og öðr- um veitt lausn frá embætti. Rögnu Árnadóttur og Kristjáni Möller var veitt lausn en við embættum þeirra tók Ög- mundur Jónasson. Hann er því nú ráðherra dóms-, mannréttinda-, samgöngu- og sveitar- stjórnarmála. Þá voru Gylfa Magnússyni og Álfheiði Inga- dóttur veitt lausn frá embætti og Guðbjartur Hannesson skipaður ráðherra. Árni Páll Árnason færir sig þá um sæti í ríkisstjórn og tekur við ráðuneyti Gylfa Magn- ússonar en Guðbjartur Hannesson verður ráð- herra félags-, trygginga- og heilbrigðismála. Þá er stefnt að því að sameina ráðuneyti Guðbjarts í eitt velferðarráðuneyti og ráðu- neyti Ögmundar í eitt innanríkisráðuneyti. Tilbúinn að láta af embættinu Ögmundur sagði embættið leggjast vel í sig að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Hann sagði deilurnar sem urðu þess valdandi að hann gekk úr ríkisstjórn fyrir ári síðan nú vera komnar í annan farveg. Að- spurður hvers vegna hann hafi fallist á að ger- ast ráðherra aftur sagði Ögmundur: „Vegna þess að ég var ekki tilbúinn að láta af skoð- unum mínum en var tilbúinn að láta af emb- ættinu.“ Ögmundur sagðist ekki geta sagt til um hvort hann væri kominn inn í ríkisstjórn til að friðþægja órólegu deild Vinstri grænna. „Það verða aðrir að svara til um hvað fyrir þeim vakir en ég er ekkert sérstaklega órólegur maður. Ég er bara fullkomlega rólegur og hef reynt að standa á mínum skoðunum og mál- efnum. Ég er góður maður til sátta líka og hef góða reynslu í slíku. Auðvitað geta komið upp mál sem valda slíkum ágreiningi að leiðir skilja líkt og síðastliðið haust. Við erum að ná aftur saman og ég er vongóður um framtíð- ina.“ „Þetta eru tímamót“ Álfheiður Ingadóttir kvað ellefu mánuði í ríkisstjórn hafa verið ögrandi og spennandi verkefni. „Ég bara hlakka til að takast á við önnur og ný verkefni á öðrum vígstöðvum,“ sagði Álfheiður sem kvaðst ekki túlka ráð- herraskiptin sem vantraust á sjálfa sig. „Það er verið að styrkja þessa ríkisstjórn og þetta eru tímamót þar sem við erum í raun að snúa vörn í sókn. Við finnum það að landið er að rísa og það er nauðsynlegt að styrkja rík- isstjórnina, styrkja þingmeirihlutann sem við höfum og til þess erum við jú að þessu öll sem erum í pólitík,“ segir Álfheiður sem kvað rík- isstjórnina tryggja meirihluta fyrir fjárlaga- frumvarpinu með ráðherraskiptunum. „Það getur engum blandast hugur um það að vinstri græn ganga nú samhent til þeirra verka. Það hefur verið ágreiningur í okkar röðum en með þessu móti er verið að styrkja stjórnina með því að víkja þeim ágreiningi til hliðar.“ Guðbjartur Hannesson sagði í viðtali við Morgunblaðið að honum lítist ágætlega á að verða ráðherra. „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst verkefni í að sameina þessi ráðuneyti og koma þessum málaflokki sem best fyrir. Þ.e.a.s. bæði félags- og heilbrigðismálunum þannig að við náum fram bæði hagkvæmni en líka enn betri þjónustu,“ segir Guðbjartur sem kvaðst ekki hafa fengið að vita af skipan sinni fyrr en á þingflokksfundi Samfylking- arinnar í gærmorgun. „Ég hafði engan aðdraganda til að undirbúa mig þannig. Það verður verkefnið í dag og næstu daga að setja sig vel inn í hvað er á borðunum en eins og ég segi þá er stóra verk- efnið að sameina þetta og vinna vel úr því.“ Þá hafði Guðbjartur ekki jakkaföt meðferð- is til borgarinnar, en hann er búsettur á Akra- nesi. Það þykir ekki góður siður að mæta til ríkisráðsfundar í gallabuxum og bol og þóttu því góð ráð dýr. „Ég gleymdi þeim alls ekki. Ég bara gerði ekkert sérstaklega ráð fyrir því að verða ráðherra þannig að ég varð að láta sækja þau, það er rétt,“ sagði Guðbjartur að lokum og hló. Þeim kafla lokið Utanþingsráðherrarnir tveir víkja nú úr ríkisstjórn en Ragna Árnadóttir sagði við fréttamenn að nóg væri til af góðu fólki til að vinna verk sín og því ekki óeðlilegt að hún viki úr ríkisstjórn. Hún kvaðst ekki ætla að snúa sér að stjórnmálum, þeim kafla í hennar lífi væri nú lokið. Þá vildi hún ekki tjá sig um hvað væri erfiðasta verkefnið sem biði Ög- mundar. „Ég skal ekki segja, hann bjargar sér.“ Tveir nýir ráðherrar taka við Morgunblaðið/Ómar Ríkistjórnin Tíu ráðherrar eru í ríkisstjórninni eftir breytingarnar, sex karlar og fjórar konur. Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson koma nýir inn í ríkisstjórnina. Gengið var formlega frá ráðherraskiptunum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum skömmu fyrir hádegi í gær.  Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson nýir ráðherrar  Gylfi, Ragna, Álfheiður og Kristján kveðja ríkisstjórn  Flestir stjórnarliðar telja ráðherraskiptin styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar Morgunblaðið/Ómar Jakkaföt Guðbjartur Hannesson var ekki í jakkafötum þegar hann lagði af stað frá Akranesi í gærmorgun. Þegar hann fékk staðfest að hann þyrfti að fara til Bessastaða til að taka við ráð- herraembætti lét hann senda sér jakkaföt. Bindið lét hins vegar ekki að stjórn í golunni í gær. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Í yfirlýsingu formanna stjórnarflokk- anna kemur fram að rík- isstjórnin hyggst setja ný lög um vatn og samþykkja vatnatilskipun Evrópu. Vatnatilskipun Evrópu gengur út á það að gæðum vatns í álf- unni hraki ekki. Til að sýna fram á að það gerist ekki þarf hvert ríki að skila stöðuskýrslu um ástand vatns og síðan vöktunar- áætlun. Ástand er mælt með líf- fræðilegum aðferðum. Fylgst er með þörungum, smádýrum og fiskum auk efna- og eðlisþátta. Í ársskýrslu Veiðimálastofn- unar kemur fram að tilskipunin kalli því eftir talsverðri viðbót- arvinnu af hálfu hennar. Samþykkja vatnatilskipun STEFNUMÁL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.