Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 41
AF HOFI Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sívalningurinn frá Mordor,sagði einn félagi minn viðmig þegar ég sagði honum að hygðist eyða helginni í Hofi, menningarhúsi þeirra Akureyr- inga. Gráglettin lýsing á arkitektúr hússins sem sumum þótti þung- lamalegur á byggingartímanum, einskonar Barad-dûr menningar- innar. Nú þegar húsið er tilbúið er yfir því öllu léttari blær, uppljómað og umhverfið frágengið og fínt. Það er í það minnsta það sem ferða- langur sér þegar maður ekur Gler- árgötuna niður í bæ, hús sem kannski ekki í miðju bæjarins, en miðpunktur engu að síður.    Hafi menn á annað borðánægju af tónlist dreymir þá um að heyra hana á réttum stað í réttum hljómi. Hér á landi er tónlist flutt í fjölda húsa sem hönnuð eru fyrir aðra gerð af hljóðum, fyrir annan hljóm. Þannig látum við okk- ur lynda að hlusta á sinfóníska tón- list í bíóum, íþróttahúsum, leik- húsum, kirkjum, félagsheimilum og skemmtistöðum og höfum gert í áratugi vegna þess að það er ekkert annað í boði.    Nú er loks risið eitt veglegthús fyrir tónlist og aðra menningariðju á Akureyri og skammt í að annað slíkt verði opnað hér syðra. Það var líka frábært að fá að upplifa tónlist í Hofi, fyrst raf- magnaða, allt frá hráu rokki í þjóð- lagaraul, þá blandað stuð á opn- unarhátíðinni og svo loks órafmagnaða sinfóníska tónlist á hátíðartónleikunum á sunnudag. Allt hljómaði það afskaplega vel, en sinfóníska tónlistin þó best, gott rými í hljómnum og hæfilega þurr.    Það er lykilatriði í húsi eins ogHofi að þar sé líf á hverjum degi, að þangað eigi fólk erindi, sæki sér upplýsingar og skemmtun jöfnum höndum alla daga. Þessi helgi var ekki dæmigerð fyrir það sem framundan er, geri ég ráð fyr- ir; á föstudag hélt Lay Low tvenna tónleika með grúa eyfirskra tónlist- armanna, á laugardag var opn- unarhátíð hússins og síðan opið hús fyrir alla, á sunnudag var fjöl- skylduskemmtun um morguninn og síðan hátíðartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands síðdeg- is. Alla helgina var húsið því fullt af fólki, fullt af list og fullt af fjöri.    Þessi helgi var einskonar hlað-borð, og þá aðallega fyrir fjöl- breytta og líflega tvenna tónleika Lay Low á föstudagskvöld. Á þeim tónleikum flutti hún nokkur lög eft- ir sjálfa sig, en lunginn af dags- skránni var þó lög eftir norðlenska listamenn og undirstrikað með því að tónlistarmenn af Norðurlandi lögðu henni lið við flutninginn. Þar á meðal voru nemendur í tónlistar- skóla Akureyrar, Kammerkórinn Ísold, Kór Hrafnagilsskóla og söngvarar; Helgi Þórsson, Helena Eyjólfsdóttir og Ivalu Birna Falck- Petersen. Ekki má svo gleyma rokksveitinni Malignant Mist sem veitti smá myrkri inn í húsið.    Að mínu viti var einn hápunkt-ur tónleikanna lagið „Afmæli“ sem Helgi söng („Alltaf þegar sólin skín / já alltaf þegar sólin skín / alltaf þegar sólin skín / þá á ég af- mæli“), en fjölbreytnin gerði tón- leikana líka eftirminnilega, Kamm- erkórinn Ísold fínn, hljómsveitin góð og börnin í Kór Hrafnagils- skóla bræddu viðstadda, ekki síst þegar blessuð börnin fóru að geispa, enda orðið áliðið.    Setningarathöfnin var líkaskemmtileg, ekki síst fyrir framlag Kristjáns Ingimarssonar, en grallalegur blærinn á henni und- irstrikaði að Hof er hús fyrir alla, ekkert meningarsnobb, heldur hús fyrir alla menningu. Það var svo sérdeilis indælt að sitja tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á sunnudeginum, heyra hljómsveit- ina loks hljóma í réttu umhverfi. Það er trú mín að Hof muni breyta sveitinni, gera hana mun betri og öruggari, en líka að húsið muni líka hafa talsverð áhrif á menningarlíf norðan heiða. Miðpunktur menningar » Það er lykilatriði íhúsi eins og Hofi að þar sé líf á hverjum degi, að þangað eigi fólk erindi, sæki sér upplýs- ingar og skemmtun jöfnum höndum alla daga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stemning Lay Low í Hofi með Helga Þórssyni, Helenu Eyjólfsdóttur og Ivalu Birnu Falck-Petersen. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Transaquania - Into Thin Air (Stóra svið) Fim 7/10 kl. 20:00 Fös 8/10 kl. 20:00 Sun 17/10 kl. 20:00 Sun 24/10 kl. 20:00 Sun 31/10 kl. 20:00 Sun 7/11 kl. 20:00 Sun 14/11 kl. 20:00 Sun 21/11 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is RIGOLETTO Lau 9/10 frums. kl. 20:00 Ö Fim 14/10 kl. 20:00 Fös 29/10 kl. 20:00 Sun 31/10 kl. 20:00 Lau 6/11 kl. 20:00 Sun 7/11 kl. 20:00 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F „Svefnherbergið“, eitt af þekktari málverkum Vincents Van Gogh frá árinu 1888, hef- ur verið hreinsað og er nú aft- ur til sýnis á Van Gogh safn- inu í Amsterdam. Hreins- unarstarfið tók sex mánuði og mun hafa verið afar erfitt, að því er fram kemur í frétt AP, því fjarlægja þurfti málningu frá fyrri við- gerðum á verkinu. Nú fá litirnir að njóta sín að hætti Van Gogh. Herbergið hreinsað ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Gerpla (Stóra sviðið) Fim 21/10 kl. 20:00 Fös 29/10 kl. 20:00 Fim 4/11 kl. 20:00 Miðasala hafin á fyrstu sýningar haustsins! Fíasól (Kúlan) Lau 4/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 13:00 Lau 4/9 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 15:00 Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 11/9 kl. 15:00 Lau 18/9 kl. 15:00 50 sýningar fyrir fullu húsi á síðasta leikári! Hænuungarnir (Kassinn) Fös 10/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Fim 30/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Fös 1/10 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 2/10 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 5 stjörnur Fbl. 5 stjörnur Mbl. Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Fim 9/9 kl. 19:00 Sun 19/9 kl. 19:00 Lau 25/9 kl. 19:00 Fös 10/9 kl. 19:00 Mið 22/9 kl. 17:00 Fös 1/10 kl. 19:00 Lau 18/9 kl. 19:00 Fös 24/9 kl. 19:00 Lau 2/10 kl. 19:00 Leikhúsveisla sem allir verða að upplifa! Sýningarnar hefjast kl. 19:00 Hamskiptin (Stóra sviðið) Fös 3/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Síðasta sýn. Lau 11/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Rómuð sýning Vesturports í Þjóðleikhúsinu. Aðeins þessar sýningar. Nígeríusvindlið (Kassinn) Lau 4/9 kl. 20:00 Sun 5/9 kl. 20:00 Aðeins sýnt til 5. september! Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fös 15/10 kl. 20:00 Frumsýn. Lau 30/10 kl. 20:00 4. sýn. Lau 6/11 kl. 20:00 7. sýn. Lau 16/10 kl. 20:00 2. sýn. Sun 31/10 kl. 20:00 5. sýn. Fim 11/11 kl. 20:00 8. sýn. Lau 23/10 kl. 20:00 3. sýn. Fös 5/11 kl. 20:00 6. sýn. Bráðfyndið og snargeggjað verk! Tryggið ykkur miða 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur – sýningar hefjast í dag Gauragangur (Stóra svið) Fös 3/9 kl. 20:00 1.k Lau 11/9 kl. 20:00 4.k Sun 26/9 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 20:00 2.k Fös 17/9 kl. 20:00 5.k Lau 2/10 kl. 20:00 Fös 10/9 kl. 20:00 3.k Lau 18/9 kl. 20:00 6.K Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Harry og Heimir (Litla sviðið) Fim 9/9 kl. 20:00 1.k Fim 16/9 kl. 20:00 3.k Fös 24/9 kl. 20:00 5.k Sun 12/9 kl. 20:00 2.k Sun 19/9 kl. 20:00 4.k Lau 25/9 kl. 20:00 6.k Einnig sýnt á Akureyri í nóvember Enron (Stóra svið) Mið 22/9 kl. 20:00 Fors Lau 25/9 kl. 20:00 3.k Lau 9/10 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Frums Fim 30/9 kl. 20:00 4.k Fös 24/9 kl. 20:00 2.k Fös 1/10 kl. 20:00 5.k Stórsýning um brjálæðislegt dramb og fall Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fös 8/10 kl. 20:00 Fors Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Lau 9/10 kl. 20:00 Frums Mið 20/10 kl. 20:00 Fim 28/10 kl. 20:00 Þri 12/10 kl. 20:00 aukas Fim 21/10 kl. 20:00 Lau 30/10 kl. 19:00 Fös 15/10 kl. 20:00 Fös 22/10 kl. 20:00 Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Lau 16/10 kl. 19:00 Lau 23/10 kl. 19:00 Sun 31/10 kl. 20:00 Lau 16/10 kl. 22:00 aukas Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Mið 3/11 kl. 20:00 Sun 17/10 kl. 20:00 Sun 24/10 kl. 20:00 Leikgerð verðlaunasögu Auðar Jónsdóttur Horn á höfði (Litla svið) Lau 18/9 kl. 14:00 1.k Lau 25/9 kl. 14:00 3.k Sun 19/9 kl. 14:00 2.k Sun 26/9 kl. 14:00 4.k Gríman: Barnasýning ársins 2010! Orð skulu standa (Litla svið) Þri 21/9 kl. 20:00 Þri 5/10 kl. 20:00 Þri 28/9 kl. 20:00 Þri 12/10 kl. 20:00 Vinsæll útvarpsþáttur - nú á sviði. Sala hafin Black Tie (Litla svið) Fös 3/9 kl. 20:00 Rimini Protokoll, á Lókal leiklistarhátíðinni Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið) Fös 17/9 kl. 20:00 1.k Fim 23/9 kl. 20:00 3.k Lau 18/9 kl. 20:00 2.k Sun 26/9 kl. 20:00 4.k Gróft gaman flutt af mikilli snilld, PBB Fbl AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.