Morgunblaðið - 19.11.2010, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.11.2010, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Andstaða við aðild Íslands aðEvrópusambandinu er mikil. Könnun sem sagt var frá í Morg- unblaðinu í gær sýnir að 70% þeirra sem taka afstöðu með eða á móti telja að aðild væri slæm fyrir Ísland.    Þessi mikla and-staða við aðild er ástæða þess að ís- lensk stjórnvöld og Evrópusambandið munu vilja draga aðlögunarviðræðurnar á langinn. Ætlunin er að gefa vel fjármögn- uðum áróðursvélum tækifæri til að afvegaleiða umræðuna.    Að þessu er nú skipulega unniðundir því yfirskini að verið sé að „upplýsa“ almenning. Hann verður „upplýstur“ þar til yfirvöld og ESB telja að líkur séu á að hann samþykki aðild.    Önnur afleiðing hinnar mikluandstöðu við aðild er blekk- ingarleikur utanríkisráðuneytisins. Eins og Evrópuvaktin, www.evr- opuvaktin.is, hefur dregið fram heldur ráðuneytið því fram að Ís- land hafi ekki fallist á viðræðu- ramma ESB. Ráðuneytið telji að þar sé um að ræða einhliða yfirlýs- ingu ESB sem Ísland þurfi ekkert að fara eftir.    Þetta er liður í þeirri áróð-ursherferð stjórnvalda að við eigum í samningaviðræðum en ekki aðlögunarviðræðum.    Nú hefur talsmaður stækk-unarstjórans stigið fram og bent á staðreynd málsins, sem er sú að íslensk stjórnvöld undirgengust aðlögunarferli ESB. Tal um að Ís- land sé undanþegið þessum reglum er aðeins tilraun til að blekkja al- menning. Össur Skarphéðinsson Blekkingarleikur stjórnvalda STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.11., kl. 18.00 Reykjavík 7 alskýjað Bolungarvík 3 rigning Akureyri 3 skýjað Egilsstaðir 5 alskýjað Kirkjubæjarkl. 6 rigning Nuuk -1 snjókoma Þórshöfn 7 skúrir Ósló -6 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki 0 súld Lúxemborg 3 skýjað Brussel 6 skýjað Dublin 8 léttskýjað Glasgow 7 skúrir London 8 skúrir París 7 skýjað Amsterdam 5 heiðskírt Hamborg 6 súld Berlín 6 skúrir Vín 10 þoka Moskva 1 skýjað Algarve 16 skýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 þrumuveður Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -11 skýjað Montreal 5 skýjað New York 11 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 21 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:10 16:18 ÍSAFJÖRÐUR 10:36 16:01 SIGLUFJÖRÐUR 10:20 15:43 DJÚPIVOGUR 9:45 15:42 Hinn 9. október síðast- liðinn lést í Ósló Valerij Berkov, rússneskur Ís- landsvinur, málfræð- ingur og meðhöfundur fyrstu íslensk- rússnesku orðabók- arinnar. Hann var 81 árs að aldri. Aska hans var flutt til Péturs- borgar og jörðuð þar tveim vikum síðar. Valerij Berkov var einn helsti sérfræð- ingur Rússlands í norrænum tungu- málum og veitti um tuttugu ára skeið (allt til 1997) forstöðu norænu- deild háskólans í Pétursborg. Hann var og merkur fræðimaður á sviði orðabókagerðar. Árið 1962 kom út íslensk-rússnesk orðabók, sem hann setti saman með aðstoð Árna Böðvarssonar. Upp frá því skrifaði hann mikið um orðabókagerð, varði doktorsritgerð um þau efni – skrifaði reyndar fyrstu kennslubók sem um getur um samningu tví- tyngdra orðabóka. Hann samdi rússnesk- norska orðabók (1987) og er aðalhöfundur Stóru norsk-rússnesku orðabókarinnar sem út kom 2003. Berkov kom í fyrsta sinn til Ís- lands árið 1966 og skrifaði um þá ferð ágæta reisubók, hlýlega og gamansama. Hann var sæmdur íslensku fálka- orðunni. Einnig var hann kosinn í Norsku vísindaakaemíuna og marg- ur annar sómi var honum sýndur fyrir fræðastörf. Andlát Valerij Berkov Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Áætlaður sparnaður ríkisins upp á tæpar 467 milljónir vegna niður- skurðar til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, HSA, yrði talsvert minni, samkvæmt skýrslu Capa- cent. Skýrslan var unnin að beiðni Fjarðabyggðar og var kynnt Guð- bjarti Hannessyni heilbrigðisráð- herra í gær. Þar kemur fram að sá 466,8 millj- óna sparnaður sem átti að nást sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður í raun 68,2 milljónir. Meg- inástæða þessa er, samkvæmt skýrslunni, að þjónusta sem annars hefði verið veitt hjá HSA færist til annarra heilbrigðisstofnana. Öryggi teflt í tvísýnu? „Miðað við ákveðnar gefnar for- sendur getur maður auðvitað fengið svona tölur,“ segir Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra. „Við fórum yfir skýrsluna í dag og höfum ýmislegt við hana að athuga. Þær forsendur sem þarna eru gefn- ar eiga ekki við.“ Í skýrslunni er fjallað um nei- kvæð afleidd áhrif á íbúa, sveitar- félög og fyrirtæki. Þar segir að með lækkuninni sé verið að tefla í tví- sýnu öryggi einstaklinga sem vinna áhættusöm störf á Austurlandi og taldar eru líkur á því að ekki verði hægt að veita lögbundna þjónustu við fatlaða. Að sögn Guðbjarts er ekki verið að meta stöðuna rétt með því að halda þessu fram. „Þessi nið- urskurður er allur í endurskoðun og nýjar tillögur munu væntanlega liggja fyrir í upphafi eða um miðbik næstu viku. En auðvitað getum við ekki tryggt alla þjónustu á smæstu stöðunum.“ Skýrslan kynnt í dag Í skýrslunni segir að óhjákvæmi- legt sé að atvinnulífið taki á sig kostnað vegna aukinna fjarvista ein- staklinga frá vinnu þegar heilbrigð- isþjónusta verður sótt um lengri veg. „Það verður kannski aukning að einhverju leyti en það er svo lítið brot af því sem niðurskurðurinn mun skila,“ segir Guðbjartur. Skýrslan verður kynnt í Egilsbúð í Neskaupstað klukkan 17 í dag. Segja niðurskurð missa marks  Heilbrigðisráðherra: „Þær forsendur sem þarna eru gefnar eiga ekki við“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Austurland Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað er meðal þeirra heilbrigð- isstofnana sem skera þurfa niður. Íbúar eru áhyggjufullir vegna þessa. Magnaða moppuskaftið Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar Gólfin þorna á augabragði Fljótlegt og þægilegt Húsasmiðjan - Pottar og prik Akureyri - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Skipavík Stykkishólmi - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki - Nesbakki Neskaupsstað - Núpur Ísafirði - Vélaleiga Húsavíkur - Óskaþrif Hólmavík SÖLUAÐILAR: Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.