Morgunblaðið - 19.11.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.11.2010, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Reuters Með stjörnunum Sarah Palin og eiginmaður hennar, Todd (t.h.), horfa á dóttur sína, Bristol, dansa í sjónvarpsþættinum „Dancing With The Stars“. Sarah Palin, vonarstjarna teboðs- hreyfingarinnar í Bandaríkjunum, íhugar nú alvarlega þann möguleika að sækjast eftir því að verða forseta- efni repúblikana í kosningum eftir tvö ár. Palin skýrði frá þessu í viðtali sem birt verður í sunnudagsblaði The New York Times. Hún sagði síð- an í viðtali, sem ABC-sjónvarpið sýnir 9. desember, að hún gæti sigr- að Barack Obama forseta í kosning- unum. Hún viðurkenndi þó að áhrifa- miklir menn úr röðum repúblikana legðust gegn framboði hennar. Flestir veðja á Romney Liðið gætu margir mánuðir áður en Palin gerir upp hug sinn og hugsanlegt er að hún ákveði að bjóða sig ekki fram vegna vísbendinga um að þótt margir repúblikanar hafi miklar mætur á henni telji þeir ólík- legt að hún geti sigrað Obama. Skoðanakönnun, sem náði til 2.200 bandarískra íhaldsmanna, rennir stoðum undir þetta. Þegar þátttak- endurnir voru spurðir hvaða forseta- efni úr röðum repúblikana þeir hefðu mestar mætur á nefndu 23% Palin. Í öðru sæti var Newt Gingrich, fyrr- verandi forseti fulltrúadeildar þings- ins, og 21% nefndi hann. Þetta breyttist þó þegar þátttak- endurnir voru spurðir hver væri lík- legastur til að verða valinn forseta- efni repúblikana. Flestir nefndu þá kaupsýslumanninn Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachu- setts. Um 35% nefndu Romney en aðeins 17% Palin. Sarah Palin var varaforsetaefni repúblikana í síðustu kosningum. Hún hefur verið mjög í sviðsljósinu að undanförnu og hóf eigin raun- veruleikaþátt í sjónvarpi á sunnu- daginn var. bogi@mbl.is Kveðst geta sigrað Obama  Palin íhugar alvarlega að sækjast eftir því að verða forsetaefni repúblikana  Þótt margir íhaldsmenn hafi mætur á Palin telja þeir að hún geti ekki náð kjöri Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Yfirvöld á Haítí óttast að 10.000 manns deyi af völdum kólerufarald- urs sem hefur valdið óeirðum í landinu síðustu daga. Embættis- menn Sameinuðu þjóðanna segja að óeirðirnar trufli hjálparstarfið og magni enn glundroðann sem ríkt hefur í landinu frá jarðskjálftanum í janúar þegar 250.000 manns fór- ust og 1,3 milljónir manna misstu heimili sitt. Heilbrigðisráðuneyti Haítí segir að 1.100 manns hafi þegar dáið af völdum kóleru frá því að sjúkdóms- ins varð fyrst vart undir lok októ- ber. Nær 18.400 manns hafa verið flutt á sjúkrahús vegna kólerusýk- ingar. Ráðgjafi á vegum Heilbrigðis- stofnunar Ameríkuríkja segir að gert sé ráð fyrir því að um 200.000 sýkist af kóleru á næstu sex til tólf mánuðum. Um það bil 4-5% þeirra sem sýkjast hafi dáið og haldist dánarhlutfallið óbreytt sé líklegt að um 10.000 manns deyi. Óttast er að dauðsföllunum fjölgi til mikilla muna ef sjúkdómurinn berst í flóttamannabúðir þar sem hundruð þúsunda manna hafa dval- ið við mjög slæmar aðstæður frá jarðskjálftanum. Kenna friðargæsluliðum um Að minnsta kosti þrír Haítar hafa beðið bana í óeirðum sem hófust á mánudaginn var þegar mótmælend- ur réðust á nepalska friðargæslu- liða. Kólera hefur verið landlæg í Nepal og mótmælendurnir sökuðu friðargæsluliðana um að hafa komið með sjúkdóminn til Haítí. Embætt- ismenn Sameinuðu þjóðanna neita þessu og telja að mótmælin séu af pólitískum rótum runnin, markmið- ið sé að trufla forsetakosningar sem fara fram þarnæsta sunnudag. Mótmælendur létu m.a. greipar sópa um vöruhús, þar sem geymd voru 500 tonn af matvælum, og kveiktu síðan í því. Óeirðirnar urðu einnig til þess að fresta þurfti flugi með hjálpargögn og töfðu hreinsun drykkjarvatns. Kólera er bráð þarmasýking og berst í menn með menguðu vatni og matvælum. Óttast að 10.000 manns deyi af völdum kólerufaraldurs  Óeirðir tefja hjálparstarfið á Haítí  Yfir 1.100 manns hafa þegar dáið Reuters Neyð Sjúklingar í sjúkraskýli sem samtökin Læknar án landamæra hafa komið upp í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, vegna kólerufaraldursins. Estudio R. Carrera fyrir 50 km Heimildir: Heilbrigðisstofnun Ameríkuríkja, MINUSTAH KÓLERUFARALDUR Á HAÍTÍ HAITI Karíbahaf ARTIBONITE CENTRO NORTE NOROESTE OESTE DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ Port-au-Prince SUR Svæði þar sem kólera hefur breiðst út Bækistöðvar friðargæsluliðs SÞ Sérsveitir nepalskra friðargæsluliða Árásir á friðargæsluliða Her- og lögreglumenn 14.930 Aðrir starfsmenn 1.716 Sjálfboðaliða 204 FRIÐARGÆSLULIÐ SÞ* Fjöldi starfsmanna 30. ágúst Erlendir 481 Innlendir 1,235 Hermenn 11.848 Lögreglu- menn 3.082 * MINUSTAH, friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna á Haítí Nepal hefur sent 1.000 friðargæsluliða til Haítí Hinche Mánudag Nokkrir friðargæslu- liðar og mót- mælendur særðust Cap-Haitien Mánudag Tveir Haítar biðu bana í óeirðum þegar mótmælendur réðust á friðargæsluliða Artibonite-fljót Héraðsdómur í Stokkhólmi féllst í gær á beiðni saksóknara um að gefin yrði út handtökuskipun á hendur Julian Assange, stofn- anda uppljóstr- unarvefjarins WikiLeaks, í tengslum við ákæru á hendur honum fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot. Lögmaður hans, Mark Stephens, sagði síðdegis að Assange hefði verið í London í gærmorgun en kvaðst ekki vita hvar hann dveldi nú. Hann sagði að Assange hefði ítrekað boðist til að mæta til yfir- heyrslu í Svíþjóð eða Bretlandi. „Þetta er ekki saksókn, heldur of- sókn,“ bætti lögmaðurinn við. Á heimasíðu ríkissaksóknara Sví- þjóðar segir Marianne Ny saksókn- ari að ástæðan fyrir handtökuskip- uninni sé að ekki hafi tekist að fá Assange til að mæta til yfirheyrslu vegna ákæru sem gefin hefur verið út á hendur honum í Svíþjóð. Ass- ange sé grunaður um nauðgun í En- köping, og um önnur kynferðisbrot í Enköping og Stokkhólmi. Eru brotin talin hafa verið framin á tímabilinu frá 13.-18. ágúst. Gefin út handtöku- tilskipun á hendur Julian Assange Julian Assange SVÍÞJÓÐ Róm. AFP. | Róm- versk stytta af guðinum Mars, sem prýðir skrif- stofu Silvios Ber- lusconis, for- sætisráðherra Ítalíu, hefur ver- ið gerð upp. Styttan skartar m.a. glænýju typpi og var það sett á samkvæmt sérstökum fyrir- mælum forsætisráðherrans. Marmarastyttan af Mars, stríðs- guði Rómverja, og ástargyðjunni Venusi var gerð á annarri öld eftir Krist. Viðgerðin kostaði 70.000 evr- ur (10,8 milljónir kr.) og voru hefð- bundnar aðferðir við viðgerð slíkra forngripa ekki í heiðri hafðar, að sögn dagblaðsins La Repubblica. Arkitekt Berlusconis sagði að breytingin hefði verið heimiluð og hægt væri að fjarlægja liminn. Mars fékk nýjan lim í boði Berlusconis Venus og Mars. ÍTALÍA Sarah Palin lýsti yfir stuðningi við marga frambjóðendur úr röðum teboðsmanna í þing- kosningunum í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Nokkrir þeirra höfðu þó ekki erindi sem erfiði, þeirra á meðal Joe Miller, sem virðist hafa beðið ósigur fyrir Lisu Murkowski í öldunga- deildarkosningum í Alaska, heimaríki Palin. Murkowski er repúblikani og átti sæti í öldungadeildinni en þurfti að bjóði sig fram utan flokka eftir að Miller var valinn frambjóðandi repúblikana með stuðningi Palin, fyrrv. ríkis- stjóra Alaska. Kjósendur þurftu að rita nafn Millers á kjörseðil- inn og hafi hann sigrað eins og flest benti til í gær er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1954 sem frambjóðandi nær kjöri í þing- deildina með þessum hætti. Teboðsmað- urinn tapaði ÓVÆNT ÚRSLIT Í ALASKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.