Morgunblaðið - 19.11.2010, Page 26

Morgunblaðið - 19.11.2010, Page 26
26 UMRÆÐAN Stjórnlagaþing MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Mikilvægustu mannréttindi sem mannkyninu hafa hlotnast eru lýðræðið. Lýðræði er að hóp- ur fjölskyldna kýs sér fulltrúa sem vinna að því að fullnægja þörf- um þeim sem mann- lífið krefst hverju sinni til að fjölskyldan geti lifað ham- ingjuríku lífi. Réttlætið hefur að- eins uppsprettu í hjarta ein- staklingsins hvergi annars staðar. Til að einstaklingurinn þroskist eðlilega í uppvextinum og fái þá eðlilegu réttlætiskennd sem hann þráir að hann hafi verður fjöl- skyldan að fá þörfum sínum full- nægt. Þrár og óskir einstaklingsins innan fjölskyldunnar verða að baráttumálum hennar. Fjölskyldan er grunneining þjóðfélags- ins, baráttumál hennar á að vera baráttumál þjóðfélagsins. Það er því augljóst að til að skapa hamingjusamt þjóðfélag og fjöl- skyldur þarf að full- nægja þessum kröfum, sem sagt fjölskyldan á að ráða og stjórna þjóðfélaginu, allt á að snúast um hana. Það er því augljóst mál að rétt- lætinu verður best fullnægt með því að fulltrúarnir séu frá litlum einingum og ekki frá of stórum svæðum. Fulltrúaeiningarnar hafa verið kallaðar sveitarfélög (soldið sveitó) má kalla lýðræðiseiningar. Fulltrúar sveitarfélaganna koma síðan saman og mynda héraðs- stjórnir sem sjá um að fullnægja þörfum fólksins með sameiginlegum stöðvum (stofnana) sem til þurfa að vera til að framkvæma það sem héraðsstjórnir ákveða. Rekstur þessara stofnana á að bjóða út þannig að alltaf sé gætt að því að taka hagkvæmasta tilboðinu. Þróun sveitarfélaganna og stofn- ana þeirra er eitt af því mikilvæg- asta sem þessi þjóð þarf að takast á við á næstu árum, og að ná fram þeim lýðræðisumbótum sem nauð- synlegar eru. Í fréttum að undanförnu virðist gæta mikils misskilnings og van- kunnáttu um þessi mál, enda er stefna stjórnvalda og stjórn- málaflokkanna röng og brýtur gegn þeim rökum sem ég hef hér rakið. Lýðræði er mannréttindi Eftir Árna Björn Guðjónsson Árni Björn Guðjónsson Höfundur er listmálari. Heiðarleiki er einna efst á óskalista ís- lensku þjóðarinnar, sjálfri henni til handa. Það er eðlilegt. Þá þyrfti ekki eins mikið af boðum og bönnum og varla að kaupa sér öryggisbúnað við heimili sitt eða aðrar eigur. Einu sinni sváfu menn oft fyrir ólæst- um dyrum, ekki síst til sveita. Nú dettur fáum slíkt í hug. Um merkj- anlega afturför er því að ræða. Því miður er ekki hægt að binda það í stjórnarskrá að fólk sé heiðarlegt. En það er hægt að stuðla að heiðarleika með ým- iss konar móti, svo sem að leggja mikla áherslu á mannréttindi, jöfnuð og gott uppeldi. Dreng- skap og góðvild er held- ur ekki hægt að binda í stjórnarskrá, en með góðri fyrirmynd og heppilegu umhverfi má auka á þá eiginleika í fari fólks. Stjórnarskrá er einskonar grund- völlur sem þjóðfélag byggir sameig- inlega tilveru sína á. Við höfum vissulega stjórnarskrá og margt er gott um hana að segja. En samt má bæta hana. Leggja aukna áherslu á þætti sem stuðla að almennri vellíð- an og öryggi heima og heiman, standa dyggan vörð um mannrétt- indi, jafnrétti og lýðræði. Efnahag landsmanna má líka bæta með því að tryggja í stjórnarskrá að auðlindir okkar til sjávar og sveita, allt frá fiski upp í hið lífsnauðsynlega vatn, heitt sem kalt, séu í sameign okkar allra. Skoðana-, trú- og tjáningar- frelsi, sem og réttindi minnihluta- hópa, þarf líka binda fastmælum í stjórnarskrá. Ég hef boðið mig fram til að vinna að endurskoðun stjórnarskrár Ís- lands. Ef ég næ kjöri mun ég vinna af heilindum, hlýju og heiðarleika að ofannefndum markmiðum. Einkenn- istala mín er 8837. Óskalisti Íslendinga Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Guðrún Guðlaugsdóttir Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Í nýrri stjórnarskrá ætti mannréttinda- kaflinn að koma fremst. Þar ætti að standa að virðing mannsins sé órjúf- anleg og að það sé æðsta skylda rík- isvaldsins að tryggja þessa virðingu hvar sem er á yfirráða- svæði Íslands. Síðan koma ýmis ákvæði um mannréttindi sem eru nú þegar í stjórnarskránni. Setja ætti ákvæði um að flóttamenn njóti hælis á Íslandi en að nánari ákvæði verði sett í lögum. Setja ætti grein um að Ís- land stefni að friði og að Ísland megi aldrei taka þátt í árásarstríði. Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera sameiningartákn þjóð- arinnar. Hann á ekki að framkvæma stjórn- arathafnir nema í stjórnarkreppu. Hann á að staðfesta lög en hann á ekki að geta synjað staðfestingar nema að lögin standist ekki stjórnarskrá. Í því tilfelli ætti stjórnlagadómstóll að skera úr. Stofna ætti stjórnlagadómstól sem sker úr ágreiningi milli lög- gjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Stjórnlagadómstóllinn ætti einnig að skera úr um grund- vallaratriði sem varða mannrétt- indi. Í stað málskotsréttar forseta ætti að kveða á um rétt þjóð- arinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftir ákveðins fjölda kjós- enda t. d. 15% ættu að nægja til að ná atkvæðagreiðslu fram. Ef þátt- takan í atkvæðagreiðslunni nær 50% ætti niðurstaðan að vera bind- andi. Forsætisráðherra ætti að kjósa af Alþingi og hann ætti að fá um- boð til að ákveða rammann um stefnu ríkisstjórnarinnar. Innan rammans væru ráðherrar sjálf- stæðir. Forsætisráðherra ætti að sjá um samráð ráðherra og tryggja að ríkisstjórnin talaði einu máli. Ráðherrar ættu ekki að hafa at- kvæðisrétt á Alþingi. Setja þarf í stjórnarskrá ákvæði um stjórnmálaflokka. Þeir eru mik- ilvægur hluti lýðræðis og hafa sér- stakar skyldur hvað varðar lýðræð- islegt skipulag þeirra og verða að gera opinbera grein fyrir öllum fjárreiðum sínum. Tryggja þarf að skipun dómara fari eingöngu eftir faglegri hæfni og reynslu. Við skipun nefnda sem fjalla um val embættismanna verð- ur að taka tillit til allra flokka sem sitja á Alþingi svo að meirihluti hafi ekki úrslitavald. Mannréttindakafli í nýrri stjórnarskrá Eftir Reyni Vilhjálmsson Reynir Vilhjálmsson Höfundur er eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari. Árið 1874 færði vor ástsæli arfakóngur þegnum sínum á Ís- landi stjórnarskrá sem að stofni til var sú sama og hann hafði gefið þegnum sínum heima fyrir 1849. Á þeim tíma sem hin danska stjórnarskrá var innleidd var það viðhorf ríkjandi að stjórnarskrá væri eins- konar sáttmáli milli þjóðhöfðingjans og þegna hans um það hvernig völd- um yrði deilt. Í dag deilir engin um það að stjórnarskrá sé einskonar samningur þjóðar eða yfirlýsing hennar um það hvernig stjórnskip- unin skuli vera enda er það í dag þjóðin sem er stjórnarskrágjafinn en ekki þjóðhöfðingi. Hins vegar hefur þjóðin ekki gefið lýð- veldinu neina stjórn- arskrá, við erum ennþá með stjórnarskrá gefna af útlendum þjóðhöfð- ingja, stjórnarskrá sem er sniðin að allt öðru þjóðfélagi en því sem við lifum í dag og þetta hefur svo sem gengið allt fram til stofn- anakreppunnar vorið 2004 þegar 26. greinin svokallaða varð virk. Synjunarvald forseta Íslands varð virkt án þess að nokkur maður skildi upp né niður. Allt stjórnkerfisbatteríið fór næstum á hliðina því menn skildu ekki svo einfaldan hlut sem þann að þjóðkjörinn forseti er í eðli sínu allt annað en valdalaus kóngur. Að sumu leyti má segja það sama um lands- dómsklúðrið. Þessi tvö tiltölulega nýju dæmi um stofnanakreppu sýna glögglega hversu þetta gamla fat sem stjórnarskráin hefur upp- haflega verið er orðið gatslitið og veitir ekki skjól fyrir næðingi nú- tímaþjóðfélagsins. Hvað gerum við við gatslitna flík þegar hún er ekki nothæf lengur og ekki er hægt að stoppa í hana? Auðvitað göngum við út í búð og kaupum okkur nýja. Það er einmitt það sem tilvonandi stjórn- lagaþingi er ætlað að gera. Margir vaða í þeirri villu að alþingi sé stjórnarskrárgjafi, þetta er rangt, alþingi hefur enga sjálfstæða tilveru. Alþingi er fulltrúasamkoma þjóð- arinnar sem kosin er í kjördæmum landsins. Nú er komið að því að Stjórnlagaþingið sé kosið í landinu öllu og mun það hafa lögmæti sem í raun er hærra en lögmæti alþingis þar sem fulltrúar þess eru ekki fulltrúar kjördæma heldur þjóð- arinnar sem heildar. Gatslitna flíkin Eftir Reyni Heiðar Antonsson Reynir Heiðar Antonsson Höfundur er stúdent frá MA 1968. Próf í stjórnmálafræði frá háskól- anum í Grenoble í Frakklandi. Hef lengst af búið á Akureyri og stundað ýmsa blaðamennsku og ritstörf. Á liðnum árum hef ég ávallt fylgst með aðalfundi LÍÚ af nokkurri athygli og þá fyrst og síðast með því sem kom fram í ræðu þáverandi formanns samtakanna, Krist- jáns Ragnarssonar. Í máli sínu fór hann gjarnan yfir allt svið- ið, benti á það sem af- laga hafði farið og hélt því til haga sem vel hafði tekist og ámálgaði eitt og annað sem beið í framtíðinni sem taka þyrfti tillit til. Í þessari yfirferð sinni sendi hann þeim sem ekki höfðu staðið sig sem skyldi gjarnan tóninn sem stundum sveið undan. Oft voru þessi ummæli tilefni langrar og ýtarlegrar um- fjöllunar hjá fjölmiðlunum næstu mánuðina á eftir þar sem sitt sýnd- ist hverjum eins og gengur. Nú er nýafstaðinn síðasti aðal- fundur LÍÚ og þar hélt, eins og hefðin gerir ráð fyrir, formaðurinn ræðu sem hafði að geyma, eins og ég skil málið, hans sýn á stöðu út- gerðarinnar um þessar mundir sem tók greinilega mið af hinu forn- kveðna að tímarnir breytast og mennirnir með. Ég átti satt að segja von á að nýr og ferskur for- maður samtakanna mundi gera að umfjöllunarefni hin ýmsu mál sem koma til með að breytast í næstu framtíð eins og t.d. hver verða veið- arfæri framtíðarinnar og hvaða form orku skipin koma til með að nota. Hvar er vetnisvæðingin stödd, mun hún henta fiskiskipum o.s.frv.? Sé vikið aftur að veiðarfærunum þá er trollið þeirra afkastamest í dag en það kom til sögunnar á seinni hluta nítjándu aldar og byggist enn á upphaflegu prinsippunum þó að útfærslan hafi tekið stakkaskiptum í áranna rás. Spurningin er hvaða veiðarfæri mun taka við af trollinu, veiðarfæri sem skrapar ekki botn- inn og nýtir orkuna betur en trollið sem er óumdeilanlega mjög orku- frekt, orkuna sem sífellt verður dýrari og dýrari. Bara einn óvinur Sé aftur á móti tekið mið af efni ræðunnar þá á útgerðin bara við einn vanda að etja um þessar mund- ir, þ.e. núverandi stjórnarvöld og þá alveg sér í lagi sjávarútvegs- ráðherrann sem tekið hefur upp á þeim ósið að gefa ekki útgerðinni frítt spil hvað varðar rammann sem stjórnsýslunni ber að marka grein- inni hverju sinni og það þrátt fyrir að útgerðin hafi meira að segja dregið úr veiðum í samræmi við minnkandi kvóta hverju sinni, þ.e. farið að lögmætum fyrirmælum. Á milli línanna má síðan lesa eitthvað í þessa veruna: Hvað eruð þið að skipta ykkur af því hvernig við bröskum með fiskveiðiheimildirnar okkar á milli? Ykkur kemur það bara ekkert við vegna þess að það erum við sem ráðum yfir heimild- unum núna; höfum nánast allir keypt þær af félögum okkar sem fengu þær að vísu á sínum tíma án endurgjalds og með eftirfarandi áskilnaði sem við höfum fyrir löngu gleymt, Guði sé lof. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. „Markmið laga þess- ara er að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiði- heimildum.“ Nú liggur það fyrir að allt frá árinu 1991 þegar framsalið var heimilað án teljandi kvaða þá hefur útgerðin búið við það fyrirkomulag sem hún er nú að sækjast eftir og telur að sé forsenda þess að hægt sé að reka þokkalega ábata- sama útgerð hér á landi. Sporin hræða En hver er nú nið- urstaðan eftir tæplega 20 ára umbeðið frelsi útgerðanna? Já hver er hún? Hún er nefnilega ekkert stór- glæsileg. Fyrir liggur að útgerðin skuldar um þessar mundir um 550 milljarða kr. sem nemur a.m.k. 400- 450 milljörðum umfram eignir í formi skipa fiskvinnslna og annarra verðmæta sem tengjast útgerð- arrekstri. Mismuninn hafa bank- arnir greinilega lánað út á veiði- heimildir, þ.e. væntanlegar tekjur af fiskveiðum. Þegar þessi mynd blasir við af því kerfi sem útgerðin sækir nú fast á stjórnvöld um að verði framlengt, þarf þá einhverjum að koma á óvart þó að stjórnvöld gleypi ekki við því bónorði bara si svona? Nei, það á ekki að koma nokkrum manni á óvart. Að mínu mati ber stjórnvöldum að fara vel ofan í þessi mál því það er alveg ljóst að óbreytt kerfi fær ekki stað- ist. Til þess að koma umræðunni um sjávarútveginn í vitrænan farveg þarf að fara fram ýtarleg rannsókn á því hvernig allar þessar skuldir greinarinnar eru tilkomnar. Í því sambandi þarf alveg sérstaklega að skoða hvað búið er að draga mikla fjármuni út úr greininni á liðnum árum. Í formi fjárfestinga í óskyld- um atvinnurekstri. Í formi greiðslna til þeirra sem hafa verið að hætta útgerðarrekstri fyrir veiðiheimildir sem þeir áttu ekki og hægt er að hirða af þeim fyr- irvaralaust samanber lagatilvitn- unina hér að ofan. Margt fleira á að koma til skoðunar sem ekki verður hér upptalið en að endingu skora ég á stjórnvöld að láta rannsókn af þessu tagi fara fram sem fyrst svo umræðan um þessi mál geti farið fram af meiri skynsemi en verið hefur. Að fortíð skal hyggja þegar fram- tíð skal byggja Eftir Helga Laxdal Helgi Laxdal » Að mínu mati ber stjórnvöldum að fara vel ofan í þessi mál því það er alveg ljóst að óbreytt kerfi fær ekki staðist. Höfundur er vélfræðingur og fyrrv. yfirvélstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.