Morgunblaðið - 19.11.2010, Side 27

Morgunblaðið - 19.11.2010, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 ✝ Unnur RagnaBenediktsdóttir fæddist í Reykjavík 7. október 1922. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. nóv- ember 2010. Hún var dóttir Unu Pétursdóttur, f. 16.2. 1896, d. 23.5. 1993 og Benedikts Sveins- sonar, f. 15.9. 1885, d. 4.7. 1927. Stjúpfað- ir Unnar Rögnu var Ingþór Sigurbjörns- son, f. 5.6. 1909, d. 27.4. 1992. Systur hennar voru Hulda Ingibjörg, f. 6.9. 1916, d. 19.4. 1998 og Elín Olga, f. 16.11. 1918, d. 20.11. 2009. Hálfbræður hennar voru Svavar Benediktsson, f. 20.5. 1912, d. 3.8. 1997 og Sig- urbjörn Ingþórsson, f. 17.7. 1934, d. 6.7. 1986. Þann 23.8.1941 giftust Unnur Ragna og Jón Valgeir Guðmunds- son frá Múla við Suðurlandsbraut, f. 19.1. 1920, d. 8.3. 2002. Þau eign- uðust tvö börn 1) Benedikt Reynir, f. 30.5. 1941, d. 22.8. 2008. Maki Ragnheiður Hulda Karlsdóttir, f. 13.3. 1943. Dætur þeirra eru: Unn- ur Ragna sem er gift Guðmundi Ingimundarsyni og eiga þau þrjú börn og Benný Hulda, eig- inmaður hennar er Guðmann Ísleifsson. Þau eiga tvo syni. 2) Guðríður Þor- björg Valgeirsdóttir, f. 24.8. 1946. Eig- inmaður hennar er Gunnar Birgir Gunn- arsson, f. 9.11. 1943. Þeirra börn eru: Val- gerður, gift Stefáni Hagalín og eiga þau fimm börn, Ragna, eiginmaður hennar er Guðmundur Árnason, synir þeirra eru þrír, Birgir, eiginkona hans er Karen Erlingsdóttir og eiga þau þrjú börn, og Guðmundur Valgeir sem er giftur Björgu Jóhannesdóttur og eiga þau tvö börn. Unnur Ragna var heimavinn- andi húsmóðir í Sigtúni 45 mestan hluta lífs síns. Ásamt húsmóð- urstarfinu vann hún í þvottahúsinu á Hrafnistu rúmlega 12 ár frá 1974-1986. Útför Unnar Rögnu fer fram frá Áskirkju í dag, föstudaginn 19. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Agga var síðust af kynslóðinni sem fædd var um og eftir 1920 í okkar fjölskyldum til að hverfa yf- ir móðuna miklu. Þetta var kyn- slóðin sem óx úr grasi á vagn- hestaöld, upplifði kreppuna og síðan þá miklu uppsveiflu stríðs- áranna og þá öru þróun og tækni- framfarir sem áttu eftir að verða á þeirra æviskeiði. Hún var mótuð af æskuárunum, missti ung föður sinn og ólst upp við kröpp kjör í bernsku. Agga var glæsileg kona með fallegt rautt hár, hnellin og bráðgreind að því leyti að minnið var óvenjulegt. Hún kunni skil á ættum samferðafólks og var glögg á tölur svo af bar. Hún hafði gam- an af söng og hafði fallega sópr- anrödd og er ég viss um að ef hún hefði fengið tækifæri til söngnáms þá hefði hún náð langt á þeirri braut. Sigtún 45 var höllin þeirra Öggu og Valla. Húsið reistu þau 1946 af miklum dugnaði þar sem unnið var helst allan sólarhringinn. Valli sagði mér frá tilfinningu sem hann fékk þegar hann reif mótin frá veggjunum á fyrsta herberginu og skynjaði að hann átti íverustað. Framtíðarheimilið var að taka á sig mynd, þetta fyllti hann stolti og öryggistilfinningu. Ég kom inn í líf þessarar ágætu fjölskyldu snemma árs 1963, ekki eins og prinsinn á hvíta hestinum, heldur ríðandi á honum Nasa mínum. Já, Sigtúnið var þá malargata og Brúnstaðatúnið á móti húsinu þeirra var óspjallað af húsbygg- ingum. Þar var stundaður hey- skapur og hross á beit á haustin, og ekki nóg með það því að í bíl- skúrnum hans Valla höfðu verið settir upp básar fyrir hesta fjöl- skyldunnar. Það var eins og Sig- túnið væri ekki búið að gera það upp við sig hvort þetta væri gata í sveitaþorpi eða höfuðborg lands- ins. Bestu stundirnar í Sigtúninu fannst mér þegar fjölskyldurnar þrjár bjuggu þar hver á sinni hæð- inni. Feðgarnir með vörubílana sína, mikil vinna hjá öllum og farið í ferðalög á hestum í frístundum. Þá naut Agga sín vel þó hún riði ekki mikið út, ávallt mætt í áning- arstaði á vollanum sínum með kaffi og góðgerðir. Agga var lítið fyrir snöggar breytingar, vildi hafa hlutina í öruggum og föstum skorðum, því var það henni mikið áfall að þurfa að stíga niður af stalli sínum í hárri elli vegna heilsubrests og dvelja á stofnunum síðustu æviárin. Áföllin komu hvert á fætur öðru, árið 2002 miss- ir hún eiginmann sinn og 2008 einkason sinn, aðeins 67 ára gaml- an, en Benedikt hafði verið hennar stoð og stytta alla tíð. Fjölskyldan reyndi að gera henni lífið bærilegt með heimsóknum og eins tók hún þátt í atburðum innan fjölskyld- unnar þar sem hægt var að koma því við. Starfsfólki Hrafnistu er þökkuð öll sú umhyggja og hlýja sem það sýndi tengdamömmu í hennar veikindum og biður fjölskyldan þeim Guðs blessunar. Megi hún hvíla í friði. Mýktu sjúka og sára und, svo ég ylinn finni. Gef þú mér nú góðan blund Guð af miskunn þinni. (Ingþór Sigurbjörnsson.) Gunnar Birgir Gunnarsson. Það er dýrmætt hverri ungri manneskju að fá tækifæri til að alast upp með ömmu og afa. Ömm- ur og afar eru af allt annarri gerð en foreldrar. Þau hafa meiri tíma og gjarnan meiri þolinmæði. Og sem betur fer njóta flestar ömmur og afar þess að fá barnabörnin lán- uð, enda geta þau skilað þeim aft- ur þegar þau eru orðin óþekk. Við systkinin á Arnarstöðum í Hraun- gerðishreppi vorum svo heppin að amma og afi í Sigtúni eyddu mikl- um tíma í litla sveitahúsinu sínu, sem aldrei var kallað annað en „kofinn“ og stóð á hól í sveitinni okkar. Þegar þau komu fluttum við systkinin oftast bara í kofann. En það voru ekki bara við krakkarnir sem fluttum, því hundarnir okkar fylgdu með. Í hvaða ásigkomulagi sem þeir voru, haltir eða skakkir, út í kofa skyldu þeir og var þeim vel fagnað. Í kofanum fékk hver það sem hann vildi í morgunmat. Síðan voru pönnsur bakaðar með ömmu, spilað á spil og riðið út með afa og reyndar ömmu líka hér á árum áður. Þetta voru dýrmætir tímar og ekki var nú síður stjanað við okkur þegar haldið var til borgarinnar og gist í Sigtúninu. Það var þvælst um milli staða og farið í bíó þar sem amma ann- aðhvort sofnaði eða hló hæst. Fáir hafa stutt jafn dyggilega við bakið á Háskóla Íslands, SÍBS og DAS og hún amma. Með marga miða og tromp og hvað þetta nú allt heitir. Mjög reglulega vann hún stóra og litla vinninga og fannst eiginlega fram hjá sér gengið ef hún ekki vann. Við afkomendur fengum undantekningalítið skerf af vinn- ingunum því oft voru þeir notaðir til að kaupa græjur. Hún amma var ótrúleg dellukona. Hún var örugglega fyrst í fjölskyldunni til að kaupa farsíma, vídeótæki, far- síma, upptökuvél og sjá svo um að börn og barnabörn eignuðust slík tæki líka. Ekki var hætta á því að hún gerði upp á milli okkar, allir skyldu fá jafnt. Það var ótrúlegt hversu vel hún hélt utan um sitt lið. Nánast fram í andlátið vissi hún hvar allir afkomendur voru og hvað þeir voru að bjástra. Alla af- mælisdaga sem hún hafði einu sinni heyrt mundi hún, bæði hjá ættingjum, vinum og vinum þeirra og var óspör á hringingar á afmæl- isdögum, nokkuð sem alltaf yljar. Amma var undir það síðasta orðin langeyg eftir hvíldinni og hlakkaði til að hitta afa, horfna ættingja og vini. Kroppurinn og hugurinn voru orðin lúin. Þó að söknuðurinn sé vissulega mikill getum við ekki annað en samglaðst henni að vera komin þangað sem hún þráði. Blessuð sé minning elsku ömmu, Valgerður, Ragna, Birgir og Guðmundur Valgeir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð geymi þig. Kristjana, Ingólfur og börn. Þegar við fréttum lát Öggu flugu fljótt í gegnum hugann margar minningar um góðar sam- verustundir. Það var ómetanlegt fyrir unglinga að kynnast hugar- heimi þeirra Öggu og Valla og hvernig þau umvöfðu okkur vina- hóp Gauju, það var sama hvenær barið var að dyrum í Sigtúninu, alltaf var öllum tekið opnum örm- um. Í þá tíð var alvanalegt að koma ríðandi á hesti í Sigtúnið og ekki var óalgengt að hestunum væri beitt á blettinn eða þeir hýst- ir í bílskúrnum en þar var Valli með sína hesta. Það var notalegt að koma í Sigtúnið og vorum við þar um tíma eins og gráir kettir, stöðugt að bralla eitthvað skemmtilegt með Gauju og Bassa og erum enn að því. Agga og Valli umgengust unglinga alltaf sem jafningja og við fundum að þau treystu okkur. Auðvitað varaði Agga okkur við böli áfengis en þóttist ekki sjá þó að við pukr- uðumst með það. Ef maður gerði Öggu greiða gleymdi hún því aldr- ei. Ég lánaði henni stundum hest- inn minn hann Tvist og það gat hún aldrei fullþakkað. Agga, Valli og fjölskylda þeirra hafa verið hluti af okkar lífshlaupi í hálfa öld og fyrir það ber að þakka. Við þökkum almættinu fyrir að hafa látið leiðir okkar og þeirrar fjöl- skyldu liggja saman. Sendum fjöl- skyldu Öggu innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að vaka yfir þeim öllum. Sigurður Björgvinsson og Jenný Jóhannsdóttir. Elsku Agga. Hafðu þökk fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Ég kveð þig með ljóði sem ég veit að þér þótti vænt um. Þér kæra sendi kveðju með kvöldstjörnunni blá það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, Guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Bjarni Þorsteinsson) Hvíl í friði. Björg Jóhannesdóttir. Unnur Ragna Benediktsdóttir Æviferli þessa góða drengs, frænda míns, ætla ég ekki að reyna að gera skil, slík var lífsorka þessa drengs. Við erum þrír frændur, fæddir á sama ári, 1927, og mæður okkar systur. Jón Halldórsson, elstur, þá Árni Sigurðsson og ég, Árni Ein- arsson, síðastur á árinu. Nú er nafni minn farinn á vit forfeðra sinna og mun þar hitta móðurafa okkar, Árna Ingimundarson, er við dáðum báðir frá barnæsku. Berum við báðir hans nafn. Í bernsku var ég hjá afa og ömmu á Kópaskeri og oft fékk ég að fara til Valþjófsstaða og vera á meðal frænda minna. Þar ríkti gleði og framkvæmdasemi í mörgu. Öllu þessu stjórnaði Halli, okkar elskur. Oft átti hann í brösum við okkur nafnana, Árna. Þóttum of at- hafnasamir. Árni Sigurðsson ✝ Árni Sigurðssonfæddist 10. apríl 1927 á Valþjófs- stöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyj- arsýslu. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 15. október 2010. Útför Árna var gerð frá Fossvogs- kirkju 26. október 2010. Við nafnar lukum stúdentsprófi frá MA 1951. Þá skildi leiðir okkar. Árni Sig. lauk námi frá Bændaskóla Hvanneyrar, einnig búfræðikandidat það- an. Allt frá unga aldri var hann ákveðinn að gerast bóndi, sem hann gerði ásamt öðrum störfum á sinni ævi og voru þau mörg og margþætt. Nafni minn var alltaf glaðvær en þó skoðanafastur. Mér var vel kunn- ugt mat hans á hvernig æviskeiði skyldi varið. Þessu kynntist ég vel er við lásum saman til stúdents- prófs. Ég fylgdist með hans störf- um er hann réðst í byggingu og ræktun nýbýlisins Hjarðaráss. Hvílíkur atorkumaður hann var. Honum, sem mér, hlotnaðist frá- bær lífsförunautur, Ragnheiður Daníelsdóttir, og varð þeim 5 barna auðið. Í störfum sínum naut hann konu sinnar mikils. Þeirra börn eru efnilegir þegnar sinnar sveitar. Ég nýt þess á efri árum að fara norður og hitta mitt afar vel gerða ættfólk. Öllum niðjum nafna míns viljum við hjónin votta okkar samúð. Árni Einarsson. Upp koma í hugann ljúfar endurminning- ar um Indriða föður- bróður okkar og þau hjónin bæði sem kveðja þennan heim með stuttu millibili, enda hann sjaldan nefndur öðru vísi en hennar nafn fylgdi með. Indriði lifði öll níu systkini sín. Hin elsta okkar systra ólst að mestu upp hjá föðurforeldrum og yngri bræðrum pabba á Ísafirði og var því þeim sem litla systir. Orð hans um hana sem smábarn, „sól- argeislinn á heimilinu“, segja margt um þann hug sem hann bar til Sigrúnar alla tíð. Sigrún var síð- ar þeim hjónum innan handar þeg- ar fyrstu börn þeirra fæddust og var mjög kært með þeim og henni. Við, hinar tvær yngri, minnumst Indriða frænda og Selmu sem um- hyggjusamra ættingja er hugðu að velferð okkar systkinanna eftir lát pabba árið 1946, auk þess sem þau skírðu Magnús heitinn son sinn í Indriði Guðjónsson ✝ Indriði Guð-jónsson vélstjóri var fæddur á Ísafirði 2. mars 1916. Hann lést á Hrafnistu, Dval- arheimili aldraðra sjómanna, í Reykjavík 28. október 2010. Indriði var jarð- sunginn frá Áskirkju 10. nóvember 2010. höfuðið á föður okkar. Minningar um Indr- iða og Selmu eru tengdar samveru- stundum bæði á Ísa- firði og í Reykjavík og heimsóknum til Guðjóns afa þegar hann bjó á heimili þeirra hjóna um skeið eftir að hann varð ekkill. Indriði frændi var myndarmaður í ásýnd, harðduglegur og góður heimilisfað- ir, fjölhæfur verkmaður og áhuga- samur um margt. Lærður vélstjóri og vann lengi hjá Skipaútgerð rík- isins eins og fleiri úr stórfjölskyldu okkar. Stálminnugur og hafsjór af fróðleik um forfeðurna og ætt- ingjana að vestan og var gaman að leita til hans, því honum var frá- sagnarlist í blóð borin. Harmon- ikkutónlist, kórastarf og fleira var honum hugleikið og stóð ekki á því að hann stytti manni stundir út frá þeim áhugamálum sínum þegar við komum í heimsókn sem var alltof sjaldan. Við systurnar kveðjum Indriða frænda með virðingu og þökk og vottum frændsystkinum okkar og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Minning hans lifir. Sigrún, Laufey og Helga Magnúsdætur. Elsku tengda- mamma. Ekki grunaði mig hve stuttan tíma við hefðum er ég kvaddi þig í síðasta sinn. Ég hefði María Sigurðardóttir ✝ María Sigurðar-dóttir fæddist í Reykjavík 24. nóv- ember 1926. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 30. októ- ber 2010. Útför Maríu var gerð frá Grens- áskirkju 11. nóv- ember 2010. faðmað þig lengur og sagt allt það sem ég átti eftir að segja við þig, þakkað þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og ekki síst börnin mín. Prjóna- skapinn, kökubakst- urinn, barnapössun og vinskapinn, en takk fyrir allt, María mín. Vinur getur flust í burtu – svo langt að þú sérð hann ekki aft- ur. En samt er hann hluti af þér til eilífðar. Bryndís.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.