Morgunblaðið - 19.11.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.11.2010, Qupperneq 29
við banabeð þinn með fjölskyldunni voru sorglegar en samt yndislegar. Við lásum upp úr æviminningum, rifjuðum upp gamlar sögur, hlóg- um, grétum, féllumst í faðma, grét- um og hlógum aftur. Á endanum vissum við öll og þú líka að þú værir að fara og við náðum að kveðja þig og segja þér hversu mikið við elsk- um þig. Elsku afi Ragnar, kysstu ömmu Dúfu frá okkur og við skulum passa upp á Jónu Björk. Aðalbjörg og fjölskyldur. Góður vinur og granni Ragnar Björnsson er genginn. Liðið er frið- sælt kvöld hans löngu farsælu ævi. Ragnar fæddist í Veturhúsum, lágreistum torfbæ á Jökuldalsheiði, Eftir fjögur ár í Heiðinni flutti fjöl- skyldan til Vopnafjarðar. Þar sleit Ragnar barnsskónum. Ungur kvæntist hann Aðalbjörgu Ingólfs- dóttur. Þau settust að í Hafnarfirði. Ragnar stundaði sjó í fyrstu á minni bátum, hafði á hendi elda- mennsku um borð. Seinni hluta sjó- mennskunnar var hann matsveinn á fraktskipum. Kominn í land mat- reiddi hann á Hrafnistu í Hafnar- firði. Eftir það var hann um skeið gangavörður í Víðistaðaskóla, elsk- aður og virtur jafnt af nemendum sem öðru starfsfólki. Fjölskylda Ragnars og Dúu óx og þrengsli einnig en þau eignuðust sjö börn. Þau leystu húsnæðisvand- ann, sem var almennt þjóðfélags- verkefni eftirstríðsáranna, og byggðu tveggja hæða steinhús við Hringbraut. Ragnar var mikið á sjó svo að heimilið varð, eins og dæmi- gert er fyrir sjávarpláss, kennt við húsmóðurina. Elsti sonurinn, jafn- aldri minn og vinur Gunnar Ingi Ragnarsson, gekk til dæmis undir nafninu Gunni Dúu. Næsta hús við Hringbrautina byggði Einar múrari Sigurðsson frá Ertu. Hús sín byggðu menn þá að meira eða minna leyti eigin hendi. Vinnuskipti og samhjálp ríktu meðal frumbyggjanna í Holt- inu sem voru að bjarga sér og sín- um og lögðu með því sitt fram til þess að auðga samfélagið. Lítil saga lýsir þessum uppbygg- ingarárum. Á unaðsblíðu vorkvöldi stóð Einar í Ertu framan við húsið sitt og horfði til hafs. Þá birtist Ragnar með sitt arnfráa svipmót, snarast til Einars, stundum kallað- ur spámaðurinn, og spyr: „Hvað ertu núna að spá? “ Einar: „Í svona kyrrð spáir maður ekki, maður er bara“ og „hvernig gengur að hlaða og pússa innveggina?“ Ragnar: „Það tekur í bakið að hræra allan múrinn á höndum.“ Einar: „Viltu ekki fá eina af vinnukonunum mín- um lánaða?“ Það kallaði hann steypuhrærivélarnar þrjár sem stóðu við húsið. Saman horfðu grannarnir á sólina síga í Snæfells- jökul. Það er ekki þessari kynslóð að kenna hvernig nú er komið fjárhag Íslendinga sem pappírsspjátrungar hafa dregið niður í svaðið. Ragnar missti Aðalbjörgu konu sína 1980. Þá var honum huggun harmi gegn að börnin voru öll vaxin úr grasi og komin til mennta en á gildi menntunar lögðu þau hjón ríka áherslu í uppeldinu. Söngmaður var Ragnar góður og söng með karlakórnum Þröstum í mörg ár. Seinustu árin stundaði hann hestamennsku og hélt þrjá gæðinga. Árið 1988 hóf hann sambúð með Jónu Ásgeirsdóttur og bjuggu þau saman þar til yfir lauk. Jóna lifir mann sinn. Ragnar var verðugur fulltrúi kynslóðar sem reif Ísland upp úr örbirgð og umkomuleysi. Hans kynslóð tók aðeins gildan áþreifan- legan fisk upp úr sjó og Guð á himnum. Ég tek undir við Þorstein Valdimarsson, æskuvin Ragnars, sem orti til hans þessa vísu: Heiðin með sín hrundu sel henni gleymir enginn. Heiman bjó hún virktar vel Veturhúsadrenginn. Blessuð sé minning Ragnars Björnssonar. Sigurþór Aðalsteinsson. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 ✝ Hugrún SelmaHermannsdóttir fæddist á Þórshöfn 3. janúar 1940. Hún lést á Borgarspítalanum 14. nóvember 2010. Hugrún var dóttir hjónana Hermanns Þorvaldssonar, f. í Akurseli í Öxarfirði 10. jan. 1916, d. 12. maí 1984, og Krist- bjargar Önnu Niku- lásdóttur, f. Á Núpi í Öxarfirði 21. ágúst 1918, d. 29. okt. 2009. Föðurforeldrar voru Þorvaldur Magnús Pálsson, f. á Sandi í Aðaldal 23. jan 1882, d. 17. mars 1969, og Ástríður Vigfúsdóttir, f. á Svalbarði í Þistilfirði 27. apríl 1893, d. 2. júní 1978. Móðurforeldrar voru Nikulás Vigfússon, f. á Núpi í Öxarfirði 12. apr. 1858, d. 17. nóv. 1905, og Sig- rún Tryggvadóttir, f. á Syðribakka í Kelduhverfi 13. des. 1890, d. 1. maí 1926. Systkini Hugrúnar eru Jón Hermannsson, f. 24. nóv. 1940, d. 20. des. 1999, og Ástríður Helen Hermannsdóttir, f. 4. apríl 1955. Eftirlifandi maki Hugrúnar er Friðrik Björnsson, f. 1. maí 1943, sonur hjónanna Björns Friðriks- sonar, f. 2.sept. 1918, d. 27. mars 2001, og Hlaðgerðar Oddgeirs- dóttur, f. 22. jan 1921. Börn Hug- rúnar og Friðriks eru: Anna, f. 6. maí 1964, maki Sverrir Valsson, f. 22. nóv. 1957 (skilin). Börn Önnu og Sverr- is eru: Friðrik Valur, f. 17. maí 1995, og Hugrún Hildur, f. 9. júní 1996. Björn, f. 9. okt. 1965, maki Svava Dögg Gunn- arsdóttir, f. 26. nóv. 1967. Börn Björns og Svövu eru Friðrik, f. 22. maí 1990, Brimir, f. 14. feb. 1995, Burkni, f. 26. nóv. 2001, og Dagný Rós, f. 22. sept. 2004. Her- mann, f. 3. feb. 1967. Þorvaldur Freyr, f. 15. júlí 1979, maki Jó- hanna Vilhjálmsdóttir f. 11. mars 1986. Hugrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Þórshöfn og bjó þar þang- að til hún hóf búskap á Raufarhöfn árið 1963 með eftirlifandi manni sínum Friðriki, þar sem hún bjó til dauðadags. Eftir nám í grunnskól- anum á Þórshöfn fór hún einn vet- ur í nám að Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal. Hugrún starf- aði lengst af hjá Fiskiðju Rauf- arhafnar við fiskvinnslustörf, einn- ig starfaði hún við verslunarstörf og sem baðvörður í sundlaug Rauf- arhafnar. Útför Hugrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 19. nóvember 2010, og hefst at- höfnin kl. 15. Duglegur fjörkálfur, sterkur og kraftmikill, var allt í einu kominn á æskuheimili mitt, sem hét Röðull og var á Raufarhöfn. Hún var kölluð Dúlla. Hún var víst kærastan hans Fía, elsta bróður míns. Þau komu alltaf hlaupandi úr síldarvinnunni heim í hádeginu, hámuðu í sig matinn og hentust svo niður í herbergi og læstu sig þar inni til að eiga kærustu- parsstund. Þetta gerðu þau líka eftir kvöldmatinn. Þau voru víst svona skotin hvort í öðru. Öll athyglin hans Fía bróður míns fór í þessa stelpu. Hann leit varla á okkur hin. Hann, já hann, sem var vanur að stríða mér þegar ég var upptekinn með báðar hendurnar á harmonikkunni. Taka leðurjakkann minn eða nýburstaða skóna mína og hlaupa í því út í kvöld- ið. Núna var hann upptekinn. Þetta sumar er mér ógleymanlegt fyrir það að fylgjast með því hvernig ástfangið fólk hegðar sér. Inn á þetta stóra heimili grallara, með fjórum strákum, fjórum stelpum og foreldr- um þeirra var Dúlla nú komin. Hún kunni greinilega vel við sig og ég sættist fljótt við þessa fjörmiklu stelpu og fannst hún bara góð viðbót við heimilið okkar. Enda hló hún svo hvellandi hátt og skemmtilega. Auk þess var augljóst hve sterka og for- vitnilega persónu hún hafði að geyma. Þessi persóna reyndist Frið- riki bróður mínum góður lífsföru- nautur. Með dugnaði byggðu þau sér gott hús á Raufarhöfn. Inni í þessu húsi varð svo til fallegt heimili. Ekki bara vegna innanstokksmuna, heldur vegna þess heimilisanda, sem þar ríkti. Þess vegna var svo notalegt að koma og spjalla um lífið. Fjögur börn þeirra bjuggu líka til mikið fjör á heimilinu. Hugrún Selma var alltaf að. Baka, þurrka, skrúbba, skúra og bóna. Þó að við værum að tala saman gat hún verið að elda mat eða að um- potta blómum. Hún hækkaði bara róminn ef hún labbaði í næsta her- bergi í miðri setningu, alveg tilgerð- arlaust en ég sat áfram í eldhúsinu, drakk mitt kaffi og tók undir. Þetta var allt svo eðlilegt. Hún var alltaf að hugsa um heimilið. Ef hún fór í göngutúr þurfti hún helst að tína ber í leiðinni eða finna gróður í garðinn sinn. Þegar ég kynntist svo foreldr- um Dúllu og systkinum á Þórshöfn mætti mér sama hlýja viðmótið og dugnaðurinn. Oft kom ég við hjá Önnu og Hermanni á Þórshöfn og naut gestrisni þeirra. Nú í seinni tíð gleymdum við Dúlla okkur oft í löngum símtölum milli Raufarhafnar og Reykjavíkur, enda hafði hún skemmtilegar skoðanir á öllu því sem lífinu viðkemur. Með eðlilegri heil- brigðri hugsun, sem ég ber virðingu fyrir. Eftir nokkuð langvarandi veik- indi en snöggan endi kvaddi Dúlla jarðvist sína að morgni 14. nóvember síðastliðinn. Elsku Friðrik bróðir, Anna, Binni, Hermann og Þorvaldur Freyr, fjölskyldur og ættingjar allir. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð og bið okkur öll að minnast Dúllu fyrir allt það skemmtilega og góða sem hún gaf okkur í lífshlaupi sínu. Skjöldur Vatnar. Hugrún Selma Hermannsdóttir ✝ Ástkær móðir mín, GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Heiðarvegi 7, Reyðarfirði, sem lést miðvikudaginn 10. nóvember, verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Jóhanna Karlsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓNS ÓSKARS GUNNARSSONAR, Borgarholtsbraut 47, Kópavogi. Sigríður Stefánsdóttir, Svanhvít Jónsdóttir, Ólafur Garðar Þórðarson, Stefanía Lóa Jónsdóttir, Óttar Birgir Ellingsen, Guðrún Erla Jónsdóttir, Ingólfur R. Björnsson, Hafdís Jónsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Sigríður Ósk Jónsdóttir, Júlíus Skúlason, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS ÓLAFSSONAR skipstjóra frá Súgandafirði. Ragnheiður Sörladóttir, Álfheiður Einarsdóttir, Odd Stefán Þórisson, Kristín Einarsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Ólafur Friðbert Einarsson, Henný Ása Ásmundsdóttir, barnabörn og langafabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, og afi, OLGEIR GOTTLIEBSSON fyrrv. hitaveitustjóri, Túngötu 1, Ólafsfirði, lést þriðjudaginn 9. nóvember. Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 20. nóvember kl. 14.00. Unnur Lovísa Friðriksdóttir, Friðrik G. Olgeirsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Sigríður Olgeirsdóttir, Björn Gunnarsson, Snorri Þ. Olgeirsson, Rósa Einarsdóttir og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN MAGNÚSSON, Urðarbraut 16, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi laugardag- inn 13. nóvember. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Ingunn Lilja Hjaltadóttir, Anna Lilja Björnsdóttir, Ásgeir Vilhelm Bragason, Magnús Jóhann Björnsson, Signý Gunnlaugsdóttir, Ingunn María Björnsdóttir, Sighvatur Smári Steindórsson og barnabörn. ✝ Amma okkar, langamma og langalangamma, HELGA SKAFTFELD frá Blómsturvöllum í Garði, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 19. nóvember, kl. 13.00. Agnar Sigurbjörnsson, Jórunn Valsdóttir, Páll Sigurbjörnsson, Helgi Þór Sigurbjörnsson, Árdís Hrönn Jónsdóttir, langömmubörn og langalangömmubörn. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.