Morgunblaðið - 19.11.2010, Síða 36

Morgunblaðið - 19.11.2010, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Lífið á Íslandi væri áreiðanlega betra ef IKEA stjórnaði landinu. 39 » Nemendur við Söngskólann í Reykjavík munu gleðja kirkjugesti á Reykjavíkursvæðinu og nágrenni með söng sínum á sunnudaginn kemur, í tilefni af degi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar, söngvara og tónlistarmanna. Nemendur Söngskólans munu syngja einsöng eða tvísöng við guðsþjónustur í Reykjavík, Sel- tjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Syngja 15 söngvarar í nær 20 kirkjum þennan dag, í guðsþjón- ustum sem hefjast ýmist klukkan 11, 14 eða 20. Ungir söngvarar í kirkjum Nemendur Syngja fyrir kirkjugesti. Súlan, menning- arverðlaun Reykjanesbæjar fyrir 2010, var afhent í vik- unni. Veitt voru tvenn verðlaun, eins og vera ber, til ein- staklings og fyrirtækis. Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður hlýtur Súluna í ár fyrir smíðina á vík- ingaskipinu Íslendingi, siglinguna til Ameríku og þátttöku sína við uppbyggingu Víkingaheima í Reykjanesbæ. Þá hlýtur veitingastaðurinn Paddy’s Súluna fyrir eflingu tón- listarlífs í bænum, með því að skapa ungu tónlistarfólki tæki- færi til flutnings tónlistar. Gunnar og Paddy’s fá Súluna Gunnar Marel Eggertsson Haldið verður upp á útgáfu geisladisksins Little Things Mean a Lot á tónleikum í Ís- lensku óperunni á morgun, laugardaginn 20. nóvember klukkan 17. Á diskinum og á tónleik- unum sameina krafta sína Auður Gunnarsdóttir óp- erusöngkona og kammer- hljómsveitin Salon Islandus, en hana skipa margir kunn- ustu hljóðfæraleikarar þjóðarinnar. Á tónleikunum hljómar tónlist af disknum, ljúf- lingslög á borð við Moon River, Over the Rain- bow, So in Love, Smoke Gets in Your Eyes og All the Things You Are. Tónlist Tónleikar Auðar og Salon Islandus Auður Gunnarsdóttir Tónlistarskólinn í Reykjavík fagnar um þessar mundir 80 ára afmæli og er ýmislegt gert til hátíðarbrigða af því tilefni. Á morgun, laugardaginn 20. nóvember, klukkan 17 verða sérstakir hátíðartónleikar í Neskirkju þar sem Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík flytur Sinfóníu nr. 9 eftir A. Dvorák og Fiðlukonsert nr. 3 eftir C. Saint-Saëns. Auk þess verður frumflutt verkið „Streng stillir fingur“ sem Tryggvi M. Baldvinsson samdi og tileinkaði Tón- listarskólanum í Reykjavík í tilefni af áttræð- isafmæli skólans. Einleikari á tónleikunum er Sól- veig Steinþórsdóttir, 15 ára. Tónlist Hátíðartónleikar Tónlistarskólans Sólveig Steinþórsdóttir Myndlistarfélagið stendur fyr- ir málþingi á RUB á Akureyri á morgun, laugardag 20. nóv- ember, milli kl. 14-17. Yfirskrift þingsins er: Eru skólarnir skapandi? Framsögumenn verða Krist- inn G. Jóhannsson, Kristín Dýrfjörð, Ragnheiður Þórs- dóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Einnig mun Ivar Hollanders tala um upplifun sína af skólakerfinu. Fundarstjóri er Ingibjörg Auðunsdóttir. Stjórn Myndlistarfélagsins telur þarft að öll skólastigin mætist og velti fyrir sér tilgangi myndlistarkennslu og hvernig henni er háttað. Myndlist Spyrja hvort skólar séu skapandi Kristinn G. Jóhannsson Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Hjá bókaforlaginu Sögum koma út þrjú skáld- verk þetta árið. Óttar Norðfjörð sendir frá sér spennusöguna Áttablaðarósin. „Þetta er gríð- arlega góð spennusaga. Óttar hefur verið kall- aður krónprins glæpasögunnar og á eftir að verða einn af stóru höfundunum í íslenska glæpasagnageiranum,“ segir Tómas Her- mannsson útgáfustjóri og minnir á að Illugi Jök- ulsson hafi nýlega sagt að Óttar Norðfjörð sé miklu betri höfundur en Dan Brown. Tregðulögmálið er skáldsaga eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur og er fyrsta bók höfundar. Hún seg- ir frá Úlfhildi háskólastúdínu og skoðunum og skilgreiningum hennar á samfélagi nútímans. „Gráglettin og skemmtileg lesning,“ segir Tóm- as. Sú þriðja, Raddir úr fjarlægð, er smásagna- safn eftir Ingva Þór Kormáksson, sem Tómas segir vera hrífandi og óvæntar sögur frá hæfi- leikaríkum rithöfundi. Geirfinnsmálið og kokkalandsliðið 19. nóvember er svo saga Hauks Guðmunds- sonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, sem vann við hið ógurlega Geirfinnsmál á sínum tíma, en hið óupplýsta hvarf Geirfinns átti sér einmitt stað þann 19. nóvember 1974 og átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér. „Haukur liggur ekki á skoðunum sínum um þetta hryllilega mál sem varð að einum stærsta skandal íslensks réttarkerfis fyrr og síðar.“ Einfalt með kokkalandsliðinu er aðeins léttari bók sem kom út fyrir skömmu og hefur að sögn Tómasar fengið frábærar viðtökur. „Þú þarft í mesta lagi að kaupa fjögur hráefni í hvern rétt, sem gerir matreiðsluna einfalda og skemmtilega. Kokkarnir leiðbeina fólki með að nota mikilvægasta eldhúsáhaldið – sköpunargáf- una, í hvívetna, skipta út hráefnum og nýta það sem til er í eldhúsinu hverju sinni,“ segir Tóm- as. Pétur Pan og sálfræði einkalífsins Fimmta bókin í Ripley’s-flokknum, Ótrúlegt en satt, kemur út en þær bækur hafa notið mik- illa vinsælda hjá unglingum og eldri krökkum. Afar falleg bók um Pétur Pan með flettimynd- um og hljóðum er einnig á útgáfulistanum og þar er sömuleiðis bók um Dóru landkönnuð, en hún hefur ekki komið áður út á íslensku. Frá hugmynd til veruleika er viðskiptabók eftir Scott Belsky. Sögur endurútgefa Saumahandbókina sem hefur ekki verið fáanleg árum saman og sömu- leiðis er komin ný útgáfa af Sálfræði einkalífsins eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Ey- dal. Í bókinni svara Álfheiður og Guðfinna spurningum eins og: Hvað er mikilvægt í lífinu? Er hægt að læra á lífið? Er til góður skilnaður? „Margir sem ég þekki hefðu gott af að lesa þessa bók,“ segir Tómas útgáfustjóri. Spenna og sálfræði  Bókaforlagið Sögur sendir frá sér fjölbreytilegar bækur í ár  Spennusaga eftir Óttar Norðfjörð  Saga lögregluþjóns sem vann að Geirfinnsmálinu Morgunblaðið/Eggert Tómas Hermannsson Hann stýrir bókaforlaginu Sögur sem gefur út fjölda bóka þetta árið. Á útgáfulistanum eru meðal annars skáldsögur, smásagnasafn, ævisaga og matreiðslubók. Tónleikar Kammermús-íkklúbbsins á sunnudagflíkuðu fáheyrðri tóngrein(„genre“ á alþjóðsku). Nefnilega strengjatríói. Það er oft- ast skipað fiðlu, víólu og sellói – jafn- vel þótt fágætari afbrigði, þ. á m. fiðlur og víóla eða fiðlur og kontra- bassi, þekkist líka. Elzta áhöfnin er fyrir tvær fiðlur og selló, sprottin af tríósónötu bar- okksins þegar fylgibassaritháttur (með hljómfyllandi sembal um „tölu- setta“ bassalínu sellósins) lagðist af upp úr 1750. Ku Haydn hafa verið manna fyrstur til að skipta 2. fiðlu út fyrir víólu, er síðan festist í sessi sem aðaláhöfn. En þó að rómantíkin sinnti greininni lítið, hafa allnokkrir tónhöfundar, einkum á 20. öld, hins vegar tekið upp þrenningarhanzk- ann, þótt einatt stæði í skugga strengjakvartettsins. Ástæðan er m.a. hversu erfitt er að skrifa fyrir þrjár raddir við ríkjandi fjórhljómskröfu, þó að slyngir kompónistar geti að vísu fyllt upp í með tvígripum. Líkt og oft heyrðist í hinu enn vanmetna en stórskemmtilega 3. tríói Beethovens úr Op. 9 setti hans frá um 1797. Sannast sagna var verkið það safa- ríkt að hljómfyllingu að furðu gegnir hvers vegna örninn ungi frá Bonn hvarf aldrei aftur til sömu áhafnar. Úr Netannálum Kammermúsík- klúbbsins fannst aðeins eitt dæmi um samskonar strengjatríó þegar Es-dúr Dívertímentó Mozarts K563 var flutt í marz 2006. Sé svo, var vissulega kominn tími á annað – og raunar skemmtileg tilviljun að Op. 9,3 sé einmitt talið innblásið af téðri meistaralegu fyrirmynd Vínar- undrabarnsins. Og þó að kammer- tækifæri hérlendra spilara séu að vanda allt of fá – fyrir utan hvað tríó- formið er kviknakið og vægðarlaust í samleik – þá var gríðarleg ánægja að snörpu og jafnvel rytmískt fyndnu samspili þeirra þremenn- inga, er sannaði hér sem oftar hvað íslenzkir hlustendur fá yfirleitt vandaða vöru í blóra við aðstæður. Konungur tilbrigðaverka fyrir barokkhljómborð, Goldberg- tilbrigði Bachs (1743), var fluttur eftir hlé í þegar rómaðri tríó- umritun Dmitrys Sitkovetskys frá 1985. Líklega í fyrsta skipti hér á landi, enda bentu hvorki tónskrá né KMK-annáll til annars. Þó að umrit- unin breytti að sögn hvergi nótu úr sembalfrumgerðinni, mátti samt eiga von á að Sitkovetsky gerði sér a.m.k. annt um dýnamík umfram fá- breytt styrkfyrirmæli Bachs, enda heyrðust á stangli strengjalitir á við glerkennt „sul ponticello“ og (öllu sjaldnar en viðbúið) pizzicatoplokk. Hreint burtséð frá nokkrum köflum, þar sem frumgerðin virtist nánast óumritanlega bundin við sembal en gekk samt furðuvel upp. En hvað sem öllu líður, þá reynd- ist túlkun tríóspilaranna oftar en ekki bæta nýrri vídd við meistara- verkið. Gamla sagan um að bezta músíkin þolir nánast allt! Og þó maður væri ekki alltaf jafnsáttur við stundum fullhraðskreitt tempóval, þá var meðferðin almennt borin uppi af þeirri samstilltu músíkölsku inn- lifun sem brúað getur ólíklegustu bil. Allt þá þrennt er Bústaðakirkja Kammertónleikarbbbbn Beethoven: Strengjatríó op. 9 nr. 3 í c- moll. Bach/Sitkovetsky: Goldberg- tilbrigðin í umritun fyrir strengjatríó. Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Sigurgeir Agn- arsson selló. Sunnudaginn 14. nóv- ember kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Strengjatríóið „... reyndist túlkun tríóspilaranna oftar en ekki bæta nýrri vídd við meistaraverkið,“ segir meðal í umsögn um tónleika þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.