Morgunblaðið - 19.11.2010, Side 38

Morgunblaðið - 19.11.2010, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010  Högni Egilsson og félagar hans í hljómsveitinni Hjaltalín heldur út- gáfutónleika í kvöld og annað kvöld kl. 21 í Tjarnarbíó og mun þar fagna útgáfu hljóm- og mynddisks með tónleikum sveitarinnar og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir voru í sumar. Þá kemur Hjaltalín einnig fram á morgun í versluninni Havarí í Austurstræti, kl. 16. Platan og mynddiskurinn nefnist Alpanon - Hjaltalín / á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hjaltalín fagnar útgáfu með tónleikum Fólk Tryggvi Hübner gaf út plötuna Betri ferð árið 1995 en nú sendir hann frá sér plötu sem heitir því digitalíska nafni 2.0. „Þetta er meiri gítar- plata en gamla platan sem var mjög róleg. Það eru aðeins meiri tilþrif á þessari og betra sánd. Ég held mig samt við svona melódíska gítar- tónlist. Það eru níu instrumental lög á plötunni en tvö lög eru sungin. Sara Blandon syngur eitt þeirra, blúslagið „Need your love so bad“ sem Fleetwood Mac gerði frægt á sínum tíma. Í hinu laginu syngur Sigurður Kristmann Sigurðsson. Hann var söngvari hljómsveitarinnar Eight og í Íslenskri kjötsúpu. Þannig að ég er með einn gamlan og einn nýjan söngvara.“ Eitt laganna heitir „Yfir Hekluna“ en hann neitar því að það sé tilbrigði við „Yfir Esjuna“ eftir Magnús Eiríksson sem Ragnar Bjarnason gerði frægt. „Nei, það er sér íþróttagrein að gefa instrumental lögum nöfn, maður miðar við einhverja tilfinningu sem er í gangi. Maður var bara á einhverju flugi yfir fjallinu og því kom þetta nafn. Eitt lagið heitir „Gíslabær“ og það er tileinkað vini mínum sem hét Ottó Sveinsson. Við vorum vinir í Kópavoginum þegar við vor- um litlir strákar en fjölskylda hans flutti út á Snæfellsnes í hús sem nefnist Gíslabær og ég var mikið þar á sumrin, það var mikil upplifun að vera þar. Hann dó af slysförum fyrir nokkrum árum.“ Þeir sem eru með Tryggva á plötunni eru Jóhann Ásmundsson á bassa, Einar Schev- ing á trommur og Þórir Úlfarsson á hljómborð. borkur@mbl.is. Tryggvi Hübner með melódíska gítartónlist Gítaristi Tryggvi sendir frá sér plötuna 2.0.  Í kvöld verður blásið til fyrsta konukvölds skemmtistaðarins Só- dómu Reykjavík við Tryggvagötu, en til stendur að halda slík kvöld reglulega í vetur og er tilgang- urinn sá að „vekja athygli á sköp- un, hæfileikum og athöfnum kvenna í íslensku tónlistarlífi og upphefja þær með sérstökum tón- leikum þar sem eingöngu koma fram hljómsveitir sem hafa að lág- marki einn kvenkyns meðlim inn- anborðs“, eins og því er lýst í til- kynningu. Í kvöld koma fram hljómsveitirnar Pascal Pinon, Bárujárn, Hellvar og Skelkur í bringu en hljóðmeistari kvöldsins er Guðrún Ísaksdóttir. Konukvöld- ið hefst kl. 22 og er 18 ára aldurs- takmark á það. Miðverð er kr. 1.000. Þess má geta að vinkonur fá „tvær fyrir eina“, kostar því 500 kr. fyrir hvora og er þess getið að karlmenn séu einnig velkomnir en þurfi að greiða þúsundkall. Fyrsta konukvöldið haldið á Sódómu  Þeir sem gaman hafa af aflraun- um og vöðvastæltu fólki ættu að geta notið helgarinnar þar sem sýn- ingin Icelandic Fitness and Health Expo hefst í dag og lýkur á sunnu- dag. Meðal þess sem boðið verður upp á er aflraunakeppni sterkustu manna heims, vaxtar- ræktar- og fitness- keppni karla og kvenna, hnefa- leikar og jiu jitsu- keppni. Meðal gesta á þess- um viðburði er vaxtar- ræktar- meist- arinn Hr. Olympia, Jay Cut- ler, og þekktasta kven- fyrirsæta fitness- heimsins, Monica Brant. Hún mun taka nokkrar „pósur“. Frekari upplýsingar má finna á icelandic- expo.com. Vöðvatröll í Mos- fellsbæ og ReykjavíkBörkur Gunnarsson borkur@mbl.is Dagur kvennanna - ástarsaga er hressandi bók fyrir pempíur. Árið 1975 er heilagur dagur í sögu kvenfrelsisbaráttunnar er þúsundir kvenna söfnuðust saman á Austurvelli og kröfðust jafn- réttis kynjanna á öllum sviðum. Þessum helga degi er lýst í bókinni en söguhetjurnar Dagur og Máney eru öðruvísi en hetjur kvenfrelsisins, þau lenda í áfalli við boðun breyttrar heimsmyndar. Það er dúndrandi taktur í texta þeirra Þórunnar og Megasar sem skrifa verkið. Mikill húmor er ofinn í gróteskuna sem þau leika sér með. Gaman að skrifa þessa bók Bersögli og gróteska ögra ekki lengur en þarna er aftur á móti gert grín að kvenfrels- isbaráttunni eins og þegar þau skrifa: „Alda gamall skortur á kynferðislegri áreitni á vinnu- stað veldur heilagri reiði“ sem þau segja við blaðamanninn að sé „galgopalegur viðsnún- ingur“ þeirra og á Máneyju ráðast kvenfrels- iskonurnar og krefjast þess af henni að hún beisli girndina. Þórunn og Megas hlæja þegar þau eru spurð út í þetta. „Við skemmtum okkur við skriftirnar,“ segir Þórunn. „Kynjafræði- menntuð útvarpskona greindi bókina þannig að í henni væri þriðju bylgju femínismi að gagnrýna annarrar bylgju femínisma. Hún skildi að útgef- endur hefðu veigrað sér við að gefa bókina út fyrir tuttugu árum, en nú væri fjórða bylgja ris- in og viðkvæmnin runnin undir brúna,“ segir Þórunn. Höfundar fóru forðum með handritið til þriggja útgefenda sem veigruðu sér við að gefa það út. Gott er að kynjafræðin hefur náð að greina fyrirbærið og skýra hræðsluna við text- ann á sínum tíma. En í dag eru breyttir tímar og bókin féll ljúflega í faðm forlagsins Upp- heima. „Það fóru ekki allir vel út úr kvenfrelsisbar- áttunni og Dagur og Máney eru dæmigerð, eins- konar Barbie og Ken. Kvenfrelsi þessara tíma demóníseraði alla karla, meðan flestir og nær allir karlar voru og eru bestu skinn,“ segir Þór- unn og Megas bætir við: „Og þeir fáu slæmu voru hvort eð er illa séðir meðal karlmanna.“ Þau tala um hvernig sumar konur langaði bara til að vera heima en voru úthrópaðar af bar- áttukonunum. „Ungir femínistar muna ekki þessa afkynjunartíma, þær gæla við kvenleika sinn í klæðaburði, lúkki og hreyfingum og eru um leið skínandi femínistar,“ segir Þórunn. Þriðji hugurinn tekur völdin Þau tala í belg og biðu svo að óhjákvæmilega spyr ég hvernig hafi gengið að skrifa saman? „Fyrsta samverk okkar var barnskáldævisagan Sól í Norðurmýri og þá upplifðum við það fyr- irbæri er þriðji hugurinn tók stjórnina. Hann er sterkur eins og þriðja augað og þriðja ríkið, tók völd og er okkar rödd,“ segir Megas. Þau tala sem eitt í bókinni og því er best að ég beini spurningum mínum þangað það sem eftir er við- talsins. „Við færum þjóðinni bókina af fullri gleði núna,“ segir þriðji hugurinn, „því kvenna- baráttan gerði kraftaverk. Í landinu sem okkur ól var óhugsandi að kona væri forseti, borg- arstjóri, háskólarektor, formaður bandalags listamanna og í geimferðafjarlægð að svört kona yrði forsætisráðherra. Í raun var ei hægt að ljúka degi kvennanna af gleði og í sátt fyrr en nú. Aflið sem leiðir byltingu er alltaf ýkt og snurður hlaupa á þráð sem síðar eru lagaðar. Konur áttu um tvennt að velja: 1) vinna tvö- falda vinnu og eyða lífi sínu í blóðmóðri panik eða: 2) gribbast við karla sína og fæla þá burt. Þetta var sársaukaferli ótal spælinga og skiln- aða. Hvorki mátti daðra á vinnustöðum né opna hurð fyrir konu, nei, nei, bara skella hurðinni á konuna. Bæði kyn lentu í vandræðum með þessi nýju viðmið. Það hefur sársauka í för með sér þegar mörg þúsund ára samskiptamenningu kynjanna er snögglega kastað,“ segir þriðji hug- urinn. „Von bókarinnar er sú að kynjastríði megi ljúka með póstfemínískum kærleika á öll- um sviðum.“ Þriðji hugurinn þagnar við. Þór- unn ítrekar hvað það hafi verið gott að skrifa á fullu gasi og binda ritdómarann bak við eyr- að. „Ég var hissa hvað endir sögunnar kom auðveldlega eftir allan þennan tíma, alveg af sjálfu sér,“ segir hún. „Mín fróma blygðun átti bágt á köflum 1991, en ég þoldi gróf- leikann vegna formsins, stíllinn byggist á miðaldahefð og er í viðsnúningsstíl okkar íslenska Skraparots, gróteskur og súrreal- ískur.“ „En þannig eimitt er boðskapurinn bestur,“ segir Megas. „Kjarnraunsæið býr í súrrealismanum.“ Kynjastríðinu ljúki með póstfemínískum kærleika  Barbie og Ken fóru ekki vel út úr kvenfrelsisbaráttunni  Saga Megasar og Þórunnar af kvennakirkjugörðum og tímaritinu Láttu mig vera! Morgunblaðið/Eggert Gróteskan Þessir ljúfu vinir, Megas og Þórunn Erla, eru með gróteska og bersögla ástarsögu á bókamarkaðnum í ár; tilvalin jólagjöf fyrir pempíur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.