Morgunblaðið - 19.11.2010, Síða 39

Morgunblaðið - 19.11.2010, Síða 39
AF LÍFSSTÍL Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Lífið á Íslandi væri áreið-anlega betra ef IKEAstjórnaði landinu. Þessari verslun (get varla talað um IKEA sem verslun því þetta er lífsstíll) hefur tekist hið ótrúlega, að láta Ís- lendinga fara eftir reglum. Þarna kemur fólk af ýmsu tagi og gengur fyrirfram ákveðna leið, skrifar nið- ur númer, fer í röð við kassann og síðast en ekki síst passar að strika- merkin snúi rétt.    Ég þekki mann (Breta) semkunni ekkert sérstaklega vel við sig í Kaupmannahöfn. Honum fannst allt svo öruggt þar. Til dæm- is fannst honum það jaðra við að vera óþægilegt þegar honum var boðið teppi á útikaffihúsi þegar kólnaði. Í hans huga var öryggi ein- hvers konar samnefnari yfir leið- indi. Þessum manni líður vænt- anlega ekki vel í IKEA (hef ekki spurt). IKEA hugsar fyrir öllu. Þeg- ar maður er orðinn þyrstur birtist vatnsdunkur. Þegar maður er orð- inn þreyttur blasir við veitinga- staður sem hlýtur að vera einhver allra ódýrasti á landinu (súkku- laðifrauðið er ómissandi) og núna er meira að segja selt vín þarna. Á staðnum er gjafaherbergi fyrir konur með barn á brjósti (og ókeypis bleyjur!) og lítið borð og stóll fyrir eldra systkini sem þarf að bíða eftir mömmu. Þetta er já- kvætt. Mun dýrari verslanir hafa ekki fyrir því að sjá fyrir þörfum viðskiptavina sinna með þessum hætti. Meira að segja vönustu gest- gjöfum tekst ekki endilega jafn vel upp. Til viðbótar er líka langur listium í hvaða röð áleggið á að fara á pizzuna. Þetta fellur undir „öryggi“, leiðbeiningarnar eru til þess að árangur verði góður. Sumir kalla þetta forræðishyggju, aðrir (eins og ég) hugulsemi. Þetta eru aðeins ábendingar, hver og einn getur gert það við pizzuna sem hann vill. Alltaf eru einhverjir sem gant- ast með það að flatar pakkingar séu einhvers konar táknmynd fyrir hugmyndaleysi eða gerilsneydda fjöldaframleiðslu. Það má minna hina sömu á það að flatar pakkn- ingar spara peninga. Pakkning- arnar eru flatar, ekki hugsunin á bak við þær. Rétt eins og með pizzurnar, getur maður gert það sem maður vill við vörurnar, eins og til dæmis vefsíðan ikeahacker.blogspot.com ber vitni um en á henni má sjá hvernig fólk hefur föndrað við IKEA-vörur þannig að þær verði einstakar.    Eins og verslunarfélagi minn(karl faðir minn) sagði í síð- ustu IKEA-ferð eftir að ég varpaði þeirri hugmynd fram að lífið yrði betra ef IKEA stjórnaði landinu (eða jafnvel heiminum): „Þá fá allir tíu kjötbollur. Sumir fá kannski 15 en þeir borga þá meira fyrir það.“ Ein skilaboð að lokum til þeirra sem lesa auglýsingar: Maður segir ekki I-KEA, heldur Í-KEA. Ef IKEA stjórnaði landinu Morgunblaðið/Eyþór Sænskt Það fer ekki á milli mála að heimaland IKEA er Svíþjóð en þaðan er Lína langsokkur líka ættuð.    Ekki má gleyma boltalandinu.Ég man ennþá hversu lífs- reynd mér fannst ég vera eftir að hafa farið í boltaland IKEA í Kaup- mannahöfn áður en verslunin var opnuð hérlendis, löngu fyrir tíma hoppukastala og „krakkageymslu“.    Núna hefur IKEA fært út kví-arnar og er í sókn í matvör- unni, það er ekki aðeins hægt að borða á staðnum heldur líka taka með heim. Ein nýjasta viðbótin er pizzadeigið HEIMA (annar kostur við verslunina, það heitir allt svo skemmtilegum nöfnum). Eitt sinn var ég stödd í versluninni þegar verið var að kynna þetta nýja deig. Meðfylgjandi var lítið blað, fullt af upplýsingum annars vegar um deigið sjálft, framleiðslu og geymsluaðferðir og hins vegar um hvernig best væri að gera pizzu heima. Undir liðnum „til að pizzan þín heppnist sem best er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga“ stend- ur meðal annars: „Það er mjög mik- ilvægt að dreifa öllu áleggi vel og passa sérstaklega upp á að það fari ekki allt á miðjuna. Allir bitar á öll- um sneiðum eiga að vera jafn góðir og innihalda svipað magn af góm- sætum áleggstegundum.“ Þetta er snilld. Svona á ekki aðeins pizza að vera heldur lífið sjálft.    » Sumir kallaþetta forræðis- hyggju, aðrir (eins og ég) hugulsemi. MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 SÍMI 564 0000 FULLKOMIN GÆÐI 12 12 12 L L L L L SÍMI 462 3500 12 12 L L SKYLINE kl.8-10 JACKASS3D ÓTEXTUÐ kl.8-10 EASYA kl.6 ARTHÚR3 kl.6 SÍMI 530 1919 12 L L L L 16 12 SKYLINE kl.5.50-8-10.10 UNSTOPPABLE kl.8-10.10 EASY A kl.8-10.10 ARTHÚR3 kl.5.50 YOU WILLMEET ATALLDARKSTRANGER kl.8-10.15 INHALE kl.6 BRIM kl.6 SKYLINE kl.5.50-8-10.10 JACKASS 3D ÓTEXTUÐ kl.3.40-5.50-8-10.10 JACKASS3DLÚXUS ÓTEXTUÐ kl.3.40-5.50-8-10.10 UNSTOPPABLE kl.8-10.10 EASYA kl.5.50-8-10.10 ARTHÚR 3 kl.3.40 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl.3.40 AULINN ÉG 3D kl.3.40 .com/smarabio NÝTT Í BÍÓ! Sjáðu Jackass eins og þú hefur aldrei séð áður!Missið ekki af þessum magnaða vísindaskáldsögutrylli í bíó! Mynd í anda Independenc Day! Sýnd kl. 4Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:15 Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15 - Ótextuð Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! FYNDNARI OG FÁRÁNLEGRI EN NOKKURN TÍMANN ÁÐUR, TEKIN Í FLOTTUSTU ÞRÍVÍDDARTÆKNI SEM VÖL ER Á! SJÁÐU JACKASS EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR! 80% Fresh -Rotten Tomatoes HHH „This is a superb film” -Roger Ebert HHHH „...Fyrsta flokks afþreying“ -S.V., MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10 MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA VÍSINDASKÁLDSÖGUTRYLLI Í BÍÓ! MYND Í ANDA INDEPENDENCE DAY! -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.