Morgunblaðið - 15.12.2010, Side 1

Morgunblaðið - 15.12.2010, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  293. tölublað  98. árgangur  dagar til jóla 9 Pottaskefill kemur í kvöld www.jolamjolk.is STÆRRI FUGLA- STOFNAR OG FLEIRI TÓFUR ÁSDÍS TIL SUÐUR- AFRÍKU BARIST VIÐ ÞYNGDAR- AFLIÐ ÍÞRÓTTIR GERÐU SAMAN BÓK 10VIÐTAL VIÐ PÁL HERSTEINS 12 Morgunblaðið/Ómar Frávísun Jón Ásgeir Jóhannesson íhugar skaðabótamál á hendur slitastjórn Glitnis.  Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að næst á dagskrá, eftir að dómstóll í New York vísaði frá dómi máli á hendur Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni og sex öðrum, væri að leggjast yfir málið og taka ákvörð- un um næstu skref. Ekki hefur ver- ið tekin ákvörðun um áfrýjun en tvö dómstig eru fyrir ofan dómstól- inn sem tók á málinu í gær. Ekki náðist í Jón Ásgeir né Pálma Haraldsson í gærkvöldi en í samtali við aðra fjölmiðla sögðust þeir íhuga skaðabótamál á hendur slitastjórninni. »16 Skoðað hvort máli gegn Jóni Ásgeiri verður áfrýjað en endurskoðun er hafin,“ segir kærandinn, Óð- inn Sigþórsson bóndi í Einarsnesi í Borgarfirði. Óðinn vekur athygli á því að ekki hafi verið séð til þess að kjörklefar væru á kjörstað heldur kjósendum gert að greiða atkvæði í opnu rými. Útbúnaður hafi ekki verið fullnægjandi til að tryggja kosningaleynd og að kjósandi skuli vera einn og ótruflaður við kosningaathöfnina. Telur að ógilda eigi kjörbréf allra Þá nefnir hann að kjósendum hafi verið bannað að brjóta saman kjörseðil og þeir sem það gerðu hafi verið beðnir um að fletta seðlinum í sundur og skila þannig. Þá telur Óðinn að landskjörstjórn hafi verið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kjósandi hefur kært til Hæstaréttar framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings. Telur hann að vikið hafi verið með svo alvarlegum hætti frá fyr- irmælum laga um kosningar, bæði um kosninga- leynd og úthlutun sæta á þingið, að það varði ógildingu. „Ég er enginn sérstakur aðdáandi stjórnlaga- þings, að farið skuli í endurskoðun stjórnarskrár- innar með þessum hætti. Þá hafa verið gefnar ýmsar yfirlýsingar sem orka mjög tvímælis. Ég tel rétt að það liggi fyrir að öll skilyrði laga varð- andi þetta ferli séu óumdeilanlega uppfyllt, áður óheimilt að úthluta þeim frambjóðendum sæti á stjórnlagaþingi sem ekki náðu tilskildum at- kvæðafjölda, svokölluðum sætishlut. Því beri að ógilda kjörbréf þeirra fjórtán sem ekki náðu 3.167 atkvæða markinu og raunar einnig þeirra ellefu sem því náðu, því lög kveði á um að þingið skuli skipað 25 fulltrúum hið minnsta. Vigdís Hauksdóttir alþingismaður hefur viðrað sömu sjónarmið varðandi úthlutun sæta en lands- kjörstjórn hefur birt allsherjarnefnd Alþingis rökstuðning fyrir túlkun sinni. Kjósendur skulu afhenda Hæstarétti kærur vegna kosninganna innan tveggja vikna frá því nöfn kjörinna fulltrúa voru birt í Stjórnartíð- indum. Fresturinn rennur því út á morgun. Kærir framkvæmd kosninga  Kjósandi telur að kosningaleynd hafi ekki verið tryggð í stjórnlagakosningum  Talið að ágallar við framkvæmd kosninganna og úthlutun sæta varði ógildingu Morgunblaðið/Kristján Saltfiskur Kaupendur á Spáni og víð- ar við Miðjarðarhafið vilja hvítan fisk. Í framhaldi af banni á notkun fosfata við framleiðslu á saltfiski til neyslu í löndum Evrópusambandsins eru tvö verkefni brýnust að mati forsvars- manna Matís. Annars vegar að þróa lausnir við framleiðslu á saltfiski sem gætu komið í staðinn fyrir fosfat, til varðveislu á gæðum og lit. Hins vegar að skoða með framleiðendum og eft- irlitsaðilum hvort fosfat eigi heima á lista yfir aukefni eða verði viðurkennt sem tæknilegt hjálparefni við fram- leiðsluna. Notkun fosfata við framleiðslu á saltfiski var á sínum tíma svar við kröfu kaupenda á Spáni, Ítalíu og Grikklandi um hvítan fisk og þegar saltfiskur hefur verið útvatnaður eru efnin vart mælanleg. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, segist ekki þekkja til rannsókna sem bendi til þess að fosfat sé hættulegt í því magni sem notað er í saltfiski. Bann við notkun efnanna við verkun á saltfiski er gengið í gildi á Íslandi og í Noregi, en t.d. í Danmörku hefur verið veittur frestur fram í apríl og óljóst er hvað verður í Færeyjum. »9 Hugsanlegt að þróa aðrar leiðir við verkun á saltfiski Jólasveinarnir hófu að streyma til byggða um helgina, börnum landsins til ómældrar ánægju og tilhlökkunar. Þá fá allir sem hafa verið þægir eitthvað fallegt í skóinn sem skilinn er samviskusamlega eftir úti í glugga á hverju kvöldi til jóla. Það er aldrei að vita nema þessi ungi maður við Reykjavíkurtjörn hafi fengið þessa forláta jólasveinahúfu í skóinn í fyrri- nótt. Jólasveinn á tjarnarbakkanum Morgunblaðið/Eggert  Ögmundur Jónasson dóms- málaráðherra segir að sjálfsmorðs- árás íslamista í Stokkhólmi á laug- ardag hafi ekki breytt viðhorfi sínu gagnvart óskum um að íslenska lögreglan fái öflugri heimildir til forvirkra rannsókna. Hann hafi sem fyrr efasemdir um réttmæti slíkra ráðstafana sem hann óttast að muni grafa undan mannrétt- indum. „Það er mitt hlutverk að gera tvennt í senn: að stuðla að því að það sé tekið hér á alvarlegum glæp- um á markvissan hátt, hins vegar að standa vörð um mannréttindi,“ segir dómsmálaráðherra. »8 Sjálfsmorðsárás breytir ekki viðhorfi  Vegfarendur sem staldra við í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni ræða fátt meira þessa dagana en áformin um vegtolla á Suðurlandsvegi, „og menn fara alveg heljarstökk í skoðunum á þessu,“ segir Stefán Þormar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Litlu kaffistofunnar. „Það er alveg klárt mál eftir þetta síðasta útspil að þessir ráðamenn þjóðarinnar fá ekki mörg jólakort frá vegfarendum.“ Áætlanir um gjaldtöku vegna fjármögnunar stórframkvæmda í vegagerð byggjast á spá um 1% árlega aukningu umferð- ar til 2015 og 2% aukningu á ári upp frá því. »6 Fara heljarstökk í skoðanaskiptum um vegtollana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.