Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 heimili, fyrst í Álfheimum 64, síðar í Hlaðhömrum 3. Þar gat meðal annars að líta vönduð húsgögn, sum hönnuð af fyrsta flokks arkitektum. Smekk- vísi hvert sem litið var. Bryndís var kona mikilla skoðana, alin upp á góðu og gegnu sjálfstæð- isheimili, bróðurdóttir Magnúsar dómsmálaráðherra Guðmundssonar. Sagt var að faðir hennar væri eini bóndinn í Svínavatnshreppi sem aldr- ei stigi fæti inn í kaupfélagið á Blönduósi. Dóttirin fetaði samvisku- samlega í spor föður síns hvað pólitík varðaði en ólíkt rólyndi hans og hæg- læti var hún hvatvís og stríðin, orð- heppin og stundum hvöss í tilsvörum. Morgunblaðið var hennar og fram- sóknarmönnum las hún iðulega pist- ilinn. Marga sennuna háðu þau pabbi í eldhúsinu í Holti þegar hún hafði þar viðdvöl. Bæði nutu skaksins og fóru vítt um völl í leit að höggstað á hinu. Holtssystur voru þrjár, Björg elst, þá Sofía og loks Bryndís. Átta ár skildu Björgu og Bryndísi en mamma var mitt á milli. Nú er Björg ein eftir, háöldruð. Fyrir átta árum var haldið ættarmót þeirra systra. Af því tilefni setti Bryndís saman lýsingu á sjálfri sér í æsku og segir þar að „systur hennar hafi ekki alltaf verið hrifnar af því að þurfa að drasla henni á eftir sér, hálfsjónlausri, ævinlega á hausn- um og eltandi uppi alla drullupolla“. Guðbjörg Kristín Árnadóttir, amma hennar, var sú eina sem litla daman hlýddi tafarlaust og hún saknaði hennar mjög er hún var öll. Bryndís segir að sér hafi heldur leiðst „öll innivinna, vildi frekar vera úti, reka kýr, sækja hross og vera í smala- mennsku“. Bryndís naut ekki mikillar formlegrar skólagöngu, lífið og hversdagurinn var hennar skóli. Hún taldi að hver ætti að bjargast af sjálf- um sér og hvers kyns forsjárhyggja var eitur í hennar beinum. En um- hyggju átti hún næga. Bryndís var lífsglöð og félagslynd kona sem kunni vel að skemmta sér og naut þess að ferðast. Hún sigldi til dæmis með Gullfossi ásamt tveimur vinkonum sínum til Kaupmannahafn- ar árið 1955 og kunni vel að segja sög- ur af lífinu um borð. Bryndís og Valdimar fóru eina slíka siglingu saman auk þess að ferðast mikið inn- anlands. Við Ragnheiður áttum marga ferð- ina til Bryndísar og Valdimars á há- skólaárum okkar. Stundum var boðið í kvöldmat, gjarnan í smjörsteiktar lambakótelettur í brauðraspi, bornar fram með rjómasósu og öðru góð- meti. Á eftir var ís. Síðan var sest í stofu, spjallað og dreypt á margvís- legum guðaveigum. Sumar voru van- metnar af okkur yngra fólkinu á þeim árum en hafa öðlast verðugri sess með tímanum. Einnig áttum við ógleymanlegar stundir í Lands- bankabústaðnum við Álftavatn og miklu víðar. Samræður voru ávallt á jafnræðisgrunni, þær gerðu mann á sinn hátt fullorðinn. Bryndísi hitti ég síðast fyrir tæp- um tveimur mánuðum. Þá var lífs- löngun hennar á þrotum og líklega vissum við bæði að þar sæjumst við hinsta sinni. Henni þakka ég langa samfylgd, bækurnar um Grím grall- ara, páskaeggin og allt hvað eina, en þó ekki síst þann óendanlega áhuga sem hún ævinlega sýndi mér og mín- um. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Bragi Guðmundsson. Binna eins og við kölluðum hana var stór þáttur í lífi mínu en hún var systkinabarn við pabba, sem var sendur á heimili Binnu í Holti í Svína- dal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var bara 4 ára og nýbúinn að missa móður sína og dvaldist í eitt ár í Holti hjá föðursystur sinni Fannýju Jónd- óttur og Jóhanni Guðmundssyni manni hennar. Þótti honum mjög vænt um þennan tíma og það eru til hlýleg bréf sem fóru á milli þeirra Jó- hanns. Þeirra dætur voru Björg, Sofía og Bryndís. Þetta styrkti bönd- in á milli þeirra og voru alltaf mikil samskipti við þessar fjölskyldur síð- an. Ég var svo heppin að komast í sveit til Sofíu sem bjó áfram í Holti með fjölskyldu sína þegar faðir þeirra lést. Fanný og Binna fluttu til Reykja- víkur og bjuggu á Amtmannsstíg 6 í Reykjavík og í minningunni kom ég þangað stundum sem barn. Pabbi og Jón Geir bróðir hans leigðu herbergi hjá Fannýju og Binnu í nokkur ár á fimmta áratugnum þegar þeir voru ungir menn. Þar var oft glatt á hjalla og Binna kallaði föðurbróður minn alltaf Johnny síðan. Þegar þau þrjú hittust í veislum small greinilega eitt- hvað og þau hegðuðu sér eins og ung- lingar, fóru að tala á annan hátt og við hin vissum ekkert hvað var í gangi. Við hittumst svo öll á gamlárskvöld hjá afa Ásgeiri L. Jónssyni og Ágústu Vigfúsdóttur konu hans í Drápuhlíð- inni ásamt fleiri ættingjum. Binna kynnist síðan eiginmanni sínum Valdimar Bæringssyni og þau byggðu sér íbúð í Álfheimum 64 og voru ófáar heimsóknirnar þangað á þeirra glæsilega heimili. Síðar byggðu þau sér notalegt raðhús í Grafarvoginum og voru mjög ánægð þar. Binna var alltaf ákaflega glæsileg og smekkvís kona sem hélt sér alltaf vel. Gekk um í fallegum fötum og var vel máluð og með fallegt vel tilhaft hár. Það var aldrei nein undantekn- ing frá þessu þó að hún kæmi í Holt var hvergi slegið af og man ég hvað ég varð hugsi yfir eldrauða varalitn- um sem hún bar á sig í tíma og ótíma. Hugsa oft til þess að ég varð svo ekk- ert skárri sjálf þegar ég eltist þegar varalitur er annars vegar. Hún var nú ekki hrifin af bústörfum og tók engan þátt í þeim þegar hún var í Holti. Fannst skemmtilegast að drekka kaffi, reykja sígarettu og spjalla. Þau komu norður árlega í heim- sókn á sumrin þar sem var alltaf mjög annasamt um hásumarið en það var alltaf ferskur blær að sunnan þegar Binna kom. Þá var mikið rætt um pólitík en hún hafði mjög sterkar skoðanir og var helblár sjálfstæðis- maður fram í rauðan dauðann og hlustaði aldrei á neitt illt um Sjálf- stæðisflokkinn og fannst mikil skömm að því að vera framsóknar- maður, en það var Guðmundur Berg- mann Þorsteinsson, mágur hennar. Þegar ég tók þátt í pólitík fyrir nokkrum árum varð hún mjög reið þar sem vorum ekki sammála, þannig að ég þurfti að spyrja hana hvort hún ætlaði að hætta að vera frænka mín. Nei, það vildi hún nú ekki og þar með var málið útrætt. Fari hún í friði. Anna Geirsdóttir. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, CORNELÍA INGÓLFSDÓTTIR, Hrísmóum 1, Garðabæ, áður Háholti 15, Keflavík, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 13.00. Þór Helgason, Karl Jóhann Ásgeirsson, Ragnheiður Helga Gústafsdóttir, Þórólfur Ingi Þórsson, Eva Margrét Einarsdóttir, Jóhannes, Gabríel og Lilja. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MATTHÍAS BJÖRNSSON loftskeytamaður og kennari, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, sem lést miðvikudaginn 8. desember, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.00. Fjóla Guðjónsdóttir, Steingrímur Matthíasson, Karl V. Matthíasson, Oddný Soffía Matthíasdóttir, Einar Pálmi Matthíasson, Inga Nína Matthíasdóttir, Stefán Heimir Matthíasson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRHALLUR MAGNÚSSON fv. flugstjóri, Asparási 6, Garðabæ, lést sunnudaginn 12. desember. Hafdís Guðbergsdóttir. ✝ Okkar ástkæri, BIRGIR JÓNASSON frá Læk, Skógarströnd, Vallargötu 21, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudag- inn 9. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.00. Sólveig G. Sigfúsdóttir, Rafnar Birgisson, Guðrún G. Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Engilbert Valgarðsson, Valdimar Birgisson, Kristín Gyða Njálsdóttir, Sólveig Kanthi, Bryndís, Birgir, Arna og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERIKA BJÖRNSSON KOEPPEN, Þinghólsbraut 56, Kópavogi, lést sunnudaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 17. desember kl. 13.00. Erwin Pétur Koeppen, Dagmar Koeppen, Brynjar Bjarnason, Erwin, Ingimar, Angela og barnabarnabörn. „Ég er að fara á Starhagann, vill ein- hver koma með“? Pabbi er á leiðinni í heimsókn til Ingu. „Gúgúklukkan!? Jáhá! Bíddu eftir okkur, við erum að koma“! Þetta eru mínar fyrstu minn- ingar af Ingu og Starhaganum. Það var alltaf jafn gott og gaman að koma í heimsókn. Þegar ég var yngri hafði ég ekki hugmynd um hvernig Inga var skyld mér, og mér var alveg sama. Það sem skipti máli var að hún var yndisleg kona sem þótti vænt um okkur systur og var dugleg að segja okkur það og sýna. Hún var eins og ung amma okkar; uppáhaldsfrænka. Konan sem kennir manni lífskúnstir en passar þó að spilla manni með sæl- gæti og skemmtilegum sögu svo mað- ur gleymi hversdagsleikanum í augnablik. Ég hef ekki tölu á því hversu oft hún minntist á það hversu stolt hún var af Fjólu, og alltaf fylgdi á eftir hvað hún dáðist að móður okkar. Inga hafði orð á því að henni fyndist að mamma ætti skilið orðu. Ég man enn þann dag þegar ég fékk emailið frá Ingu þar sem hún sagði mér að hún hefði verið veik und- anfarnar vikur og nú vissu þeir hvað væri að. Krabbamein. Hjarta mitt brast. Inga sem aldrei reykti eða smakkaði vín og lifði svo heilsusam- legu lífi. Krabbamein, og af verstu sort í þokkabót. Mér fannst erfitt að fylgjast með úr fjarlægð en mikið er ég þakklát Kristínu fyrir færslurnar, fréttir sem engum þykir gaman að spyrja um en alltaf brenna á manni. Inga var mikil baráttukona og var Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir ✝ Ingibjörg Rann-veig Guðmunds- dóttir, formaður LÍV, fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1949. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 24. nóvember 2010. Útför Ingibjargar var gerð frá Nes- kirkju 3. desember 2010. ekki á því að gefast upp. Hún reis upp úr miklum veikindum og var komin í endurhæf- ingu. Mikið var ég glöð þegar ég fékk fyrsta emailið frá henni eftir að hún hóf endurhæf- ingu. Auðvitað komst hún í gegnum þetta! Hún er svo ákveðin og sterk. Stuttu síðar fékk ég skilaboð frá Sollu frænku um að Inga væri aftur orðin veik og lögst inn. Hreinskilin skilaboð um að ekki gangi nógu vel. Ha? En bíddu, hún var í endurhæfingu, búin í lyfja- meðferð. Henni var að batna! Með nokkurra klukkustunda fyrir- vara pantaði ég flug heim. Ég vissi að Inga væri mikið veik en mér brá að sjá hversu breytt hún var. Ég taldi mig nokkuð vana að umgangast veikt fólk í lyfjameðferð, en ég hafði aldrei séð breytinguna, á hversu skömmum tíma sprelllifandi fólk breytist í grátt, horað huldufólk. Ég hafði bara kynnst huldufólkinu á deildum spít- alans, eftir upphaf meðferðar. Ég þekkti það ekki fyrir, hvernig það leit út kannski þremur mánuðum áður. Eldsnemma morguns sáumst við í fyrsta skipti síðan í febrúar. Mikið var mér létt. Hún hafði sama góða húmorinn og ég vissi að undir gráu slikjunni var elsku Inga. Við vorum svo fegnar að sjá hvor aðra. Við höfð- um saknað hvor annarrar. Dagarnir á spítalanum voru yndislegir en erfiðir. Ómetanlegt var að vera hjá Ingu, inn- an um fjölskyldu og vini okkar. Inga var einstök kona. Laðaði að sér fólk, sama á hvaða aldri það er. Ég mun ævinlega vera þakklát for- eldrum mínum fyrir að hafa hjálpað mér heim til að kveðja Ingu. Lífsblóm hennar fölnaði ansi hratt. Kannski að það sé bara þannig; fallegu blómin lifa styst? Elsku Inga, takk fyrir allt. Þínar Guðrún María og Fjóla Rún Jónsdætur. Ég kynntist Ingibjörgu fyrir 4 ár- um þegar ég kom inn í skólanefnd Verslunarskólans sem formaður. Hún hafði setið þar í rétt rúmlega aldarfjórðung og því reynslunni rík- ari og þekkti málefni og sögu skólans mjög vel. Það var ljóst fyrir hvern Ingibjörg vann og fyrir hvað hún stóð, því í öll- um málum tók hún málstað þeirra sem minna mega sín eða knöpp hafa kjörin. Ingibjörg var mér mikil stoð og stytta og alltaf var hún tilbúin að leið- beina og koma með góð ráð. Alltaf þótti mér skemmtilegt og til eftir- breytni þegar þessi sterka og glæsi- lega kona tók upp púðrið og varalit- inn eftir að við höfðum borðað hádegismat á skólanefndarfundunum enda var hún mikil dama og ekki til í henni tepruskapur. Henni þótti ofur vænt um Versl- unarskólann og í vor þegar hún sagði mér að hún ætlaði aðeins að hægja á og hvíla sig tilkynnti hún mér jafn- framt að hún myndi aldrei yfirgefa Versló. Það er mitt mat að það hafi verið mikil gæfa fyrir skólann að jafn öflug kona og Ingibjörg hafi barist fyrir hagsmunum hans og velferð nemenda. Það var því afar ánægju- legt að geta upplýst Ingibjörgu örfá- um dögum fyrir andlát hennar að nið- urstaða væri nokkurn veginn komin í eitt baráttumál hennar fyrir skólann. Ég er jafnframt þakklát fyrir þessa stund sem ég átti með henni undir lokin. Ég minnist Ingibjargar með hlýju og þakklæti og tel mig lánsama að hafa fengið að kynnast henni og umgangast. Sendi ég drengjunum hennar og fjölskyldu samúðarkveðjur. Guð geymi þig, elsku Ingibjörg. Bryndís Hrafnkelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.