Morgunblaðið - 15.12.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 15.12.2010, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Dýrahald Labrador Retriever hvolpar. Hreinræktaðir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Tilbúnir til afhendingar. Verð kr. 160 þús. Upplýsingar í síma 695 9597 og í síma 482 4010. Atvinnuhúsnæði Fyrir heilbrigðisgeirann Til leigu 11m² vinnuherbergi í miðbæ Mosfellsbæjar, ásamt afnotum af: Móttöku,steril, kaffiaðstöðu og snyrt- ingu. Aðstaðan er vottuð af Heilb- rigðiseftirliti. Verð pr. mán. kr. 40.000. Uppl. Auður 893 8711. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhaldsstofan ehf. Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Vélar & tæki Bílalyftur - rafsuðutæki Vatnsdælur, rafstöðvar - varaafl- stöðvar - frábært verð - stærðir 2.5- 150 KW - Shine rafsuðuhjálmar - MIG-TIG MMA rafsuðutæki - 2, 3, 4 tommu vatnsdælur - Parsun utan- borðsvélar. www.holt1.is. BílaþjónustaHúsviðhald Parket er okkar fag í 26 ár Verið í góðum höndum Notum eingöngu hágæða efni Förum hvert á land sem er FALLEG GÓLF ehf - Sími 898 1107 www.falleggolf.is - golfslipun@simnet.is Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Hafðu fréttatímann þegar þér hentar Íslandsmótið í Butler Stefán Jóhannsson og Steinar Jónsson rótburstuðu andstæðingana í Íslandsmótinu í Butlertvímenningi sem fram fór um sl. helgi. Fengu 116 stig sem var 49 stigum meira en næsta par. Lokastaðan: Stefán Jóhannss. – Steinar Jónss. 116 Hrólfur Hjaltas. – Oddur Hjaltason 67 Hlynur Angantýss. – Jón Ingþórss. 62 Steinberg Ríkarðss. – Tryggvi Bjarnas. 46 Birkir Jón Jónss. – Jón Sigurbjörnss. 45 Guðbrandur og Friðþjófur Ís- landsmeistarar í sagnkeppni Íslandsmótið í sagnkeppni fór fram föstudaginn 10. des. Alls tóku átta pör þátt. Melduð voru 30 spil í tveimur lotum, 3½ mín. á spil. Loka- staða: Friðþj. Einars – Guðbr. Sigurbergs 202 Hrund Einarsd. – Ásgeir Ásbjörnss. 198 3. Björn Friðrikss. – Sverrir Þórisson 195,5 Pétur Gíslas. – Páll Þórsson 194,5 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 13. desember. Spilað var á 13 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N/S: Ólafur Gíslas. – Guðm. Sigurjónsson 376 Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 349 Örn Ingólfsson – Örn Ísebarn 349 Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánss. 340 Árangur A/V: Ragnar Björnss. – Ægir Ferdinandss. 385 Höskuldur Jónss. – Elías Einarsson 358 Hulda Mogensen – Óskar Ólafsson 351 Bergur Ingimundars. – Axel Láruss. 344 Eldri borgarar Akureyri Spilaður var tvímenningur á sex borðum hjá bridsklúbbi Félags eldri borgara á Akureyri 9. desember. Efstu pör í N/S: Sigurður Marteinss. – Helgi Buck 90 Gunnar Jóhannss. – Jóhannes Sigvs. 88 Andri Páll Sveinss. – Ólína Sigurjónsd. 79 Austur/vestur: Bragi Jóhannss. – Stefán Jónsson 104 Ósk Óskarsd. – Svanhildur Gunnarsd. 89 Guðrún Sigurðard. – Vera Sigurðard. 78 Meðalskor 80 stig. Jólamót Bridsfélags Reykjavík- ur verður minningarmót um Gylfa Baldursson Fimmtudaginn 30. desember verður haldið minningarmót um Gylfa Baldursson í Síðumúla 37, og hefst spilamennskan kl. 17. Spilaður verður Monrad-barómeter – 44 spil. Vegleg verðlaun ásamt flugeldum! Keppnisgjald 3.500 kr. á mann og eru væntanlegir þátttakendur hvatt- ir til að skrá sig tímanlega því þátt- taka er takmörkuð við 56 pör. Skrán- ing hjá BSÍ í síma 587-9360 og á bridge@bridge.is. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Elsku afi minn, Ég á eftir að sakna þín mjög mikið, og hefði svo sannarlega viljað eyða fleiri stund- um með þér áður en þú kvaddir. En nú ert þú hjá elsku kæru ömmu og ég veit að hún er ánægð að fá þig til sín. Ég hef margar minningar um þig frá barnæsku en sá lítið af þér síð- ustu 10 árin eftir að ég flutti úr landi. En þegar við hittumst síðustu jól gerðist eitthvað sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi. Við sát- um þarna í eldhúsinu þínu og þú sagðir mér söguna þegar þú byrjaðir að fljúga, tókst einkaflugmannspróf og keyptir flugvél að utan sem þú settir saman sjálfur hér heima og flaugst um allt landið. Þú varst æv- intýramaður. Saman fengum við okkur nokkur viskístaup og töluðum um allt milli himins og jarðar og svo minntumst við ömmu og þú sagðir mér hversu mikið þú saknaðir hennar. Mér fannst mjög sérstakt það sem þú sagðir við mig, um það hvenær þú og ég munum hittast næst. Því mun ég aldrei gleyma. Og síðan blikkaðir þú til mín, gafst mér olnbogaskot og brostir út að eyrum. Þetta samtal okkar fannst mér mjög merkilegt og jafnframt minnisstæðasta heimsókn sem ég hef átt í langan tíma. Carl J. Brand ✝ Carl J. Brandfæddist í Regina, Saskatchewan í Kan- ada 25. ágúst 1918. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. nóv- ember 2010. Útför Carls fór fram frá Fossvogskapellu 30. nóvember 2010. Við töluðum um að hittast aftur og ræða meira um gamla daga og um stríðsárin á Ís- landi en þú tókst þær sögur með þér í gröf- ina. Kannski sjáumst við aftur einn daginn og þá getum við tekið þráðinn upp á ný. Afi minn var algjör nagli. Einn hraustasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Ég leit upp til hans að mörgu leyti, annað var ekki hægt. Það voru svo margir hlutir sem voru sérstakir við hann. Mörg leyndarmál leyndust bak við grænu augun. Ég sakna þín, afi minn, þú og ég áttum mjög sérstaka stund saman. Ég kveð þig með kossi og elsku ömmu líka. Amanda Brand. Elsku afi minn. Afi var mjög sérstakur persónu- leiki á margan hátt. Hann var mjög ákveðinn maður og skipulagður í öllu sem hann gerði. Hann var með hlut- ina á hreinu og var mjög duglegur og farsæll í því sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem um var að ræða áhugamál eða vinnu. Hann hafði mikinn áhuga á bílum og garðyrkju og svo var hann mikill lestrarhestur og því mjög fróður enda mundi hann allt sem hann las og lærði. Ég þakka fyrir allar minningar sem við deildum saman, bæði góðum og slæmum. Ég kveð þig, afi minn, og vona að þú sért kominn á góðan stað þar sem þú hefur fundið frið. Alex Carl Davíðsson. ✝ Guðrún KatrínJónína Ólafs- dóttir fæddist í Keflavík 9. október 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykja- nesbæ 25. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún F. Hann- esdóttir, f. 14. maí 1907, d. 28. ágúst 2000, og Ólafur S. Lárusson, útgerð- armaður, f. 28. des- ember 1903, d. 28. júlí 1974. Systk- ini Guðrúnar eru Arnbjörn Hans, f. 1928, d. 1931, Jane Maria, f. 1929, Arnbjörn Hans, f. 1930, Lára Huld, f. 1932, d. 1934, Guðjón Gunnar, f. 1935, Lárus Hörður, f. 1935, d. 1983, Ólafur Hafsteinn, f. 1937, d. 1995, Bára Erna, f. 1939, Sigríður Karólína, 1943, Særún, f. 1946, og Reynir, f. 1948. Guðrún giftist 16. júní 1945 eft- irlifandi manni sínum Ásgeiri H. Einarssyni frá Ísafirði, f. 4.5. 1923. Foreldrar Ásgeirs voru Helga Margrét Jónsdóttir, f. 1894, d. 1973, og Einar Eyjólfsson, f. 1880, d. 1975. Börn Guðrúnar og Ásgeirs eru Guðrún, f. 1945, gift Vilhjálmi Jónssyni og eiga þau 4 börn, 8 barnabörn og 4 barnabarnabörn. Ólöf Birgitta, f. 1947, á hún 3 börn, 2 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Ása Margrét, f. 1948, gift Gísla Halldórssyni, eiga þau 2 börn, 6 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Auður, f. 1949, gift Jerry Yallaly og eiga þau 1 barn og 2 barnabörn, Hulda Sjöfn, f. 1951, gift Finnboga Eserasyni og eiga þau 3 börn og 5 barnabörn. Ólafur Sólimann, f. 1953, á hann 5 börn og 5 barna- börn Ásgeir, f. 1955, á hann 3 börn og 2 barnabörn. Svafa Hild- ur, f. 1956, á hún 2 börn og 2 barnabörn. Guðrún var fædd og uppalin í Keflavík þar sem hún gekk í Barnaskóla Keflavíkur og fór síð- an í Héraðsskólann á Laugarvatni. Guðrún og Ásgeir byrjuðu búskap sinn í Reykjavík en fluttu síðar til Keflavíkur þar sem þau bjuggu mestallan sinn búskap. Útför Guðrúnar hefur farið fram í kyrrþey. Hún Gunna Jóna systir er farin. Hún var elst okkar 12 systkina og það fimmta sem yfirgefur þessa jarðvist. Hún er komin til mömmu en þær voru alveg einstakar vin- konur. Þar sem Gunna var elst mæddi mest á henni að hjálpa til með yngri systkinin og hefur oft verið mikið að gera á stóru heimili. Mamma sagði alltaf að Gunna hefði verið einstaklega hjálpsöm, dugleg og hlýðin heima. Gunna Jóna var aðeins 19 ára þegar hún hitti stóru ástina í lífinu sínu, Ásgeir Einarsson, og þar fengum við einn bróður í viðbót en hann var sérstaklega góður við okkur systkinin. Þau eignuðust þau 8 börn, öll áður en Gunna varð þrítug. Gunna var afar myndarleg hús- móðir og vildi hafa allt slétt og strokið og börnin hennar nutu þess. Mamma launaði Gunnu alla hjálpina og voru elstu börn hennar alin upp eins og yngri systkini okkar. Eftir að Gunna og Ásgeir fóru á dvalarheimilið Hlévang fórum við systurnar til þeirra á laugardögum og rifjaði þá Gunna gjarnan upp sögur frá gamalli tíð eins og þegar mamma frétti af fataefni rétt eftir stríð, en þá var allt skammtað og sendi Gunnu til að bíða í röð og kaupa efni í föt á börnin, Gunna keypti efnið ekki bara fyrir sig heldur líka í skyrtur á strákana og pabba og kjóla á okkur stelpurnar. Var til þess tekið hvað hún var myndarleg og með glæsilegan barnahóp. Jana systir og hún hafa verið samferða í gegnum allt lífið, ef þær bjuggu ekki hlið við hlið þá var það á sitthvorri hæðinni. Eftir að þær fóru á sitthvort dvalar- heimilið var oft hringt og farið í heimsóknir þá sjaldan er aðstæður leyfðu og er missir Jönu því mikill. Það var oft gaman í gamla daga þegar elstu stelpurnar komu heim til að hjálpa mömmu rétt fyrir jól að baka og eins og flestir vita þá heyrist vel í okkur. Oftar en ekki kom pabbi fram á stigapallinn og kallaði: „Guðrún, áttu ekki mann og börn heima?“ var þá hlegið meira en reynt að hvíslast á. Gunna Jóna reyndist okkur systk- inunum einstök systir og hafi hún þakkir fyrir. Við sendum börnum hennar og eiginmanni og okkur öllum sam- úðarkveðjur. Hvíldu í friði, elsku systir, og sjáumst síðar. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Fyrir hönd Sólimanns systkin- anna, Særún. Ef það er einhver sem fær mann til að minnast sín með hlýhug út yfir gröf og dauða, þá er það manneskja sem var góð við mann þegar maður var barn. Í mínum huga fellur Guðrún Katrín Jónína Ólafsdóttir eða Gunna Jóna undir þá skilgreiningu. Ég kynntist Gunnu Jónu fyrir rúmlega hálfri öld þegar vinskapur hófst með mér og Auði dóttur hennar. Þrátt fyrir að Gunna Jóna hafi sjálf alið af sér átta börn var alltaf pláss á heimilinu fyrir vini barna hennar og alltaf var til nóg af skúffutert- um og bakkelsi sem manni var boðið upp á. Ég minnist Gunnu Jónu sem konu sem var létt í lund og eilítið stríðin. Hún naut þess að gera at í okkur, hégómlegum ung- lingunum, meðal annars með því að setja plötur á fóninn með lögum sem okkur þótti á þeim tíma há- mark hallærisleikans og söng há- stöfum með. Eins hafði hún sínar skoðanir á strákum sem snigluð- ust, eins og hún orðaði það, í kringum okkur stelpurnar og fannst smekkur okkar í þeim efn- um ekki alltaf skynsamlegur. Gunna Jóna var röggsöm kona og stundum hvein í þessari elsku svo undir tók og þótti engum skrítið, því mikið var að gera á stóru heimili og skoðanir oft skiptar. Þar var ekki lognmollunni fyrir að fara. Á þeim tíma sem Gunna Jóna ól upp börnin sín var ekki mikið vöruúrval á Íslandi og saumuðu konur flest föt á börnin. Rétt er hægt að ímynda sér hvílík vinna það hefur verið á barnmörgum heimilum. Því tók Gunna Jóna sig til og skellti sér til Glaskó í versl- unarleiðangur, trúlega ein af fyrstu íslensku konunum sem það gerðu. Þegar heim var komið dró hún upp úr pússi sínu hin fínustu föt. Meðal annars dró hún upp for- láta hvíta golftreyju sem hún rétti mér með þeim orðum að hún vildi gefa mér veganesti í gegnum nám mitt í Hjúkrunarskóla íslands, sem henni þótti mikið til koma og hvatti hún mig ávallt til dáða. Svona var Gunna Jóna. Hún gleymdi engum og kom peysan góða að miklum notum á margri næturvaktinni. Gunna Jóna átti stórt hjarta og lét sig ekki muna um einn kepp í sláturtíðinni þó að hún hefði um nóg annað að hugsa. Ég er þakklát fyrir það góða fólk sem varð á vegi mínum í Keflavík bernsku minnar. Ærlegt fólk eins og Gunna Jóna, hennar góði maður og þeirra góðu börn, gaf mér veganesti út í lífið sem reyndist vera dýrmætara en allt heimsins gull. Hvíl í friði. Auður Guðjónsdóttir. Guðrún Katrín Jónína Ólafsdóttir Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánu- dag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfara- rdag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minn- ingagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.