Morgunblaðið - 15.12.2010, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.12.2010, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Heilsa & hreyfing Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heilsu og hreyfingumánudaginn 3. janúar. –– Meira fyrir lesendur S ÉR B LA Ð Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 21. desember. Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2011. Meðal efnis verður: • Hreyfing og líkamsrækt • Vinsælar æfingar • Bætt mataræði • Heilsusamlegar uppskriftir • Andleg vellíðan • Bætt heilsa • Ráð næringarráðgjafa • Hugmyndir að hreyfingu • Jurtir og heilsa • Hollir safar • Ný og spennandi námskeið • Bækur um heilsurækt • Skaðsemi reykinga • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum  Sagafilm gefur út tvær sjón- varpsþáttaraðir á mynddiskum nú fyrir jól í samvinnu við Senu, gam- anþættina Martein og réttar- dramað Rétt II. Í Marteini segir frá veitingahússeiganda og sam- skiptum hans við eiginkonu sína og besta vin. Réttur II er framhald þáttanna Réttur en í þáttunum glíma lögmenn við erfið mál. Marteinn og Réttur II gefnir út á DVD Fólk Í gær hófust sýningar í Bíó Paradís á útskriftar- verkefnum nemenda í Kvikmyndaskóla Íslands. Þar verða sýnd samtals 95 kvikmyndaverk af öll- um toga, stuttmyndir, sjónvarpsþættir og upp- tökur. Auglýst hafði verið að verkin yrðu sýnd í beinni útsendingu á vef skólans en af því verður ekki. „Ekki náðist að ganga frá einstaka rétt- indamálum vegna sýninga á myndunum í Bíó Paradís á netinu og því var ákveðið að láta eitt yfir alla ganga og sýna myndirnar „off-line“ í bíóinu eingöngu,“ segir Hilmar Oddsson, skóla- stjóri Kvikmyndaskóla Íslands. „En þótt verkin verði ekki sýnd í beinni á netinu verður bein út- sending á netinu með viðtölum, fréttum og fleira.“ Í Kvikmyndaskóla Íslands eru um 150 nem- endur á fjórum námsbrautum. Meðal útskriftar- nema í ár eru nemendur sem þegar hafa unnið til verðlauna í innlendum og alþjóðlegum sam- keppnum. „Já, það eru mikil efni í þessum skóla og ég vil hvetja fólk til að sjá myndirnar í Bíó Paradís en útskriftin sjálf fer fram á laugardag- inn,“ segir Hilmar. Áætlað er að við næstu út- skrift verði búið að ganga frá öllum réttinda- málum vegna sýninga myndanna þannig að hægt verði að sýna frá þeim við hverja útskrift í fram- tíðinni. „Það er í samræmi við þá stefnu skólans að vera sýnilegri. Þess vegna höfum við til dæm- is undirritað samstarfssamning við RÚV um að taka myndir úr skólanum til sýninga, en sjón- varpsstöðin mun bæði taka til sýninga mynd um skólann og myndir nemenda.“ borkur@mbl.is Útskrift úr Kvikmyndaskóla Íslands Morgunblaðið/Jim Smart Skólastjórinn Hilmar Oddsson.  Tónlistarmaðurinn Nico Muhly gaf nýverið út tvær plötur, I Drink the Air Before Me og A Good Und- erstanding. Sú fyrri er gefin út af Bedroom Community í samvinnu við útgáfurisann Decca Classics og er nú komin í verslanir hér á landi. I Drink the Air Before Me hefur að geyma tónlist við samnefnt dans- verk dansflokks Stephens Petron- ios og kom upphaflega út þann 6. september á heimasíðu Bedroom Community. I Drink the Air Before Me komin til landsins  Gylfi Ægisson heldur tónleika á Faktorý annað kvöld og hefjast þeir kl. 22. Gylfi ætlar að flytja mörg af sínum vinsælustu lögum og ekki er ólíklegt að „Sjúddírarírei“ verði þar á meðal. Húsið verður opnað kl. 21. Próflokadjamm með Gylfa Ægissyni Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Harðkjarnasveitin Cave In var eitt af leiðarljósum stefnunnar um og eftir miðjan tíunda áratuginn; óhrædd ævintýrasveit og ákveðin í því að binda sig ekki við nein höft sem stefnan bauð svo sannarlega upp á. Það er því mikill hvalreki að hugmyndasmiður sveitarinnar, Steve Brodsky, skuli heiðra landann með nærveru sinni, en hann ætlar að spila sólósett á skemmtistaðnum Só- dómu annað kvöld. Blaðamaður heyrði í kauða. Sigur Rós var það -Hví ertu að koma til Íslands? „Ég hef bara séð flugvöllinn í milliflugstoppum fram að þessu. Fal- lega hönnuð flugstöð og allt það en það telst vart vera alvöru heimsókn. Eftir að hafa séð Sigur Rósar- myndina (Heima) heillaðist ég af landslaginu og arkitektúrnum líka. Það verður síðan gaman að drekka í sig tónlistina hjá ykkur en ég hef litla innsýn í hana verð ég að við- urkenna.“ -Nú er Cave In talin ein af áhrifa- mestu harðkjarnasveitum allra tíma. Hvernig líður þér með það? „Tja …við vorum a.m.k. ekki hræddir við að leggja effekta-tæki við tærnar á okkur og nota þau eins og við gátum til að ná fram nýjum og öðruvísi tónum og hljómi. En sveitir eins og Neurosis voru samt að prófa eitthvað svipað á undan okkur. En ég veit það ekki …mér hefur alltaf fundist að fólk ætti aldrei að van- meta mátt hins óvænta.“ Áskorun -En af hverju ertu að spila einn með kassagítarinn? „Það er eitthvað við það að ná full- um sal af fólki á sitt band, vopnaður kassagítar og rödd, sem heillar mig. Ted Leo, Elliott Smith, Neil Young; allt er þetta fólk sem ég lít upp til. Ég er alls ekki að bera mig saman við þessa snillinga, ég er samt sem áður mjög hrifinn af þeirri nálgun sem þeir beita.“ -Einhverjir myndu segja að tón- listin sem þú flytur einn sé æði langt frá því sem Cave In er að gera. Ertu sammála því? „Reyndar spila ég nokkur Cave In-lög í þessum sólósettum. Sum lögin virðast virka vel þannig. En í guðanna bænum, ekki koma á tón- leikana og búast við „unplugged“ út- gáfu af Cave In. Þá eiga menn eftir að verða fyrir gríðarlegum von- brigðum!“ Tónleikar Steve Brodsky fara fram á Sódómu Reykjavík annað kvöld kl. 21. Sóló Steve Brodsky, leiðtogi Cave In og söngvaskáld, heiðrar Íslendinga með nærveru sinni. Maður, gítar, rödd  Steve Brodsky, leiðtogi hinnar goðsagnakenndu Cave In, heldur sólótónleika á Sódómu  Heillaðist af landslagi og arkitektúr Íslands þegar hann sá Heima myspace.com/stevebrodsky

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.