Morgunblaðið - 28.01.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.01.2011, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fræðilegur möguleiki er á því að hægt sé að rekja hvernig einstakir kjósendur vörðu atkvæði sínu í kosn- ingunum til stjórnlagaþings. Það er hins vegar háð svo mörgum og marg- háttuðum skilyrðum að hann telst ekki sennilegur, að mati landskjör- stjórnar. Hæstiréttur taldi að sú ákvörðun að númera atkvæðaseðl- ana í hlaupandi númeraröð bryti í bága við ákvæði laganna um leynd kosninga. Það var eitt af allmörgum atriðum sem leiddi til þeirrar niður- stöðu að kosningin var ógilt. Atkvæðaseðlar í stjórnlagaþings- kosningunum voru með auðkennis- tákni á bakhlið. Það fólst í strika- merki og númeraröð. Fram kom undir lok umfjöllunar Hæstaréttar um kæru Þorgríms S. Þorgrímsson- ar að númer seðlanna byrjuðu á 100.001 og enduðu á 378.000. Fulltrúar yfirkjörstjórnar höfðu ekki kannast við það að atkvæðaseðl- arnir væru í hlaupandi samfelldri númeraröð, þegar hæstaréttardóm- ari spurði um það við munnlegan málflutning. Formaður yfirkjör- stjórnar leiðrétti þann misskilning í bréfi til réttarins daginn eftir. Í þágu öryggis Í lögunum um stjórnlagaþing er kveðið á um að auðkennistákn skuli vera á atkvæðaseðlum. Það er gert vegna rafrænnar talningar at- kvæðanna. Landskjörstjórn sagði að strika- merkingin væri eingöngu í þágu ör- yggis við framkvæmd kosninganna. Í greinargerð dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins var tekið fram að landskjörstjórn hefði gert athugunar á framkvæmd rafrænnar talningar, einkum á Englandi, Skot- landi og Írlandi, og þar hefði komið fram að merking kjörseðla væri for- senda rafrænnar talningar. Slíkt auðkenni væri bundið við seðilinn sjálfan og ekki rekjanlegt til kjós- enda. Listar með nöfnum kjósenda Því var því haldið fram í kæru Þor- gríms að númerun kjörseðla væri andstæð bæði skráðum og óskráðum meginreglum um að kosningar skuli vera leynilegar. Vakin var athygli á því að seðl- unum hefði verið dreift til kjördeilda í númeraröð og það væri því rekj- anlegt úr hvaða kjördeild þeir kæmu. Þá hefðu þeir væntanlega einnig verið afhentir kjósendum í númeraröð. Þá segir í greinargerð lögmanns kærandans að vitað sé að í sumum kjördeildum hafi kjörstjórn- ir skráð nöfn kjósenda á lista jafn- óðum og þeir kusu. Ef einhver hefði haldið til haga slíkum lista og núm- eraröð seðla væri hægt að rekja at- kvæði til einstaka kjósenda. Landskjörstjórn hélt því eigi að síður fram að „útilokað“ hefði verið að rekja hvernig einstakir kjósend- ur vörðu atkvæði sínu. Eingöngu væri til staðar fræðilegur möguleiki sem væri háður svo mörgum og margháttuðum skilyrðum að hann teldist ekki sennilegur. Til þess að unnt sé að halda því fram að leynd kosninganna hafi verið rofin telur landskjörstjórn að einhver verði að búa yfir upplýs- ingum um auðkennisnúmer kjör- seðils tiltekins kjósanda, hafa átt möguleika á því að komast í gagna- grunn landskjörstjórnar meðan á kosningunum stóð eða að þeim loknum eða að komast í kjörgögnin sjálf. Til viðbótar þyrfti viðkomandi að hafa þekkingu á gerð strika- merkisins, geta tengt auðkennis- númer seðilsins við tiltekinn ein- stakling og hafa lágmarksþekkingu á uppbyggingu og notkun gagna- grunna. Í bága við lög Í ákvörðun sinni um gildi kosn- inganna, varðandi þetta atriði, töldu dómarar Hæstaréttar að með því að merkja atkvæðaseðlana í samfelldri hlaupandi töluröð, til við- bótar strikamerki, væri í reynd afar auðvelt að færa upplýsingar sam- hliða nöfnum kjósenda þannig að rekja mætti til númera seðla sem þeir höfðu fengið. Þetta fyrirkomu- lag hefði farið í bága við ákvæði um leynilegar kosningar í lögunum um stjórnlagaþing en það væri í sam- ræmi við grundvallarákvæði stjórn- arskrárinnar um opinberar kosn- ingar. Erfitt að rekja atkvæðin  Atkvæðaseðlar merktir í hlaupandi númeraröð og nöfn kjósenda skráð á lista  Fræðilegur möguleiki að rekja hvernig einstakir kjósendur vörðu atkvæði sínu Morgunblaðið/Golli Talning Unnið við talningu atkvæða í stjórnlagaþingskosningunum. Meðferð gagna » Landskjörstjórn lítur svo á að um varðveislu og förgun kjörgagna eigi að fylgja ákvæð- um laga um kosningar til Al- þingis. » Það þýðir að allir notaðir kjörseðlar og kjörskrár eru varðveitt undir innsigli. At- kvæðum verður síðan eytt þeg- ar þeirra er ekki lengur þörf vegna kærumála.. » Persónuvernd hefur ekki fjallað um þetta mál, sam- kvæmt upplýsingum frá stofn- uninni, enda hafi það verið og sé til umfjöllunar hjá öðrum aðilum. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Helgi Bjarnason Guðmundur Sv. Hermannsson Innanríkisráðherra segir eðlilegt að spurt sé um ábyrgð í umræðum um ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings, þetta sé alvarlegt mál sem snúi að al- mannahag. Í því sambandi þurfi að beina sjónum að þremur aðilum, Hæstarétti sjálfum, löggjafanum og þeim sem sáu um framkvæmd kosn- inganna. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra flutti Alþingi í gær munn- lega skýrslu um framkvæmd kosn- inga til stjórnlagaþings. Fór hann yfir nokkur atriði en boðaði jafn- framt að ýtarlegar skýringar yrði að finna á vef innanríkisráðuneytisins. Margir tóku þátt í umræðunni sem stóð fram eftir degi. Niðurstöðunni verður hlítt Ögmundur sagði að ákvörðun Hæstaréttar yrði ekki véfengd. Nið- urstöðunni yrði að sjálfsögðu hlítt. „Það þýðir ekki að Hæstiréttur sé hafinn yfir gagnrýni enda fer nú fram eðlileg umræða í þjóðfélaginu og í hópi lögspekinga og almennings og á Alþingi um niðurstöðu Hæsta- réttar og lögin sem hann byggir á.“ Nefndi hann að framkvæmd kosn- inganna hefði ekki verið kærð á þeim grundvelli að úrslit hefðu orðið á annan veg ef framkvæmdin hefði verið önnur og ekkert komið fram um að það væri raunin. „Þess vegna kom það mér á óvart, í ljósi ríkra al- mannahagsmuna, að Hæstiréttur skuli hafa komist að þessari niður- stöðu,“ sagði Ögmundur. Sagði hann einnig nauðsynlegt að beina sjónum að löggjafanum, Alþingi, sem bæri ábyrgð á lagasetningunni. Einnig til þeirra sem framkvæmdu lögin, eink- um dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytinu og landskjörstjórn sem í þessum kosningum hefði fengið umfangsmeira hlutverk en í almenn- um þingkosningum, en einnig til sveitarfélaganna sem önnuðust framkvæmdina. Biðst afsökunar Róbert Marshall, þingmaður Sam- fylkingarinnar og formaður allsherj- arnefndar Alþingis, sagðist vilja biðja þjóðina afsökunar á þeim mis- tökum, sem orðið hefðu við setningu laga um stjórnlagaþing og kosningar til þess. „Það breytir ekki því að ábyrgðin er okkar, stjórnarmeirihlutans, þeirra sem samþykktu lögin, þeirra fjögurra flokka sem komu að því að setja þessa löggjöf í gegn. Ég fyrir mitt leyti finn til ábyrgðar yfir þeim fjármunum sem fóru í súginn í þessum efnum og mér finnst ég skulda þjóðinni afsökun- arbeiðni og geri það hér með, biðst afsökunar á mínum þætti í þessu máli. En ég er líka tilbúinn til að mæta kjósendum mínum með þetta mál á ferilskránni,“ sagði Róbert. Beina þarf sjónum að öllum sem bera ábyrgð á málinu  Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir Hæstarétt ekki hafinn yfir gagnrýni Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Margir þingmenn tóku til máls í umræðu um skýrslu innanrík- isráðherra um framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings. „Þetta mál snýst á þessu stigi fyrst og fremst um ábyrgð. Héð- an frá þinginu, frá ríkisstjórn, ætti með réttu að tala til þjóð- arinnar og biðjast afsökunar á klúðrinu sem var,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í umræðu um skýrslu innanríkisráðherra. Hann sagði að þess í stað kysi innanríkisráðherra að beina sjónum fólks frá þeim sem bæru hina pólitísku ábyrgð í málinu. Hann hefði reynt að halda því fram að Hæstiréttur hefði komist að rangri nið- urstöðu. Vakti Bjarni athygli á því að aðilum málsins hefði gef- ist kostur á að koma sjón- armiðum sínum á framfæri í Hæstarétti, meðal annars í munnlegum málflutningi, og þeim hefði verið hafnað. Sex dómarar hefðu verið sam- mála um að óhjá- kvæmilegt væri að ógilda kosninguna. Annars sagðist Bjarni ekki taka þátt í þessari umræðu með innarík- isráðherra sem væri í einhverskonar mál- flutningi fyrir þjóð- inni gagnvart Hæsta- rétti. Snýst um ábyrgð BJARNI BENEDIKTSSON Ögmundur Jónasson Á fundi umhverf- is- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur á þriðjudag sl. var samþykkt einróma tillaga um að gangandi vegfarendum yrði gefinn rýmri tími en áður til að komast yfir umferðargötur á grænu ljósi. Úttekt sérfræðinga á göngu- ljósum í borginni var kynnt á fund- inum að ósk ráðsins. Þar kom m.a. fram að gangandi vegfarandi á gönguhraðanum 4,3 km/klst kemst aðeins 60% leiðar sinnar yfir götu áður en rauði karlinn birtist. Gang- andi vegfarendur hafa þó meiri tíma til að komast yfir því rautt ljós er einnig á bifreiðar. Lengja tíma til að komast yfir götu Í dag, föstudag, kl. 12.30 flytur Guð- mundur Þórðarson erindi um löngu og keilu á Íslandsmiðum. Erindið verður flutt í fundarsal á 1. hæð í Skúlagötu 4. Allir eru velkomnir. Í erindinu verður farið yfir stofnþróun, veiðar og rannsóknir á löngu og keilu á Íslandsmiðum. Sér- staklega verður fjallað um stofnmat en niðurstöður stofnstærðarlíkana benda til að hugsanlega muni stofn- ar þessara tegunda halda áfram að stækka á næstu árum ef vel tekst með stjórn veiða. Langa og keila Arnold Bjarnason hefur fært Land- spítala að gjöf háþróaðan krans- æðablóðflæðimæli sem notaður verður við hjartaskurðlækningar. Verðmæti gjafarinnar er um 13 milljónir króna án virðisauka- skatts. Tækið er nýjung sem eykur enn gæði kransæðahjáveituaðgerða og gerir aðgerðirnar öruggari fyrir sjúklinga. Tækið gefur háskarpa mynd af kransæðum, krans- æðaþrengslum og æðatengingum sem gerðar eru í aðgerðinni. Það hjálpar því til við að ná hámarks- árangri og lágmarka áhættu við kransæðaskurðaðgerðir. Gaf spítalanum tæki Góð gjöf Arnold Bjarnason og Bjarni Torfason læknir. Ljósið, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð, Kraftur, stuðnings- félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og Styrkt- arfélag krabbameinssjúkra barna, hafa undirritað samning um áfram- haldandi formlega samvinnu. Félögin bjóða upp á sameiginlega vetrardagskrá fyrir fólk á aldrinum 18-29 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Hópurinn hittist annan hvern fimmtudag og gerir sér dagamun. Fundirnir hafa farið fram í húsa- kynnum félaganna eftir þörfum og eru þeir tilvalið tækifæri til þess að hitta fólk og eiga góða kvöldstund. Arion banki hefur verið bakhjarl verkefnisins. Erna Magnúsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Höskuldur H. Ólafsson og Óskar Ö. Guðbjartsson undirrituðu samkomulagið. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Krabbameinsfélög endurnýja samstarf STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.