Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 11
er við að nota staðbundin hráefni en grænmeti og kryddjurtir eru keyptar af svæðinu í kring svo og blómaskreytingar á staðnum. Kaffihúsið er í nýrri byggingu sem tekin var í notkun síðastliðið vor en undir sama þaki er einnig rekin verslun með garð- og prjónavörur en á döfinni er að reka þar einnig upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Kaffihúsið er í alfaraleið og segir Michal nýja brú yfir Hvítá hafa gefið mörg ný tækifæri og opnað svæðið mjög mikið. Paradís fyrir fjölskyldufólk Þau Michal og Bozena hafa búið og starfað á Flúðum allt frá því að þau fluttust hingað til lands fyrir tæpum 15 árum. En það var slæmt atvinnuástand í heimland- inu Póllandi sem fyrst bar þau hingað til lands. Michal segir Flúðir afar hent- ugan stað fyrir fjöl- skyldufólk og lýsir staðnum sem algjörri paradís. Þar sé allt til alls, leik- og grunn- skóli, íþróttahús og sundlaug. Öll fjöl- skyldan kemur að rekstrinum en Michal segir börnin vera mjög spennt að hjálpa til bæði með því að afgreiða og elda. Nú er kaffihúsið ein- göngu opið um helgar en frá apríl verður opið alla daga frá morgni til kvölds. Kósí Á Café Mika er hægt að fá sér kaffi og konfekt eða köku með. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011                                                                                                                                                                                     Það er ekki víst að lyf séu einasvarið og getur reynst vel aðleita frekar í ísskápinn við ýmsum kvillum. Svo segir í nýlegri grein í breska blaðinu Independent. En þar segir meðal annars að stökk bein, þunglyndi, timburmenn og hár blóðþrýstingur séu meðal þess sem meðhöndla megi með réttu mat- aræði. Burt með svarta skýið Finnir þú fyrir depurð og þung- lyndi ku vera best að innbyrða kjöt og fisk, egg og linsubaunir. Í raun eru allar matarafurðir sneisafullar af próteini einna besta vopnið úr mat- arbúrinu til að halda andlegri vanlíð- an í skefjum. Rannsóknir hafa sýnt að amínósýran tryptophan, sem finna má í próteini, geti bætt líðan fólks. En efnið myndar heilaboðefnið sero- tonin í heilanum. Eins er mikilvægt að borða meira af feitum fiski en í honum eru ómega 3 fitusýrur, sem einnig má finna í hnetum. Þessar fitusýrur eru heilanum nauðsynlegar til að geta starfað almennilega og sýnt hefur verið að þeim sem ekki innbyrða nægilegt magn af þeim er hættara við að þjást af þunglyndi. Gróft korn ætti líka að vera á mat- seðlinum, allt frá höfrum til gróf- kornabrauðs. Það gefur líkamanum orku sem fer smám saman út í líkam- ann og hindrar að blóðsykurinn falli en það getur leitt til þess að fólk verði hnuggið. Unninn matur ætti ekki að vera á matseðli þeirra sem þungi sækir að en ferskur matur, ávextir og grænmeti og annað hefur sýnt sig að hafi betri áhrif bæði á líkama og sál. Ekkert egg og beikon Eins og það er oft gaman að skemmta sér er líðanin daginn eftir oft ekkert sérlega notaleg. Þú vaknar og það fyrsta sem þú hugsar um er stór diskur af eggi, pylsum og beik- oni. Helst öllu því sem er steikt. Helsta vandamálið við slíkan þynnkumat er það að við borðum hann of seint. Til að koma í veg fyrir þynnkuna eða minnka hana er í fyrsta lagi mikilvægt að borða vel áð- ur en haldið er af stað í glauminn. Eitthvað dálítið feitt og sveitt er ágætt í því tilviki þar sem slíkur mat- ur fóðrar magann vel og hægir á inn- töku alkóhólsins í líkamann. Daginn eftir á þetta hins vegar ekki að vera á matseðlinum því þá snýst dæmið við og matur í feitari kantinum getur gert illt verra í magann. Skiptu líka kaffinu út fyrir vatn og reyndu ef þú getur að byrja daginn á smoothie eða ávaxtasalati. Bananar og kíví er best því það kemur kalíummagni lík- amans aftur á rétt ról. Lækninga leitað í ísskápnum Höfuðverkur Ekki er gaman að vakna þunnur daginn eftir djamm. Kíví gott við þynnku Á Café Mika er bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða gestum til drykkjar þykkt og heitt súkkulaði líkt og tíðkast t.d. á Spáni og Ítalíu. Þessi súkku- laðidrykkur er ekki jafn þunnur og sá sem við þekkjum best heldur líkist einna helst súkku- laðisósu. Á Spáni er súkkulaðið borið fram með churros, djúp- steiktu bakkelsi sem stundum er líka fyllt með súkkulaði eða annars konar fyllingu. Hafa gestir kaffihússins tekið vel í þessa nýjung að sögn eig- anda. Þykkt heitt súkkulaði AÐ SPÆNSKUM SIÐ Ný dönsk rannsókn sýnir að rauð- hært fólk þolir betur húðsviða en aðr- ir. Aðrar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þeir eru viðkvæmari fyrir kulda, taka ver við húðdeyfingu, fá meiri verki í tennur, eru hræddari við tannlækna og hættara við því að fá MS-sjúkdóminn og legslímuflakk en aðrir, skv. frétt Forskning.no. Þá sýna rannsóknir að rauðhærðir veikjast oftar en aðrir vegna D-vítamínskorts. Á hinn bóginn hafa vísindin fundið út að rauðhærðir þola rafstuð betur en aðrir, taka betur við deyfingu sem er sprautað beint í blóðið og verkja- stillandi lyf virka betur á þá en aðra. Danska rannsóknin sýndi að rauð- hærðir þola betur brennandi verk sem er framkallaður með því að sprauta virka efninu í chilli (capsaic- in) undir húðina á þeim og virðist efnið í raun vernda þá gegn sársauka. Sársaukaskyn rauðhærðra öðruvísi en annarra Þola betur brennandi húðsviða Reuters Sterkur Hinn rauðhærði Carrot Top er varla nein veimiltíta varðandi sársauka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.