Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Sudoku Frumstig 3 6 1 3 5 9 8 2 2 8 9 4 1 6 2 1 8 6 8 5 4 9 2 9 3 5 7 2 6 1 6 5 1 2 9 6 1 5 9 9 4 1 2 2 8 1 2 7 4 9 1 4 2 1 4 2 3 1 8 5 4 9 7 3 6 6 5 2 9 4 6 1 8 9 4 9 7 8 3 2 6 5 4 1 1 5 3 4 9 7 8 2 6 6 2 4 8 5 1 7 9 3 7 8 6 2 3 9 4 1 5 3 9 5 7 1 4 6 8 2 4 1 2 5 6 8 3 7 9 8 3 1 6 7 2 9 5 4 2 6 7 9 4 5 1 3 8 5 4 9 1 8 3 2 6 7 1 9 4 5 3 8 2 7 6 2 3 7 6 4 9 1 8 5 6 5 8 7 1 2 9 4 3 4 8 2 1 9 3 6 5 7 3 1 6 8 5 7 4 9 2 9 7 5 4 2 6 3 1 8 8 2 1 3 7 4 5 6 9 5 6 9 2 8 1 7 3 4 7 4 3 9 6 5 8 2 1 5 6 1 9 8 4 2 3 7 8 7 9 2 5 3 4 1 6 4 2 3 7 6 1 5 9 8 7 3 8 6 4 9 1 5 2 9 1 2 8 3 5 6 7 4 6 5 4 1 7 2 9 8 3 3 4 7 5 9 6 8 2 1 2 8 5 4 1 7 3 6 9 1 9 6 3 2 8 7 4 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 23. febrúar, 54. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Hann veitti sálum vor- um lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66, 9.) Árnastofnun hefur skorið uppherör gegn bókstafnum ufsilon – y – í landanöfnum. Víkverji tók fyrst eftir þessu þegar allt í einu var hætt að skrifa Kenýa og farið að skrifa Kenía. Og nú er það Líbýa, sem á ekki að skrifa Líbýa heldur Líbía. Víkverji áttar sig ekki á því með hvaða rökum stafsetningu þess- ara landaheita hefur verið breytt og verður að viðurkenna að honum finnst stinga í augu að lesa Kenía og Líbía. Víkverji veltir því fyrir sér hvernig ákvörðun hafi verið tekin um þessa stafsetningu. Var skipuð nefnd til að fjalla um málið? Var send fyrirspurn til stjórnvalda í þessum löndum? Var jafnvel tekið slembiúrtak og gerð könnun á því hvort íbúum þessara landa þætti sérlega ógeðfellt að Íslendingar skrifuðu heiti þeirra með stafnum ufsilon. x x x Víkverji bíður nú eftir því aðEgyptaland verði skrifað Egiptaland, Sýrland ritað Sírland og Þýskaland stafsett Þískaland. Síðan liggur vitaskuld beint við að Nýja Sjáland verði Níja Sjáland. Þá finnst Víkverja einnig sérlega vel af sér vikið að koma því til leiðar að Chile skuli ekki lengur skrifað Chile, heldur Síle. Þegar maður sér orðið Síle standa eitt og sér þarf neðanmálsgrein til að útskýra hvað átt er við. Kunningi Víkverja var spurður hvort hann vissi eitthvað um Síle og kvaðst vera best að sér um hornsíle. x x x Fyrst Víkverji er farinn að skrifaum íslenskt mál stenst hann ekki mátið að nefna breytingu, sem orðið hefur á tungutaki skíðamanna. Nú tala bara gamalmenni um að fara í plóg í skíðabrekkunum, unga fólkið talar um pítsu. Ástæðan mun vera sú að þegar verið er að segja ungum skíðamönnum til sjá þeir engan veg- inn fyrir sér hvað átt gæti verið við þegar þeim er sagt að fara með skíð- in í plóg. Allir vita hins vegar hvern- ig pítsusneið lítur út. Síðan er efni í annan pistil hvort skrifa eigi pítsa eða pizza. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fars, 4 ritverkið, 7 dáin, 8 slarks, 9 reið, 11 framkvæmt, 13 bera sökum, 14 trúarbrögð, 15 þegnar ríkis, 17 spils, 20 bók, 22 óhreinkaði, 23 stallurinn, 24 sjúga, 25 líkamshlutar. Lóðrétt | 1 hungruð, 2 broddur, 3 drabbari, 4 eymd, 5 matreiða, 6 nirf- ilsháttur, 10 gangi, 12 tíma- bil, 13 lítil, 15 rakt, 16 logið, 18 veslingur, 19 kvennafn, 20 skrifa, 21 skaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 greinileg, 8 fögur, 9 lútur, 10 una, 11 stafn, 13 námum, 15 hross, 18 Óttar, 21 kul, 22 lítri, 23 æskan, 24 mannvitið. Lóðrétt: 2 rigsa, 3 iðrun, 4 illan, 5 eltum, 6 ofns, 7 hrum, 12 fis, 14 ást, 15 héla, 16 ostra, 17 skinn, 18 ólæti, 19 takki, 20 renn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Bc4 Rf6 5. e5 d5 6. Bb5 Re4 7. Rxd4 Bd7 8. Bxc6 bxc6 9. O-O Be7 10. f3 Rc5 11. Rc3 O-O 12. Be3 Hb8 13. b3 a5 14. Rce2 Re6 15. f4 c5 16. Rf5 d4 17. Bd2 a4 18. Reg3 He8 19. Rh5 Bf8 20. Dg4 Kh8 21. Rh4 d3 22. c3 Rd4 23. f5 Re2+ 24. Kh1 Hxe5 25. Bg5 Dc8 26. Dc4 Hxf5 27. Rxf5 Bxf5 28. Dxf7 Bg6 29. Df3 axb3 30. axb3 Bd6 31. Rf4 Rxf4 32. Bxf4 h6 33. Bxd6 cxd6 34. Dg3 De6 35. Hae1 Be4 36. Hf4 d2 37. Hd1 Dxb3 38. Hff1 Dc2 39. Dxd6 Hb2 40. De5 Bd3 41. Hg1 c4 42. h3 Hb3 43. De3 Hb2 44. De5 Db3 45. Ha1 Hb1 Staðan kom upp í Skákþingi Reykja- víkur, Kornax-mótinu, í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Guðmundur K. Lee (1585) hafði hvítt gegn Ólafi G. Jónssyni (1900). 46. Ha7! Hxg1+ 47. Kh2! Hxg2+ 48. Kxg2 Bf1+ 49. Kh2 Db8 50. Dxb8+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Yfirsjón. A-NS. Norður ♠ÁD65 ♥– ♦Á10954 ♣K976 Vestur Austur ♠743 ♠8 ♥ÁKDG6 ♥10742 ♦72 ♦DG863 ♣Á43 ♣G105 Suður ♠KG1092 ♥9853 ♦K ♣D82 Suður spilar 6♠. Sennilega hefði David Bakhashi átt að trompa út gegn spaðaslemmunni. En örlögin fyrirgáfu honum þá yfirsjón með því að úthluta suðri ♠2 frekar en ♠8. Spólum til baka. Spilið er frá úrslita- leik NEC-bikarsins, síðustu lotunni. Eftir pass í austur og suður vakti Bak- hashi á 2♥. Sögnin er veik samkvæmt kerfinu, en hann var í frjálsri stöðu í þriðju hendi. Norður doblaði og David Gold í austur stökk í 5♥. Kínverjinn Wang Kui sagði 5♠, sem makker hans lyfti í slemmu. Útspil: ♥Á. Wang Kui trompaði, fór heim á ♦K og spilaði laufi að blindum. Bakhashi dúkkaði og ♣K átti slaginn. Nú er best að henda laufi í ♦Á og trompa tígul með ♠2. Ef það gengur fást 12 með víxltrompun. En örlögin tóku í taum- ana og Wang Kui fór tvo niður. 23. febrúar 1927 Sveinbjörn Sveinbjörnsson tón- skáld lést, 79 ára. Hann bjó lengst af í Edinborg. Svein- björn samdi á annað hundrað tónverk en er þekktastur fyrir lofsönginn „Ó, Guð vors lands!“ 23. febrúar 1987 Konur voru aðalfulltrúar á Búnaðarþingi, í fyrsta sinn í sögu Búnaðarfélags Íslands frá stofnun þess árið 1899. Þetta voru Ágústa Þorkelsdóttir og Anna Bella Harðardóttir. 23. febrúar 1992 Skuttogarinn Krossnes frá Grundarfirði fórst á Hala- miðum. Níu manns af tólf manna áhöfn var bjargað. Þetta var fyrsti íslenski skut- togarinn sem sökk. 23. febrúar 2005 Tilkynnt var að Sigurjón Birg- ir Sigurðsson, Sjón, hlyti bók- menntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir bókina Skugga-Baldur. Fimm Íslend- ingar höfðu áður hlotið þessi verðlaun. 23. febrúar 2007 Lánshæfisfyrirtækið Moody’s gaf íslensku viðskiptabönk- unum hæstu mögulegu ein- kunn. Hálfu öðru ári síðar fóru þeir í þrot. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Þórður B. Þórðarson, fyrrverandi brunavörður á Keflavíkurflugvelli, tekur sér ekki frí frá líkams- ræktinni þótt hann sé nú í fríi á Gran Canaria, einni af Kanaríeyjum, heldur er tíður gestur í hót- elsundlauginni og fer í gönguferðir. Þórður hefur lagt mikla áherslu á hreyfingu og heilsurækt frá því hann hætti að reykja 26 ára gamall. Hann hljóp mikið og í 31 ár fór hann á tveimur jafnfljótum frá heimili sínu í Njarðvík upp á Keflavíkurflugvöll, sama hvernig viðraði. Hann stundar enn hreyfingu, syndir, gengur og lyftir lóðum. „Ég er kominn í sundið klukkan hálfsjö á morgnana í sundlauginni í Njarðvík. Við félaganir syndum alltaf í svona 40 mínútur. Svo fer í lyftingar í hádeginu á sama stað 3-4 sinn- um í viku,“ segir hann. Mikil vellíðan fylgi góðri æfingu. Þórður var á yngri árum afkastamikill blóðgjafi, sá fyrsti sem gaf oftar en 100 sinnum blóð en alls urðu blóðgjafirnar 142. Ferðin til Kanaríeyja var farin í tilefni þess að hann verður sjötug- ur í dag. Í kvöld fer hann ásamt eiginkonu sinni og litlum hópi vina og ættingja á veitingastað. „Við ætlum bara að eiga góða stund saman, borða góðan mat og drekka góð vín.“ runarp@mbl.is Þórður B. Þórðarson er sjötugur Syndir og gengur í fríinu Hlutavelta  Ásta Fanney Hreiðarsdóttir, Anna Helga Jó- hannsdóttir og Freydís Glóð Vi- borg héldu tom- bólu hjá Grímsbæ og söfnuðu 5.000 kr. sem þær gáfu Rauða krossi Ís- lands. Flóðogfjara 23. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.44 0,3 9.54 3,8 16.03 0,5 22.24 3,7 8.57 18.26 Ísafjörður 5.52 0,1 11.50 2,0 18.11 0,1 9.09 18.24 Siglufjörður 2.09 1,2 8.04 0,0 14.36 1,2 20.30 0,2 8.53 18.06 Djúpivogur 0.55 0,0 6.55 1,9 13.05 0,2 19.19 2,0 8.28 17.54 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er gott að hafa reynsluna í huga, þegar áætlanir eru gerðar um framtíðina. Farðu eftir ráðleggingum vinar þíns því þær gætu komið sér vel í framtíðinni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Mundu að öll mál hafa tvær hliðar, ef ekki fleiri. Hvers vegna að hafa áhyggjur þeg- ar maður man ekki hvað maður gerði í gær? (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Eðlisávísun þín leiðbeinir þér á öruggar slóðir þó að þú vitir ekki af hverju þér stafaði hætta. Vertu óhrædd/ur því mál- in munu ganga upp. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Í dag er ákjósanlegt að gefa sig á tal við einhverja áhrifamikla persónu. En ef þú tekur sjálfan þig ekki of alvarlega og skoðar málið í öðru ljósi muntu geta hlegið innilega. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert svo sannarlega með nóg á þinni könnu núna, þú sækir fundi og ferð á mannamót. Reyndu að halda ró þinni. Leit- aðu leiða til að bæta útlit þitt og framkomu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Yfirleitt á maður ekki að trúa orð- rómi, en þér finnst sem að þessu sinni geymi hann sannleika. Gott hjá þér að sinna þér betur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vertu óhrædd/ur við að létta af þér þeim hlutum, sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Betur sjá augu en auga, þótt þú sért svo sjálfráð/ur um hvað þú gerir. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ættir að njóta samvista við vini og kunningja. Ef maður bindur sig of fast við niðurstöðuna sem maður þráir, hindrar maður jafnvel annað betra í að eiga sér stað. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú átt erfitt með að einbeita þér að hlutunum og dettur auðveldlega í dag- drauma. Einhverjir vilja gera þér grikk. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það gerist ekkert í fjármálum þín- um, nema þú takir þér tak og komir skikki á hlutina. Nýttu þér sköpunargáfu þína. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Samræður við maka og nána vini eru í alvarlegri kantinum um þessar mundir, en á sama tíma innihaldsríkar og hagnýtar. Með hækkandi sól birtir í huganum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér er legið á hálsi fyrir að láta starf- ið ganga fyrir öllu. Ræddu við yfirmanneskj- una ef þig vanhagar um eitthvað. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.