Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nemendur og kennarar bygginga- deildar Iðnskólans í Hafnarfirði vinna nú að endurbyggingu Krýsu- víkurkirkju og er stefnt að því að flytja hana tilbúna á sinn stað á næsta ári. „Vonandi í maí eða júní,“ segir Hrafnkell Marinósson, deild- arstjóri og byggingastjóri fram- kvæmdanna með meiru. Hugsað til framtíðar Hrafnkell segir að bruni kirkj- unnar hafi snert marga enda hafi hún verið hluti af tilveru svæðisins og hann hafi strax séð endurbygg- ingu hennar fyrir sér sem gott verkefni fyrir nemendur í bygginga- deild Iðnskólans. „Bæði til þess að viðhalda gömlu og góðu handverki og eins til þess að bæta atvinnu- ástand ungs fólks.“ Hann segir mik- ilvægt að efla íslenskt handverk og viðhald á gömlum byggingum og komist ungt fólk ekki á námssamn- ing verði skólar og yfirvöld að bregðast við. Það hafi alltaf verið erfitt en sé nú útilokað og það gangi ekki að stöðva ungt fólk, sem vilji læra þetta fag, vegna þess að það komist ekki í 18 mánaða starfsþjálfun. Skólinn hafi því brugðist við stöðunni og sent erindi til menntamálaráðu- neytisins um hvort mögulegt væri að vera með svona verk- efni og það kæmi til styttingar á starfsþjálf- un. Allir hafi skilning á málinu en svar hafi ekki borist. Um 12 til 15 nemendur koma að endursmíðinni. Verkefnið fór af stað strax eftir brunann í fyrra, þegar byrjað var að teikna innanstokksmuni kirkj- unnar. Þjóðminjasafnið átti teikn- ingar af kirkjunni frá 2002 og þegar búið var að vinna grindarteikningar og afla efnis, m.a. úr gömlu hús- unum á horni Lækjargötu og Aust- urstrætis í Reykjavík, hófust fram- kvæmdir í skólanum í haust sem leið. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Hrafnkell. „Verkefnið er ein- tóm hamingja.“ Vinafélag Þeir sem vilja gerast stofnfélagar í Vinafélagi Krýsuvíkurkirkju geta gert það með því að leggja 1.500 kr. stofnframlag inn á söfnunarreikning sem stofnaður hefur verið í Íslands- banka. Númer hans er 545-14- 402800, kennitala 620110-1160. Þeir sem leggja inn stofnframlag fyrir 27. febrúar nk. teljast stofnfélagar Vinafélagsins. Verkið eintóm hamingja  Krýsuvíkurkirkja endurbyggð eftir brunann 2010 og stefnt að vígslu 2012  Nemendur og kennarar við Iðnskólann í Hafnarfirði viðhalda gömlu handverki Morgunblaðið/Árni Sæberg Endurreisn Um 15 nemendur auk kennara við byggingadeild Iðnskólans í Hafnarfirði koma að endurbyggingu Krýsuvíkurkirkju. Gróflega má áætla að rekja megi rúmlega helming af kostnaði við viðhald og við- gerðir á þjóð- vegum til um- ferðar vöruflutninga- bifreiða. Ef horft er til allrar þungaumferðar má áætla að rekja megi um tvo þriðju af þessum kostnaði til henn- ar. Þetta kemur fram í svari inn- anríkisráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þing- manns Hreyfingarinnar, um um- ferðarslys og vöruflutninga á þjóð- vegum. Þungaumferð er talin vera um 8% af heildarumferð. Þá kemur fram að fjárveiting til viðhalds vega árið 2011 sé 4.679 millj. kr. Gróflega megi áætla að rekja megi rúmlega helming af þessum kostnaði til vöruflutningabifreiða, en ef horft er til allrar þungaum- ferðar megi áætla að rekja megi um tvo þriðju af þessum kostnaði til hennar. 175 banaslys á tíu árum Þá kemur fram í svarinu að 175 banaslys hafi orðið í umferðinni frá og með desember 2000 til og með nóvember 2010. Þar af séu 28 banaslys þar sem vörubílar komu við sögu. Helmingur viðhalds- kostnaðar vegna vöruflutningabíla Alls fækkar um 107 starfsmenn á ellefu heilbrigðisstofnunum vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011, þar af eru 92 þeirra sem missa vinnuna konur. Stöðugildum fækkar hins vegar um 86,7. Þetta kemur fram í svari velferð- arráðherra við spurningu þing- manns Framsóknarflokksins. Sig- urður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks, spurði Guðbjart Hannesson velferðarráðherra um fækkun starfa á heilbrigðisstofn- unum vegna niðurskurðar í fjár- lögum 2011. Samkvæmt svörum ráðherrans fækkar um flesta starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eða um 35, þar af 32 konur. Þar á eftir kemur Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga en þar missa þrettán störf sín. Fækkar um 107 heil- brigðisstarfsmenn Kristján Jónsson kjon@mbl.is Dæmi eru um að bílaumboð hafni algerlega að lagfæra endurgjaldslaust galla sem koma fram í bíl ef liðin eru meira en tvö ár frá því að bíll- inn var keyptur. Í neytendakaupalögum er tekið fram að bæta skuli kaupanda óeðlilega galla á vöru sem gera megi ráð fyrir að endist í allt að fimm ár. Kærunefnd lausafjár- og þjón- ustukaupa hefur fallist á að ýmsir íhlutir í bíl- um falli undir þessa reglu en niðurstöður nefndarinnar eru ekki bindandi fyrir umboðin. „Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt ger- ist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt við- taka,“ segir í neytendakaupalögunum. Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir að lagaákvæðin um ábyrgð á göllum í dýrum tækjum séu mjög víð- tæk og ávallt hljóti að koma upp matsatriði. Ef notuð væri upptalning mætti hugsanlega túlka lögin sem svo að ábyrgðin ætti eingöngu við þá hluti sem gagngert væru nefndir í textanum. Almenna reglan í Evrópu mun vera að ábyrgð á dýrum tækjum gildi í tvö ár, aðeins í Noregi er gildistíminn fimm ár. Ljóst er að ábyrgðin á nýjum bílum tekur ekki til aug- ljósra slithluta eins og hjólbarða og bremsu- klossa, einnig gildir hún ekki ef um greinilega vanrækslu af hálfu eiganda er að ræða. Heim- ildarmenn segja að umboðin geri án efa að skilyrði að eigandinn komi með bílinn í reglu- bundna skoðun sem oft er dýr en getur hins vegar tryggt að gripið sé inn áður en kostn- aður við viðgerð fer úr böndunum. Verksmiðjuábyrgð hefur frá því í fyrra gilt í fimm ár á öllum bílum frá Toyota- umboðinu. Hjá Heklu býðst kaupendum á nýj- um bílum að bæta við sérstakri bilanatrygg- ingu sem tryggingafélagið Vörður selur. Þýskir gæðabílar bila líka Kona í Reykjavík sem keypti dýran þýsk- an gæðabíl árið 2008 er mjög ósátt við umboð- ið. Bilun varð í svonefndum fjarlægðarskynj- ara í bílnum og var henni sagt að hún yrði sjálf að greiða fyrir viðgerðina en neitaði því. Hún benti fyrirtækinu á fimm ára regluna en fékk það svar að erlendi framleiðandinn veitti að- eins tveggja ára verksmiðjuábyrgð. Vegna ágreiningsins hefur ekki enn verið gert við bílinn enda hefur ekki náðst sam- komulag um að verkstæði umboðsins taki bíl- inn til meðferðar. Konan hefur kannað stöðu sína hjá m.a. Neytendasamtökunum. Þess skal getið að umboðið hefur nú sagt konunni að kannað verði hjá verksmiðjunni í Þýskalandi hvort hún muni, þrátt fyrir allt, bæta gallann. En fyrst vill umboðið fá bílinn til að greina gallann og verði niðurstaðan í Þýskalandi kon- unni í óhag verður hún sjálf að borga fyrir greininguna. Fjarlægðarskynjari brást og allt í hnút  Sum bílaumboð hafna því að bæta galla ef liðin eru meira en tvö ár frá kaupum á nýjum bíl  Deilt er um túlkun á lögum um ábyrgð á göllum í dýrum tækjum og íhlutum þeirra Morgunblaðið/Atli Vigfússon Traustur Sumir eðalvagnar eru fyrir löngu dottnir úr allri ábyrgð framleiðanda. Margar kvartanir » Kærunefnd lausafjár- og þjónustu- kaupa fjallar um ágreining um réttindi og skyldur í tengslum við lausafjárkaup, þjónustukaup og neytendakaup. Hún er vistuð hjá Neytendastofu. Nefndina skipa einn fulltrúi Neytendasamtakanna, annar frá Samtökum um verslun og þjón- ustu og loks hlutlaus sérfræðingur. » Niðurstöðum nefndarinnar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en kæruaðilar geta að sjálfsögðu lagt ágreining sinn fyrir dómstóla. » Nefndin afgreiddi alls 161 beiðni um álit í fyrra og vörðuðu 59 þeirra með ein- hverjum hætti bifreiðar, oftast nýjar. Flestar voru beiðnirnar vegna galla á bílunum eða meintra galla á viðgerð. » Langflestar kvartanir vegna nýrra bíla voru vegna eins umboðs sem hafnar algerlega að ábyrgð geti gilt lengur en í tvö ár, segir í skýrslu nefndarinnar. Í greinargerð Guðmundar Lúth- ers Hafsteinssonar um Krýsu- víkurkirkju og stefnumótun um endursmíði kemur fram að kirkju sé fyrst getið í Krýsuvík í kirknatali frá um 1200. Síðasta Krýsuvík- urkirkja var byggð 1857 og var hún afhelguð 1929. Kirkjuhúsið var end- urvígt 1964 og var við- gerð langt komin þegar kveikt var í kirkjunni 2. janúar 2010 og hún brann til grunna. Sviptingar KRÝSUVÍKURKIRKJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.