Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 ✝ Ásdís Eyjólfs-dóttir var fædd í Reykjavík 14. desember 1921. Hún lést á heimili sínu 6. janúar 2011. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Árna- dóttur, f. 3. nóv. 1899, d. 16. júní 1974, og Eyjólfs Júlíusar Brynjólfs- sonar, f. 25. júlí 1891, d. 5. sept. 1973. Þau bjuggu á Smyr- ilsvegi 28, í Reykjavík. Ásdís var 3. í röð 10 systkina. Þau eru: 1) Brynjólfur, f. 1919, d. 2006. 2) María Bóthildur, f. 1920, d. 1991. 4) Margrét, f. 1924. 5) Guðrún, f. 1925. 6) Ingvar, f. 1926, d. 1927. 7) Ing- unn, f. 1928. 8) Tryggvi, f. 1930, d. 2010. 9) Haraldur Gísli, f. 1931. 10) Matthías, f. 1934. Ásdís giftist 6. mars 1943 Þorsteini Þorsteinssyni, f. 8. júlí 1918, d. 21. feb. 1975. For- eldrar Þorsteins voru þau Ást- ríður Oddsdóttir og Þorsteinn Guðlaugsson. Ásdís og Þor- og þau eiga Þórhall Axel og Kristínu Maríu. Þröstur á fyrir Önnu Margréti. 2) Ásta Bryn- dís, f. 1.12. 1945, d. 12. október 1998. Börn hennar og Ástráðs B. Hreiðarssonar eru: a) Arnar í sambúð með Rikke Marie Jen- sen og dóttir þeirra er Ásta Marie. b) Ásdís Jenna, gift Ke- vin Kristófer Buggle, c) Þor- steinn Hreiðar, kvæntur Berg- lindi Þ. Árnadóttur og eiga þau Benedikt Árna og Júlíu Mar- gréti. 3) Hafdís Björg, f. 25. apríl 1955, gift Flemming Korslund og þau eiga Julie og Bjarke. Að námi loknu stundaði Ás- dís ýmis verslunarstörf, m.a. sem verslunarstjóri Gard- ínubúðarinnar um langt árabil og rak síðan eigin verslun, Körfuna, á horni Hofsvallagötu og Ásvallagötu. Síðustu 16 starfsárin starfaði hún sem fulltrúi á Skattstofu Reykjavík- ur, eða til ársins 1991. Ásdís tók virkan þátt í félagsstarfinu á Aflagranda, svo sem handa- vinnu allskonar ásamt postu- línsmálun. Útför Ásdísar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 23. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. steinn hófu búskap á Fálkagötu í Reykjavík og bjuggu lengst af á Hofsvallagötu með- an Þorsteinn lifði en fyrir liðlega 20 árum flutti Ásdís að Aflagranda 40. Ásdís og Þorsteinn eignuðust 3 börn, þau eru: 1) Víg- lundur Reynir, f. 19.9. 1943, kvæntur Kristínu M. Thorarensen. Börn Víglundar og Sigurveigar I. Jónsdóttur eru: a) Jón Þór kvæntur Birnu Ósk Björnsdóttur og eiga þau Björn Inga og Egil Gauta. b) Þorsteinn kvæntur Lilju Karls- dóttur og eiga þau Söru Ósk, Sóleyju Björk og Evu Bjarkey. c) Björn í sambúð með Helgu Árnadóttur og eiga þau And- reu Öldu, Unni og Ara Björn. Börn Kristínar: a) Axel Örn Ár- sælsson, kvæntur Sif Stanl- eysdóttur og þau eiga Stanley Örn, Birni Stein og Styrmi Loga. b) Ásdís María Ársæls- dóttir, gift Þresti Þórhallssyni Móðir mín Ásdís Eyjólfsdóttir lést á heimili sínu 6. febrúar sl. Andlát hennar var friðsælt. Hún var af þeirri kynslóð Reykvík- inga sem sá Reykjavíkurbæ breytast í borg. Hún var fróð kona og fylgdist vel með í þjóð- málum allt sitt líf. Hún kunni margar sögur um menn og mál- efni frá liðnum árum sem gaman var að heyra hana segja frá. Hún var alin upp á Grímsstaðaholti, á Smyrilsvegi 28, í stórri og sam- hentri fjölskyldu. Systkinin voru alls tíu en níu komust til fullorð- insára. Æskuheimilið var alltaf á meðan afi og amma lifðu, mið- depill allrar fjölskyldunnar, og var það fastur háttur á sunnu- dögum að koma við á Smyrils- veginum, þiggja veitingar og hitta ættingjana. Þarna var oft glatt á hjalla á þessum árum. Móðir mín lagði þarna grunn- inn að mikilli ættrækni sem ein- kenndi hana alla hennar ævi. Hagur fjölskyldunnar var henni alltaf ofarlega í huga hvort sem um var að ræða okkur systkinin, okkar börn eða aðra fjölskyldu- meðlimi. Faðir minn, Þorsteinn, og móðir mín giftust árið 1943 og hófu sinn búskap á Grímsstaða- holtinu, á Fálkagötu 18, þar sem bæði systkini mín eru fædd. Þau fluttust síðan í Vesturbæinn, bjuggu þar fyrst á Bræðraborg- arstíg og síðan á Hofsvallagötu. Þau voru mjög samhent, m.a. um að skapa gott og öruggt heimili fyrir sína fjölskyldu. Þeim var það kappsmál að við systkinin fengjum góðan uppvöxt og við vissum að alltaf var stuðning- urinn til staðar ef við þyrftum á honum að halda. Við vissum líka að við þyrftum að standa við okkar mál og takmörk. Þetta má segja að hafi verið það verð- mætagildi sem einkenndi okkar uppeldi og sem einkenndi þau bæði. Móðir mín varð ekkja 53 ára gömul. Faðir minn greindist með krabbamein haustið 1974 og dó af völdum þess árið eftir. Sjúk- dómur og dauði hans var móður minni sár og erfið lífsreynsla. Ennþá sárari var reynslan þó þegar sagan endurtók sig rúm- um tuttugu árum seinna og sami sjúkdómurinn lagði Ástu systur í gröfina langt um aldur fram. Þá sorg yfirvann hún aldrei að fullu. Hún starfaði hjá Skattstofu Reykjavíkur frá árinu 1976 þar til hún sjötug að aldri lét af störfum. Eftir það tók hún virk- an þátt í starfsemi félagsmið- stöðvarinnar á Aflagranda þar sem hún bjó. Hún vann mikið við hannyrðir og föndur ýmislegt. Fjölskyldan naut góðs af og margir af þeim gripum sem hún gerði eignuðust börn og barna- börn og á seinni árum, lang- ömmubörnin sem hún naut mjög samskipta við og sem hún var af- ar stolt af. Móðir mín var þó ekki allra. Hún var að mörgu leyti baráttu- manneskja og hafði ákveðnar skoðanir á bæði mönnum og málefnum. Ég mun minnast hennar sem stoltrar konu sem vel hefði getað tekið undir orð Hallgerðar langbrókar um að engin hornkerling vildi hún vera. En ég mun einnig minnast henn- ar sem mildrar móður sem alltaf var reiðubúin með huggun og hjálp þegar ég þurfti þess með. Ég mun einnig muna hana fyrir lífsvilja og áhuga fyrir stóru og smáu i umhverfi sínu. Það er mér gleði að vita að mín börn náðu að kynnast henni og njóta samskipta við hana bæði á Íslandi og í Danmörku. Hafdís Björg Þorsteinsdóttir. Kæra Adda amma er látin. Minningarnar eru margar og ljúfar. Snemma þótti mér skemmtilegt að koma í heimsókn á Hofsvallagötu 16, þar fékk ég óheftan aðgang að fjölda bóka á kvöldin er Adda amma brá sér yfir ganginn og sá um þrif á útibúi Borgarbókasafnsins í aukavinnu. Síðar flutti amma þaðan, þó ekki langt enda sann- ur Vesturbæingur og festi hún kaup á huggulegri íbúð á Afla- granda 40. Höfum við átt marg- ar góðar stundir þar, síðast nú um jólin er við fjölskyldan vor- um stödd á Íslandi. Adda amma tók ávallt vel á móti okkur með miklum kræsingum og er kíkt var í léttan hádegismat til henn- ar dugði sjaldnast minna en hamborgarhryggur og brúnaðar kartöflur ásamt heimagerðum eftirmat. Skýr fyrirmæli um að hafa ekki of mikið fyrir okkur virti hún jafnan að vettugi enda lét Adda amma ekki vel að stjórn. Að hafa fyrir Öddu ömmu var hins vegar stranglega bann- að. Langömmubörnin sín elskaði hún mjög og fóru Benedikt Árni og nýjasti fjölskyldumeðlimur- inn Júlía Margrét ekki varhluta af því. Amma hafði mjög gaman af því að spjalla og leika við börnin sem kunnu vel að meta það. Ekki leiddist Benna litla heldur að ganga að ísblómunum vísum í frystinum. Lífið fór ekki alltaf vel með Öddu ömmu. Rúmlega fimmtug varð hún ekkja er Steini afi lést fyrir aldur fram. Haustið 1998 reið annað áfall yfir er móðir mín Ásta Bryndís lést, einnig langt fyrir aldur fram. Sorginni deildum við systkinin með Öddu ömmu og færði það okkur án efa enn nær henni. Áföllin höfðu eðlilega mikil áhrif á ömmu en þrátt fyrir þau stóð hún styrk enda mjög einörð. Eftir að amma lét af störfum hjá skattstofunni fann hún sig svo um munaði í hvers kyns handavinnu og prýða verk henn- ar heimili okkar sem og börnin tvö sem njóta ullarfatanna í hin- um kalda sænska vetri. Má í raun segja að hún hafi allt árið unnið að undirbúningi jólagjafa, á handavinnustofunni var hún í essinu sínu. En nú er Adda amma farin og ég á eftir að sakna þess að sötra kaffi hjá henni á Aflagrandan- um, sakna þess að fara með henni í danskt smurbrauð á Jómfrúnni og spjalla um lífið í Reykjavík á árum áður. Öll skemmtilegu símtölin eru að baki. Minningin um sterka og góða konu lifir og hana munum við hlýja okkur við. Hvíldu í friði, elsku Adda amma. Þorsteinn H. Ástráðsson og fjölskylda. Amma Adda lifði tímana tvenna, og gott betur. Ég man fyrst eftir mér á Hofsvallagöt- unni, sennilega dagana sem afi Steini var að kveðja, árið 1975. Þá rak amma litla töfraverslun á horninu á Hofsvallagötu og Ás- vallagötu. Þar var hægt að kaupa allt milli himins og jarðar, svona eins og í lítilli Harrods, að minnsta kosti í augum lítils drengs. En við fráhvarf afa tók amma nýjan kúrs, lærði að aka bíl, 54 ára gömul, réð sig til nýrrar vinnu á Skattstofunni og tókst á við auknar byrðar af æðruleysi og krafti. Það var gott að vita af ömmu í húsinu með stóru myndinni þegar leiðin lá í bæinn, þangað var maður alltaf velkominn. Dugnaðurinn einkenndi ömmu allt til dauðadags. Hannyrðir og ýmiss konar aðrar listir áttu hug hennar allan á efri árum og af- köstin voru ótrúleg. Hafist var handa við jólagjafalistann í jan- úar enda fjölskyldan stór. Ótal fallegir hlutir eru í dag á heimili okkar til minningar um ömmu um ókomin ár. Við Helga höfum verið að spyrja börnin okkar hvaða minn- ingar amma skilur eftir sig. List- inn er langur en orð tengd um- hyggju, gjafmildi og hugmyndaríki er meðal þess sem þau oft nefndu. Ari Björn skilur enn ekki merkingu dauðans en hugur hans er engu að síður hjá ömmu sinni, talar mikið og hugs- ar um hana þessa dagana. Andr- ea Alda er þakklát fyrir fönd- urhelgarnar þar sem hún fékk að læra af hannyrðameistaran- um. Unnur hlakkaði alltaf til laugardaganna þegar farið var saman að versla í matinn, en oft- ar en ekki fékk hún að velja sér eitthvað fallegt frá ömmu í þeim ferðum. Þá man hún vel eftir öll- um hnallþórunum sem hún bak- aði fyrir 89 ára afmælisdaginn sinn. Ekki var á henni að sjá ald- urinn þann daginn. Systurnar eru báðar sammála um að hún hafi alltaf verið hress. Það eru góð eftirmæli um langömmu. Amma naut síðustu daga sinna vel. Meðal annars kom hún í afmælisveislu krakkanna viku fyrir brotthvarfið, hitti marga og skemmti sér vel. Ég ímynda mér að hún sé ánægð með að fá að yf- irgefa okkur í svefni, eftir langa og góða ævi sátt við hlutskipti sitt í lífinu. Nú er amma hjá þeim sem hún hefur þurft að kveðja á lífsleiðinni. Hún skilur eftir sig ástvini sem eiga margar og góðar minningar um stórkost- lega konu, ömmu mína, Ásdísi Eyjólfsdóttur. Hvíl í friði, elsku amma, Björn Víglundsson og fjölskylda. „Á ég ekki að færa þér eitt- hvað?“ hljómaði iðulega stund- arkorni eftir að maður settist niður hjá ömmu. Og þótt það væri afþakkað, endaði það þó alltaf á að eitthvað var borið á borð. Amma var af þeirri kyn- slóð sem mundi tímana tvenna. Fædd á fyrri hluta síðustu aldar, inn í stóran systkinahóp. Langafi byggði yfir fjölskylduna hús á Smyrilsvegi, sem hann tók niður, fjöl fyrir fjöl, og flutti frá Tún- götunni. Þá þurfti að hafa fyrir hlutunum, en það kom þó aldrei niður á gestrisni og það tileink- aði amma sér. Það lærði ég líka strax sem smápolli, og rölti oft í heimsókn eftir skóla á Hofsvalla- götuna, þar sem ávallt var eitt- hvað sett á disk sem ömmustrák þótti gott. Ekki verður meira borið fram þar, og það er ekki annað hægt en að fara í gegnum svona minningabrot, þegar ég kveð ömmu hinsta sinni. Amma í Körfunni, innanum tvinnakefli, garn og efnisstranga og aðeins neðar við Ásvallagötuna, afi í fiskbúðinni. Þar rataði oftar en ekki fimmtíukall af gömlu sort- inni í vasann. Nú eru þau sam- einuð að nýju, en ömmu dreymdi afa reglulega eftir andlát hans og var sannfærð um að þau hitt- ust á ný. Seinna á Aflagranda, og ég stend mig enn að því þegar ég keyri Hringbrautina, að taka upp símann til að hringja í hana. Nú í seinni tíð voru það barna barnabörnin sem áttu hug henn- ar allan. Að fá langömmustráka í heimsókn, beint eftir skóla, á leið á fótboltaæfingu og fá að dekra við þá stundarkorn þótti henni ekki leiðinlegt. Yfir mjólk- urglasi og einhverju góðgæti voru sagðar sögur, sögur þegar amma var ung. Það er ómetan- legt fyrir unga drengi að fá sög- una beint í æð, frá þeim sem upplifðu marga af merkari at- burðum síðustu aldar. Amma sagði frá hernáminu, kappleikj- um á Melavelli og litríku fólki sem lífgaði upp á bæinn. Það var dásamlegt að fylgjast með lang- ömmustrákum drekka í sig sög- urnar. Þeir hafa misst einn sinn stærsta aðdáanda. Ekki tókst ömmu það ætlun- arverk sitt að halda upp á níutíu árin. Og ekki verða jólagjafir næstu jóla kláraðar, en hún var þegar farin að leggja drög að þeim. Þannig var amma, alltaf með eitthvað á prjónunum. Eitt síðasta verkið var að laga til húfu í KR litunum, sem þurfti að þæfa aðeins og á prjónunum var lopapeysa, nánast tilbúin, fyrir unga knattspyrnumenn. Það eru minningar sem ylja ekki síður en þær huglægu sem gleymast seint. Jón Þór. Okkur langar með þessum orðum að minnast ömmu, tengdaömmu og langömmu okk- ar, Ásdísar Eyjólfsdóttur. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að njóta samfylgdar hennar svo lengi. Fjöldi minn- inga sprettur fram í huganum. Íbúðin á Hofsvallagötunni þar sem alltaf var gott að koma. Sem drengur að fá að læðast inn á útibú Borgarbókasafnsins í stigaganginum og fletta teikni- myndasögum á meðan amma var að þrífa þar. Aspassúpan góm- sæta sem var óaðskiljanlegur hluti jólanna í æsku og svo mætti lengi telja. Hin seinni ár þótti okkur vænst um að stelpurnar fengu að njóta samvistar við langömmu sína svona lengi. Þær munu bera minninguna um hana með sér áfram. Amma talaði alltaf um hversu dýrmætar stundirnar með þeim væru og þess fengu þær að njóta. Árlegar ferðir okk- ar saman í kirkjugarðinn á að- fangadag munu alltaf verða okk- ur minnisstæðar. Fjórir ættliðir á göngu á milli leiða afa Steina, ömmu Hönnu, afa Jóns, langafa Eyjólfs og langömmu Kristínar, þau yngstu leidd áfram af lang- ömmu sem fræddi þau um hvaða ættmenni þarna væri að finna. Oft fylgdu sögur af uppvaxtarár- unum á Smyrilsvegi 28, þar sem amma ólst upp í hópi 9 systkina. Þetta voru góðar ferðir og verða áfram ríkur þáttur í helgihaldi fjölskyldunnar. Stundirnar hefðu svo gjarnan mátt verða fleiri en minningin um ömmu Öddu verður okkur ávallt kær. Þorsteinn Víglundsson, Lilja Karlsdóttir, Sara Ósk, Sóley Björk, Eva Bjarkey. Ásdís Eyjólfsdóttir Góð vinkona og traustur félagi er fallinn frá. Við leiðarlok finnum við þörf fyrir að tjá þakkir okkar og minnast þess sem við áttum með henni. Mörg góð augnablik eða stundir sem í minningunni eru dýrmætar. Helga á Bessastöðum var ein fyrsta konan sem nýi presturinn hitti og kynntist þegar ég kom í Miðfjörðinn, og betri manneskju hefði varla verið hægt að velja. Hún sagðist vera vön að umgang- ast presta, sem var alveg rétt, því Helga Sigríður Þorsteinsdóttir ✝ Helga SigríðurÞorsteinsdóttir fæddist á Öxl í Austur-Húnavatns- sýslu 30. apríl 1915. Hún lést 7. febrúar 2011. Útför Helgu var gerð frá Melstað- arkirkju í Miðfirði 19. febrúar 2011. hún var lengi í sókn- arnefnd og tengda- dóttir hennar org- anisti, og svo átti hún til presta að telja ættir. En eftir á að hyggja var hún kannski að hugsa um það að hún pass- aði alveg upp á það að maður væri ekki of alvarlegur of lengi í einu. Fyrir ungan prest var það gott að hitta þessa ráðagóðu konu sem lét sér annt um málefni kristindómsins og kirkjunnar, hollráð og velvilj- uð, en jafnframt glettnisleg til augnanna og spaugsöm í tali. Það fór varla framhjá neinum að hún virti vel forn minni, sögu stað- anna og ekki síst forfeðranna, og miðlaði því til þeirra sem þiggja vildu. Eins og góð ættmóðir stóð hún vörð bæði um minningar for- tíðarinnar og drauma framtíðar- innar. Um leið voru fáar sem báru betur virðingar- og heiðurs- titilinn húsmóðir á íslensku sveitaheimili, þar sem gestrisni er veitt í hvívetna. Við hjónin kynntumst því bæði, og síðari ár- in líka börnin okkar, að gott var að setjast niður með henni og ræða málin, því þótt hún hefði reynt ýmislegt í lífinu sá hún allt- af björtu hliðina og var aldrei niðurdregin, óánægð eða leið. Hafi hún átt það til sá maður það aldrei. Alltaf gaf hún sér tíma til að spjalla, og ekki síst var hún örlát á tíma sinn við ungu kyn- slóðina, sem lærði margt af henni og minnast hennar með þökk og virðingu. Viðhorf hennar til lífs- ins var smitandi og eftirminni- legt. Ákveðin og fylgin sér, sagði sína meiningu, og mörgu kom hún til leiðar sem við njótum nú ávaxtanna af. Það er gott að minnast hennar og áreiðanlega verður henni best þakkað með því að standa nú áfram vörð um þau gildi sem hún virti, og allt það og öll þau sem henni þótti vænt um. Helga dó södd lífdaga, en samt kemur kallið aldrei á góðum tíma. Við biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hennar í þeim erfiðu verkefnum sem þau nú þurfa að kljást við. Guð blessi minningu Helgu Þorsteinsdótt- ur. Guðni og Guðrún Lára, Melstað. Tengdamóðir mín, Helga Þor- steinsdóttir, var jarðsungin laug- ardaginn 19. febrúar frá Mel- staðarkirkju i Miðfirði. Við erum komin öll fjölskyldan frá Tromsö, Noregi, til að fylgja henni til grafar og til að vera með stórfjöl- skyldunni á þessari stund. Elsku Helga, móðir, tengda- móðir og amma! Ég var kannski ekki mjög ung, en feimin og óör- ugg þegar Steini, íslenski kær- astinn minn, bauð mér árið 1979 með heim til Bessastaða í Hrúta- firði, þar sem hann ólst upp. Helga, móðir hans, lét ekki feimni mína stoppa sig, en opnaði faðm sinn af áhuga og bauð mig hjartanlega velkomna í fjölskyld- una. Síðan hefur hún alltaf verið mèr og okkur öllum afar góð og skemmtileg, til hjálpar og stuðn- ings, ekki síst börnum okkar Einari Braga, Helgu Björk og Jóhannesi Erni. Það var alltaf gaman og gott fyrir börnin okkar að koma á Bessastaði, til ömmu, Lóu og hins fólksins sem alltaf tók vel á móti og var gott og skemmtilegt við þau. Síðan höfum við heim- sótt hana á Hvammstanga, í Nestún og á sjúkrahúsið, og allt- af hefur hún verið jákvæð og tek- ið á móti okkur með gestrisni og glaðværð. Helga kom út og heimsótti okkur mörgum sinnum. Við ferð- uðumst saman í Norður-Noregi, líka í Danmörku. Henni fannst gaman að sjá aðra lífshætti en hún var vön, og við höfum oft tekið eftir hæfileika hennar til að vera í samskipum við manneskj- ur sem töluðu annað tungumál en hennar. Hún bara talaði og hlust- aði, og náði alltaf mjög góðu sam- bandi við fólkið. Helga amma var vitur og lífs- reynd manneskja sem sá ljósu hliðar lífsins. Við sem vorum í kring um hana fengum að njóta lífsgleði hennar og reynslu. Ég er þakklát fyrir að Helga var tengdamóðir mín og amma barnanna okkur. Ég bið Guð að blessa minningu hennar. Kari Nedgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.