Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand AFSAKIÐ, ER ÞETTA KÆRASTAN ÞÍN? JÁ ÉG HEITI RÚNAR SVONA PILLAÐU ÞÉR! ÉG OG SAND- MAÐURINN ERUM FÉLAGAR VEISTU HVAÐ ER Í NÆSTU VIKU? NÆSTA VIKA ER ALÞJÓÐLEGA BLAÐA VIKAN ER ÞAÐ? ÉG HEF EKKI SÉÐ NEITT UM ÞAÐ Í SJÓNVARPINU ÞAÐ ER EITT AÐ HALDA SÉR VIÐ ÞEGAR MAÐUR FER AÐ ELDAST... ...EN ÞETTA ER BARA KJÁNALEGT! EFTIR AÐ TRÉÐ FÉLL Á HÚS NÁGRANNANA, ÞÁ HEF ÉG ÁHYGGJUR AF TRÉNU OKKAR VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ KANNSKI EKKI, EN VIÐ ÆTTUM SAMT AÐ LÁTA EINHVERN LÍTA Á ÞAÐ EN OKKUR ÞYKIR VÆNT UM ÞETTA TRÉ. HEFÐIRÐU Í ÞÉR AÐ LÁTA SAGA ÞAÐ NIÐUR? ÁN ÞESS AÐ HIKA! ÞÚ ERT FÖGUR Á YFIRBORÐINU EN, HJARTA ÞITT ER ÚR STEINI! HVERNIG FANNSTU MIG? ÉG FANN ÞIG EKKI DOKTOR... ÉG SETTI SENDI Á HANN ÉG VAR AÐ LEITA AÐ WOLVERINE... EN ÉG FANN MÖRÐ Í STAÐINN! HVERNIG ER ÞAÐ, GETA HUNDAR EINS OG ÞÚ ÁTT KÆRUSTUR? ER ÞAÐ, HVAÐ GERÐIST? ÉG NÁÐI EKKI BEYGJUNNI OG KEYRÐI Á VEGG JÁ, ÉG ÁTTI EINU SINNI KÆRUSTU EN ÞEGAR VIÐ VORUM BÚIN AÐ VERA SAMAN Í HÁLFT ÁR ÞÁ LENTUM VIÐ Á VEGG Skref í átt til stjórnleysis Sunnudaginn 20. febrúar gerðust þau tíðindi að forsetinn gekk í þriðja sinn gegn afgreiðslu Al- þingis. Nú reynir á þjóðina. Vitum við hvort er betra að segja já eða nei við Icesave-samn- ingnum? Viljum við að forsetinn stjórni landinu í skjóli æs- ingamanna og stjórn- leysingja eða viljum við halda þingræð- inu? Ég vona bara að menn fjöl- menni á kjörstað, svo að eindreginn vilji þjóðarinnar komi fram. Þeir sem eru í vafa ættu einnig að mæta, vegna þess að það er meira í húfi en Icesave. Ef ég er á leyni- plagginu er það ekki fyrir neinn til- verknað af minni hálfu. Þú værir vís til að gæta að því, Ólafur. Þórhallur Hróðmarsson. Pennavinir óskast Ég heiti Daniel Koch- is og er frá Colorado, Bandaríkjunum. Ég er 18 ára gamall, ég tala ekki mikla ís- lensku en ég er að læra, einnig tala ég þýsku. Ég óska eftir pennavinum á aldr- inum 16-21 árs. Heim- ilisfang mitt er: Daniel Kochis, 2203 West Street Pueblo, CO 81003 USA. Ást er… … skilyrðislaus. Barnadeild Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa, postulín kl. 9, útskurður/postulín/Grandabíó kl. 13. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist og handavinna. Bústaðakirkja | Handavinna, spil og föndur kl. 13, Andri kennir brjóstsyk- urgerð og dr. Óttar Guðmundsson geð- læknir flytur erindi. Ritningarlestur og bæn. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, leik- fimi kl. 10, Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 11. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Eigum sæti laus í ferðina til Ítalíu 4.-11. júní nk. uppl. í síma 898-2468. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Síðdegisdans kl. 14. Söngfélag FEB æf- ing kl. 17. Leikfél. Snúður og Snælda sýn- ir Rauðu klemmuna í Iðnó nk. sun. 4. mars kl. 14. miðapant. í s. 562-9700. Félagsheimilið Boðinn | Stólaleikfimi kl. 10.30. Bingó kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, botsía kl. 9.30/10.30, glerlist kl. 9.30/13, félagsvist kl. 13, við- talstími FEBK kl. 15 til 16, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9.05, ganga kl. 10, postulíns- málun, kvennabrids, málm- og silf- ursmíði kl. 13. Íslendingasögur kl. 16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15/12.10, kvenna- leikfimi kl. 9.15, 10, 11, bútasaumur/ brids kl. 13, miðar á dansiball 25. feb. seldir á skrifst. FEBG í dag kl. 13-15. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, tréútskurður/handavinna. Dans/ leikfimi kl. 10.30. Spilasalur opinn. Fram- talsaðstoð ríkisskattstjóra fyrir þá sem af heilsufarsástæðum þurfa aðstoð, skrán. á staðnum og s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Handavinna í kjallara kl. 9.30. Bókband kl. 10. Leikfimi kl. 13. Framhaldssaga kl. 14. Grensáskirkja | Samverustund í safn- aðarheimilinu kl. 14. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Setrið opnar kl. 10, kaffispjall. Helgi- stund kl. 11, brids kl. 13 veitingar. Hraunsel | Pútt kl. 10, bókm.klúbb. kl. 10.30, línudans kl. 11, boltaleikfimi kl. 12, glerbræðsla/handavinna kl. 13, tré- skurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Vatns- leikfimi kl. 14.40, kór kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Vinnustofa kl. 9. Samverustund kl. 10.30, lestur/spjall. Félagar úr Harm- onikkufélagi Reykjavíkur koma kl. 14, kaffisala. Hæðargarður 31 | Ný dagskrá. Viltu taka þátt í hláturjóga, skrautskrift, bók- menntaklúbb, postulínsmálun, skapandi skrifum, félagsvist, ömmunni, framsagn- arhópnum, afanum, thachi, bútasaum, myndlist, fá leiðbeiningar í tölvu, læra að prjóna íslenska ullarpeysu eða taka þátt í öskupokasýningunni? Uppl. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópavogs- skóla kl. 14.40. Korpúlfar Grafarvogi | Pútt á morgun kl. 10 á Korpúlfsstöðum. Listasmiðja kl. 13, sjúkraleikfimi í Eirborgum kl. 14.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30, iðjustofa – gler- málun kl. 13. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Framtíð kirkjunnar. Djúptækar og róttækar breytingar eru á trúarafstöðu og kirkju- afstöðu á Vesturlöndum. Hverjar eru þær og hverjar verða afleiðingar fyrir kirkjulíf á Íslandi? Sigurður Árni Þórð- arson, Neskirkjuprestur, spáir í þró- unina. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Hjúkr- unarfræðingur kl. 10. Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, spænska kl. 13, myndmennt kl. 11.30, Bónus kl. 13, tréskurður kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréskurður og smiðjan, bókband kl. 9, handa- vinnustofa kl. 9, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.20, upplestur kl. 12.30. Dans fyrir alla kl. 14. Nú hefur umsjónarmaður end-anlega sannfærst um að allt er til á netinu. Á fésbókinni má finna „sjálfshjálparhóp fyrir fólk sem hefur orðið fyrir því að yrkja undir slitruhætti, fara með slík kvæði eða sýna þeim áhuga með öðrum hætti.“ Á síðunni, sem er opin öllum, gefst „hóplimum tækifæri til að skiptast á slitrum, jafnt sínum eigin sem annarra.“ Að vísu eru síðustu færslur ársgamlar. En við hljótum að taka viljann fyrir verkið. Það er meðal annars tíðinda á síðunni, að þar eru slitrur Að- algeirs Arasonar en ekki um þjóð- arleiðtoga heldur Júróvisjón- keppnina, sem hann ku einnig blása honum anda í brjóst. Þegar lagið Já eða nei keppti í Málmey orti hann: Land af stolti logar Ís- lögin Málm- frá streyma ey ión í keppni Júróvís-j á fær sigur. Eða nei Og í síðustu keppni varð honum að orði: Mosk- ei brást neitt vonum va vel hún Jóhann- söng þar a. Sig- að náði næstum ra en nor- varð lagið efst þó ska. Fyrst slitrur eru til umfjöllunar er fyllsta ástæða til að rifja upp eina eftir skáldið Elías Mar, sem orti til kunningja síns: Anta- jafnan etur bus einnig Pega- ríður sus, spíri- því ei teygar tus Thorla- kappinn frækn cíus. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af slitrum og Júróvisjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.