Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 54. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Andlát: Guðmundur Ingvi … 2. Afsalar sér doktorsgráðu 3. Hrikalegar afleiðingar 4. Margir missa réttindin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mood nefnist væntanleg hljóm- plata Begga Smára en um tónjöfnun á henni sá Bob Katz sem hlotið hefur Grammy-verðlaun fyrir þrjár plötur: The Words of Gandhi, Portraits of Cuba og Olga Viva, Viva Olga. »32 Grammy-verðlauna- hafi tónjafnaði Mood  Tónlistarkonan Jussanam da Silva heldur tón- leika með píanó- leikaranum Agn- ari Má Magnús- syni á Café Haiti föstudaginn nk., 25. febrúar, kl. 21, til að mótmæla því að hún hafi verið svipt atvinnu- leyfi af Vinnumálastofnun af því hún sé útlendingur og atvinnuleysi mikið í landinu. Mótmælatónleikar með Jussanam  Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur gert samning við fyrirtækið OK! Good um útgáfu plötu sinnar Synchronised Swimmers í Bandaríkjunum og Kan- ada. Hafdís heldur í tónleikaferð um Bandaríkin í byrjun maí, mun m.a. koma fram á tónlistar- ráðstefnunni LA musexpo og í Skandin- avia House í New York. Plata Hafdísar gefin út í N-Ameríku Á fimmtudag Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða slydda, en norðaustlæg átt 5-10 og él norðvestantil. Heldur kólnandi veður. Á föstudag Sunnan og suðvestanátt, víða 5-10 m/s en hvessir síðdegis. Él, en úrkomu- lítið NA-lands. Frost 1 til 7 stig en frostlaust við S- og A-ströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 5-13 m/s víðast hvar og rigning með köflum. Hiti 2 til 6 stig. VEÐUR „Þetta er óttalega leið- inlegt. Ég held að við séum allir sammála um það að við höfum verið mjög ánægðir með Aron en það hefur ekki skilað sér á stigatöflunni,“ sagði landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson, leik- maður þýska handknatt- leiksliðsins Hannover- Burgdorf, við Morgunblaðið í gær en þjálfarinn Aron Kristjánsson var á dögunum látinn fara frá félaginu. »1 Voru mjög ánægð- ir með Aron Bjarni Þór Viðarsson er ekki ánægður í herbúðum belgíska knattspyrnuliðs- ins Mechelen. Bjarni hefur lítið feng- ið að spila með liðinu og hann hefur áform um að yfirgefa félagið í sumar. Hann var ekki valinn í leikmannahóp liðsins í kvöld frekar en um síðustu helgi. »1 Bjarni Þór ósáttur hjá Mechelen í Belgíu Keppendur voru um 600 talsins á Gullmóti KR í sundi sem haldið var í Laugardalslauginni á dög- unum. Góður árangur náðist í mörgum greinum og ljóst er að sundíþróttin er í miklum blóma hér á landi. Sundfólk frá 20 fé- lögum stakk sér til sunds, keppti í 84 sundgreinum og sýndi góð tilþrif. »4 Fjölmennt á Gullmóti KR-inga í sundi ÍÞRÓTTIR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það var stór dagur í Falmouth á norðurströnd Jamaíku þegar fyrsta skemmtiferðaskipið, Voyager of the Seas, lagðist að nýrri bryggju á fimmtudag. Heimamenn unnu ekki mikið þennan dag, 140 þúsund tonna skipið og gestir þess áttu hug þeirra allan og starfsmenn Ístaks sem hafa unnið þarna í um eitt ár tóku þátt í gleðinni. Skipafélagið Royal Caribbean byggir höfnina í samvinnu við hafn- aryfirvöld á Jamaíku og verður Fal- mouth nýr viðkomustaður skemmti- ferðaskipa í Karíbahafi. Í bænum búa um tíu þúsund manns og þeir hafa fæstir kynnst ríkidæmi eins og ein- kenndi farþega glæsiskipsins. Skipið gnæfði yfir húsin „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu, sannarlega mikil tímamót fyrir okkur og heimamenn,“ segir Erling- ur Leifsson, einn yfirmanna Ístaks á staðnum. „Hafnarmannvirkin eru tilbúin og farþegar gátu gengið frá borði á hellulögðum stéttum og bíla- stæðin eru malbikuð. Margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á verk- inu, en það sem átti að vera tilbúið var klárt fyrir komu skipsins.“ Nú eru 17 stjórnendur og tækni- menn frá Ístaki í Falmouth og eru þeir með um 200 iðnaðar- og verka- menn frá Jamaíku í vinnu. Fram- kvæmdir hófust við byggingu versl- ana, veitingastaða og þjónustuhúsa á hafnarsvæðinu í mars í fyrra. Húsin 19 eru öll byggð á uppfyllingu, en E. Pihl & Søn A.S. byggir hins vegar hafnarmannvirkin. „Það var ótrúleg sjón að sjá þetta risavaxna skemmtiferðaskip við bryggjuna,“ segir Erlingur. „Það gnæfði yfir húsin sem við byggðum, sem þó eru í um þriggja metra hæð yfir sjávarmáli. Svo ekki sé minnst á lágreistan bæinn þar fyrir ofan, en hann stendur í aðeins hálfs metra hæð yfir sjó.“ Von er á tveimur skemmtiferða- skipum á viku fram á vor og segist Erlingur vonast til að nýjabrumið rjátlist af heimamönnum svo hægt verði að halda uppi eðlilegum afköst- um. Meðal skipanna sem væntanleg eru til Falmouth er annað flaggskipa Royal Caribbean, Oasis of the Seas. Það er 225.000 tonn og gert fyrir allt að 6.360 farþega. Hitinn kominn yfir 25 stig „Þetta hefur í rauninni gengið æv- intýralega vel frá því að fyrstu menn frá Pihl & Søn og Ístaki komu hingað fyrir tæpum tveimur árum. Þá var bara ströndin þar sem nú er komin höfn fyrir stór skemmtiferðaskip og margs konar byggingar. Það fækkar í Ístakshópnum hér í vor, en einhverjir verða áfram til að sjá um byggingu á miðstöð við höfnina, þar sem verður tollafgreiðsla og opinbert eftirlit ým- iss konar. Vinna við þá byggingu stendur fram á sumar,“ segir Erling- ur. Og veðrið: „Það er nú ekkert sér- stakt í dag, það rigndi mikið í nótt, en nú skín sólin og hitinn er kominn yfir 25 stig.“ Fagnað þegar fyrsta skipið kom  Starfsmenn Ístaks vona að nýjabrumið rjátlist af heimamönnum í Falmouth  „Það var ótrúleg sjón að sjá þetta risavaxna skemmtiferðaskip við bryggjuna“ Ljósmynd/Erlingur Leifsson Hátíð Fjöldi manns fylgdist með komu fyrsta skipsins að bryggju í Falmouth og lítið var unnið þann daginn. Heimamenn settu upp tjöld og sölubása og hljómsveit spilaði dillandi tónlist í tilefni dagsins. Nokkrir Íslendinganna sautján eru með fjölskyldur sínar á Jamaíku og hafa fjögur íslensk börn gengið í skóla þar í vetur. Ístaksbörnin eru frá hægri Al- exander Haukur Erlingsson, 14 ára, Maron Árnason, 13 ára, Silja Haralds- dóttir, 8 ára, og Linda Elíasdóttir, 7 ára. Þau ganga í einn af einkaskólunum í bænum Montego Bay. Í skólanum er hvað hæst hlutfall erlendra barna á Ja- maíku. Aðstaða og aðbúnaður í skólanum er talsvert öðru vísi en á Íslandi. Kennt er á ensku og enginn talar þá tungu sem þau eru vön að heiman. Fjögur börn Ístaksmanna GANGA Í EINKASKÓLA Í MONTEGO BAY Ljósmynd/Ásdís Ingþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.