Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Við opnuðum fyrir tveimurvikum með pomp ogprakt. Það má segja aðþetta sé gamall draumur að opna kaffihús eða eiginlega svona súkkulaðihús í rauninni. Við leggjum áherslu á að bjóða fólki gæða súkkulaðivörur, konfekt og kökur úr alvörusúkkulaði. Við bú- um til handgert konfekt og byrj- uðum á því síðastliðið haust að selja konfekt undir nafninu Mika konfekt. En áður hafði ég farið til Belgíu á konfektnámskeið sem var mjög skemmtilegt. Enda Belgar einna bestir í heimi þegar kemur að súkkulaði. Þegar sá möguleiki var fyrir hendi að opna kaffihús sáum við tækifæri til að selja kon- fektið okkar og ákváðum að slá til. Súkkulaði er þannig lagað séð dá- lítil jólavara en með þessu getum við selt súkkulaðivörur allt árið um kring. Í uppáhaldi hjá mér er dökkt súkkulaði með pistasíufyll- ingu en smám saman ætlum við að halda áfram að prófa nýjar teg- undir. Okkur langar að hafa einar 20 til 30 tegundir á boðstólum sem fólk getur valið sér úr með kaffinu,“ segir Michal. Súkkulaðihumar Þau hjónin ætla sér líka að sérhæfa sig í humarréttum og segir Michal aldrei að vita nema hægt sé að blanda honum saman við súkkulaði í einhverri útfærslu. Humarsamloka er þegar komin á matseðilinn og verður haldið áfram að bæta við úrvalið. Leitast Handgert konfekt og súkkulaðikökur Hjónin Michal Jerzy Josefik og Bozena Josefik hafa búið á Flúðum í tæp 15 ár og opnuðu nýverið kaffihúsið Café Mika á Bjarkarhóli í Reykholtshverfi í Bláskóga- byggð. Þau hjónin sérhæfa sig í konfektgerð en á matseðlinum er líka fleira góðgæti. Café Mika er fjölskyldurekið kaffihús en börnin þrjú aðstoða við reksturinn. Fjölskyldurekstur Hjónin Michal Jerzy Josefik og Bozena Josefik reka kaffihúsið Café Mika og börnin hjálpa til. Uppáhald Dökkt súkkulaði með pistasíufyllingu er gott. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Flest okkar nota nokkrar tegundir snyrtivara daglega, á húð, hár, neglur og andlit svo eitthvað sé nefnt. Þess- ar vörur eru uppfullar af efnum, sem sum hver eru skaðleg, þótt oftast sé gætt að því að þau séu ekki í miklu magni í hverri vöru. Þegar margar vörur eru notaðar yfir daginn geta samanlögð áhrif þeirra hins vegar verið meiri en til stóð í upphafi. Á www.cosmeticsdatabase.com, sem bandarísku samtökin Environ- mental Working Group halda úti, er að finna upplýsingagrunn þar sem snyrtivörum eru gefnar einkunnir frá 1 upp í 10 eftir því hversu mikil eitur- efni þær innihalda. Snyrtivörur sem fá einkunn á bilinu 0-2 eru taldar lítið skaðlegar, þær sem fá einkunn á bilinu 3-6 eru taldar skaðlegar í með- allagi á meðan snyrtivörur sem fá 7- 10 í einkunn eru taldar mjög skaðleg- ar. Einfalt er að slá upp ákveðinni snyrtivöru í grunninum sem inniheld- ur 64.562 vörur. Þá er hægt að fá lista yfir þær vörur í hverjum vöru- flokki (farði, kinnalitur, sjampó o.s.frv.) sem eru taldar skaðlausastar auk þess sem ítarlegur almennur fróðleikur er á síðunni um snyrtivörur og skaðsemi þeirra. Vefsíðan www.cosmeticsdatabase.com Reuters Háskaleg Snyrtivörur innihalda margar hverjar skaðleg efni svo það er um að gera að vera meðvitaður um hvað maður notar á andlitið, húð og hár. Skaðlegu efnin í snyrtibuddunni Hvað er betra en að finna fyrir því að Vetur konungur er á undanhaldi og sól er tekin að hækka á lofti? Um þessar mundir er dagurinn stöðugt að lengjast og myrkrið sem hefur grúft yfir á morgnana og kvöldin er skyndilega horfið. Þannig er haldið í vinnu að morgni í birtu og sömuleiðis farið heim í birtu að loknum vinnu- degi. Það er um að gera að ganga eða hjóla í stað þess að velja bílinn í slík- um ferðalögum því þannig má nýta tíruna til hins ýtrasta og létta lund- ina um leið og vorinu er fagnað með hverri taug. Og ekki er verra að syngja svolítið á leiðinni! Endilega … … njótið birtunnar Morgunblaðið/Golli Notið Þótt stundum geti verið kalt gefur birtan manni aukinn kraft. Brauð endar oft í frystinum því við viljum geta notað það seinna. Það má nota brauðið í ýmislegt sniðugt við eldamennskuna. Pylsu- og hamborgarabrauð má nota til að búa til fljótleg hvítlauks- brauð. Þíðið og skerið í tvennt og smyrjið síðan með heimatilbúnu hvítlaukssmjöri. Skreytið með hvít- lauksdufti og parmesanosti. Ágætis lausn með hversdagslegri máltíð. Frosið brauð má líka nota í ýmiss konar dressingu og fyllingar. Notið helst ólíkar brauðtegundir saman til að ná fram þéttleika. Það er líka klassískt að nota brauðafganga í kjötbollur og jafnvel aðra slíka rétti úr hakki. Svo er náttúrlega fínt að smella frosnu brauði í brauðristina og fá sér í morgunmat eða í kaffitím- anum. Til að breyta aðeins til frá osti og gúrku eða marmelaði getur verið gott að fá sér banana ofan á brauðið, jafnvel með dálitlu hnetu- smjöri. Smakkast vel með glasi af mjólk eða rjúkandi bolla af tei. maria@mbl.is Í fyllingar og dressingar Frosið brauð má nýta á ýmsan hátt í matargerðinni Hamborgarabrauð Auðvelt er að búa til heimatilbúið hvítlauksbrauð. „Ég er kominn svolítið langt aftur í huganum. En uppáhaldssýningin mín er sýning sem ég sá fyrir ofsalega mörgum árum eftir hóp sem kallar sig Malabar,“ segir Orri Huginn Ágústsson leikari. „Þetta er franskur götuleik- húshópur sem býr til alveg sjónarspil og ég sá sýningu frá þeim úti í Frakk- landi fyrir mörgum árum. En hún hef- ur verið alveg föst í hausnum á mér æ síðan. Ég er mjög hrifinn af áskor- unarleikhúsi en leikhús með sjón- arspili hefur alltaf höfðað til mín og kannski þess vegna sem flottir söng- leikir höfða til mín. Auðvitað er þetta líka ástæðan fyrir því að við bjuggum til þessa sýningu Drauminn. Hún er fantasía og er mikið drauma- og sjón- arspil. Það er skemmtilegt frá því að segja að ég fór að skoða núna þenn- an Malabar-hóp og þá kalla þeir sig arkitekta draumsins, sem ég vissi ekkert af áður. En þeir leika sér mikið með draumsýnir. Þetta er sú leiksýn- ing sem hefur rifjast upp hvað oftast fyrir mér í gegnum árin. Maður sér auðvitað glæsilegar sýningar og verður fyrir alls konar áhrifum en þau eru oft, alveg eins og leikhúsin, mjög hverful. Leik- húsið er nátt- úrlega list augna- bliksins og frábært á meðan á því stendur og svo er það búið. En þegar virki- lega vel tekst til þá leita hlutirnir á mann aftur og aftur eins og þessi tiltekna sýning sem ég sá gerir. Ég hef sjálfur fiktað við götuleikhús margoft og tók virkan þátt í því í mörg ár. Mörg okkar sem eru leikarar í dag stóðu einmitt að Götuleikhúsi Reykjavíkurborgar. Fengum að stýra þessu meira að segja eitt sumarið. Í sýningunni Draumurinn er ég líka bú- inn að gera að einhverju leyti svona sýningu þar sem er mikið sjónarspil og litir og mikið um fantasíufígúrur. Það er fyndið að skoða myndir af Malabar núna og sjá að það eru bæði bein og óbein áhrif inn í þessa sýn- ingu okkar þarna í Loftakastalanum,“ segir Orri sem skrifaði Drauminn, nýjan söngleik sem Verslunarskóli Ís- lands frumsýnir um helgina. Hann segir frábært að vinna með svo metn- aðarfullum hópi sem leggi allt að veði. Það sé frábært að vinna með slíku fólki hvaðan sem það komi en mikið sé af hæfileikaríku fólki í skól- anum. maria@mbl.is Uppáhaldsleiksýningin Draumsýnir Franski leikhópurinn Malibar fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni. Arkitektar draumsins Leikari Orri Huginn Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.