Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 14
inga myndi það jafngilda greiðslu- falli íslenska ríkisins. „Niðurstaðan gæti allt eins orðið að byrði okkar yrði tvöfalt meiri,“ sagði Jóhanna í desember 2009. Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, sagði í sömu umræðu um Icesave II, milli jóla og nýárs, að öll sú lánafyrir- greiðsla sem Íslandi hefði hlotnast myndi fara í uppnám, fengi málið ekki brautargengi á Alþingi: „[O]g ef þeir samningar verða felldir nú er lánafyrirgreiðsla okkar, þegar veitt, öll í uppnámi, við allar Norðurlanda- þjóðirnar og Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn og frekari lánafyrirgreiðsla er ekki í boði,“ sagði hann. Í þriðju um- ræðu sagði Steingrímur J. Sigfússon einnig: „Það er ljóst að alþjóðasam- félagið lítur svo á að Ísland eigi að standa við lágmarksinnistæðutrygg- inguna. Að hverfa frá því núna, sem hefur verið margheitið, -skrifað, -lof- að og -yfirlýst, yrði talið íslenskum stjórnvöldum til vansa, það mundi stórskaða trúverðugleika landsins og má það þó ekki við því. Það mundi rýja íslensk stjórnvöld trausti og það mundi stöðva framgang allra okkar mála.“ Bréf til forseta Forseti Íslands synjaði Icesave- lögunum sem samþykkt voru frá Al- þingi í árslok 2009 staðfestingar þann 5. janúar 2010. Deginum áður sendi Jóhanna Sigurðardóttir forset- anum bréf, þar sem tíundaðar voru hættur sem fylgdu því að synja lög- unum staðfestingar. Í því bréfi voru taldar upp nokkrar af þeim afleið- ingum sem ráðherrann taldi að synj- un á staðfestingu laga myndi hafa í för með sér. Þar sagði meðal annars að samstarfsáætlun Íslands og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins yrði óvirk og fjármögnun hennar hrunin. Einnig taldi ráðherrann að litlar líkur væru til þess að Bretar og Hollendingar myndu vilja semja um málið næstu árin. Hætta á greiðslufalli landsins myndi stóraukast og staða landsins í samfélagi þjóðanna stórlaskast. Algjör einangrun Fleiri en íslenskir ráðamenn hörmuðu ákvörðun forseta Íslands fyrir ári. Paul Myners, þáv. banka- málaráðherra Bretlands, sendi Ís- lendingum tóninn í samtali við BBC. Ef íslenska þjóðin kysi að falla frá samkomulaginu, fælist í því yfirlýs- ing um að landið vildi ekki vera hluti af alþjóðakerfinu. Jafnframt myndi slík ákvörðun setja umsóknarferlið við Evrópusambandið í uppnám. Wouter Bos, þáverandi fjármálaráð- herra Hollands, sagði að Íslendingar ættu á hættu að einangrast algjör- lega á alþjóðavettvangi, myndu landsmenn hafna lögunum. Stein- grímur J. Sigfússon benti þó á að Bretar og Hollendingar væru mun vinsamlegri í einkasamtölum en í yf- irlýsingum sínum í erlendum fjöl- miðlum. Upplausn, greiðslufall og einangrun Morgunblaðið/Jakob Fannar Synjun Forseti synjar Icesave-lögum staðfestingar þann 5. janúar 2010. Sú ákvörðun vakti hörð viðbrögð margra. Ráðamenn hérlendis og erlendis voru stórorðir um ákvörðun forseta Íslands að synja lögum um ríkisábyrgð á Icesave-kröfum Breta og Hollendinga staðfestingar fyrir einu ári Væntu upplausnar Icesave II » Fjármálaráðherra sagði í desember 2009 að margt héngi á spýtunni í tengslum við afgreiðslu Icesave-málsins. Samstarfið við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn væri í veði. » Forsætisráðherra taldi að fjármögnun Íslands hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum myndi hrynja og staða Íslands á al- þjóðavettvangi laskast. » Félagsmálaráðherra taldi að frekari lánafyrirgreiðsla myndi ekki fást fengist Icesave ekki afgreitt í árslok 2009. FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Margvísleg ummæli féllu í aðdrag- anda samþykktar Icesave-laga núm- er tvö og í kjölfar synjunar forseta Íslands á staðfestingu þeirra, fyrir rúmlega ári. Haft var eftir Stein- grími J. Sigfússyni, fjármálaráð- herra, í Morgunblaðinu 1. desember 2009 að margt héngi á spýtunni í tengslum við afgreiðslu Icesave- málsins. Meðal annars samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og næsta endurskoðun sjóðsins. Sagði fjármálaráðherra að stjórnvöld hefðu skuldbundið sig til að ljúka málinu. „Menn geta bara hugleitt í hvaða stöðu sú endurskoðun væri, sem og mjög margt annað sem þessu tengist, ef málið [Icesave-málið, innsk. blm] væri þá í einhverri upp- lausn,“ sagði ráðherrann á fullveld- isdeginum 2009, og bætti því við að þó tekist hefði að semja um fyrstu endurskoðun væri ekkert víst að sama myndi gilda um aðra endur- skoðun. En þess má geta að fjórða endurskoðun stjórnar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins fyrir efnahagsáætlun Íslands var samþykkt 10. janúar síð- astliðinn. Átti að jafngilda greiðslufalli Annarri umræðu um Icesave II lauk á Alþingi 8. desember 2009. Í umræðum um málið sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að ef Íslendingar gengu ekki þá þegar til samninga við Breta og Hollend- 14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Flotinn Sækir verðmæti í sjó. ● Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 123 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2010, sam- anborið við tæpa 107 milljarða á sama tímabili árið 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist á milli ára um rúma 16 millj- arða, eða 15,3%, samkvæmt útreikn- ingum Hagstofunnar. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam rúmum 49,9 milljörðum króna og jókst um 24,8% frá árinu 2009. Aflaverðmæti sjófryst- ingar voru rúmir 45,4 milljarðar, sem er 20,7% aukning milli ára. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 25,6% milli ára og var um 17,6 milljarðar. Aflaverðmætið eykst Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Öll rök hníga að því að íslenska ríkið yrði sýknað af kröfum Breta og Hol- lendinga, sæktu þjóðirnar skaða- bætur vegna Icesave-málsins fyrir íslenskum dómstólum, að mati Reimars Péturssonar hæstaréttar- lögmanns. „Eftir því sem ég hef kynnt mér málið sýnist mér það vera augljós niðurstaða. Þetta segi ég þó auðvitað með þeim fyrirvara að aldrei er hægt að segja fyrir um niðurstöðuna með vissu. Því má hins vegar ekki gleyma að ef ríkið yrði dæmt hafa gerst brotlegt við þjóð- arrétt eru þröng skilyrði um það hvenær einstaklingur – og Bretar og Hollendingar eru í þessu máli í skóm einstaklinga sem áttu innistæður í Landsbankanum – getur krafist skaðabóta fyrir brot á þjóðarrétti. Slíkum rétti er afskaplega erfitt að ná fram,“ segir Reimar. Ekki aðfararhæfur hér Reimar segir að kæmi til þess að EFTA-dómstóllinn kvæði upp dóm í Icesave-málinu yrði sá dómur ekki aðfararhæfur hér á landi. Bretar og Hollendingar yrðu að hefja mál frá grunni með því að höfða skaðabóta- mál fyrir íslenskum dómstólum. „Ef niðurstaða EFTA-dómstólsins yrði í takti við niðurstöðu Eftirlitsstofn- unar EFTA myndi hún aðeins segja að Ísland hefði brotið gegn ákvæð- um EES-samningsins með því að búa ekki til kerfi sem tryggði greiðslur til breskra og hollenskra innistæðueigenda í samræmi við til- skipanir Evrópusambandsins,“ seg- ir Reimar. Hann segir að einungis yrði um að ræða viðurkenningu á réttarbroti, sem fæli ekki í sér neitt um afleið- ingar þess. „En þá hefðu Bretar og Hollendingar það úrræði að höfða skaðabótamál fyrir íslenskum dóm- stólum,“ segir Reimar. Þetta er í samræmi við álitsgerð sem Stefán Már Stefánsson prófessor, Benedikt Bogason héraðsdómari og dósent, Dóra Guðmundsdóttir aðjúnkt og Stefán Geir Þórisson hrl. skiluðu til fjárlaganefndar nú í janúar. Viðfangsefni íslenskra dómstóla yrði, að sögn Reimars, í fyrsta lagi að meta það, ef skuldbindingin reyn- ist vera á ábyrgð ríkisins, hvert efni hennar væri. „Verður hún virk þeg- ar Tryggingasjóðurinn borgar ekki, einskonar sjálfskuldarábyrgð, eða verður hún virk þegar búið er að gera upp Tryggingasjóðinn og í ljós kemur að hann getur ekki staðið undir greiðslunum? Venjulega hefur verið litið svo á að ábyrgðir sem þessar verði ekki virkar fyrr en ljóst er með greiðslugetu aðalskuldarans. Felur þessi ábyrgð í sér rétt til vaxta? Íslensk lög eru þannig að ef hvergi er tekið neitt fram um ábyrgð, heldur einungis tiltekin ábyrgðarfjárhæð, þá er almennt ekki talinn vera réttur til vaxta,“ segir hann. „Þess eru dæmi að ís- lenskir dómarar hafi túlkað lög um vexti og verðtryggingu þannig að t.a.m. vextir séu einungis greiddir frá dómsuppkvaðningu,“ segir Reimar. Fyrnist í október 2012 Þá nefnir Reimar að ekki megi gleyma því að ákveðnar fyrningar- reglur séu í gildi, en málshöfðun fyr- ir EFTA-dómstólnum rjúfi ekki fyrningu. Samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjög- ur ár. Því má gera ráð fyrir því að í október 2012 kunni að verða litið svo á að kröfur vegna falls bankanna byrji að fyrnast, meðal annarra krafa Breta og Hollendinga vegna fjárútláta þeirra sem um er deilt í Icesave-málinu. Dómur EFTA-dómstólsins ekki aðfararhæfur hér Morgunblaðið/Kristinn EFTA Dómur EFTA-dómstólsins yrði einungis viðurkenning á broti. Krafa Hollendinga og Breta kann að fyrnast í október 2012 ● Verð á olíu fór í gær yfir 108 dali tunnan. Er það rakið til þeirrar óvissu sem ríkir í olíuframleiðsluríkjum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Verð á Brent Norður- sjávarolíu fór í 108,57 dali tunnan á markaði í Lundúnum, en lækkaði síðan í 107,28 dali. Verðið var 1,54 dölum hærra en í fyrradag. Í New York hækkaði verð á tunnu um 7,30 dali frá því á föstudag og var 94,49 dalir um tíma, en lækkaði síðan um 1 dal tunnan. Verðið hefur ekki verið hærra frá því í september 2008. Heimsmarkaðsverð olíu ekki verið hærra frá 2008 ● Skuldatryggingamarkaðurinn tók kipp í gær í kjölfar ófriðarfregna frá Norð- ur-Afríku og Miðausturlöndum. Frá því er greint á Reuters að áhættufælni hafi aukist á mörkuðum vegna átaka í Líbíu. Skuldatryggingaálag allra evruríkj- anna hafi þannig aukist í morgun. Skuldatryggingaálag Portúgals nálgist nú 480 punkta, og álagið á Spáni er yfir 250 punktar. Skuldatryggingaálag Ís- lands hækkaði líka lítillega í gær, en miðgildi kaup- og sölutilboðs er um 245 punktar. Skuldatryggingar hækka vegna Líbíu ● Umtalsverð viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í gær, en skulda- bréfavísitala Gamma lækkaði um 0,1% og nam heildarvelta viðskipta ríflega 15 milljörðum króna. Vísitalan fyrir verðtryggð bréf lækkaði um 0,3% í 8,4 milljarða viðskiptum, en vísitalan fyrir óverðtryggt hækkaði um 0,3%. Óverðtryggt hefur nú lækkað um 2,7% frá áramótum, á meðan vísitalan fyrir verðtryggð skuldabréf hefur hækkað um 1,5% á sama tíma. Óverðtryggt hækkar STUTTAR FRÉTTIR                      !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-2+ ++0-1. .+-3.2 .4-202 +0-+5 +.3-51 +-3+.0 +05-4. +21-,2 ++,-23 +01-1, ++1-., .+-300 .4-/3/ +0-+05 +.3-,3 +-3+/1 +05-2, +/4-. .+/-,231 ++,-0. +14-35 ++1-/. .+-22+ .4-,4, +0-.5/ +.2-41 +-3.+ +03-+. +/4-/2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.