Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 32
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Tónlistarmaðurinn Beggi Smári var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Warm & Strong“ á tonlist.is og líka er hægt að horfa á mynd- band við lagið á You Tube. Lagið er þegar farið að hljóma á öldum ljós- vakans en það er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu tónlistar- mannsins sem ber nafnið Mood og kemur út í apríl á vegum útgáfufyr- irtækisins Hands Up Music. „Platan er tilbúin,“ segir Beggi og útskýrir að það sé góð tilfinning að vera búinn að taka upp fyrstu sólóskífu sína. „Það er mjög góð til- finning að platan sé að koma út. Það liggur mikil vinna að baki en ég er búin að vera að vinna að þessu síð- ustu tvö til þrjú ár. Það má segja að platan sé gítarplata þó að þetta sé einhver blanda af poppi, rokki og blús.“ Spannar langt tímabil Eins og oft er með fyrstu sóló- plötur spannar hún frekar langt tímabil í lífi höf- undarins og er frekar fjölbreytt fyrir vikið. „Það eru ekki öll lögin samin fyrir plöt- una en það er samt einhver samtónn í allri plötunni,“ segir Beggi. „Warm & Strong“ er í rólegri kantinum en kjarninn í því sem Beggi gerir er gítarpopp með blús- rætur að hætti kappa á borð við Eric Clapton og John Mayer. Plat- an var tekin upp og hljóðblönduð af Daða Birgissyni hjá Benzin Music sem spilar líka á hljómborð á plöt- unni. Platan heitir Mood eftir hljómsveitinni sem Beggi hefur spilað hvað mest með og félagar hans úr sveitinni Friðrik Geirdal Júlíusson trommuleikari og Ingi Skúlason bassaleikari spila að hluta til undir á plötunni. Annað hrynpar kemur líka við sögu en það eru þeir Einar Scheving trommari og Ingi Björn Ingason bassaleik- ari. Tónlist er greinilega í ættinni hjá Begga en tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Örlygur Smári er bróðir hans. „Við ólumst upp í þessu saman. Við vorum í mörgum hljómsveitum saman en fórum síðan í sitthvora áttina. Fáir vita að Öggi er inni við beinið rokk- hundur, þrusu söngvari og gít- arleikari. Tónlist- in okkar er kannski ólík í dag en við virðum hvor annan og höfum hjálpast mikið að í gegn- um tíðina. Þetta er allt bara músík þegar öllu er á botninn hvolft.“ Mikil vinna „Það er mjög góð tilfinn- ing að platan sé að koma út. Það ligg- ur mikil vinna að baki en ég er búin að vera að vinna að þessu síðustu tvö til þrjú ár,“ segir Beggi. Gítarpopp með rætur í blúsnum  Fyrsta smáskífa Begga Smára heit- ir Warm & Strong  Plata í apríl 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Kvikmyndin The Eagle erblóði drifin aðlögun á sí-gildri bandarískri ung-lingabók eftir Rosemary Sutcliff frá 1954. Ævintýraleg frá- sögnin byggist á sagnfræðilegum heimildum en slíkar sögur virðast ætla að verða einkennandi fyrir feril leikstjórans Kevins Macdonalds, sem gert hefur það gott með mynd- um á borð við The Last King of Scot- land (2006). Nýjasta mynd hans gerist á ann- arri öld eftir Kristsburð og leggur út af goðsögninni um dularfullt hvarf níundu hersveitar Rómarveldis sem lagði í hernað út fyrir endimörk bresku nýlendunnar, út í skosku auðnina. Sagan segir af ólíklegri vin- áttu rómverska herforingjans Mark- úsar (Channing Tatum) og breska þrælsins Esca (Jamie Bell) en þeir leggja upp í vegferð til að komast að því hvað varð um hina horfnu her- sveit og til að endurheimta helgitákn hennar, gyllta örninn. Myndin verður áhugaverðari eftir því sem söguhetjurnar ferðast norð- ar inn á hálendi Skotlands. Þar kom- ast þær í kynni við frumstæðan þjóð- flokk óárennilegra stríðs- og veiði- manna, Selafólkið. Ákveðin umskipti verða á högum hetjanna á þessum slóðum því Rómverjinn Markús verður að þykjast þræll Esca svo hann verði ekki drepinn um- svifalaust af frumbyggjunum. The Eagle er stórmynd á gamla mælikvarðann þar sem hún notast lítið sem ekkert við grafískar brellur og tölvuteiknaða heri. Þess í stað sést trúverðugur fjöldi lifandi leik- ara þeysast um ægilegt og raun- verulegt landslag. Framvindan verð- ur ekki minna stórbrotin fyrir vikið. Hún er mjög epísk og bardagarnir stórtækar stimpingar með tilheyr- andi óhugnaði og spennu. Spennan felst aðallega í togstreitu persóna við að reyna að breyta rétt í heimi þar sem allt siðferði virðist afar bar- barískt og afstætt. Vægðarlaus slátrun andstæðra fylkinga með til- heyrandi blóðbaði, virðist því á köfl- um vera helst til tilgangslaus og erf- itt er fyrir áhorfendur að fylkja sér um hetjurnar. Hvort sem hinir uppivöðslusömu rómversku hermenn myndarinnar reyna að verja hernumin svæði á Englandi gegn innfæddum eða þeir etja kappi við frumstæðari þjóð- flokka norðar í Skotlandi minnir barátta þeirra á bardaga kúreka við indíána í villta vestrinu. Herveldi Rómverja með sínum rustalegu skemmtunum og þrældómi virðist í ljósi myndarinnar, ekki minna villi- mannslegt en andstæðinganna. And- stæðingar Rómverjanna eru þannig í senn fórnarlömb og óvinir. Þeir eru kúgaðir og arðrændir af Rómverjum og því tilbúnir að vinna ódæðisverk í nafni frelsis. Aðalstríðsmaður Sela- fólksins og erkióvinur söguhetjanna, er til dæmis drifinn af slíkri hug- dirfsku að sannfæring hans getur hugsanlega fengið áhorfendur til að snúast á sveif með hans málstað. Fyrir utan þennan tvískinnung er hin epíska saga klassísk. Hún snýst um stórtæka fjöldabardaga, heið- ursvarnir og auðvitað ódauðlegt samband feðra og sona. Konur eru eins og svo oft áður algjörlega ut- anveltu í þessu samhengi og hér verða þær ekki einu sinni rómantísk viðföng hetjanna. Myndin er tekin í ægifögru lands- lagi auðnar Ungverjalands og Skot- lands. Ferðalag Markúsar og Esca er sýnt með ljóðrænni líðandi myndatöku úr nokkurri fjarlægð en þegar kemur að bardögunum er tökuvélin óstöðugri og meira er um nærmyndir til að auka spennu. Frumsamin tónlist Atla Örv- arssonar, sem er samsett af dul- arfullum hálandatónum og kelt- neskum sálmasöng, kórónar svo stórbrotna kvikmyndaupplifunina. Smárabíó The Eagle bbbmn Leikstjórn: Kevin Macdonald. Aðal- hlutverk: Channing Tatum, Jamie Bell, Donald Sutherland og Mark Strong. 114 mín. Bretland og Bandaríkin, 2011. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Blóðbað Vægðarlaus slátrun myndarinnar virðist á köflum vera helst til tilgangslaus og erfitt er fyrir áhorfendur að fylkja sér um hetjurnar. Hér slátrar Markús einu fórnarlambinu af mörgum í kvikmyndinni The Eagle. Blóði drifnir, barbarískir bardagar „Platan er tónjöfnuð af Bob Katz, sem er gömul goðsögn og þrefaldur Grammy-verðlauna- hafi,“ segir Beggi, sem er að vonum ánægður með innlegg hans. Katz var sömuleiðis ánægður með Begga og setti færslu á Twitter þar sem hann mælir með tónlistarmanninum og segir plötuna „þá persónu- legustu og mest ekta blúsplötu sem hann hafi tónjafnað“. Ekta blúsplata BOB KATZ TÓNJAFNAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.