Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Landspítalinn er svæðissjúkrahús fyrir Reykjavík og nágrenni og jafnframt tilvís- unarsjúkrahús fyrir alla landsmenn. Í dag fara um 70% allra fæð- inga í landinu fram á kvennadeild hans. Ríf- lega helmingur kvenna frá Suðurnesjum og Suðurlandi fæðir á deildinni og um fjórð- ungur kvenna frá Aust- og Vest- fjörðum. Í ljósi samdráttar í heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni gæti þetta hlutfall hækkað enn frek- ar. Tryggja þarf góðan aðbúnað fyrir fæðandi konur á þessari stærstu fæðingardeild landsins, með áherslu á samveru móður og barns, ásamt því að skapa aðstöðu fyrir feður eða aðra aðstandendur með móður og barni. Stór hluti fæðinga fer eðli- lega fram en engu að síður þarf móðirin margvíslega aðstoð fagfólks í tengslum við fæðinguna, t.d. við verkjastillingu í fæðingu og síðan við brjóstagjöf og loks margvíslegan stuðning til að takast á við þær miklu breytingar sem verða á lífi fólks við barnsfæðingu. Við erfiðari fæðingar, þar sem móðir eða barn eru veik, er þörf á sérhæfðari aðstoð frá mörgum heil- brigðisstéttum. Fagfólkið er mik- ilvægt við þessar aðstæður en stuðningur maka skiptir einnig mjög miklu. Tengslamyndun föður við barnið styrkist við aukna sam- veru og því er mikilvægt að skapa aðstöðu fyrir feður á sjúkrahúsinu. Á kvennadeild LSH er rekin um- fangsmikil sérhæfð mæðravernd fyrir konur í áhættumeðgöngu en hlutfall áhættumeðgangna eykst stöðugt með vaxandi tíðni háþrýst- ings, sykursýki og fleiri heilsufars- vandamála. Kvenlækningar Á kvennadeildinni fara fram skurð- aðgerðir vegna krabbameina í leghálsi, legi og eggjastokkum auk margvíslegra að- gerða vegna góðkynja meina sem þó geta valdið verulegri skerð- ingu á lífsgæðum. T.d. óhóflegar tíðablæð- ingar sem valda fjar- veru frá vinnu í hverj- um mánuði eða langvinnir verkir í grindarholi tengt legslímuflakki. Vegna þessara sjúkdóma eru fram- kvæmdar mismunandi aðgerðir með því markmiði að auka lífsgæði. Sumar aðgerðirnar innifela að fjar- lægja þarf leg og/eða eggjastokka en aðrar aðgerðir eru minni inngrip og felast í að reyna að draga úr ein- kennum en þó viðhalda frjósemi. Á seinni árum hefur hlutfall kvið- sjáraðgerða stöðugt aukist, en það krefst flóknari og dýrari tæknibún- aðar en notaður er við opnar að- gerðir. Eftir kviðsjáraðgerð næst bati mun fyrr en við opnar aðgerðir og því mikill ávinningur að gera sem flestar aðgerðir með þeim hætti. Í samvinnu við þvagfæradeild LSH er unnið markvisst að grein- ingu á þvagfæravandamálum og að- gerðir framkvæmdar eftir því sem við á. Í samvinnu við meltingar- og skurðlækna eru framkvæmdar rannsóknir þegar einkenni koma fram vegna sigs á grindarbotni, oft eftir erfiðar og/eða margar fæð- ingar. Ef um innkirtlasjúkdóma og/ eða ófrjósemi er að ræða fara oft fyrstu rannsóknir fram á kvenna- deild en síðan er konum vísað áfram í sérhæfðari rannsóknir og meðferð eftir því sem við á. Á kvennadeildina koma konur vegna fósturláta og fóstureyðinga, en það krefst sérhæfðrar meðferðar og stuðnings. Deildin veitir bráða- þjónustu í kvensjúkdómum, t.d. vegna utanlegsfósturs, alla daga ársins og stór hluti aðgerða eru bráðaaðgerðir. Á kvennadeild fara einnig fram aðgerðir vegna brjósta- krabbameina en verulegar framfar- ir hafa átt sér stað á því sviði á und- anförnum árum þar sem brjóstauppbygging er æ oftar gerð samhliða brottnámi brjósts. Læknar skurðdeildar LSH framkvæma að- gerðirnar en hjúkrun og umönnun er innan veggja kvennadeildar. Landssöfnun Lífs Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, var stofnað í desem- ber 2009 og hefur það markmið að styðja við alla starfsemi kvenna- deildar og bæta aðbúnað fyrir kon- ur og fjölskyldur þeirra. Lætur nærri að hver einasta kona í landinu – og þar með hver fjölskylda – hafi einhvern tímann á ævinni þörf fyrir þjónustu kvennadeildar, hvort sem er í gleði vegna barnsfæðingar eða í sorg vegna fósturláts, barnsmissis eða veikinda. Starfsemi kvenna- deildar snertir okkur öll! Líf óskar eftir stuðningi þínum til uppbyggingar miðstöðvar fæðingar- og kvenlækninga á Íslandi á kvennadeild Landspítalans. Það geta allir gefið LÍF! Landssöfnun Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, verð- ur haldin hinn 4. mars nk. Söfn- unarféð verður notað til að bæta að- búnað og aðstöðu fyrir alla starfsemi er varðar heilbrigði kvenna og fram fer á kvennadeild Landspítalans. Efla þarf þjónustu við fæðandi konur og fjölskyldur þeirra og ekki síður þarf að bæta aðbúnað kvenna sem sækja þjón- ustu vegna margvíslegra kvenlækn- inga. Gefum kvennadeild Landspítalans nýtt líf Eftir Hildi Harðardóttur »Um 70% allra fæð- inga í landinu fara fram á kvennadeild Landspítalans (LSH) og deildin veitir bráðaþjón- ustu í kvensjúkdómum alla daga ársins. Hildur Harðardóttir Höfundur er yfirlæknir á kvennadeild og stjórnarmaður í Líf. Í janúar sl. úrskurð- aði hæstiréttur að sú ákvörðun umhverf- isráðherra frá 29. jan- úar 2010 að synja staðfestingar þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps 2006-2018 sem er í fyrrum Vill- ingaholtshreppi skuli vera ógild. Í þeim hluta er væntanleg Urriðafossvirkjun. Umhverfisráðherra hafði rök- stutt synjun sína með því að óheimilt væri samkvæmt skipulags- og byggingarlögum að fram- kvæmdaaðili greiddi kostnað vegna vinnu við aðal- eða deiliskipulag. Hæstiréttur féllst ekki á þau rök og tekur fram að í þeim lögum sé „hvergi lagt bann við því að fram- kvæmdaaðili greiði kostnað við vinnu við aðal- eða deiliskipulag“. Rök hæstaréttar eru svo al- menns eðlis að gera má ráð fyrir að þau gildi einnig fyrir önnur sveitarfélög í sambærilegum kring- umstæðum. Niðurstaða hæstaréttar í þessu máli getur því komið í veg fyrir samskonar deilur um virkj- anir í öðrum sveitarfélögum og þar með auðveldað öflun virkj- unarheimilda um land allt. Ber að fagna því. Hinn 1. maí 2010 birtist grein í Morgunblaðinu eftir mig sem nefndist „Enn breytt viðhorf í orkumálum“. Tilefni hennar var að verk- efnisstjórn Ramma- áætlunar hafði þá ný- lega skilað skýrslu um 2. áfanga þeirrar áætl- unar. Frábærri skýrslu að mínu mati sem einkenndist af kerfisbundnum, skipu- lögðum og öguðum vinnubrögðum. Meðfylgjandi töflur sýna annars vegar þær tíu virkjanir af þeim sem Rammaáætlunin fjallaði um sem höfðu, samkvæmt skýrslunni, lægstan stofnkostnað á einingu, í árlegri orku í milljónum króna á hverja teravattsund (Mkr/TWh/a) (efri taflan), og hinsvegar þær tíu virkjanir sem hafa minnst um- hverfisáhrif, einnig á orkueiningu (U/TWh) (neðri taflan). Hvort tveggja eru eftirsóknarverðir eig- inleikar, hliðstæðir því að við sækj- umst eftir ódýrri vöru sem jafn- framt er góð vara. Sem kunnugt er fer það tvennt alls ekki ávallt sam- an. Það er athyglisvert að 7 af þess- um 10 virkjunum er að finna í báð- um töflunum. Þær eru í senn ódýr- ar og hafa lítil umhverfisáhrif. Þeirra á meðal eru þær virkjanir sem mikið hafa verið í umræðu undanfarið svo sem Urriðafoss- virkjun, Holtavirkjun og Hvamms- virkjun í neðri Þjórsá og Búð- arhálsvirkjun í Tungnaá. Og þar er líka Arnardalsvirkjun í Jökulsá á Fjöllum, sem er í fyrsta sæti um lítil umhverfisáhrif og í öðru sæti um lágan stofnkostnað. Hún sýnist því kjörin sem und- irstaða orkufreks iðnaðar á Norð- urlandi eystra; ekki síst í ljósi þess að hún er laus við þá óvissu sem eðli máls samkvæmt fylgir beislun jarðhitans. Það er líka athyglisvert að af þessum 7 virkjunum eru 3 í Þjórsá á Suðurlandsundirlendinu, Urr- iðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun. Þess er að vænta að úrskurður hæstaréttar einfaldi öflun heimilda frá yfirvöldum til að ráðast í þær. Áður hafði Lands- virkjun aflað sér frá fyrri ráðherra heimildar til Búðarhálsvirkjunar. Hinar þrjár eru Arnardalsvirkjun í Jökulsá á Fjöllum, Skata- staðavirkjun í Skagafirði og Skaft- árvirkjun í Skaftá. Niðurstaða Hæstaréttar er afar þýðingarmikil fyrir væntanlegar virkjanir yf- irleitt. Taflan sýnir að samanlögð orku- geta 10 virkjananna með lægstan virkjunarkostnað er svipuð og 10 virkjananna með minnst umhverfis- áhrif, um 10 TWh/a. Þar af eru 8,7 TWh/a í þeim sjö virkjunum sem eru sameiginleg þessum tvenns- konar mælikvörðum. Ánægjuleg viðhorfsbreyt- ing í virkjunarmálum Eftir Jakob Björnsson »Niðurstaða hæsta- réttar í þessu máli getur því komið í veg fyrir samskonar deilur um virkjanir í öðrum sveitarfélögum og þar með auðveldað öflun virkjunarheimilda um land allt. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. Virkjanir með lægstan stofnkostnað á orkueiningu Nr. Virkjun/vatnsfall 1 Urriðafossvirkjun/Neðri Þjórsá 0,980 400 0,980 1 4 2 Arnardalsvirkjun/J á Fjöllum 4,000 600 4,000 2 1 3 Hvammsvirkjun/Neðri Þjórsá 0,665 690 0,665 3 2 4 Hotavirkjun/Neðri Þjórsá 0,415 800 0,415 4 7 5 Djúpá/Fljótshverfi 0,498 1190 6 Skatastaðavirkjun B/Skagafirði 1,260 1240 1,260 6 8 7 Bjallavirkjun/Tungnaá 0,340 1350 8 Búðarhálsvirkjun/Tungnaá 0,585 1450 0,585 8 3 9 Hrafanbjargavirkjun A/Skjálfandafljót 0,622 1720 10 Skaftárvirkjun/Skaftá 0,760 1780 0,760 10 10 Samtals: 10,125 8,665 Virkjanir með minnst umhverfisáhrif á orkueiningu Nr. Virkjun/vatnsfall TWh/a U U/TWh/a 1 Arnardalsvirkjun/J.á Fjöllum 4,000 12,3 3,08 2 Hvammsvirkjun/Neðri Þjórsá 0,665 2,5 3,76 3 Búðarhálsvirkjun/Tungnaá 0,585 2,2 3,76 4 Urriðafossvirkjun/Neðri þjórsá 0,980 4,7 4,80 5 Blönduveita/Blanda 0,131 0,7 5,34 6 Skrokkölduvirkjun/Kaldakvísl 0,215 1,4 6,51 7 Holtavirkjun/Neðri Þjórsá 0,415 3,1 7,47 8 Skatastaðavirkjun B/Skagafirði 1,260 10,0 7,94 9 Bláfellsvirkjun/Hvítá 0,536 6,4 11,84 10 Skaftárvirkjun/Skaftá 0,760 9,1 11,97 Samtals: 9,547 Rö ð ef tir um h- ve rfi sá hr ifu m á or ku ei ni ng u Rö ð ef tir or ku s- to fn ko st na ði TW h/ a Or ku st of - nk os tn að ur M kr /T W h/ a TW h/ a Ekki fylgir því mikið erfiði að hafa alltaf réttast fyrir sér í op- inberri umræðu ef talsmönnum viðkom- andi sjónarmiða er ein- um hleypt að borðinu. Leikurinn ætti að vera enn auðveldari ef tals- mennirnir sveipa sig fræðistimpli, vitna í rannsóknir og ég tala nú ekki um að vera gert kleift að komast algerlega hjá því að svara málefnalegri gagnrýni. Framangreind staða er einmitt uppi hjá fiskihagfræðingunum í Há- skóla Íslands sem stunda það trúboð að mikil hagkvæmni og þjóðhags- legur ábati fylgi framseljanlegum fiskveiðikvótum. Þrátt fyrir fram- angreint forskot er mikill efi í huga almennings um kvótakerfið. Margir gera sér grein fyrir því að kerfið hef- ur algerlega brugðist því upp- runalega markmiði sínu að auka þorskaflann og sömuleiðis að fræði- mennirnir sem átt hafa sviðið hafa verið kostaðir af sérhagsmuna- samtökum sem hafa viljað vernda kerfið sitt. Erlendir fræðimenn eru farnir í ríkari mæli að setja spurning- armerki við trúarsetningar í fræðum Ragnars Árnasonar hagfræðings um að framseljanleg veiðiréttindi leiði sjálfkrafa til þjóðhagslegs ábata og ábyrgrar nýtingar fiskistofna. Bent hefur verið á hversu rýr röksemda- færsla liggi fyrir framangreindum fullyrðingum. Eftirlitskostnaður hef- ur vaxið mest hjá þeim þjóðum sem hafa gengið hvað lengst í að einka- væða réttinn til fiskveiða, s.s. Ný- Sjálendingum og Íslendingum. Ef ábyrgð hefði aukist hefðu umsvif Fiskistofu dregist saman í stað þess að blása út á sama tíma og fiskveiðar hafa minnkað. Margir hægrimenn á Íslandi eru haldnir þeim misskiln- ingi að kvótakerfið byggist á lögmálum frjáls markaðar þar sem samkeppni hvetur til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Það er af og frá en kerfið einkennist mjög af fákeppni og stöðnun. Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, Pétur Pálsson, viðurkenndi á fundi Samtaka atvinnu- lífsins þann 9. febrúar sl. að af 20 kvótahæstu útgerðum sem ráða yfir 84% kvótans væru aðeins tvær yngri en 30 ára. Varla þarf frekari vitna við um að kvótakerfið er lokað kerfi þar sem fákeppni ræður ríkjum. Allt tal um að megnið af veiðiheimildum hafi skipt um hendur á síðustu árum er vægast sagt orðum aukið. Sömuleiðis er allt tal um að það verði að festa núverandi kvótakerfi til langs tíma í sessi furðulegt í ljósi þess að í raun er með því verið að festa í sessi fákeppni og stöðnun í at- vinnugreininni. Engu að síður felur kerfið í sér gríðarlega óvissu um framtíð heilu byggðarlaganna eins og sorgleg dæmin sanna þar sem byggðarlögin eru sett undir geð- þóttavald handhafa veiðiheimild- anna. Óvissa byggðarlaganna hefur falið í sér að fáir hafa treyst sér til þess að fjárfesta í fasteignum eða af- leiddum atvinnurekstri sjávarbyggð- anna og ekki hefur bætt úr skák stöðugur samdráttur veiðiheimilda frá því að kvótakerfið var tekið upp. Að hafa alltaf réttast fyrir sér Eftir Sigurjón Þórðarson Sigurjón Þórðarson »Einungis 2 af 20 kvótahæstu útgerð- um sem ráða yfir 84% kvótans eru yngri en 30 ára! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.