Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.2011, Blaðsíða 17
Icesave – Beiðni um útskýringar Ég hef ekki gert upp hug minn um Icesave og svo er um flesta, heyri ég. Til þess vantar allar upplýsingar. Rík- isútvarpið og önnur áróð- urstæki Samfylkingarinnar fá helst til sín þá sem gagnast réttum málstað – á þeim er ekkert traust. Væntanlega birtist þar Icesave-prófess- orinn sem, eins og frægt er, boðaði að Ísland myndi breyt- ast í Norður-Kóreu, yrði Ice- save I ekki samþykkt, nú eða aðrir ámóta. Flestir gera sér orðið ljóst að rétt hefði verið að gangast aldrei við skuld- bindingunni, svokölluðu, en mátti telja á fingrum ann- arrar handar þá. Mistökin sem fólust í að gera þýsk- menntaðan hagfræðing að að- allögfræðingi Íslands verða ekki tekin aftur. Heldur ekki gengisáhættan. Líklega hafa lögfræðingarnir séð um út- reikningana og hagfræðing- arnir um lagatúlkunina við gerð Icesave I. En nú er að ákveða sig og til þess vantar flesta svör við spurningum. Mig langar að varpa fleirum fram og bið menn sem vit hafa á að tjá sig. Þeir sam- fylkingarmenn sem líta á lygina sem list, líkt og svonefndir spunamenn, eru beðnir um að spara sér svörin, en aðrir samfylk- ingarmenn ekki. Ekki verður hægt að af- nema gjaldeyrishöft um nokkur ókomin ár vegna gjaldeyrisáhættunnar (óskiljanlegu) sem fylgir Icesave; hversu mörg ár má ætla að það taki að grynnka svo á skuldinni að þau megi af- nema? Getur ríkisstjórnin gefið loforð um að gjaldeyr- ishöft verði ekki afnumin næstu ár? Verðmöt eru gögn sem gjalda ber varhug við. Þau voru, satt best að segja, mjög óáreiðanleg gögn svo sem dæmin 2008 sanna. Hvaða nýju aðferðir eru notaðar við mat eigna Landsbankans sem gera þau möt betri en eldri matsaðferðir? Hver er eignastaða Landsbankans, sé hún t.d. miðuð við fyr- irliggjandi, áreiðanleg til- boð í eignir bankans? Og af hverju er beðið með sölu eigna Landsbankans? Þær hafa verið til sölu í meira en 2 ár. Er kannski beðið eftir að þær hækki í verði; nái matsverði? (Ef svo er, er kannski vissara að kaupa lottómiða til að auka á gróðavonina). Enn er óviss- an slík að áhættan af Icesave virðist ekki tæk nema fram komi áreiðanlegar upplýs- ingar um raunverulega greiðslu sem rík- issjóður þarf að inna af hendi. Véfrétt um að Iceland-keðjan sé alveg að seljast, upp- runnin úr áróðursmálaráðuneytinu og flutt í Spegli Ríkisútvarpsins, telst ekki með. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Áhættan af Icesave virð- ist ekki tæk nema fram komi áreiðanlegar upplýsingar um raunverulega greiðslu sem rík- issjóður þarf að inna af hendi. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011 Guðað á gluggann Það gerist líklega ekki oft að ung börn sýni Alþingi mikinn áhuga en eitthvað virðist hafa vakið athygli litlu hnátunnar – og ferfætlingsins líka. Svava Bjarnadóttir Það hefur ekki farið framhjá neinum að vaxandi erfiðleikar eru nú innan heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Nýlega birtust tölur um að það skorti tugi heilsugæslulækna til starfa um allt land. Í fyrsta sinn í sögu landsins gerist það nú ítrekað að engir læknar sækja um lausar stöður í heilsugæslustöðvum eða á sjúkrahúsum. Á undanförnum árum hefur starfandi læknum á Íslandi fækkað um 10-15%. Þeir sem eftir eru vinna við vaxandi álag sem ýms- ar vísbendingar eru um að nálgist hættumörk. Ungir læknar sjá sér ekki lengur hag í því að flytja til landsins að loknu sérnámi en með þeim kemur dýrmæt þekking og læknisfræðilegar framfarir. Íslenskir læknar eru vel mennt- aðir og eftirsóttir og þeim standa til boða störf í nágrannalöndunum þar sem greidd eru tvöfalt hærri laun fyrir dagvinnu en hér á landi. Nokkrir hafa þegar flutt til útlanda og aðrir vinna hlutastörf í útlöndum þar sem vinnuaðstæður eru einnig víða betri en hér. Frekari kjaraskerðing boðuð Einhverjum mundi vafalaust detta í hug að við þessu yrði að bregðast. Staðreyndin er hins veg- ar sú að svo virðist sem þessi vandi sé ekki til í augum yfirvalda því að um þetta er ekkert rætt. Núverandi stefna stjórnvalda eins og hún birtist á fjárlögum gerir auk þess ráð fyrir enn frekari kjaraskerðingu hjá læknum til viðbótar við þá ca 20-30% kjaraskerðingu sem þegar hefur átt sér stað. Allir kjarasamningar í heilbrigðisþjónust- unni hafa verið lausir í marga mánuði og ekkert er rætt við starfsfólkið, hvorki lækna né aðra. Umtalsverð ólaunuð yfirvinna Nýlega bar svo við að kjara- dómur tók á sig rögg og hækkaði laun dómara verulega með hlið- sjón af auknu álagi á dómstólana. Kjaradómur viðurkenndi þar með að þeir sem vinna meira eigi rétt á hærri launum. Á heilbrigð- isstofnunum landsins er hins veg- ar unnin umtalsverð ólaunuð yf- irvinna og frítökuréttur og önnur samningsbundin réttindi eru skert einhliða af hálfu ríkisins. Tíminn er að renna frá okkur Við sem höfum starfað lengi við lækningar á Íslandi vitum að hér á landi hefur aldrei verið rétti tíminn til að bæta kjör lækna. Hér hrósa menn heilbrigðisþjón- ustunni í tækifærisræðum en vilja svo ekkert vita af hverju við náum þeim árangri að vera með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Það eru læknar og annað starfsfólk í heilbrigð- isþjónustunni sem skapað hefur þann árangur. Það dugar ekki lengur að stinga höfðinu í sand- inn og reikna með því að fólk sem leggur sig allt fram í þágu heilbrigðisþjónustunnar í landinu muni áfram þola versnandi kjör og enn meira vinnuálag. Tíminn er að renna frá okkur, það verður að bregðast við núna. Eftir Stein Jónsson »Ungir læknar sjá sér ekki lengur hag í því að flytja til lands- ins að loknu sér- námi en með þeim kemur dýr- mæt þekking og læknisfræðilegar framfarir. Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hvert stefnir í heilbrigðisþjónustunni Steinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.