Morgunblaðið - 09.03.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 09.03.2011, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með stöðugt hærri aldri þjóðarinnar eykst þörf á aðstoð heima fyrir. Tækninni fleygir jafnframt fram og býður upp á ýmsa möguleika. Spurn eftir heimaþjónustu og notkun hjálpartækja eykst. Hugsanlega verður eftir nokkur ár boðið upp á að vélmenni fái lögheimili hjá öldr- uðum og verði hjálparhella þeirra og vakandi auga. Tæknin á ekki að vera þröskuldur, heldur til að auka öryggi, en spurningin er hvort þetta er lausn og hvað þá með friðhelgi einkalífsins? „Það er flest mögulegt í þessum efnum og tímabært að hér hefjist umræða um þessa þróun,“ segir Björk Pálsdóttir, iðjuþjálfi og yfir- maður Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands. Hún segir að víða um heim sé þessi umræða í fullum gangi og reynt sé að svara áleitnum spurningum. Nýjar áherslur í þekkingu „Auknar kröfur eru um að aldr- aðir geti búið lengur heima hjá sér, en með vaxandi aldri þjóðarinnar verða elliglöp meira áberandi. Sam- hliða örri tækniþróun kallar sú þró- un á nýjar áherslur í þekkingu þeirra sem sinna eldra fólki heima, þekkingu á tæknibúnaðinum,“ segir Björk. Spurð um nýjungar í hjálpar- tækjum fyrir aldraða segir hún að um þessar mundir sé mikil áhersla á alls konar rafræna tækni. „Þessar lausnir sem við sjáum núna snúast um að gera fólki kleift að geta dvalið lengur heima og þá við meira öryggi en nú er,“ segir Björk. „Minnis- hjálpartæki og tæki sem auka ör- yggi eru áberandi og þau eru þá jafnvel tengd við þjónustuaðila úti í bæ, heilsugæslu eða öryggisfyrir- tæki. Tæknin auðveldar líka að- standendum að annast veikt fólk heima. Ég sé ekki fyrir mér að eftir- litsmyndavélum verði komið fyrir inni á heimilum fólks. Í því sam- bandi eru siðferðilegar spurningar sem þarf að svara, en þetta er samt allt til. Í Evrópu hefur sjónum verið beint að slíkum álitamálum á síðustu árum.“ Björk segir alls konar hjálpar- tæki gera mönnum kleift að fylgjast með ferðum fólks. Í Danmörku er til dæmis nýbúið að samþykkja lög sem heimila að setja GPS-tæki á aldraða með elliglöp, þannig að auð- veldara sé að finna þá ef þeir fara að heiman og villast. Hér á landi er um- ræða um slík tæki ekki hafin, en getur ekki verið langt undan, segir Björk. Spurð hvort hún sjái fyrir sér að vélmenni gefi lyf á heimilum aldr- aðra í stað hjúkrunarfræðings, segir hún ekkert útilokað í þeim efnum. Sjálfvirk vöktun „Víða er verið að tala um þenn- an möguleika í fullri alvöru, til dæm- is í Japan, Bandaríkjunum og í Evr- ópu. Þá yrði einhver Robbi róbót inni á heimilinu með innbyggða myndavél eða skjá þar sem hægt er að fylgjast með íbúanum og leiðbeina í gegnum slík tæki frá stjórnstöð án þess að utanað- komandi þyrfti að koma á stað- inn. Búið væri að kortleggja heimilið með nemum og vél- mennið gæti farið um heimilið. Líka má hugsa sér að þessi aðstoð sé veitt á af- mörkuðum svæðum á heim- ilinu um sjónvarp eða breið- band, þar sem heilsugæslu- stöð eða heimahjúkrun getur komið skilaboðum áleiðis til íbúanna og þjón- ustan væri þá veitt með rödd. Sími og tölva með nettengingu geta þjón- að sama hlutverki. Ef auga er inni á heimilinu vakna margar siðferðileg- ar spurningar sem tengjast mann- gildi og friðhelgi einkalífsins.“ Björk segir að nær í tíma séu einfaldari hlutir eins og sjálfvirk vöktun við útidyr, sem gefur þá ör- yggisfyrirtæki, nágrönnum eða fjöl- skyldu upplýsingar um ferðir við- komandi. Hún segir að Hjálpar- tækjamiðstöð reyni að vekja fólk til umhugsunar um möguleika tækn- innar. Nú eru ýmis minnis- og öryggishjálpartæki mest í um- ræðunni og síðan staðsetningartæki (GPS). Herra tækninnar „Með hækkandi aldri tækni- þróaðra þjóða er mikil þróun í þess- um málaflokki. Ég nefni til dæmis að Evrópusambandið ver miklum fjármunum í þróun á tækni og að- ferðum til þess að leysa þessi verk- efni. Við skulum hafa í huga að eftir einhverja áratugi verða kannski ekki nógu margar vinnandi hendur til að aðstoða aldraða. Þá er spurn- ing hvort það verður leyst með fólki frá framandi löndum með tilheyr- andi tungumálaerfiðleikum, eða hvort kallað verður á Robba róbót og hversu langt á þá að ganga. Við skulum samt hafa í huga að eftir ekki ýkja mörg ár verður tölvukunnátta og tækniþekking mun útbreiddari meðal aldraðra en nú er. Það gerir tengsl yfir netið aftur auðveldari og eðlilegri en nú. Enn og aftur er þetta spurning um hversu langt við getum gengið og hversu langt við viljum ganga. Þetta er kannski spurningin um hvort maðurinn er herra tækninnar eða tæknin herra mannsins,“ segir Björk. Verða vélmennin velkomin?  Margvísleg tækniaðstoð möguleg á heimilum aldraðra  Mörgum erfiðum spurningum ósvarað  Mikil áhersla á rafræna tækni  Heimilt að setja GPS-tæki á aldraða með elliglöp í Danmörku Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hjólastólar Björk Pálsdóttir innan um eldri og hefðbundnari hjálpartæki í Hjálpartækjasmiðstöð Sjúkratrygginga. Af um 318 þúsund Íslendingum höfðu 10.583 náð 80 ára aldri 1. janúar í fyrra. Þar af voru 293 karlar og konur orðin 95 ára eða eldri. Mannfjöldaspá Hagstof- unnar gerir ráð fyrir að eftir 20 ár verði Íslendingar orðnir tæp- lega 372 þúsund talsins. Þá stórfjölgar í hópi elstu borgar- anna. Þeir verða samkvæmt spánni rúmlega 18 þúsund og gera má ráð fyrir að 50 úr þeim hópi hafi náð 100 ára aldri. Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mjög á undanförnum ár- um. Frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig rúmlega tveimur árum í meðalævilengd. Árið 2009 var meðalævilengd ís- lenskra karla 79,7 ár og skipuðu þeir fyrsta sætið meðal Evrópu- þjóða það ár. Árið 2009 var meðalævilengd íslenskra kvenna 83,3 ár og skipuðu þær fimmta sætið meðal Evrópu- þjóða. Stórfjölgar í elsta hópnum SPÁR UM FÓLKSFJÖLDA Eins og flestum öðrum opinberum stofnunum er Hjálpartækja- miðstöð Sjúkratrygginga Íslands gert að spara á þessu ári. Björk segir að þau þurfi að spara um 5-6% í ár eða 100-150 milljónir samtals af um þremur milljörðum króna. „Það hefur þrengt að hjá okkur eins og öðrum og við höfum úr minna að spila til kaupa á hjálpartækjum. Við höfum þurft að gera breytingar á starfseminni, en reynum að tryggja að þær bitni sem minnst á notendum, en því er ekki að neita að allar breytingar koma með einhverjum hætti við notendur. Við reyn- um að dreifa áhrifunum sem mest og eins hugsum við mikið til þess að nýting tækjanna sé sem allra best og náum þannig hagræðingu. Starfsfólki hefur ekki verið fækkað en því hefur heldur ekki fjölgað í nokkur ár þó svo að viðskiptavinum okkar fjölgi með hverju árinu eins og til dæmis í hópum aldraðra og öryrkja,“ segir Björk Pálsdóttir. SPARNAÐUR Í HJÁLPARTÆKJAMIÐSTÖÐ EINS OG HJÁ ÖÐRUM Bitni sem minnst á notendum Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.