Morgunblaðið - 09.03.2011, Side 20
Venjulega kostar dagurinn
aðeins 25 kr./5 MB.
Netið í
símanum
er ódýrara en
þú heldur
Prófaðu
í dag á 0 kr.
ef þú ert
viðskiptavinur
Símans.
Notkun á Ísl
andi
, 10
0 M
B i
nn
an
da
gs
in
s.
G
re
id
d
er
u
m
án
.g
jö
ld
sk
v.
ve
rð
sk
rá
.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011
Hækkanir ýmissa gjalda ríkis og sveitarfélaga á þessu ári valda 0,91% hækk-
un á vísitölu neysluverðs. Mest áhrif hafa hækkanir á gjaldskrám orku-
veitna sem valda 0,49% hækkun. Meðal hækkana eru 0,9% hækkun á heil-
brigðisþjónustu, 16,4% hækkun lóðaleigu sveitarfélaga, 18,7% hækkun
vegna sorphreinsunar, 13,9% hækkun vegna fargjalda með strætis-
vögnum og 1,9% hækkun fyrir skólamáltíðir.
Í útreikningum starfshópsins á vinnumarkaði eru
m.a. skoðuð áhrif þess ef ekki hefði verið fallið
frá áformum um hækkun persónuafsláttar
um þrjú þús. kr. á mánuði auk verð-
lagsuppfærslu. Sú hækkun myndi bæta umtalsvert við
ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í heildina um
1,2% og um 3% hjá einstæðum foreldrum.
Fjölmargar skattabreytingar hafa tekið
gildi. Fram kemur að áætlað er að álagð-
ur auðlegðarskattur hækki um 36%.
Tekjutengingar eru auknar í barnabóta-
kerfinu og er áætlað að útgreiddar
barnabætur verði tæplega 9% lægri á
þessu ári en í fyrra.
Barnabætur 9% lægri í ár
minni eða ef þau
eiga enga fasteign og
skulda lítið sem ekkert.
Sú skerðingin er þó hlut-
fallslega mun minni en í
dæminu af einstæða for-
eldrinu sem skuldar 10
milljónir.
Dæmi: Hátekjuhjón með 2
börn hafa 13,2 milljónir í árstekj-
ur. Þau eiga 40 milljóna kr. fasteign
og 5 millj. kr. í sparifé. Heildar-
skuldir þeirra eru 30 milljónir.
Áhrif opinberra aðgerða á fjárhag þess-
ara hjóna eru þau að ráðstöfunartekjur þeirra
aukast um 0,9%. Þau fá 150 þúsund kr. vegna
sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu og eftir skatta
Í dæmum starfshópsins aukast ráð-
stöfunartekjur hlutfallslega mest hjá
barnlausum einstaklingi sem er með
miklar skuldir en lágar tekjur. Ef launa-
tekjur hans eru 250 þús. kr. á mánuði,
hann á 18 millj. kr fasteign og skuldar
sömu fjárhæð, hafa aðgerðir stjórnvalda
þau áhrif ráðstöfunartekjur hans eftir skatta
aukast um 230 þús. kr á árinu eða um 8,7%.
Hann fær 400 þús kr. í vaxtabætur og 78 þús.
kr. sérstaka vaxtaniðurgreiðslu.
Ef skuldir þessa einstaklings eru hinsvegar
helmingi lægri eða 9 milljónir og hann á 9
milljóna kr. hreina eign, leiða breytingarnar til
þess að ráðstöfunartekjur hans minnka um
1,9%. Vaxtabætur þessa einstaklings hafa þá
fallið niður en hann fær 39 þúsund kr. í sér-
staka vaxtaniðurgreiðslu.
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Breytingar á skattheimtu og barna- og vaxta-
bótum og fleiri aðgerðir í fjármálum ríkis og
sveitarfélöga á þessu ári leiða til þess að ráð-
stöfunartekjur heimilanna dragast saman um
0,1%. Ef frá er talin 0,6% sérstök vaxtaniður-
greiðsla vegna skuldavanda heimila dragast
ráðstöfunartekjur saman um 0,9%.
Áhrifin eru mjög mismunandi eftir fjöl-
skyldugerð og hversu skuldsett heimili eru.
Þannig aukast ráðstöfunartekjur lágtekju-
hjóna með tvö börn, 6 milljóna kr. árstekjur og
20 milljóna kr. fasteign, um 1,3% ef fjölskyldan
skuldar 20 milljónir kr. Hins vegar verður
sambærileg fjölskylda með sömu launatekjur,
sem skuldar 10 milljónir, fyrir 2,2% skerðingu
ráðstöfunartekna í ár vegna opinberra að-
gerða.
Í fyrra dæminu aukast ráðstöfunartekjur
fjölskyldunnar eftir skatta um rúmar 70 þús-
und kr. en í dæmi hjónanna sem skulda 10
milljónir dragast ráðstöfunartekjurnar saman
um 115 þúsund kr á árinu þó launatekjurnar
séu þær sömu í báðum dæmunum.
Þessar upplýsingar koma fram í greinar-
gerð vinnuhóps á vegum ríkissáttasemjara,
sem skipaður var fulltrúum samtaka á vinnu-
markaði, en hópurinn lagði mat á áhrif að-
gerða í opinberum fjármálum á verðlag og ráð-
stöfunartekjur á þessu ári. Til að sýna áhrif
opinberra aðgerða á ráðstöfunartekjur ein-
stakra heimila setur starfshópurinn fram
dæmi af nokkrum fjölskyldugerðum og tekju-
hópum með misháar skuldir og reiknar breyt-
ingar á ráðstöfunartekjum þeirra út frá breyt-
ingum á álagningu skatta og gjalda auk
breytinga á tekjutilfærslum í barna- og vaxta-
bótakerfinu.
Rýrnar um 80 þús. hjá einstæðu
foreldri sem skuldar 10 millj.
Í ljós kemur að ráðstöfunartekjur einstæðra
foreldra aukast ef skuldirnar eru mjög miklar
en þær skerðast hins vegar ef skuldirnar eru
minni og á það bæði við um einstætt foreldri
sem er með lágar tekjur og það sem hefur
meðaltekjur.
Dæmi: Einstætt foreldri með eitt barn, hef-
ur 250 þús. kr. laun á mánuði, á 20 millj. kr
fasteign og skuldar 20 milljónir. Breyting-
arnar hafa þau áhrif að ráðstöfunartekj-
urnar þessa foreldris aukast í ár
um 247 þúsund kr. eða um
8,1%.
Ef skuldir þessa ein-
stæða foreldris eru hins
vegar helmingi minni
eða 10 milljónir þarf
það að taka á sig um
80 þúsund króna
skerðingu á ráðstöf-
unartekjum á þessu
ári eða um 2,8% þó
miðað sé við sömu
launatekjur (250
þús. kr. á mánuði).
Ef persónu-
afsláttur yrði hækk-
aður um 49.254 kr. eins
stefnt var að en hefur nú
verið frestað, dugar það þó
ekki til að vega upp skerðingu
ráðstöfunartekna þessa foreldris.
Dæmi starfshópsins leiða svipaða
niðurstöðu í ljós hjá einstæðum for-
eldrum sem eru með hærri tekjur. Ef einstætt
foreldri með eitt barn hefur 400 þúsund kr.
tekjur á mánuði og skuldar 20 milljónir, aukast
ráðstöfunartekjurnar þess um 199.264 kr. eða
4,9% á árinu.
Ef heildarskuldirnar eru hins vegar 10 millj-
ónir en launatekjurnar þær sömu og í fyrra
dæminu þarf viðkomandi að taka á sig 93.637
kr. skerðingu ráðstöfunartekna á árinu.
Útreikningarnir sýna að barnabætur ein-
stæðs foreldris með eitt barn, 400 þúsund kr
tekjur á mánuði og 10 milljóna kr. skuldir,
skerðast um rúmlega 89 þúsund kr. á þessu ári
og verða rúmar 169 þúsund kr.
Ráðstöfunartekjur hátekjuhjóna aukast
vegna aðgerða stjórnvalda ef þau eru með
miklar skuldir en skerðast ef skuldirnar eru
eru ráðstöfunartekjur þeirra 9.288.063 kr.
Hafa þær þá aukist eftir skatta og aðrar að-
gerðir um rúmlega 87 þúsund kr.
Ef skuldir þessara hjóna eru hins vegar 15
milljónir verða þau fyrir 19.863 kr. skerðingu
ráðstöfunartekna á árinu.
Bera misþungar byrðar af
breyttum sköttum og bótum
Starfshópur á vinnumarkaði hefur metið áhrif hækkana hins opinbera á ráðstöfunartekjur heimila
Dæmi um breytingar á ráðstöfunartekjum
Mikil skuldsetning Minni skuldsetning Engin skuldsetning
Vaxtagjöld vegna íbúðarhúsnæðis 900.000 450.000 450.000
Hrein eign - 10.000.000 10.000.000
Heildarskuldir 20.000.000 10.000.000 10.000.000
Skuldir vegna íbúðarhúsnæðis 18.000.000 9.000.000 9.000.000
2010 2011 2010 2011 2010 2011
Árstekjur hjóna 6.000.000 6.000.000 6.000.000 6.000.000 6.000.000 6.000.000
Skattstofn 5.760.000 5.760.000 5.760.000 5.760.000 5.760.000 5.760.000
Tekjuskattur og útsvar 2.174.496 2.176.409 2.174.496 2.176.409 2.174.496 2.176.409
Persónuafsláttur -1.060.932 -1.060.932 -1.060.932 -1.060.932 -1.060.932 -1.060.932
Greiddur tekjuskattur og útsvar 1.113.564 1.115.477 1.113.564 1.115.477 1.113.564 1.115.477
Fjármagnstekjuskattur - - - - - -
Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra 16.800 17.400 16.800 17.400 16.800 17.400
Útvarpsgjald 34.400 35.800 34.400 35.800 34.400 35.800
Barnabætur 286.845 225.654 286.845 225.654 286.845 225.654
Vaxtabætur 408.374 439.200 104.400 - - -
Sérstök vaxtaniðurgreiðsla 108.000 54.000 -
Ráðstöfunartekjur samtals 5.530.455 5.604.177 5.226.481 5.110.977 5.122.081 5.056.977
Breyting ráðstöfunartekna 1,3% -2,2% -1,3%
Húskaparstaða: Hjón | 1 barn undir 7 ára, 1 barn yfir 7 ára | Verðmæti fasteignar: 20.000.000 kr. | Launatekjur á mánuði: 200.000 + 300.000 kr.
Áhrif aðgerða í opinberum fjármálum á árinu 2011 á
Breyting Hækkun Vísitöluáhr.
Ríkið:
Vörugjöld á áfengi, tóbak, bensín og díselolíu 0,21%
Heilbrigðisþjónusta 0,9% 0,02%
Sveitarfélög:
Lóðaleiga 16,4% 0,02%
Sorphreinsun 18,7% 0,06%
Holræsi 11,7% 0,05%
Breyting Hækkun Vísitöluáhr.
Vatn -0,2% 0,00%
Rafmagn og hiti 6,1% 0,49%
Strætisvagnar 13,9% 0,01%
Ýmismenningarmál (skemmtigarðar, söfn ofl.) 2,8% 0,01%
Grunnskólar (skólagæsla) 3,0% 0,00%
Mötuneyti (skólamáltíðir) 1,9% 0,01%
Leikskólar 7,0% 0,04%
Samtals 0,91%