Morgunblaðið - 09.03.2011, Side 26

Morgunblaðið - 09.03.2011, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Á sumrin reyna íslenskir klifrarar að nýta góða veðrið í að klifra utandyra. Á veturna þurfa þeir hins vegar yfirleitt að láta sér nægja að vera innandyra, til dæmis í Klifurhús- inu í Skútuvogi. Þau Árni Stefán, Andri Már, Jónas Grétar, Örvar Dóri, Hróðmar og systkinin Kristján Þór og Lóa Björk deila áhugamáli á klifri. Öll eru þau í kringum tví- tugt. Þau kynntust í Klifurhúsinu, en þar hafa þau iðkað sína íþrótt um nokkurra ára skeið og hittast um fimm eða sex sinnum í hverri viku. Tóku forskot á klifur- sumarið Um jólin ákváðu þau að fara saman til Spán- ar og taka forskot á klifursumarið. „Staðurinn heitir El Chorro og er sjötíu kílómetra norður af Malaga á suður- strönd Spánar. Þetta er fjögur hundruð metra hár klettaveggur sem er kílómetra breið- ur á aðalsvæðinu. Þarna er íslenskt sumarveður um jól- in, svo það er þægi- legt fyrir Íslendinga að fara þangað,“ segir Jónas Grétar. „Þetta er eiginlega eini staðurinn þar sem maður getur farið að klifra um jólin og þar sem er þægilegt að vera,“ segir Kristján Þór, en hann var að koma til El Chorro í þriðja sinn. Hópurinn neitar því að það sé hættulegt að klifra í El Chorro, svo lengi sem klifrarinn kunni til verka. „Þetta er allt rosalega öruggt og við erum með öll trygg- ingartól sem þarf. Ef maður veit hvað maður er að gera, þá er þetta ekkert hættulegra en hver önnur íþrótt,“ segir Andri Már. Lífsstíll, ekki íþrótt Allir klifrararnir voru með belti og bundnir í klifur- línu. Fyrir neðan klettana sat síðan félagi hvers og eins til tryggingar. Klettarnir í El Chorro eru sérstaklega útbúnir fyrir klifur, sem gerði klifrurunum auðveldar fyrir. Hópurinn var í tæpan mánuð á Spáni. Klifrað var alla daga þegar veður leyfði og í um sex klukkustundir í senn. En hvers vegna leiddust þau út í þessa sérstöku íþrótt? „Þetta er góð leið til að skoða heiminn - alla veganna sitt nánasta um- hverfi - og stunda íþrótt á meðan. Þetta er í rauninni bara rosalega gaman. Þetta er öðruvísi íþrótt, eiginlega miklu meiri lífsstíll heldur en íþrótt,“ segir Jónas Grétar. „Maður er ekki að gera þetta því maður er að reyna halda sér í formi eða æf- ingu, bara til að hafa gaman.“Bratt Kristján Þór Björnsson klifrar. „Þetta er góð leið til að skoða heiminn“  Sjö ungir klifrarar vörðu jólunum í klettum Spánar Ljósmynd/Örvar Dóri Rögnvaldsson Notkun á Ísl and i, 1 00 M B in na n da gs in s. G re id d er u m án .g jö ld sk v. ve rð sk rá. Fylgstu með stöðunni á reikningnum þínum í símanum. Netið í símanum á 0 kr. í dag fyrir viðskiptavini Símans. Kíktu í heimabankann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.