Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.03.2011, Blaðsíða 52
N otkun á Íslandi, 100 MB innan dagsins. Greidd eru m án.g jöld skv . v er ðs kr á. Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Nýttu tækifærið og prófaðu! 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Allir synir mínir eftir Arthur Miller (1915-2005) ereitt af stórvirkjum bandarískrar leikritunar.Verkið var frumsýnt árið 1947 og fékk þaðstrax góðar viðtökur hjá leikhúsfólki en sumum fannst hann reyndar gagnrýna fullharkalega „ameríska drauminn“. Í grunninn fjallar verk Millers um hinar stóru spurn- ingar í mannlegri tilveru: um ábyrgð mannsins, traust, ást og hreinlyndi. Miller leitar í formgerð grískrar leikritunar á margan hátt, t.d. gerist verkið á einum sólarhring, fjallar um samskipti föður og sonar, ein persónan veit alla málavöxtu en lætur ekkert uppi fyrr en allt um þrýtur. Þegar sannleikurinn kemur loks í ljós fylgir því óhjá- kvæmilega harmur en jafnframt nýtt upphaf. En einkum hefur Henrik Ibsen verið hans stóra fyrirmynd. Einnig er talið að Miller hafi sótt efnivið sögunnar að hluta í blaða- frétt frá þessum tíma um gallaða framleiðsluvöru sem olli dauða fjölda manns. Leikritið segir frá verksmiðjueigandanum Joe Keller og fjöskyldu hans. Joe og Kate, kona hans, áttu tvo syni en annar þeirra, Larry, fórst í stríðinu. Kate neitar reynd- ar að trúa því að Larry sé dáinn en sú meinloka kemur niður á hamingju hins bróðurins, Chris, þar sem hann hyggst kvænast Ann, fyrrverandi kærustu Larrys. Yfir fjölskyldunni, sem virðist vel liðin af nágrönnum og samfélaginu, hvílir skuggi leyndarmáls sem hefur gríðar- leg áhrif á fjölskylduna þegar upp kemst. Jóhann Sigurðarson leikur hinn viðkunnanlega en breyska Joe Keller. Jóhann fer mjög vel með þetta vanda- sama burðarhlutverk. Guðrún S. Gísladóttir fer með hlut- verk móðurinnar, Kate. Hlutverkið er vel skrifað og veitir góðri leikkonu tækifæri til að blómstra sem Guðrún gerir með sanni. Soninn Chris leikur Björn Thors með eindæmum vel. Hann á nokkrar senur sem eru gríðarlega sterkar enda hefur hann sér til fulltingis frábæra mótleikara. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur Ann. Sú persóna er ekki öll þar sem hún er séð. Ann veit sannleikann um dauða Larrys allt frá upphafi verksins. Arnbjörg fer mjög vel með hlutverk sitt. Baldur Trausti Hreinsson (Jim læknir) og Edda Arnljótsdóttir (Sue) eru mjög skemmtileg í sínum hlutverkum, Baldur sem hinn jarðbundni vís- indamaður en Edda sem hin blaðskellandi eiginkona hans. Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Hannes Óli Ágústsson eru sérlega lifandi sem ungu nágrannahjónin Frank og Lydia. Atli Rafn Sigurðarson er í hlutverki George, bróður Ann. George er reiður og bitur og er túlkun Atla Rafns sannfærandi. Hinn ungi Hringur Ingvarsson fer með hlutverk dreng- sins Barts. Hringur stóð sig með prýði. Leikmynd Gretars Reynissonar var samsett úr tveimur stórum flötum, annars vegar tjaldi sem á er varpað fal- legri en rifinni ljósmynd af landslagi og hins vegar af upp- hækkuðum palli sem er aðalleikrými leikara. Þetta eru einföld en falleg form. Á pallinum eru svo garðstólar og borð. Lýsing Lárusar Björnssonar skapaði síðan viðeigandi stemningu ásamt tónlist Gísla Galdurs Þorgeirssonar. Búningar Þórunnar S. Þorgrímsdóttur voru með ágætum. Þýðing Hrafnhildar Hagalín var vel gerð þótt gjaldmiðlar hafi stundum verið krónur en stundum cent. Stefán Baldursson leikstýrir verkinu. Stefán er á heimavelli í fleiri en einum skilningi og hefur hann vandað mjög til verksins. Allir synir mínir er mjög vönduð, hefðbundin sýning. Hér fer saman frábærlega vel samið leikrit, algjör klassík, fín leikstjórn og umgjörð og leikur eins og hann gerist bestur. Vönduð sýning „Hér fer saman frábærlega vel samið leikrit, algjör klassík, fín leikstjórn og umgjörð og leikur eins og hann gerist bestur,“ segir meðal annars í dómnum. Björn Thors og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir í hlutverkum sínum. Þjóðleikhúsið Allir synir mínir eftir Arthur Miller bbbbm Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Björn Thors, Edda Arnljóts- dóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hringur Ingvars- son, Jóhann Sigurðarson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Lýsing: Lárus Björns- son. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Þýðing: Hrafnhildur Hagalín. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Frumsýning 4. mars 2011. INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST Sýningin MARGLAGA – skynjunar- skóli stendur nú yfir í Kling og Bang galleríi á Hverfisgötu 42. Þetta er sýning sjö ungra myndlistarmanna og hönnuða. Listamennirnir hafa stofnað skóla í galleríinu sem starfar meðan á sýn- ingunni stendur eða til 20. mars. Skynjunin og innsæið eru í fyrir- rúmi, umfram skilninginn og skil- greiningar á réttu og röngu. Sýningin bygg- ist bæði á þátt- töku almennings, sem getur mætt í skólann þegar sýningin er opin, og þátttöku lista- manna og fyrir- lesara sem hafa verið fengnir til að sjá um „námskeið“ í skólanum. Skipulagðir viðburðir fara fram á kvöldin og um helgar en auk þess er sýningin opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 14 til 18. Annað kvöld, fimmtudag kl. 20, verður Eygló Harðardóttir mynd- listarkona með uppákomu sem hún kallar „Autt blað“. Eygló Harðardóttir í skynjunarskóla Eygló Harðardóttir British Museum í London hefur keypt safn gripa sem fundust á fimmta áraug síðustu aldar í hinni fornu assýrísku borg Nimrud. Síðustu sex mánuði leitaði safnið eftir framlögum frá skráðum fé- lagsmönnum safnsins til að kaupa gripina og skilaði söfnunin 750.000 pundum, um 135 milljónum króna. Fyrir tilstilli styrkja úr opinberum sjóðum tókst að greiða tilskildar 1,2 milljónir punda fyrir útskorna fíla- beinsgripina, mörg hundruð alls, sem hafa aldrei verið sýndir opin- berlega, þótt þeir hafi síðasta aldar- fjórðunginn verið í geymslum Brit- ish Museum. Það var fornleifafræðingurinn Max Mallowan, seinni eiginmaður glæpasagnahöfundarins Agöthu Christie, sem fann þá í rústum stórrar konungshallar sem hafði brunnið fyrir 2.600 árum. Bera margir gripanna merki brunans. Í samtali við The Guardian segir forstöðumaður safnsins, Neil MacGregor, að þetta séu einstakir hlutir, ekki bara fallegir heldur segi þeir margar sögur um menningu fólksins sem bjó þá til. Nokkrir fal- legustu hlutirnir verða á lítilli sýn- ingu sem verður opnuð í British Mu- seum í næstu viku. Christie þekkti þessa gripi vel . Hún eyddi löngum stundum við rústirnar í Nimrud á þeim átta árum sem eiginmaður hennar vann að uppgreftrinum en hann reisti þar fyrir hana lítið vinnuhús þar sem hún skrifaði tvær bóka sinna. Hún hjálpaði einnig til við að hreinsa þessa hluti og notaði meðal annars dýrt andlitskrem við verkið. For- verðir sem hafa meðhöndlað gripina segjast ekki mæla með slíkri með- höndlun en svo virðist sem kremið hafi ekki valdið neinum skaða á þessum litlu ljón- um, sfinxum, slöngum og blómum sem voru eitt sinn prýdd dýrum steinum eða gulli. Gripir sem Agatha Christie hreinsaði  British Museum kaupir forna assýr- íska gripi fyrir rúmlega milljón pund Útskurður Forn assýrískur gripur í British Museum; útskorið fílabein. Á morgun, fimmtudag klukkan 12.15, verður hádegis- leiðsögn í Hönn- unarsafni Íslands á Garðatorgi, um sýninguna á sam- keppnistillögum um húsgögn í Hörpu. Höfundar verðlauna- og viðurkenninga- tillagna segja frá tillögum sínum og rætt verður um hlutverk og mikil- vægi slíkrar samkeppni. Höfundar að verðlaunatillögunni eru þær Helga Sigurbjarnadóttir og Kristín Aldan Guðmundsdóttir. Tvær til- lögur fengu sérstaka viðurkenn- ingu; annars vegar tillaga þeirra Dóru Hansen, Heiðu Elínar Jó- hannsdóttur og Þóru Birnu Björns- dóttur, og hins vegar tillaga þeirra Guðrúnar Margrétar Ólafsdóttur og Oddgeirs Þórðarsonar. Tillögur um húsgögn Höfundar verð- launatillögunnar. Sýning Mynt- safns Seðlabanka Íslands og Þjóð- minjasafns Ís- lands á pen- ingaseðlum, tækifærismynd, frímerkjum og annarri opin- berri útgáfu með mynd Jóns Sig- urðssonar, ásamt minjagripum og öðrum varningi, verður opnuð í forsal Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg á morgun, fimmtudag, klukkan 17. Sýningin er sett upp að frum- kvæði Afmælisnefndar Jóns Sig- urðssonar í samvinnu við Myntsafn- arafélag Íslands í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní í sumar og 50 ára afmæli Seðlabanka Íslands 7. apríl 2011. Í Þjóðmenningarhúsinu á næsta horni má síðan sjá sýninguna Óska- barn - æskan og Jón Sigurðsson. Útgáfa með mynd Jóns Jón Sigurðsson Algjör klassík! Sjá viðtal Skannaðu hérna til að sækja 26 B arcode Scanner Skannaðu hérna til að sækja 23 B arcode Scanner Viltu vinna miða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.