Morgunblaðið - 09.03.2011, Page 56

Morgunblaðið - 09.03.2011, Page 56
„Við verðum svolítið „uni- que“ en ég held að það verði ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Unnið hörðum höndum Hreimur segir leitast við að hafa atriðið sem líflegast í Evróvisjón- keppninni, að búa til hreyf- ingu án þess að flytjendur hreyfi sig of mikið sjálfir. „Mikið af þessari vinnu er í höndum Þórunnar og þeirra sem sjá um þessa listrænu hlið á atriðinu. Hún er með mjög ákveðna skoðun og við erum allir með í þessu, erum að vinna þetta vel saman. Þórunn er búin að leggja ótrúlega mikla vinnu í þetta,“ segir Hreimur. Skipuleggjendur keppninnar úti þurfi að vita með löngum fyrirvara hvernig atriðið verði og að ýmsu þurfi að huga. „Við ætlum að gera mynd- band og þetta myndband verður ekkert slor,“ svarar Hreimur, spurður að því hvort myndband sé væntanlegt við lagið. Tökur á því fara fram í dag. „Þegar myndband- inu verður sleppt, ásamt laginu, sér fólk svolítið fílinginn sem verður á okkur þarna úti.“ Íslenski Evróvisjón-hópurinn heldur út til Düsseldorf í Þýska- landi 1. maí og flytur lagið í fyrri forkeppninni 10. maí. Aðalkeppnin verður svo haldin 14. maí. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Evróvisjónkeppnin nálgast óðfluga og eflaust margir orðnir spenntir að sjá hvernig fulltrúum Íslendinga vegnar í keppninni, vinum Sigur- jóns heitins Brink sem samdi sig- urlagið, „Aftur heim“ en textann samdi ekkja Sigurjóns, Þórunn Erna Clausen. Vinirnir eru þeir Gunnar Ólason, Vignir Snær Vig- fússon, Pálmi Sigurhjartarson, Matthías Matthíasson, Hreimur Örn Heimisson og Benedikt Bryn- leifsson. Endanleg útsetning lags- ins er tilbúin og lagið væntanlegt með enskum texta sem Þórunn samdi með Sigurjóni. Hreimur segir lítinn mun á lokaútgáfu lagsins á íslensku frá þeirri sem þegar hefur verið gefin út og leikin í útvarpi en örlítil breyting verði á lag- inu í ensku útgáfunni, áherslubreytingar. Hvað undirbúning fyrir Evró- visjónkeppnina varðar segir Hreimur unnið hörðum höndum að hönnun búninga á sexmenningana sem flytja lagið. „Við upplifum okkur sem liðsheild þannig að það má segja að við verðum svolítið sýni- legir sem liðsheild úti. Við ætlum okkur að vera mjög snyrti- legir og ekkert í ósvip- uðum anda og við vorum í á lokakvöldinu hér heima,“ segir Hreimur. Klæðaburðurinn verði svipaður þeim sem Sigurjón kunni að meta, dálítið „retro“ en þó snyrtilegur. Snyrtimennskan í fyrirrúmi  Ensk útgáfa „Aftur heim“ væntanleg sem og myndband Morgunblaðið/Eggert Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í 17. skipti í gær í Þjóðleik- húsinu. Athygli vakti þetta árið að enginn einn sópaði að sér verðlaun- um eins og það er kallað, heldur skiptust þau jafnt á milli fjöl- margra. Heiðursverðlaunahafi þessa árs er Þórir Baldursson eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og nokkrir samferðamenn hans og vinir hylltu hann með tónlistar- flutningi. Aðrir sem fluttu tónlist voru Bjartmar og Bergrisarnir, Kammerkór Suðurlands, Kalli, Samúel J. Samúelsson Big Band, Sunna Gunnlaugsdóttir og Jónas Sigurðsson. Kynnar voru þau Freyr Eyjólfsson og Erla S. Ragn- arsdóttir og fóru þau á kostum. Umslag ársins var valið Pólý- fónía með Apparat Organ Quartet en hönnuður þess er Sig- urður Eggertsson eða Siggi Eggertsson. Tónlistarflytjendur ársins voru þeir Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil sem fluttu þrjá síðustu ljóðaflokka Schu- berts með viku millibili á Listahá- tíð 2010. Rödd árs- ins var svo valinn Kristinn Sigmundsson, sem stendur nú á hátindi ferils síns. Bjartasta vonin er þá talinn Ari Bragi Kárason trompetleikari, ein- hver efnilegasti tromp- etleikari sem fram hefur komið um árabil. Textahöfundur ársins var valinn Bjartmar Guðlaugsson, fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld þar sem Bjartmar stingur skemmtilega á ýmsum kýlum með kröftugum en ávallt skemmtilegum textum. Tónhöfundur ársins var valin Ólöf Arnalds fyrir lög sín á plöt- unni Innundir skinni. Lag ársins, „Hamingjan er hér“, á svo Jónas Sigurðsson en það er að finna á annarri plötu hans, hinni firna- sterku Allt er eitthvað. Tónverk ársins á Anna Þorvaldsdóttir, Hrím – fyrir hljómsveit. „Hrím er þétt ofið og afar áhrifaríkt verk, tón- málið sterkt, persónulegt og sann- færandi,“ segir í umsögn dóm- nefndar. Hljómplata ársins í sígildri og samtímatónlist var valin Hymnodia Sacra – íslenskt sálma- safn frá 18. öld en flytjendur þar eru Kammerkórinn Carmina og Nordic Affect. Stjórnandi Árni Heimir Ingólfsson. Djassplata árs- ins er Horn eftir Jóel Pálsson en flytjendur eru Jóel Pálsson, vonin bjarta Ari Bragi Kárason, Eyþór Gunnarsson, Davíð Þór Jónsson og Einar Scheving. Jónsi með bestu plötuna Hljómplötu ársins átti svo Jónsi, en fyrsta sólóplata hans, Go, kom út í apríl í fyrra. Síðasta ár var einkar gjöfult hjá Jóni Þóri Birgis- syni, hann gaf út tvær plötur (tón- leikaplata kom út í desember) og ferðaðist víða um heim með hljóm- sveit sinni. Í umsögn dómnefndar segir: „Jónsi notar öll trikkin sem hann hefur lært á Sigur Rósar- ferlinum og bætir við glitrandi perlum úr fjársjóðskistunni sinni. Útkoman er slík gersemi að það er leitun að annarri eins plötu. Reynsla og öryggi fara saman við ótrúlega næma söngtúlkun, stórfína spilamennsku og fágaða vinnslu.“ Enginn einn sópaði … Morgunblaðið/Ómar Besti flytjandi Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuill voru valdir tónlistarflytjendur ársins en þeir fluttu þrjá síðustu ljóðaflokka Schuberts á Listahátíð. Ágúst tók þakklátur við verðlaununum.  Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í gær  Enginn „einn“ sigurvegari kvöldsins  Go með Jónsa valin hljómplata ársins og Kristinn Sigmundsson rödd ársins Skannaðu hérna til að sækja 48 B arcode Scanner Sjáðu fleiri myndir 56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2011 Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave var haldin síðast- liðna helgi í Grundarfirði og var veittur fjöldi verðlauna á henni, m.a. fyrir bestu fiskisúpuna í sér- stakri fiskisúpukeppni. Átta lið reyndu með sér í súpugerðinni en það var hlutskipti Hrefnu Rósu Sætran landsliðskokks að velja í efstu þrjú sæti. Hlutskarpastur varð saumaklúbburinn Samheldni. En hátíðin snerist ekki bara um súpur heldur einnig kvikmynda- gerð og voru vanir menn í dóm- nefnd stuttmynda- og tónlistar- myndbandakeppninnar, þau Árni Ólafur Ásgeirsson, Kristín Jóhannesdóttir og Romain Gavras. Veitt voru verðlaun fyrir bestu al- þjóðlegu stuttmyndina, bestu ís- lensku stuttmyndina og besta ís- lenska tónlistarmyndbandið. Besta alþjóðlega stuttmyndin var Mein Sascha eftir Markus Kaatsch. Besta íslenska myndin var valin stuttmyndin Clean eftir Ísold Ugga- dóttur og besta íslenska tónlistar- myndbandið við lagið „Young Boy“ eftir tónlistarmanninn Berndsen, leikstýrt af Helga Jóhannssyni. Skipuleggjandi hátíðarinnar var sem fyrr Dögg Mósesdóttir. Nr. 4 Dögg Mósesdóttir hélt fjórðu Northern Waves-hátíðina um sl. helgi. Súpur, stutt- myndir og myndbönd Notkun á Íslandi,100 M B innan dagsins. Greidd eru mán.gjöld skv. verðskrá. Þú getur hlustað á gömul og ný Eurovision lög með Bestu lögunum. Prófaðu í símanum á 0 kr. í dag á m.siminn.is Bestu Eurovisionlögin Skannaðu hérna til að sækja 32 B arcode Scanner Bestu lögin Eftirvænting Vinir Sjonna flytja lagið „Aftur heim“ í Söngvakeppni Sjónvarpsins, 12. febrúar síðastliðinn. Skannaðu hérna til að sækja 22 B arcode Scanner Náðu í lagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.