Morgunblaðið - 09.03.2011, Síða 60

Morgunblaðið - 09.03.2011, Síða 60
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 68. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Hugrakkasta kona Mexíkó flúin 2. Hrelltu stúlku á Facebook 3. Nýtt myndband af turnunum 4. Lést af slysförum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stórsöngvarinn Geir Ólafsson gerir það gott í Kaliforníu um þessar mundir og hefur verið að vinna mikið með Don Randi. Hann fer nú vestur í apríl að taka upp plötu, m.a. með samstarfsmönnum Michaels Bubles. Morgunblaðið/Heiddi Geir tekur upp plötu í Kaliforníu  Karlakór Dalvík- ur, söngvarinn Matthías Matt- híasson og rokk- hljómsveit flytja lög Bítlanna og Queen í rokkuðum útsetningum Guð- mundar Óla Gunn- arssonar, stjórn- anda kórsins, 11. og 12. mars nk. Hljómsveitina skipa Gunnlaugur Helgason, Hallgrímur Ingvarsson, Halli Gulli og Daníel Þorsteinsson. Karlakór, Matti og rokkhljómsveit  Hljómsveitin PP heldur tónleika til heiðurs hljómsveitinni Purrki Pillnikk á Sódómu Reykjavík ann- að kvöld. PP skipa Birg- ir Jónsson trommuleik- ari, Pétur Heiðar Þórðarson gítar- leikari, Flosi Þor- geirsson bassa- leikari og Björn Gunnlaugsson söngvari. Húsið verður opnað kl. 21 PP leikur til heiðurs Purrki Pillnikk Á fimmtudag Norðan 8-15 m/s, hvassast við NA-ströndina. Éljagangur á N- og A-landi, en annars bjartviðri. Frost víða á bilinu 5 til 15 stig. Á föstudag Norðan 5-10 og dálítil él N- og A-lands, en annars bjart. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, víða á bilinu 8-15 m/s. Snjókoma eða él á norð- anverðu landinu, annars úrkomulaust að kalla og birtir til sunnanlands. Frost 2 til 12 stig. VEÐUR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Daginn eftir síðasta prófið í al- mennri lögfræði við Háskóla Ís- lands fyrir tæplega fjórum árum greindist Grímur Hergeirsson með krabbamein í hálskirtlum. Hann hefur alla tíð verið í góðri líkam- legri æfingu og segir að það hafi hjálpað sér við að takast á við vandann. Mottumars, átak Krabbameins- félagsins um karlmenn og krabba- mein, fer vel af stað, en í fyrra söfnuðu menn yfirvaraskeggi í mars og jafnframt áheitum, tæp- lega 42 milljónum króna, til styrkt- ar baráttu Krabbameinsfélagsins gegn krabbameini. Grímur segir að nokkur tími hafi liðið áður en hann hafi farið til læknis vegna meinsins. Hann hafi velt því fyrir sér hvað gæti verið að og aldrei hafi hvarflað að sér að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Annað hafi komið á daginn og hann hafi verið frekar framlágur það sem eftir lifði árs, en komist yfir hindranirnar. „Ég hef trölla- trú á að ég sé kominn fyrir vind,“ segir hann. Æfingin fyrir öllu Fyrir um tveimur árum lauk Grímur MA-gráðu í lögfræði og hefur unnið sem lögmaður síðan hann ávann sér lögmannsréttindi. Hann býr á Selfossi og starfar hjá JP Lögmönnum, en um tíma var hann m.a. verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menning- armála í Árborg. Á árum áður var hann í handboltanum og var fyrirliði meistaraflokksliðs Selfoss, en hann hefur líka verið virkur hlaupari í hlaupahópnum Frískum Flóa- mönnum og keppt í ultra- og maraþonhlaupum síðan 2003, meðal annars hlaupið mara- þon í New York, London og Berlín. „Það er mjög skemmtilegt og mað- ur fær nýjan vinkil á borgina í helgarferðinni með því að taka eitt maraþon í leiðinni,“ segir hann. „Maður sér borgina frá öðru sjón- arhorni.“ Grímur segir að þegar hann hafi greinst með krabbameinið hafi hann farið langt niður. Meðal ann- ars hafi hann lést um 20 kg, en hann hafi verið í góðu formi og þess vegna betur í stakk búinn til þess að takast á við mótlætið. Hann hafi verið vanur því að æfa, hafi því átt auðvelt með að taka upp þráðinn og fyrir vikið hafi hann verið fljótari að ná sér aftur á strik. Því leggi hann áherslu á að viðhalda forminu til að vera viðbú- inn að taka á móti hverju sem er. Hleypur af sér vandann  Mottumars að hætti Gríms Hergeirssonar Ljósmynd/Guðmundur Karl Langhlaupari Krabbameinið hefur haft þau áhrif að skeggvöxtur hjá Grími Hergeirssyni, lögmanni og hlaupara, er ekki sá sami og áður en mottumars er engu að síður hluti af tilveru hans og hann safnar áheitum fyrir gott málefni. Grímur Hergeirsson segir mottumars mjög þarft átak og minnir á að þegar hann hafi greinst með krabbamein fyrir tæplega fjórum árum hafi öll umræðan verið um konur og krabbamein og þá sérstaklega brjósta- krabbamein. „Það sló mig svolítið að allt umtal, upplýsingar og áróður snerist aðallega um kon- ur.“ Hann bætir við að gott forvarnarstarf hafi ver- ið unnið í þágu kvenna en karlmenn hafi verið eins og til hliðar og sér hafi fundist eins og hann tilheyrði minnihlutahópi. Þetta hafi breyst og það sé af hinu góða. „Þess vegna er ég mjög hrifinn af þessu átaki. Það hjálpar karlmönnum og er umfram allt skemmtilegt enda með ólík- indum að karlmenn heillar þjóðar safni yfirvaraskeggi í einn mánuð,“ segir Grímur. Skemmtilegt átak MOTTUMARS KRABBAMEINSFÉLAGSINS Skoðaðu nýjustu veðurspána í símanum á m.vedur.is á 0 kr. í dag Skannaðu inn magnað veðurforrit Er stormur í aðsigi? Skannaðu hérna til að sækja 3 B arcode Scanner N otkun á Íslandi, 100 M B innan dagsins. Greidd eru mán.gjöld skv. ver ðsk rá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.