Morgunblaðið - 25.03.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 25.03.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Karl Eskil Pálsson Meginumfjöllunarefni aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var á Akureyri í gær, var vetrarferðamennska og áherslur SAF til framtíðar. Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, greindi á fundinum frá umfangs- miklu átaki sem hleypt yrði af stokkunum á næstunni og hefði það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. „Það hefur verið vinnuhópur starfandi, sem kynnir væntanlega á næstu vikum umfang átaksins. Hversu miklir fjármunir verða lagðir í þetta liggur ekki fyrir, en það verður myndarleg upphæð. Ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið að leggja þessu átaki lið og ég bind vonir við að flestir sem hagsmuna eiga að gæta í þessum efn- um komi að borðinu.“ Katrín segir að hver króna sem lögð er í markaðsátak skili sér til baka, skapi meðal ann- ars ný störf og vinni því bug á atvinnuleysi. Nú þegar sé víða um land allt hótel- og gistirými vel nýtt þrjá mánuði ársins, júní, júlí og ágúst. Mikl- ir fjármunir hafi verið lagðir í uppbyggingu ferðaþjónustu, sem þurfi að nýta sem best allt árið. „Til að fá fleiri ferðamenn til landsins liggja ónýtt tækifæri í vetrarferðamennsku. Í kjölfar öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli fækkaði erlendum ferðamönnum, með tilheyrandi afleið- ingum. Til að bregðast við því var sett á lagg- irnar markaðsátakið Inspired by Iceland, sem heppnaðist mjög vel. Í þessu nýja markaðsátaki verður vinnulagið svipað og vonandi gengur það eins vel, enda eru möguleikarnir miklir í vetr- arferðamennsku,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Reynt að fjölga ferða- mönnum yfir veturinn  „Myndarleg upphæð“ verður lögð í átakið Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Við erum virkilega ánægð og það er rosalega flott að ná 11.500 undirskriftum á svona stuttum tíma, því þetta voru bara fimm dagar,“ segir Agnar Már Jóns- son, talsmaður samstarfshóps íbúa Reykjavíkur sem skorar á borgarstjórn að láta af fyrirætl- unum um sameiningu grunn- og leikskóla. Í gær fjölmenntu foreldrar og aðrir svo að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Jóni Gnarr borgarstjóra var afhentur listi með 11.500 undirskriftum. Við sama tækifæri var friðarkertum fleytt á Tjörn- inni í táknrænni athöfn að sögn Agnars, til að undirstrika mik- ilvægi þess að skapa frið um skólamálin. „Það fór ekkert á milli mála að borgarstjórinn var snortinn af þessu mikla afli og hugmynda- fræðinni á bak við það,“ segir Agnar. Jákvæð hlið málsins sé sú að tillögurnar hafi vakið marga í hverfum borgarinnar til lífsins sem láti sig nú málið varða af öllu hjarta. „Það er lykilatriðið og nú þurfa allir að sameinast um að virkja þetta til að efla skólastarf í Reykjavík. Nú hefur meirihlut- inn tækifæri til að sýna það hug- rekki sem þarf til að falla frá þessum fyrirætlunum. Við erum sannfærð um að það er hægt að efla skólastarfið með því að for- gangsraða í hagræðingu innan borgarkerfisins.“ Hlusta á vilja fólksins „Mér heyrist á öllum sem ég tala við að fólk geri sér grein fyrir því að við verðum að spara,“ sagði Jón Gnarr borg- arstjóri þegar hann tók við undirskrift- unum. „En fólk vill að það sé sparað meira með því að það sé haft meira samráð, meiri sam- vinna, og það hlusta ég og við á.“ Frestur til að skila inn umsögn- um um tillögur menntaráðs renn- ur út í dag og verður unnið heild- stætt úr þeim á næstu dögum. Tækifæri til að sýna hugrekki  Hátt í 12 þúsund undirskriftir með áskorun um að hætta við fyrirhugaðar sameiningar grunn- og leikskóla  Borgarstjóri „snortinn“ af afli foreldranna Morgunblaðið/Árni Sæberg Samtakamáttur Fjölmenni skundaði að Ráðhúsinu þrátt fyrir rigningarsudda í gær, til að afhenda undirskriftirnar og áskorun til borgarstjórnar um að falla frá sameiningaráformum. Þess er krafist að sýnt verði fram á að breytingarnar hafi í för með sér vel rökstuddan sparnað og óskað eftir nánara samráði. Fjölmörg félagasamtök, foreldra- og íbúaráð hafa sent frá sér ályktanir og umsagnir um sameiningartillögurnar. Þar á meðal er foreldrafélag leikskól- ans Holtaborgar, sem samkvæmt tillögunum á að sameinast Sunnuborg. Nokkrir foreldrar barna í Holtaborg hafa nú þegar sótt um flutning fyrir barn sitt af leikskólanum, þar sem þeir hafa áhyggjur af afleiðingum yf- irvofandi sameiningar. Í umsögn foreldrafélagsins er lýst áhyggjum af því að gríðarlegri faglegri uppsveiflu sem verið hafi í starfinu sé stefnt í bráða hættu með fyrirætlununum. Foreldarnir segjast ekki hafa upplifað samráð að neinu marki og telja tölur um ætlaðan sparnað í launakostnaði mjög ótrúverðugan, m.a. vegna þess að stjórnendur í sameinuðum leikskóla fái hærri laun en þeir höfðu áður. Foreldrarnir telja allt of mikið vera á huldu, of mikið verk sé lagt á herðar nýs stjórnanda og sameiningin því ekki talin líkleg til að takast vel. Flytja börnin sín af leikskólum FORELDRAR UPPLIFA EKKI SAMRÁÐ AÐ NEINU MARKI Agnar Már Jónsson Óvenjumikið var greint af salmonellu í kjúk- lingum í fyrra og það sem af er þessu ári, en þeim er fargað samkvæmt sérstökum reglum um sóttmenguð dýrahræ. Lætur nærri að um 330 þúsund salmonellusmitaðir kjúklingar hafi verið urðaðir af þessum ástæðum á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar. Langflest tilfelli smits komu upp í búum á Suður- og Vesturlandi og kjúklingar þaðan urðaðir á viðurkenndum urðunarstöðum í Fífl- holti á Mýrum og Strönd austan við Hellu í Rangárvallasýslu. Einnig komu upp tilvik í kjúklingabúi í grennd við Dalvík og voru kjúk- lingar þaðan urðaðir í Glerárdal ofan Akur- eyrar. Sá urðunarstaður hefur verið aflagður og er smit kom upp í búinu við Dalvík í byrjun þessa árs voru smitaðir kjúklingar brenndir í sorpbrennslustöð á Húsavík. Guðmundur B. Ingvarsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að sérstök leyfi þurfi til að urða sóttmenguð dýrahræ. Ákveðið ferli fari í gang hverju sinni samkvæmt nýleg- um verklagsreglum hjá Umhverfisstofnun, Matvælastofnun og heilbrigðiseftirliti. Samráð er haft við héraðsdýralækna áður en leyfi er gefið út. Sama ætti við t.d. þegar kindur með riðu væru urðaðar, en menguð dýrahræ væru yfirleitt urðuð sér á urðunarstöðunum. aij@mbl.is Um 330 þúsund kjúk- lingar urðaðir í fyrra Smit Kjúklingar voru urðaðir í stórum stíl hér á landi í fyrra vegna salmonellusmits. „Á dauða mínum átti ég von frekar en því að einhverjir kæmust að þeirri niðurstöðu að ég hefði brotið jafnréttislög,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra í tölvu- pósti sem hún sendi á póstlista Sam- fylkingarinnar í gærkvöldi. Sem kunnugt er komst kærunefnd jafn- réttismála að þeirri niðurstöðu í vik- unni að forsætisráðuneytið hefði brotið jafnréttislög við ráðningu á skrifstofustjóra skrifstofu stjórn- sýslu- og samfélagsþróunar. Í ljósi ferils síns í jafnréttisbarátt- unni segist Jóhanna varla vita hvað- an á sig standi veðrið. Niðurstaðan sé henni og ráðuneyti hennar mikil vonbrigði. „Nú lít ég á það sem verk- efni mitt að nýta hana sem best, jafnréttisbaráttunni og faglegum vinnubrögðum í stjórnsýslunni til framdráttar,“ segir Jóhanna í nið- urlagi bréfs síns. „Í þeim efnum efast ég ekki um að sóknarfæri eru til staðar.“ einarorn@mbl.is Segist slegin yfir niðurstöðu Hátt í tvö þúsund manns hafa tekið afstöðu til Icesave-laganna á banda- rísku bloggsíðunni Planet Money. Baldur Héðinsson, sem vinnur hjá National Public Radio (NPR), skrif- aði pistil á síðunni þar sem hann spyr lesendur hvort hann eigi að kjósa með eða á móti. Tæp 73% svara spurningunni neitandi. Baldur lauk nýlega doktorsgráðu í stærðfræði frá Boston University. Hann kveðst hafa ákveðið að vinna hjá NPR til að læra þáttagerð í út- varpi. NPR, sem er að hluta rekið fyrir opinber fjárframlög, framleiðir meðal annars hinn vinsæla útvarps- þátt This American Life og er Plan- et Money afsprengi hans. Baldur segir að niðurstaða könn- unarinnar kunni að hafa áhrif á af- stöðu sína, en ekki ráða henni. „Hún mun hafa einhver áhrif á hvernig ég kýs og einnig athugasemdirnar, en ég er ekki búinn að selja atkvæði mitt,“ segir Baldur og hlær. 73% segja nei á Plan- et Money  Gerir Icesave- könnun vestanhafs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.